Lögberg-Heimskringla - 07.03.1968, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1968, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1968 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadðttirin Skáldsaga IL_____________ I Þær bjuggust við, að það hefði verið eitt af því, sem ekki væri hættulaust að hafa eftir. Allir af heimilinu fylgdu húsmóðurinni fram að Stað nema Solveig gamla og Valka. Það var margt manna fyrir á Stað, sem gengu á móti lík- fylgdinni út fyrir tún. Það var stórbóndinn frá Hálsi, á- kaflega fyrirmannlegur. Hann sagði dóttur sinni, að þeim væri farið að lengja talsvert eftir henni þar vestur frá, en náttúrlega hefði það ekki ver- ið nein von til þess að hún yfirgæfi heimilið, fyrst þetta dauðsfall hefði komið fyrir. Seinna, þegar flestir voru búnir að drekka og farnir að hugsa til heimferðar, spurði hann Þorgeir dálítið kankvís, hvort Sigurfljóð væri að hugsa um að setjast að hjá honum í annað sinn þarna út undir fellinu. „Ja, nei, nei“, flýtti Þorgeir sér að svara, „það stafaði allt af þessu sorglega slysi að henni hefur dvalizt svona lengi, en nú er henni ekkert að vanbúnaði, þeirri góðu konu. Hún hefur komið fram sem hetja í þessu öllu“. „Ja, það væri svo sem ekk- ert á móti því, að hún ílengd- ist hjá ykkur. Hún hefði það óvíða betra“, sagði stórbónd- inn. Þorgeiri fannst svona lagað ekki svaravert. Það kvaddist allt ákaflega h 1 ý 1 e g a , þetta fyrrverandi tengda- og vinafólk. Sigur- fljóð táraðist, þegar hún kvaddi Ástu, sem bætti við kveðjuorðin: „Þakka þér fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir mig fyrr og nú“. „Hver skilur svona mann- eskju?“ sagði Oddný á Fells- enda við Marsibil á Mosfelli. „Þarna er Sigurfljóð búin að vera á Hraunhömrum í full- an hálfan mánuð og nú kveð- ur það og kyssist eins og aldrei hafi neinn skuggi fallið á vináttuna. Það er svei mér meira en maður hefur heyrt getið um áður. Hún hlýtur að vera einstök manneskja, þessi Sigurfljóð“. „Ójá, það er náttúrlega dálítið einkennilegt, að hún skyldi fara að heimsækja Hraunhamrafólkið hafi ein- hver sannleikur verið í því, sem gekk á milli manna í vor“, sagði Marsibil og saug upp í nefið. „En mikill er þessi myndarskapur hjá þeim. Þetta eru nú líka skólagengn- ar manneskjur. Það verður einhvers staðar að sjást“. „Hvað heldurðu, það ætti víst að sjást einhvers staðar“, sagði Oddný. „En trúað gæti ég, að Gunnhildi heitinni hefði þótt nóg um þetta bruðl. Hún var nú alltaf heldur a ð s j á 1, aumingjastráið, og hann ekki síður“. „Já, hún var nú alin upp við sparsemi, það þekktum við nú báðar“, sagði Marsibil. „En þetta var blessuð gæða- manneskja, sem ekkert mátti aumt sjá. Ég er hrædd um, að það setji niður á því heim- ili, þegar þessi krakki tekur við“. „Það er nú skárri krakk- inn!“ hnussaði í Oddnýju. „Ég veit ekki betur en að hún sé jafngömul henni I n g u n n i minni og honum Hjálmari“. „Jæja, en ósköp er hún barnslega ung“, sagði Marsi- bil. „Hún hefur víst alltaf legið í hveiti alla ævina, og líklega hefur hún lag á því að láta ganga undir sér þarna á Hraunhömrum“, sagði Oddný. „Það er nú kanske munur á vinnunni þeirra, hennar eða dóttur minnar, þessum dugn- aðarfork, sem aldrei fellur verk úr hendi“. „Sumir héldu nú, að hún yrði tengdadóttir á Hraun- hömrum“, sagði Marsibil rétt við eyrað á Oddnýju. „Það var nú það, sem Gunn- dildur heitin vildi“, sagði Oddný, „en það hefur nú sjálf- sagt lítið verið tekið til greina frekar en annað frá þeirri konu. En sjálfsagt hefði hún Ingunn ekkert sómt sér verr í því sæti en þessi Ásta. Það sagði Bjössi okkur, að það hefði verið Sigurfljóð, sem réð öllu, sem tilheyrði jarðar- förinni. Hún tók líka að sér að gera líkinu til góða, því að enginn gat gert það annar, nema Sigga var eitthvað að reyna að hjálpa henni. Ásta glat ekki einu sinni komið inn í stofuna“. „Jæja, svona gengur það, ekki ber nú allt upp á sama daginn. Kannske á hún Sigur- fljóð eftir að setjast í sætið hennar Gunnhildar heitinnar. Þar myndi hún sóma sér vel, en ekki við hlið sonar hans. Mér finnst Þorgeir bara vera mjög niðurbeygður og það allt saman. Þetta var líka á- kaflega sviplegt“, andvarpaði Marsibil. Jarðarfaragestirnir r i ð u heim í þreifandi myrkri um kvöldið. Busla hafði drunið hógværlega allan daginn. Hún var sjálfsagt að kveðja Gunn- hildi húsfreyju, sagði eldra fólkið, sem trúði á spádóms- gáfu þessa einkennilega vatns- falls. „Hún má líka kveðja Gunnhildi“, gaspraði Gvend- ur, þegar nábúahópurinn ut- an undan fellinu reið út eyr- arnar, „önnur eins kona fyrir- finnst ekki á hennar bökkum, býst ég við“. Enginn tók und- ir hrósyrði hans, svo að hann þagnaði. Það gerði Busla líka. Þegar heim í hlaðið kom, urðu þeir Hjálmar og Bjössi eftir úti til að spretta af hest- unum, en stúlkurnar gengu í bæinn. Þar var kalt og dimmt. Sigga flýtti sér inn í baðstof- una og kveikti á lampanum. Solveig gamla lúrði undir sænginni, og það var dautt í ofninum. Hún hafði ekki haft kjark í sér til að kveikja upp í honum aftur. „Hvar er Valka? Hefur hún ekkert látið þig hafa að borða?“ spurði Sigga. „Nei, ég bý nú held ég að ósköpunum, sem ég lét ofan í mig í morgun“, sagði gamla konan. „Ég hef sofið lengst af. Ég þóttist líka vita, að hún myndi fljótlega kveikja upp í ofninum, blessunin hún Sig- urfljóð, þegar hún kom heim. En Valka skinnið er eins og hvert annað viðundur, sem anzar ekki, þó að talað sé við hana“. „Ég skal leggja í ofninn, þótt ég heiti Sigríður, en ekki Sigurfljóð", sagði Sigga. „Hvernig stendur á þessu, að Valka skuli ekki hafa hugsað um eldinn? Svo finn ég hana hvergi í bænum“, sagði Ásta. Hún var að leggja í stóra ofninn í suðurhúsinu. Svo fóru allir að leita að Völku. Bjössi fór ofan að Buslu með lugt í hendinni, en aðrir leituðu kringum bsainn og í fjósinu. Bjössi kom nokkru seinna titrandi af hræðslu og mæði. Hann sagðist hafa séð konu niður við ána, en það hefði ekki Framhald á bls. 8. tQETjr fTrTn Þér hafið kannski tilkall til Canadískra borgararéttinda án þess að vita af því Margt fólk í Canada hefir e.t.v. þegar skilyrði til að gerast Canadískir borgarar án þess að vita af því. Meðal þeirra er kannski eldra fólk, sem á erfitt með að læra ensku eða frönsku, en hefir gifst Canadískum borgurum eða hefir átt heima í Canada tíu ár eða lengur. Spyrjist fyrir hjá nálægasta Court of Canadian Citizenship hvernig þér eigið að gerast Canadískur borgari- Það er kannski auðveldara en þér haldið- Citizenship Courts eru staðsett í Halifax, Moncton, Montreal, Ottawa, Sudbury, Toronto, Hamilton, St. Catharines, Kitchener, London, Windsor, Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary, Edmonton and Vancouver. JUDY LaMARSH Secretary of State

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.