Lögberg-Heimskringla - 07.03.1968, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1968, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1968 Úr borg og byggð FYRIRSPURN Hver vill vera svo góður að gefa mér réttar upplýsing- ar um íslenzka vist; hvort tromp vist er ekki eitt af til- boðunum í íslenzku vistinni. Svo heil sóló, hálf sóló, grand, nóló, varnar nóló, pass- og svo um reikningin, tap og gróða hvers tilboðs í spilun- um. Hér á Golden Acres heim- ilinu eru margt af gamla fólk- inu, sem grípur í spil sér til gamans og hugarléttis og hjá íslendingunum er vistin sjálf- kosið spil og datt mér í hug að leita til þín með þetta vandamál, því ég er viss um að það eru margir hér og heima á íslandi sem taka þessa fyrirspurn til greina og mundu gjöra henni góð skil í Lögbergi-Heimskringlu, svo að sem flestir geti haft gagn af svörunum. Tryggvi J. Halldorsson Box 684, Wynyard P. O. Sask. * * * WIN TRAVEL AWARDS Twenty-five Manitoba 4-H c 1 u b members have been selected as' delegates to na- tiðnal 4-H club conferences during 1968, according to the Manitoba department of agri- culture. Attending the national 4-H club conference at Ottawa and Toronto this year will be 14 Manitoba 4-H members. One of them is Candace Narfason of Gimli. The Cana- dian Council on 4-H Clubs sponsors and finances this conference. Nine Manitoba 4-H mem- bers will again be guests of 4-H members in other provin- ces this year under the inter- provincial 4-H club exchange program. The Canadian Coun- cil on 4-H Clubs sponsors these exchange visits and the Royal Bank of Canada finan- ces them. Taking part is Sigurjón (S i g g i) Sigurdson, son of Sigurdur and Ray Sig- urdson of Oakview Manitoba. He is 17 years old and a grade XI student at the Ash- ern Collegiate. * * * Mrs. Lawrence Stevens (Guð- rún), 32-4th, Ave. Gimli, Man. P. O. Box 434, hefir góðfús- lega tekið að sér, að taka á móti ársgjöldum fyrir Lög- berg-Heimskringlu á Gimli og Betel. Um leið og við fögnum því, viljum við þakka Mrs. B. Baldwinsson — Rögnu — sem nú er flutt frá Gimli, fyr- ir hennar ágæta starf fyrir blaðið. * * * BAKE SALE The Ladies’ Aid of the Unitarian Church will hold a Bake Sale on Saturday, March 9, in the Church Auditorium from 2 to 430. Proceeds going to the Liberal Religious Youth Group. Everyone Wel- come. * * * Circle One of The First Lut- heran Church Women will hold a “Silhouette Fashion Show and Sale” on Thurs- day, March 14 in the Parish Hall of The First Lutheran Church. Coffee and Dainties will be served. Admission $0.50. * * * STYRKTARSJÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU í minningu um frænda minn Björn Allan Björnson Nellie Snidal 299 Beverley St., Winnipeg 10, Man................. $5.00 Með kærri þökk K. W. Johannson. * * * A meeting of the Jon Sig- urdson Chapter I.O.D.E. will be held Tuesday evening, March 12th. at the home of Mrs. A. F. Wilson, 188 Roslyn Road. Co-hostess — Mrs. R Jonas- son. * * * The Jon Sigurdson chapter, IODE will hold its Birthday bridge on Friday, March 15th, at. the I.O.D.E. Headquarters, Winnipeg Auditorium,, at 8 p.m. There will be prizes for bridge and whist and door prizes. In charge are Mrs. P. H. Westdal Mrs. Ben Heid- man, Mrs. Gus Gottfred and Mrs. Anna Skaptason. * * * The Icelandic Canadian Club will hold a meeting in the Parish Hall, First Lutheran Church, Victor St., on Friday March 15th at 8.15 P.M. Students of Icelandic des- cent at the University of Manitoba have prepared a very interesting program for this occasion. Mr. Kris Westdal and Miss Janice Johnson from the Uni- versity of Manitoba will be the main speakers. Members and friends of the Icelandic Canadian Club are urged to attend. The Execulive Commitiee. * * * The Annual Literary Supple- ment will be published next week March 14th. No adver- tisements will be in that issue. Dánarfregn William Anderson, Edmonton, Alberta lézt 22. febrúar, 1968. Hann lætur eftir sig einn son, Carl Wilhelm Anderson í Red, Deer., tvær dætur, Della — Mrs. A. J. H. Roland í Ed- monton og Christine — Mrs. R. Philips í Winnipeg og tvö barnabörn. Hann var jarðað- ur í Edmonton. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Prestar: Séra V. J. Eylands, D. D., Séra J. V. Arvidson, B. A., Sr. Laufey Olson, Djákna- systir. Enskar guðþjónustur á hverjum sunnudegi kl. 9:45 og kl. 11.00 árdegis. Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h. Guðþjónustur á íslenzku, á sunnudagskvöldum, sam- kvæmt tilkynningum í viku- blaði safnaðarins. TENGDADÓTTIRIN Framhald af bls. 6. verið Valka, heldur Gunn- hildur. i „Hvernig dettur þér þessi vitleysa í hug?“ sagði Sigga ávítandi. „Þú sást þó á eftir kistunni hennar ofan í gröf- ina í dag eins og við hin“. Bjössi var farinn að snökta: „Ég sá hana svo vel. Hún stóð á háa bakkanum og svo henti hún sér í ána og ég heyrði greinilega dynkinn, þegar hún kom í vatnið“. Sigga hljóp í veg fyrir Hjálmar, sem kom út úr nýja húsinu — ekki var ómögulegt, að Valka kynni að vera þar. H ú n s a g ð i honum, hvað Bjössi væri að rugla, en lét það þó ósagt, að hann hefði álitið að það væri Gunnhild- ur. Hann fór að yfirheyra Bjössa, sem var farinn að still- ast talsvert. „Ég sá konu við ána — það var engin missýning. Hún stóð á háa bakkanum. Ég hljóðaði upp, því ég varð svo hræddur. Þá lyfti hún upp höndunum og varð eins og stór, svartur fugl og fleygði sér í ána. Ég heyrði skvamp- ið, þegar hún datt í vatnið. Ég varð svo hræddur, að ég þaut heim, en mér heyrðist hún hlaupa á eftir mér“, Svona var frásögn drengs- ins. Hjálmar hljóp niður að ánni. Hann stanzaði á háa bakkanum, þar sem drengur- inn þóttist hafa séð sýnina. Rétt fyrir utan var sandeyri og grynningar. Þar sýndist honum eitthvað hrúghald vera á hreyfingu og flýtti sér þangað. Það var Valka á fjór- um fótum, rennvot og ves- aldarleg. „Hvað er að sjá þig, Valka mín. Því í ósköpunum fórstu að steypa þér í árskrattann?" i sagði Hjálmar sárfeginn því að þurfa þó ekki að segja frá öðru slysi. „Það þurfti nú vist ekki að gera mikið veður út af þessu, en strákanginn h e f u r n ú kannske hlaupið heim með það“, sagði Valka hálfskjálf- andi. „En mér fannst ég ekki geta hugsað til þess að lifa lengur, þegar hún mamma þín var dáin, svo að ég ætl- aði að vera henni samferða — vonaðist eftir að ná henni bráðlega, því að alltaf var ég léttari á fæti en hún. En það var þá Busla, sem ekki kærði sig um mig og dreif mig þarna upp á eyrina, þó að mér findist hún vera að kalla á mig í allan dag. Það hefði víst ekki verið nein sérstök sæla að gista hjá henni í nótt — þvílíkur bölvaður kuldi Ég legg áreiðanlega ekki út í hana aftur“. „Mér þykir líklegt, að þér detti það ekki 1 hug“, sagði Hjálmar. „Reyndu að hafa þig heim, þú getur haldið í hand- legginn á mér. Ég segi þér satt, að það verður ekki svo slæmt eins og þú heldur að vera hjá okkur Ástu. Náttúr- lega finnst okkur öllum tóm- legt á heimilinu eftir að mamma er horfin, en ég geri ráð fyrir, að það komist í vana eins og hvað eina“. „Kom hún með ykkur til baka?“ spurði Valka skjálf- andi. „Hvað meinarðu?“ spurði Hjálmar. „Hún Sigurfljóð, sem öllu vill hvolfa um á heimilinu“. „Nei, hún fór heim til sín, vestur að Hálsi“. „Hún á þar víst helzt heima, býst ég við, þó að hún geri sig fljótt heimkomna annars staðar“. Valka var farin að skjálfa og nötra af kulda. „Ég fer inn í fjós“, sagði hún, þegar þau nálguðust bæinn. „Skilaðu til hennar Siggu, að ég biðji hana að koma til mín þurrum fötum. Hún veit, hvar þau eru. Ég var búin að láta þau niður í koffort — ætlaði henni Hildi minni þau“. Allt fólkið var komið inn eftir árangurslaust rangl úti í svarta myrkrinu. Þorgeir sagði, að þetta væri þýðing- arlaust. Ef manneskjan væri lifandi, hlyti hún að koma heim. Það finndi hana eng- inn í þessu myrkri. „Ertu búinn að f i n n a hana?“ spurði Sigga, þegar hún sá Hjálmar koma. „Já, hún var nú ekki langt frá“, svaraði hann. „Hún vil finna þið út í fjós“. svo tal- aði hann eitthvað lágt við hana fram í göngunum. Nokkru seinna fór Ásta með heitt kaffi út í fjós til að hressa Völku. Henni varð ekk- ert meint við þetta kalda bað, það leit mikið fremur út fyrir að hafa hresst hana, hún náði algerlega sínu vanalega dag- fari og fór að vinna sín dag- legu störf. Enginn fékk að heyra, hvað hafði gerst nið- ur við ána. Sigga sýndi það, að hún gat þagað, þegar hún vildi. Bjössa var talin trú um, að þetta hefði allt verið mis- sýning. Hann var illa haldinn af myrkfælni lengi á eftir. Heimilislífið var öllu fálát- ara og drungalegra en áður, einkanlega átti Þorgeir bágt með að fella sig við þann veruleika, að Gunnhildur væri algerlega horfin af heim- ilinu og út úr lífi hans. Samt var það ólíkt skemmtilegra að hafa hjónin og barnið inni hjá sér heldur en að vera einn. En sífellt var sú hugs- un að angra hann, hvað Gunnhildur hefði hlotið að vera ,sæl, ef hún hefði haft lítið barn hjá sér, eins fallegt og drenginn, sem svaf nú í rúminu hennar hjá ungu móð- urinni. Hún hafði svo oft tal- að um það, að mest hefði ver- ið gaman að Hjálmari, þegar hann var svolítill angi. Nátt- úrlega hafði hana langað til að verða móðir, en það voru víst ekki allar konur, sem gátu það. En ekki hafði hún mátt hafa mörg böm til að annast — þá hefðu innanbæj- arstörfin gengið seint hjá henni. En slíks mátti ekki minnast núna, heldur þess, sem ákjósanlegt var í fari hennar, og það var margt. Sorgarlegast var þó, hvað hún fékk stutt að vera með Hjálmari litla. Hún talaði svo oft um það fyrstu dag- ana, sem hann var á heim- ilinu, að þetta væri nú meiri blessaður sólargeislinn, sem kominn væri í bæinn. Svo var hún að segja honum ýmis snjallræði eftir barninu, þeg- ar þau voru háttuð á kvöldin. Enginn veit í annars brjósti. * * * Heit er nú ást sem í meinum býr. ♦ * * Árvakur þrífist, en fátækt fylgir lötum. * * * Sá árla rís verður margs vís. Store canned food, water and warm clothing in cartons NOW. These could be life- savers for any emergency. Metro Emergency Measures, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12. 888-2351. GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost Write, call or telephone to- day without any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremonl Ave.. Winnipeg 6, Man. Tel.: GLobe 2-5446 WH 2-5949

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.