Lögberg-Heimskringla - 07.03.1968, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1968
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Prinled by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Slreei, Winnipeg 2, Man.
Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON
President, S. Aleck Thorarinson; Vice-President, Jakob F. Kristjansson; Secretary,
Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson.
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr.
Voldimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip
M. Petursson. Vancouver: Gudloug Johannesson, Boai Bjarnason. Minneapolis:
Hon. Voldimor Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richord Beck. Iceland: Birgir Thor-
lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack.
Subscription $6.00 per year — payable in advance.
TELEPHONE 943-9931
Authorized as second class moil by the Post Office Department, Ottawa,
and for payment of Postage in cash.
Dr. VALDIMAR J. EYLANDS:
Sverð andans
Erindi, flutt á Frónsmóíi í Winnipeg, Man,, 26 febr. 1968.
Nafnið á þessu erindi gæti vel átt við kristilega predikun.
Sannarlega væri það nú gaman að demba yfir ykkur ein-
um meiri háttar Jónsbókarlestri. En það var víst ekki það
sem hinn faguryrti og tungumjúki forseti Fróns, ætlaðist
til, er hann narraði mig til að koma hér fram með erindi.
Ég vil ekki misbjóða trausti hans, eða ykkar. Það verður
þessvegna ekkert í því máli sem ég flyt í kvöld, sem minn-
ir á predikun, nema röddin. Ég get ekki losað mig við
hana þótt ég vildi. En auðvitað er það rödd predikarans,
sem hefir þusað hér í kirkjunni í þrjátíu ár. Margir hér
viðstaddir, munu því kannast við gamla nöldrið sitt.
Sverð andans sem ég hefi hér í huga, er bókin, Nota ég
það orð í þessu erindi, sem safnheiti á lesmáli, rituðu, og
prentuðu, sem íslendingar hafa skemmt sér við og fræðst
af á ýmsum tímum. Bókin, er hið beitta sverð sem löng-
um hefir verið notað til sóknar og varnar.
Það er orðið langt síðan menn tóku fyrst að sveifla
þessu sverði. Það hefir verið smíðað úr ýmsum efnum:
steinum, grasblöðum, og skinni af kálfum og ásauðum ung-
um. Þetta var mjög dýrmætt efni fyrrum daga, og þeim
mun dýrmætara sem dýpri speki var á það skráð. Þannig
er það að Jón Hreggviðsson, alræmdur snærisþjófur frá
Akranesi, er dæmdur til að vera hátíðlega höggvin á
Þingvelli, vegna þess að bönd bárust að honum um, að
hafa drepið kóngsins böðul frá Bessastöðum, og fleygt
honum í mógröf hjá Galtarholti, En þessi maður fær líf
og æru, vegna þess að í rúmi kerlingarinnar, móður hans
að Reyn finnast nokkur skorpin skinnblöð, sem hvorki var
hægt að éta né nota í skóbætur, en reynduzt vera týnd
blöð úr gamalli skinnbók, sem var hið mesta gersemi. Þetta
er, eins og margir kannast við, uppistaðan í merkilegu
skáldverki, eftir Halldór Laxness, og á að sýna hversu dýr-
mæt skinnhandritin voru fyrr á tíð.
Sverð andans. — Mönnum varð snemma ljóst að það var
nauðsynlegt að hafa slík sverð í hendi sér. Menn ráku sig
á að það var valt að treysta minni manna, eingöngu. Frá-
sögnin brenglaðist, menn ýmist felldu úr, eða bættu við,
eftir geðþótta sínum og ímyndunarafli. „Það hefir mörgu
verið logið á skemmri leið, en á milli Reykjavíkur og Kefla-
víkur,“ sagði maður við mig eitt sinn. Og svo hefir það
jafnan verið. Það var því nauðsynlegt að festa söguna á
bókfell til þess að hún yrði ekki teygð eins og hrátt skinn
um allar jarðir.
Þá hefir bókin verið notuð til að miðla þekkingu. Enginn
maður er svo vel af Guði gerður að hann geti geymt alla
þekkingu og vísindi í kollinum á sér. Vísindamenn og fræða-
þulir þekkja þetta manna bezt og viðurkenna. Þessvegna
er það nauðsynlegt að hver miðli öðrum, og bókin verður
þannig andlegur miðill sem gengur frá manni til manns,
og frá kynslóð til kynslóðar.
Bókin er þá einnig spegill sálarinnar. Hver sá, sem bók
semur, breiðir sinn sérkennilega blæ yfir hugmyndaheim
sinn, og það efni sem hann fjallar með. Gegnum þennan
blæ sjáum við inní leyndustu kima sálarlífsins, og eigum
þess kost að kynnast mönnum sem við höfum aldrei séð,
jafnvel betur en nágrönnum og vinum sem við umgöng-
umst daglega. Þannig er það bókin sem gefur öreiganum í
hinu aumasta hreysi eða smaladrengnum uppí fjallshlíð,
tækifæri til að eiga sálufélag við mestu snillinga manns-
andans, svo framarlega að þeir skilja það tungumál sem
bókin er skráð á.
En bókin er ekki aðeins, eðli sínu samkvæmt sverð and-
ans, heldur getur hún og að margra dómi orðið sverð fjand-
ans, vopn til eflingar lygi og áróðri margskonar, eða þess
sannleika sem mönnum er hvimleiður, og þeir vilja með
engu móti hlústa á, og telja skaðlegan. Af þessari afstöðu
stafa ritskoðanir, bannfæringar á bókum, bókabrennur, og
ofsóknir á hendur þeim sem semja bækur. Þetta er alda-
gömul saga, og einnig ný, þótt kynlegt kunni að þykja.
Þegar ég var að semja þetta erindi barst mér í hendur
vikublað frá íslandi, þar sem greint er frá því að fjórir
rússneskir rithöfundar hafi nýlega verið dæmdir í eins,
til sjö ára þrælkunarvinnu, vegna þess að þeir sömdu bækur
sem ríkisstjórn þess stórveldis geðjaðist ekki að. Halldór
rithöfundur Laxness, sem naumast verður ásakaður um
óvild í garð Rússlands, eða rússneskrar menningar, lætur
hafa eftir sér ummæli í þessu sambandi: „Ég sé ekki nokkra
glóru, eða vit, í svona dómum. Þetta er útrás á barbarískum
hugmyndum sem leynast í Rússlandi, í sóvíetkerfinu, þrátt
fyrir byltinguna... .“
Þannig er sverð andans notað með ýmsu móti, og þegar
því er sveiflað, slær á það margvíslegum blæ, eftir því hver
á heldur, og hvar sól er á lofti.
II.
Þegar ég var unglingur í heimahúsum, ól, ung kona á
næsta bæ, son sinn frumgetinn. Þetta er nú í sjálfu sér
naumast í frásögur færandi, því að konur hafa löngum
haft þetta að atvinnu, eða íiktað við þetta í frístundum. En
það sem gerði mér þessa barneign minnisstæða, er ég heyrði
hennar getið, var það, að þegar sveinninn hafði verið laug-
aður, og var borinn inn til móður sinnar í fyrsta sinn, þá
varð henni að orði: „Ég vona Guð gefi að hann verði bók-
hnýsinn."
Islendingar hafa alltaf verið bókhnýsin þjóð. Davíð Skáld
Stefánsson talar ekki aðeins fyrir sjálfan sig, heldur og
allan fjölda Islendinga er hann segir:
Frá barnæsku var ég bókaormur,
og bækurnar þekkja sína.
Það reynist mér bezt, sé regn og stormur,
að rýna í doðranta mína,
og þegar ég frétti um fágætan pésa,
þá fer um mig kitlandi ylur.
Að eigin bækur sé bezt að lesa
er boðorð, sem hjartað skilur.
Oft finnst mér sverð yfir höfði hanga
og heimili mitt í veði.
En þá fara bókfellsblöðin að anga,
svo brjóst mitt skelfur af gleði,
og við mér kilir og skinnspjöld skína,
sem skreytt voru gullsins eldi.
Svo dunda ég einn við doðranta mína
er dagur líður að kveldi.
En bráðum skil ég við borg og strendur
og bækurnar mínar allar.
Ég vona, að þær komist í vinahendur,
er vörðurinn til mín kallar.
Sé fjara handan við feigðarpollinn,
og ferja mín nær þar landi
bíður Pétur með prótokollinn
í purpurarauðu bandi.
Ritlist er talin hefjast á Islandi á 11. öld. Auðvitað var
það Húnvetningur sem gerðist brautryðjandi á þessu sviði.
Hann hét Hafliði Másson, og bjó að Breiðabólsstað í Vestur-
hópi. Vafalaust hefir hann verið merkileg persóna, og hafði
fremur gott álit á sjálfum sér, eins og löngum hefir verið
títt um menn í þeim sveitum. Sagan segir að hann lenti í
höggorustu við sunnlenzkan mann, og missti í þeirri sennu,
þrjá fingur. Vildi hann engar sættir í málinu nema sjálf-
dæmi. Heimtaði hann fyrir áverka sinn 80 hundruð, og
blöskraði flestum gerð sú er á heyrðu, og sögðu, að dýr
mundi Hafliði allur, ef svo skildi metinn hver limur. Líklega
hefir hann misst fingurna sem hann skrifaði með. En þegar
Hafliði hóf ritstörf, var það engin „Dúfnaveizla“ sem hann
bar á borð fyrir lesendur sína, heldur einskonar lagasafn,
sem svo var nefnt Hafliðaskrá, og varð einskonar grund-
vallarlög hins íslenzka þjóðveldis.
Um árið 1200 eru íbúar á íslandi taldir um 80 þúsund,
eða álíka margir og íbúar Reykjavíkur er nú, þar á meðal
425 prestar, sem sjálfsagt má gera ráð fyrir að' allir hafi
verið sæmilega læsir og skrifandi. Það verða þá einkum
prestarnir, þessi hvumleiða stétt, sem verður fyrst til þess
að segja öðrum til í bóklegum fræðum, leggja stund á
ritstörf, og færa í letur allskonar fróðleik, sem áður hafði
gengið manna á millum. Standa í fornum bókum hin frægu
nöfn, eins og Sæmundur Sigfússon, „fróði,“ og Ari Þorgils-
son, sem einnig bar sama virðingarnafn, og er talinn faðir
íslenzkrar sagnaritunar.
Á þrettándu öld er talið að
margar af íslendingasögunum
hafi verið færðar í letur, og
voru þær öldum saman aðal-
lesmál Islendinga. Bókalestur
færðist þó mjög í aukana með
siðbótinni á sextándu öld,
enda var það þá ákveðið með
lögum að börnum skyldi
kennt að lesa, svo að þau
gætu lesið og lært utanbókar
Fræði Lúters, hin minni. Var
prestum falið að sjá um að
þessum lögum væri hlýtt.
Þá fyrst, er þjóðin var orð-
in nokkurnveginn læs, gat
hún borið fyrir sig sverð and-
ans. Þegar á leið, kom fram
eínskonar samkeppni milli
tveggja mismunandi greina
bókmenntanna. Annarsvegar
voru hin þjóðlegu fræði,
hetjusögur, rímur og viki-
vakar; hins vegar þær bækur
sem klerkar héldu fram og
töldu þjóðinni nauðsynlegar
til að öðlast nokkra þekkingu
á kenningum kristindómsins.
Veitti hinum fyrrnefndu lengi
betur í meðvitund alþýðu,
eins og ummæli kerlingarinn-
ar bera vott um, sem sagði:
„Það er ekkert gaman að guð-
spjöllunum, það er enginn í
þeim bardaginn.“
III.
Það er í sjálfu sér merki-
legt athugunarefni, hvernig
íslenzk alþýða hefir notað
bókina til varnar gegn ein-
stæðingskap, kulda og myrkri.
Enginn nema sá sem reynt
hefir, veit hversu kvöldvök-
urnar á Islandi, voru langar,
allt fram á þessa öld. En þessi
öld færði mönnum síma, raf-
ljós, útvarp og nú síðast sjón-
varp.
Ég á í huga mér gamla
mynd af íslenzkri baðstofu.
Hún er löng og þröng, það
eru rúm undir súðum á báða
vegu. Karlmenn eru komnir
inn frá gegningum, og allir
sitja, hver á sínu rúmi, ef til
vill, átta til tíu manns í heim-
iii. Hver maður hefir verk
með höndum. Ullarkambarn-
ir urga, rokkurinn suðar, vef-
stóllinn smellur, hundur hýr-
ist í horni, og kettlingur leik-
ur sér við bandhnykil á gólfi.
En við daufan olíulampa, sem
hangir á stoð, stendur maður
og les. Hann hefir lengi tamið
rödd sína við lestur, og rödd
hans heyrist skýrt um alla
baðstofuna. Að lestri loknum
er stundarhlé. Ef til vill ræða
menn efnið sem lesið var, eða
sitja hljóðir. Áður en gengið
er til náða, er svo ef til vill
lesin stutt hugvekja, og sálm-
ur sunginn.
En hverskonar „a n d 1 e g t
sverð“ eru þá þessar fornu
hetjusögur, sem fólk drakk í
s i g m e ð móðurmjólkinni,
kynslóð eftir kynslóð? Yfir-
leitt eru uppeldisfræðingar
nútímans á þeirri skoðun, að
takmark og tilgangur mennt-
unar sé ekki aðeins það, að
safna fróðleik, fylla minnið
með staðreyndum, heldur, og