Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Side 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1968 „Ég var að spyrja hann eftir hrossunum“, s v a r a ði hann. „Ég er búinn að eignast tvö folöld, svo að það er svo sem ekkert óefnilegt — h e 1 d u r skárra en hjá karlskrattanum honum Jóhannesi. Þetta er engin ull, sem ég fæ frá hon- um. Hann hefði þó getað fóðr- að á töðunni á Hálsi, skussinn sá, ef hann hefði kært sig um það. Líklega verð ég að biðja Jóa fyrir kindurnar næsta vet- ur eða þá að eyðileggja þær allar“. „Hann hefur verið að róg- bera Jóhannes Árdal til þess að koma sér í mjúkinn við þig“, sagði Halldóra allt ann- að en ánægjuleg á svipinn. „Fjandinn eigi ykkar ill- girnislegu getgátur“, s a g ð i hann í vonzku. „Hann er víst ekki gjarn á það, strákgreyið. Þú heldur kannske, að ég sé orðinn svo utangátta í sveita- búskap, að ég viti ekki svona hér um bil, hvað ull af tólf ám sé mikil fyrirferðar, og sé þess vegna ánægður yfir þess- um bölvuðum skjalta, sem hann kom með frá honum, karlfauskinum? Ekki n e m a það þó! veit sem er, að fá- tækur verður að láta sér lítið nægja. En svona lagað læt ég ekki bjóða mér nema einu sinni“. „Ertu þá viss um, að það muni verða betri útkoman hjá hinum?“ sagði hún. „Það má að minnsta kosti reyna það. Ég verð ekki án- ægður með að eiga engan bú- stofn“, sagði hann. Hitt lét hann ósagt, að tengdasonur- inn hafði boðið honum að koma út eftir og vera þar svo lengi sem hann vildi. Hann velti fyrir sér í marga daga, hvort hann ætti að þiggja það boð. Það var fyrirkvíðanlegt að rangla hér aftur og fram dag eftir dag með sjávar- og fiskilykt fyrir vitunum, en vita græna og gróandi jörð og ilmandi heylykt úti í sveit- inni. Endirinn varð sá, að hann fékk lánaðan hest og reið heim að Hálsi. Ekki var þó hægt að segja, að honum væri létt um andardráttinn, þegar hann steig af baki á því stórbýli. Hann sá, að byrjaður var slátt ur á báðum búunum. Jóhann- es Árdal hafði tvo menn við slátt Tyrir utan sig. Þó var ekki mikið stærri bletturinn en hjá tengdasyni hans, sem var einn. Hann var líka lið- legur sláttumaður — það þekkti hann til hans. Rósfríður kom út, þegar hann stóð þarna þungbúinn á svip. Hún kyssti hann tvo hlýja kossa og bauð hann vel- kominn. „Það var heldur betra fyrir þig að koma til okkar en að láta þér leiðast þarna inni frá“, sagði hún. „Hver segir þér að mér hafi leiðzt?“ „Ég veit það og svo skildist Jóa það líka á þér um dag- inn“. „Það var varla við öðru að búast“, sagði hann, „ég hef ekki gengið með hendur í vös- um um dagana fyrr en þetta ár — heldur aidrei lifað eins langa daga“. Honum þyngdi fyrir brjóstinu aftur. „Það er eins og búið sé að slíta mann upp með rótum, þegar maður verður að hrekjast af þeim stöðvum, sem maður hefur verið á alla ævina“. Rósfríður tók hestinn og batt hann við hestastein, sem stóð á hlaðinu hjá gamla bæn- um. Hermann stóð eins og steyptur á hlaðinu og virti fyrir sér túnið og sláttumenn- ina. „Nú skaltu koma í bæinn, pabbi minn, þú ert sjálfsagt þreyttur af ferðalaginu", sagði hún. „Ojæja, einhvern tíma hef ég nú sjálfsagt verið þreytt- ari, hugsa ég“, sagði hann. „Hvaða hestur er þetta, sem þú ert á? Ég þekki hann ekki“, sagði hún. „Sízt að furða. Auðvitað er það lánstrunta. Allt verður að vera lært á sömu bókina“, sagði hann, „allt verður að minna mann á fátæktina". „Þú ert líka laus við skulda- baslið. Það er þó dálítil bót í máli“, sagði hún. Þau fylgdust inn í nýtt eld- hús, sem búið var að innrétta á efri hæðinni. Þar bjuggu þau. „Þarna hefurðu látið útbúa eldhús. Það var gott fyrir þig, ólíkt betra en að þurfa að vera með kerlingunni á vélinni“. „Það var svo óþægilegt að þurfa að fara ofan. Að öðru leyti féll mér vel við hana og þau bæði“. „Það var öðruvísi hljóðið í þeim, móður þinni og systur, þessar vikur, sem þær voru henni samtíða í fyrra, eintómt karp og ónot“, sagði hann. „En ég hélt nú, að Jóhannes væri heldur friðsamur maður, en systir hans þekki ég ekki. Ég veit, að við ykkur er vel hægt að lynda. — Hvernig er svo búskapurinn hjá ykkur? Ég hef heyrt nágrannana segja, að það hafi gengið vel fram hjá honum í vor. Það ætti nú líka að vera vandalaust að fóðra á tómri töðu. En ekki hafa þær verið kópaldar, þess- ar rollur, sem ég átti á fóðrum hjá Jóhannesi karlinum Ár- dal. Þetta var ekki nokkur ull af þeim, og þrjú lömb vantaði til að ná ærtölunni. Ég er ó- vanur slíku“. Hún setti nú fyrir hann mat. „Kannske gæti ég komizt að samningum við mann þinn um, að hann fóðri þær fyrir mig næsta vetur, ef ég yrði hér eitthvað við heyskap", sagði hann. „Varla hefur mér hrakað svo þessa mánuði, að ég geti ekki puðað eitthvað“. „Það þætti okkur áreiðan- lega vænt um, ef þú yrðir hérna. Ég get svona ímyndað mér, hvernig þér muni líða inn í kaupstað um hásláttinn. Kunna þær sæmilega við sig, mæðgurnar?“ spurði hún. „Þú ættir að geta komizt inn eftir til að spyrja þær að því“, anzaði hann stuttlega, „það er ótrúlegt að þú sért mjög bundin heima yfir barn- lausu búi“. „Ég býst ekki við, að þær langi meira til að tala við mig nú en þessar vikur, sem við vorum í sambýli í fyrra. Þess vegna er sjálfsagt að heim- sækja heldur þá, sem betur taka á móti manni“, sagði hún. „Því er ekki hægt að neita, að þú hagaðir þér eins og kjáni, en um það þýðir lítið að tala“, sagði hann. „Hefurðu aldrei komið á hestbak þetta ár?“ „Jú, ég fór í réttirnar í fyrra haust og þar varst þú líka meir að segja. Mannstu ekki eftir því?“ „Jú, það var alveg rétt — ég man það núna“, sagði hann. „Svo reið ég tvisvar fram að Litla-Bakka í fyrrasumar og einu sinni í vetur“. „Það var þá slot að heim- sækja“, hnussaði í honum. Hún lét sem hún heyrði ekki til hans: „Svo reið ég norður að Hraunhömrum núna ný- lega og gisti þar meir að segja“. „Það hefur það líklega bæri- legt á því stórbýli. Kristín frá Heiðargörðum kvað vera kom- in þangað, heyri ég sagt“. „Já, hún er þar með yngsta drenginn“, sagði Rósfríður. „Fólkið þar hefur það ágætt. Ásta er myndarleg húsmóðir og Hjálmar litli er orðinn stór og fallegur“. „Anginn litli, hann var nú alltaf fallegur“, sagði gamli maðurinn og hlýnaði svolítið á svipinn við að minnast á barnið, sem hann hafði svo oft hossað á hné sínu. Svo bætti han við og rómurinn kólriaði: „Er hann alminnileg- ur við Ástu, strákdrumburinn hann Hjálmar?“ „Það er víst, að minnst kosti er hún ákaflega ánægð í sinni stöðu“. „Og Þorgeir hefur sætt sig við það, að hún var allslaus garmur. Þetta má maður hafa. Svona er þessi yngsta kynslóð. — Þakka þér fyrir matinn, Fríða mín. Það var gott að fá hann — ég var orðinn þurf- andi fyrir hressingu. Þú átt bara kjöt ennþá, jæja, kannske er þetta þó nokkur búskapur hjá ykkur. Það er nú heldur ekki mörgum að skammta“. „Ég hafði skóla í vetur, en á þó eftir þó nokkuð af kjöti ennþá“, svaraði hún dálítið hreykinn. „Þið gerið ykkur líklega ekki mjög háar hug- myndir um minn búskap, en ég efast um, að hann sé mikið lakari en hjá öðrum frumbýl- ingum, sem lítið hafa til að byrja með“. „Nú, jæja, það er sagt, að sá eigi nóg, sem sér nægja lætur“, sagði gamli bóndinn og gekk út á túnið til tengda- sonar síns. Það talaðist svo til með þeim, að hann yrði þar í hálfan mánuð. Næsta morgun var Her- mann kominn á spilduna með þ e s s u m lítilsvirta dóttur- manni sínum, og var bara þó nokkuð ánægjulegur á svip. En Jón litli Halldórsson frá Heiðargörðum var sendur inn á Bakka með hestinn og til að ná í vinnuföt handa gamla bóndanum. ALLTAF FÁ MÁ ANNAÐ SKIP Jón fann húsið eftir tilsögn Hermanns. Halldóra húsfreyja kom til dyra. Hann afhenti henni blaðsnepil frá manni hennar. Hún las hann og bauð svo drengnum að setja sig inn — setti síðan fyrir hann góð- gerðir. Það var eins og hýrn- aði ögn yfir henni, þegar hún heyrði, að hann væri sonur Kristínar í Heiðargörðum. Hún útbjó fataböggul og fékk honum hann og bað hann að skila kveðju til Hermanns. Sigurfljóð sat inni við sauma sína og kom ekki fram fyrr en gesturinn var farinn. Þá sagði m ó ð i r hennar henni, hver hefði komið og hvað hann hefði verið að erinda. „Það er þó ekki meining hans að fara að vinna á Hálsi?“ sagði Sigurfljóð. „Hann var víst ekki svo ánægður yfir því, hvernig karlinn fóðraði fyrir hann í vetur“. „Það er nú bara ekki hjá honum, sem hann ætlar að verða, heldur hjá Jóa búfræð- ingi. Drengurinn s a g ð i, að hann hefði verið farinn að slá, þegar hann fór. Ég veit það líka, að hann festir h v e r g i yndi annars staðar“, sagði Halldóra. „Það hugsa nú fleiri en hann heim að Hálsi, en láta sér þó ekki detta annað eins og þetta í hug, að fara að vinna hjá öðrum. Hvaða heilsu skyldi hann hafa til þess?“ sagði Sig- urfljóð. „Það verður nú sjálfsagt ekki erfiðara en að vinna hjá sjálfum sér. Þér er nú ekki ó- kunnugt um, hvað hann er vanur að vinna kappsamlega“, sagði Halldóra. „Hitt þykir mér verra, að hann skuli gera svo lítið úr sér að vinna undir stjórn Jóa frá Litla-Bakka. „Það væri kanske hægt að hugsa sér, að það hlakki í þeim, Fríðu og stráknum, yfir því að vera búin að ná honum á sitt heimili“, sagði Sigur- fljóð. „Ég hélt, að pabbi væri ekki svona auðunninn“. Rétt í því kom Hafliði heim að húsinu með vel feita smá- lúðu í hendinni. Hann heilsaði mæðgunum inn um opinn gluggann og veifaði lúðunni. „Ég býst við, að hún sé vel æt þessi“, bætti hann við kveðjuna. „Smeygðu þér úr stígvélun- um og komdu inn — það er heitt kaffi á könnunni11, sagði Halldóra. „Minna má það ekki vera fyrir þennan indæla mat, sem þú kemur með“, bætti Sigur- fljóð við. Hann var hálfhikandi við að f a r a ú r rosabullunum, en gerði það samt, því að það voru vel skúruð gólfin hjá þeim mæðgum, en sokkarnir voru svo botngengnir, að stór- ar, óhreinar tær stóðu fram úr á báðum fótum. Það var ekki viðkunnanlegt að láta fínar konur sjá sig þannig til fara. En kaffilyktin var freistandi. Hann reyndi að fela fæturna undir borðinu, en þær sáust samt. Sigurfljóð talaði fyrst um það, hvað nú væri orðið langt síðan hann hefði komið — og svo var hún búin að spyrja hann að því áður en hún vissi af, hvar hann hefði þjónustu. „Ég er alveg þjónustulaus núna“, sagði hann hálfvand- ræðalega. „Ég er búinn að vera svo lengi út á sjó, að all- ir sokkar eru orðnir botnlaus- ir. Anna gamla í Skúrnum hefur þjónað mér, en nú er hún farin í sveit og enginn veit um lyklana, svo að ég er hreint ekki vel staddur. Hún hefur líka hugsað um að sjóða fyrir mig, þegar ég er í landi“- „Þú skalt nú bara borða hjá okkur, meðan við erum tvær einar“, sagði Sigurfljóð. „Pabbi er nú reyndar kominn út að Hálsi út úr leiðindum og farinn að heyja í einhverju fe- lagi við Jóa búfræðing“. „Hugurinn er alltaf á Hálsi við skepnurnar og búskap- inn“, andvarpaði Halldóra. „Ég verð að byggja honum hálflenduna næsta vor, svo að þið þurfið ekki að vera með þennan saknaðarsvip í hvert sinn, sem þig minnist á Háls“, sagði Hafliði. „Ég vorkenni ykkur sannarlega. Einu sinni ætlaði ég að verða sveitabóndi, en búskapurinn varð stuttur eins og hjónabandið. Ég stóð yfir rústum hvoru tveggja eft- ir hálft annað ár. Þá flutti ég að sjónum og síðan hef ég slarkað á honum“. „Hefði ég þekkt þig eins vel í fyrra og ég geri nú, hefðum við aldrei þurft að fara frá Hálsi. Það hefði ekki verið að leigja okkur jörðina en þeim, sem býr þar núna“, sagði Sigurfljóð. „Þá er að flytja þangað aft- ur næsta vor“, sagði hann. „Við heyrum nú, hvernig hljóðið verður í gamla bú- manninum, þegar hann kemur heim aftur“. „Það er nú víst heldur lítill bústofn, sem við eigum“, sagði Halldóra. Þeim gaf sem þurfti. * * * Það er ekki þess vert.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.