Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1968 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, S. Aleck Thorarinson; Vice-President, Jakob F. Kristjansson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessoson, chairman; Dr. P. H. T. Thoriakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Voncouver: Gudloug Johannesson, Boai Bjarnason. Minneopolis: Hon. Voldimor Bjornson. Vlctoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thor- lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized as second closs mail by the Post Office Department, Ottawa, ___________ and for payment of Postoge in cash. Dr. RICHARD BECK: „Síðusfu Ijóð" Davíðs Stefónssonar fró Fagraskógi Þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi lézt 1. marz 1964, 69 ára að aldri. Haustið 1966 kom ofannefnt safn kvæða hans út á vegum Helgafells í Reykjavík. Er þar um að ræða stærðarbók, rúmar 300 bls. að meginmáli, og að sama skapi harla fjölskrúðuga að innihaldi. Réttilega hefir, hins vegar, verið á það bent af ritdómurum, að útgáfu bókarinnar er ábótavant um kvæðaval og fleira, meðal annars er aldurs Ijóðanna hvergi getið, og er það þó meginatriði. Ekki leikur heldur neinn vafi á því, að sum þessi kvæði hefði Davíð aldrei látið frá sér fara í núverandi mynd þeirra, jafn smekk- vís maður og hann var og vandvirkur. Eigi að síður er mikill fengur að bókinni, því að þar eru mörg ágætiskvæði, sem, um anda og blæ, sverja sig í ætt til snilldarkvæðanna í bók- um Davíðs frá síðari árum, og bera vitni andríki hans, ljóð- rænni og myndrænni skáldlist hans og málfegurð, víðsýni hans og mannúðaranda. Upphafskvæði bókarinnar, „Blómið eina“ (Minning Hall- gríms Péturssonar), er fagur og stórbrotinn minningaróður um hið mikla sálmaskáld vort, en þó öllu fremur háfleygur og hjartaheitur lofsöngur um ódauðlegan útfararsálm hans „Allt eins og blómstrið eina“, eins og heiti kvæðisins bendir til. Að sjálfsögðu nýtur þetta andríka og hugsun hlaðna kvæði sín þá fyrst til fullnustu, þegar það er lesið í samhengi, en eftirfarandi erindi gefa þó góða hugmynd um anda þess, mál- snilld hugsanadýpt og myndagnótt: En þegar við heyrðum sálminn um blómið sunginn, var sál vor nauðug til æðra skilnings kvödd. Vor himinn, sem áður var hulinn og blikuþrunginn, varð heiður við skáldsins rödd. Úr hafi sáum við stíga röðul rauðan og reifa þann svörð, er hugðum við blóma snauðan. í ljóðsins háttum söng heilagur máttur hjartað í sátt við dauðann. Með geislandi orðum var draumur í vitund vakinn um visna blómið, sem hvarf í mold og leir, en leyndardómur hins lifandi kjarna rakinn til lands, þar sem enginn deyr. Á sömu stundu fór móðurmoldin að anga, og morgunsólin gyllti hvern hlíðarvanga. Um auðmjúk blómin lék upprisulj óminn og eilífð um fjöll og dranga. Sjá, dauðinn nálgast dyggastur allra þjóna, sjá daggir jarðar glitra í sporum hans, og heyrið sálminn, tignastan allra tóna, tákn hins stórhuga manns. Hann feykir skýjabólstranna dimma drunga frá dyrum himins með öllum sínum þunga. Aldrei glóði af guðlegra móði vor göfuga feðratunga. Skylt að efni er kvæðið „Garðurinn okkar“, en þar ræða kirkjugarðsvörður og umsjónarkona listigarðsins saman um garðana sína, sem eru hlið við hlið, og um hlutverk sín. Þau kunna að sýnast ólík og fjarskyld á yfirborði, en eiga sér samt sömu rætur og markmið, þegar dýpra er skyggnst. Þetta langa og merkilega kvæði lýsir vel innsæi skáldsins og sál- rænum skilningi, að málfegurðinni ógleymdri. í kvæðislok lætur skáldið kirkjugarðsvörðinn og umsjónarkonu listigarðs- ins mæla sameiginlega þessi orð, er varpa björtu ljósi á kjarna kvæðisins: Sjá, allra bíður bak við nótt og gröf þinn blái himinn, lífsins morgungjöf. Við erum tvísöngstónn með sama hreimi, sem talar máli guðs í þessum heimi. Hann hefur okkur tvö til vígslu valið og vilja sinn í brjóstum okkar falið. En þörf er meira þreks en flesta varði til þjónustu — í drottins aldingarði. Framannefnd kvæði bera því órækan vott, hve glögg- skyggn Davíð var á varanleg menningarverðmæti, andans þroska og eilíf sannindi. Kemur það því ekki á óvart, að í þessum síðustu ljóðum, eins og í mörgum hinum fyrri, deilir hann á margvíslegar veilur í þjóðfélagi samtíðar sinnar, í lífi manna og lundu, og ekki sízt á hvers konar yfirborðs- mennsku. Jafnframt er hann samur við sig um heilhuga ást á átthögum sínum, á sveitum og bændafólki. Menn þurfa ekki annað en lesa hið yndislega kvæði hans „Vornótt“, til þess að verða ljóst, hve djúpum rótum hann stóð í mold Eyjafjarðar, fæðingarsveitar sinnar og ættarbyggðar: í nótt er gott að gista Eyjafjörð og guðafriður yfir strönd og vogum. í skini sólar skarta haf og jörð og skýjabólstrar slegnir rauðum logum. Það veit hver sál, að sumar fer í hönd, en samt er þögn og kyrrð um mó og dranga, og hvorki brotnar bára upp við strönd né bærist strá í g’rænum hlíðarvanga. . Svo ljúft er allt í þessum heiða hyl, svo hátt til lofts og mjúkur barmur jarðar, að víst er engin veröld fegri til en vornótt björt í hlíðum Eyjafjarðar. Fagurt og innilegt er einnig kvæði hans „Vatnsdalur“, og þar syngur hann bændum og bændalífi verðugt lof. „Davíð Stefánsson var íslenzkur sveitamaður, sem þoldi illa að sjá og vita land deyja,“ segir Helgi Sæmundsson réttilega um hann í prýðilegri grein sinni „Svanasöngur Davíðs“ (EimreiSin., sept. des. 1966). Kvæðið „Heiðabóndinn“ í umræddri Ijóðabók hans staðfestir þau ummæli kröftuglega. Það er aðdáunar- og þakkarheitur lofsöngur um heiðabóndann, sem berst við það, „að bjarga góðri jörð frá að leggjast í eyði.“ Snilldarbragur er á kvæðinu „Þráðurinn hvíti“, og glöggt ættarmótið með fyrri ljóðum skáldsins með þjóðkvæðablæ; hin hálfsagða saga er hér sögð á minnisstæðan og áhrifamik- inn hátt, en ekki vil ég raska samhengi og heildaráhrifum kvæðisins með því að vitna til þess. En nú sem áður eru það ósjaldan styttri kvæðin, sem heil- steyptust eru og búa yfir mestri ljóðsnilld og listrænum á- hrifum, og verður það ekki sízt sagt um kvæðið „Bréfið“ í þessari bók: Við bíðum oft lengi bréfs, sem aldrei var skráð, en'breytir þó voru lífi öðru fremur. Þó furði marga, er framtíð þeirra háð fáeinum línum í bréfi, sem aldrei kemur. í gegnum fjöllin getum við stundum eygt, og gleyrfit því um stund, að enginn má sköpum renna, en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt, lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna. Þó myrkvist þar loft, sem morgunroðinn brann, er margur, sem hugboð fær og vizku nemur um ljósið, sem hvarf, um ljóð, sem enginn kann, og leyndardóma bréfsins, sem aldrei kemur. Þrjú snjöll og tilþrifamikil tækifæriskvæði eru í bókinni: „Noregskveðja“, „Kveðja til Finnlands" og „Háskólaljóð“. Hafði Davíð borið sigur úr býtum í samkeppninni um há- tíðarljóð í tilefni af 50 ára afmæli Háskóla Islands árið 1961, Framhald á bls. 7. HELGASONS FRÁ HAYLAND Framhald frá bls. 1> um þetta fólk sem lifði og starfaði í þessari byggð í ár og gaf sér ævinlega tíma til að leysa öll störf af hendi með vandvirkni og trúmensku hvort sem það sjálft eða aðrir áttu í hlut. Það kom að því eins og geng- ur í lífinu að þessi stóra fjöÞ skylda tapaði tölunni. Páll dó snemma enda hafði hann ver- ið heilsuveill í fleiri ár. Þvi næst dóu foreldrarnir, Bjarm og Halldóra, þá Benedikt og Helgi. Benedikt innritaðist í her- inn í fyrra stríðinu, var í skot- gröfunum á annað ár og þotti góður hermaður. Það hefi ég e f t i r tengdabróður mínum, Jóni G. Johnson, sem var yfir' foringi í sömu herdeild. Bene- dikt kom óskaddaður til baka en svo sorglega vildi til a^ hann drukknaði í vatninu skammt frá heimili sínu. Hann var á skautum og lenti á ófaer- an ís og hjálp kom of seint. Björn dó haustið 1966 við háann aldur en hafði verið hraustur alla sína ævi þar til skömmu áður en hann do- Hann hafði aldrei þurft á læknum að halda en alltaf starfað og var búinn að af- ljúka löngu og dyggilegu lífS' starfi. Nú eru þau aðeins eftir yngstu systkinin, Jón, Sigurð- ur og Solveig, öll komin á ha- ann aldur og orðin of þreytt til þess að mæta þeim kröfum sem stórt heimili útheimtar. Ekki gerðist þörf á að bæta við efnahaginn og tóku þaU það heppilega ákvæði að leggja niður störf og leita sér heldur hvíldar á friðsælu heimili í návist við annað fólk á svipuðum aldri og njóta með því hvíldar og samveru. Þau leituðu því eftir inngöngu a Betel, sem gekk greiðlega og eru þau nú á heimilinu á Sel- kirk. Ég heimsótti þau og dáð- ist að heimilinu, hvað vistlegt það var, starfsfólkið þýðlegt og yndislegt í viðmóti og þau Helgasons systkinin hress og glöð. Helgasons hafa nú verið á Betel í tvö ár. Þau seldu all' ann bústofn og löndin öll, sem voru níu að tölu, og er það með afbryggðum. góð bújörð fyrir þann, sem kann með að fara. Það sorglega fra mennsku sjónarmiði séð er að Helgasons eignuðust e n g a niðja, ;sem fyrirbyggja a® þetta heimili geti haldið áfram að vera óðal Helgasonsættar- innar eins og ég hefði óskað eftir, svo að byggðin hefði mátt halda áfram að njóta fólks sem væri að upplagi eins og fyrri kynslóðin, sem trúði á þá heilbrygðu kenningu að breyta við aðra eins og þe^r vildu að aðrir breyttu við sig-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.