Lögberg-Heimskringla - 05.09.1968, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 05.09.1968, Side 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1968 ». i 1 1 .. " GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadottirin Skáldsaga Það var farinn að þyngjast svipurinn á tengdaföðurnum. Honum sýndist skýjaborgir sínar vera farnar að hallast rétt einu sinni. Samt kunni hann ekki við að koma með beinar spurningar, sem gæfu Hafliða hugmynd um, hvað hafði mest og bezt greitt götu hans að þessu heimili nú í seinni tíð. „Var hann ókvænt- ur maður?“ spurði hann hálf- hörkulega. „Nei, hann fór eftir kven- manni til Ameríku og kvænt- ist henni strax, þegar hann kom vestur. Þau voru búin að eignast tvo drengi, þegar hann skrifaði mér seinna bréfið“, sagði Hafliði og fór út, glað- legur og áhyggjulaus eins og vanalega, blístrandi einhverja sj ómannssöngva. „Falleg djeskotans lygi það tarna“, sagði Hermann gamli sárgramur. „Það verða varla fyrstu vonbrigðin, sem við verðum fyrir með þenn kauða. Ég gæti hugsað, að Sigurfljóð yrði ánægð eða hitt þó heldur. Hver skyldi eiginlega hafa bú- ið þetta til? Líklega hann sjálfur til að ná henni, þessari myndarstúlku, á sitt vald“. „Hún vissi þetta ekki fyrr en þau voru trúlofuð. Það var víst alveg óþarfi að fara að segja henni þetta“, sagði Hall- dóra. Hún hafði ekki ætlað að minnast á þetta við dóttur sína. Sigurfljóð hafði gert sig ánægða með hann áður en hún heyrði þessa flugufregn — kannske líka aldrei lagt trúnað á hana. Hafliði kom inn eftir dálitla stund, kastaði nýjum spilum á borðið og sagði, að það væri bezt að draga einn hring, en gamli bóndinn aftók með öllu að spila, sagðist vera með gigt og ætla að leggja sig. Halldóra snéri baki við tengdasyninum og talaði ekki orð. Hann fór út aftur með spilin í hendinni, fékk sér vel í staupinu úr flösku, sem Anna gamla geymdi fyrir hann, labbaði svo heim til eins kunningjans og spilaði þar fram á nótt. Það var dauft upplit á fjöl- skyldunni næsta morgun. Sig- urfljóð stakk höfðinu inn um dyrnar á herbergi kærastans og sá, að hann svaf vært. Það létti yfir henni. Hún hafði vakað og beðið, en a 1 d r e i heyrt til hans. Hún hallaði hurðinni hljóðlega aftur og gekk hægt niður stigann. Það var bezt að lofa honum að sofa, þó að það hefði verið eftirlætislegt að vekja hann með kossi. Varir hans voru svo mjúkar, eins og á barni, og atlot hans hlý og einlæg. Það þurfti ekki að biðja um einn látlausan skyldukoss eins og Hjálmar Þorgeirsson hafði gefið henni. Hún var sæl yfir að eiga þennan mann. „Þarna ertu þá komin á kreik, ríkiskonan á Hálsi“, sagði faðir hennar í naprasta háði, þegar hún kom inn í eld- húsið. Henni var ekkert ó- kunnugt um það, sem talað hafði verið í eldhúsinu kvöld- ið áður, og þóttist vita, hvern- ig skapið væri í gamla bónd- anum og svaraði því stuttlega: „Það er víst ekkert óvana- lega framorðið, nema þú hafir ætlað þér að smala í dag út í hálsum“. „Það verður líklega seint, sem þarf að fara í smala- mennsku þar“, svaraði hann gremjulega. „Hitt datt mér í hug, að þú þyrftir að fara að svipast um eftir kærastnum — hann hefur víst ekki komið í nótt, liggur líklega svínfullur í einhverju skúmaskotinu hérna, þau eru ekki svo fá, sýnist mér“. „Mér sýnist hann sofa í rúm- inu sínu, blessunin“, sagði Sig- urfljóð. „Nú, jæja, hann hefur getað gengið þó nokkuð hægt um núna. Hvenær heldurðu, að hann fari vestur til Ameríku til að sækja þennan mikla arf, sem hann á í vændum?“ sagði gamli bóndinn og hló nístings- kaldan hæðnishlátur. „Hann hefur víst aldrei sagt þér, að hann ætti væntanleg- an arf. Það hefur sjálfsagt einhver annar gert það“, sagði hún. „Satt er það, en hann hefur komið því í gang til að gylla sig með honum í þínum aug- um“, sagði hann og gaf eld- húsborðinu vænt högg til að svala gremju sinni, „svo að eftir allt saman hefurðu veitt lygamörð í netið þitt. Það er allt og sumt“. „Hann hefur ekki gert það. Mér var farið að þykja vænt um hann löngu áður en þessi fregn kom — og mér þykir vænt um hann, þó að hann eigi enga arfsvonin. Hann á þó Háls og þangað flyt ég í vor, hvort sem þú ferð með mér eða ekki“, svaraði Sigur- fljóð og skellti hurðinni á hæla sér. „Það verður sjálfsagt fall- egur búskapur“, hnussaði í föðurnum. „Reyndu að láta þetta af- skiptalaust, Hermann", sagði kona hans. „Ég var búin að sætta mig við það áður en þessi fregn kom. Það er látið vel af honum og sagt, að hann sé efnaður. Hvað er þá verið að fárast yfir því, þótt hann sé ekki skólagengin? Við eig- um sjálfsagt ekki völ á ríkum og lærðum tengdasonum, þeg- ar við erum sjálf orðin hálf- gerðir fátæklingar. Það fer svo margt öðruvísi en ætlað er“. Sigurfljóð kom nú inn og fór að taka til brauð með kaff- inu handa kærastanum og fór með það upp til hans. Hann var hálfsofandi, þegar hún kom inn til hans, en reis upp, þegar hún bauð honum góðan dag. „Ertu bara komin með kaffi, góða kona?“ sagði hann og seildist eftir flÖsku, sem stóð á gólfinu, og hellti svolitlum leka sem í henni var, út í boll- ann. „Varstu að drekka í nótt?“ spurði hún dauflega. „Nei, mikil ósköp. Þú þarft ekki að vera svona raunaleg. Við höfðum bara svolítið út í hjá okkur við spilin. Ég var hjá Valda í Vík. Það var ein- hver lunti í pabba þínum í gær, hann vildi ekki spila. Ég sá, að það var einhver skuggi að færast yfir heimilið allt í einu, enda var Anna mín búin að sjá það í spilum, að eitt- hvað myndi syrta að, svo að ég var þá ekkert að sýna mig lengur innan veggja“, svaraði hann. „Er hún alltaf að reyna að spilla þér við okkur?“ spurði Sigurfljóð. „Nei, hún er ekki svoleiðis, blessuð vertu, en hún er alltaf að spá í spil og sér margt. Svo þykir henni svo vænt um mig, alveg eins og ég væri sonur hennar“. „Hefurðu hana á þínu fram- færi?“ „Það held ég sé varla hægt að kalla að ég geri það. Hún á son hérna — hann lætur hana hafa mjólk. Hún þarf nú ekki mikils með, helzt kaffi. Ég gaf henni kjólefni í sumar, en hún getur ekki s a u m a ð það“. „Það ætti ekki að vera lengi gert að sauma kjólinn, ef hún gæti þegið það af mér“, sagði Sigurfljóð. „Ég tel víst, að hún þiggi það. Hún segist sjá það í spil- um, að þú sért væn kona“, sagði hann. „Þarna á komm- óðunni er stór spegill, sem ég keypti í túrnum. Hann á að vera í hjónaherberginu okk- ar. Þú getur haft hann inni hjá þér, meðan við sofum sitt í hvoru herbergi. Svo er þetta allt í lagi. Nú er að lygna, svo að ég get farið á sjóinn í kvöld“. „Ætlarðu að fara strax aft- ur á sjóinn frá mér — á þetta alltaf svona að ganga?“ sagði hún. „Já, þegar eitthvað fæst úr sjónum, en svo koma langir tímar, sem ég verð hjá þér í landi“, sagði hann. Hermann gamli reyndi að vera skrafhreifinn og kumpán- legur, meðan s e t i ð var yfir matnum. Seinna um daginn fór Hafliði með kærustima til Önnu gömlu í skúrnum. „Ég kem héma með konu- efnið mitt“, sagði hann. „Hún ætlar að sauma kjólinn, sem ég gaf þér í þarna í sumar“. Gamla konan sat prjónandi og hafði bók fyrir framan sig á borðinu og las í henni, með- an prjónarnir tifuðu. „ Það er nú varla hægt fyrir svona fína konu að koma inn til mín“, sagði gamla konan raunalega, „en fegin verð ég að fá kjólinn saumaðan“. Sigurfljóð var hlýleg við gömlu konuna, meðan hún mældi hana með augunum. Þegar Sigurfljóð kvaddi sagði hún: „Þú skalt bara koma og segja mér, ef ég get gert þér eitthvað til þægðar“. „Það er bara eitt, sem mig langar til að þú gerir fyrir mig. að er að vera góð við hann Hafliða minn“, sagði gamla konan, „ hann hefur verið svo einmanna í lífinu eins og ég, síðan hann missti sína góðu konu. Það var sam- eiginlegt skipbrot fyrir okkur bæði“. „Náttúrlega reyni ég það“, sagði Sigurfljóð brosandi, en augu hennar vöknuðu af tár- um yfir þeim margvíslegu sorgum og vonbrigðum, sem mennirnir urðu að þola. Hún hafði hlotið að vera góð kona, þessi dóttir gömlu konunnar, fyrst þau elskuðu minningu hennar svona innilega. Von- andi tækist henni þó að fylla út sætið hennar bæði við hlið Hafliða og í hjarta hans og huga. VIÐ GETUM EKKI SKILIÐ Það var skömmu eftir nýár að Karl sonur Kristínar kom að Hraunhömrum. Hann var vetrarmaður hjá Jóhannesi Árdal, en hafði fengið fingur- mein, svo að hann gat ekki unnið sín vanastörf og fékk mann í sinn stað og var nú að eyða tímanum með því að finna móður sína og systkini. Þetta var myndarlegur piltur eins og þau öll voru, börn Kristínar og Halldórs. Hann sagði frá því, að Sigurfljóð hefði gift sig á jólunum. „Ja, nú þykir mér sonur þinn segja fréttir“, sagði Þor- geir kátbroslegur, „eða tókstu ekki eftir því, sem hann var að segja mér?“ „Ónei, ég var að skralla í diskunum og tók ekkert eftir því“, sagði Kristín. „Hann var að segja frá trú- lofun og giftingu hennar Sig- urfljóðar á Hálsi“. „Dísa mín sagðist hafa heyrt þetta, en ég hélt, að það væri einshver vitleysa — þótti ó- trúlegt, að hún færi að leggja út í þetta einu sinni enn“, sagði Kristín. „Það væri óskandi, að hún ætti eftir að lifa í góðu hjóna- bandi, aumingja manneskjan“, sagði Valka. „Hún er búin að verða fyrir talsverðum von- brigðum í ástamálum eins og fleiri“. Hansína flýtti sér inn til Solveigar gömlu til að segja henni fréttirnar. Hún gat aldrei gleymt Sigurfljóð og hennar miklu gæðum. Það glaðnaði yfir hennar sljófa svip við þessa fregn. „Var það ekki það, sem ég hef alltaf sagt, að hún ætti eftir að búa hérna“, sagði hún. „Hún flyt- ur þá hingað á krossmessunni eða í fardögunum. Hvað eru margar vikur til sumars? Ekki man ég það nú. Þú hlýtur að muna það, Sigga mín?“ Hún kallaði Hansínu alltaf nafni systur hennar. „Hún ætlar að búa á Hálsi“, leiðrétti Hansína hana. „Er það nú vit. Hann fer nú varla að flytja frá Hraun- hömrum hann Þorgeir, ef eg þekki hann rétt“, sagði gamla konan. Þó fóru allir að hlæja nema Þorgeir. Hann ávítaði Han- sínu fyrir að vera að troða þessu inn í hlustirnar á kerl- ingargarminum, s e m e k k i skildi nema helmingin af þvi, sem við hana væri talað. Það yrði bara til þess að hún yrði sí og æ að þvæla með þetta. Svo gekk hann snúðugt fram í eldhús. Hjálmar var að koma að utan og hafði þess vegna ekki hugmynd um, hvaða nýj- ung mágur hans hefði komið með til heimilisfólksins. „Hefurðu heyrt um nýju giftinguna, Hjálmar?“ spurði hann. „Hann var að koma inn núna og hefur ekki heyrt tal- að um hana“, sagði Ásta. „Hver hefur verið að gifta sig?“ spurði Hjálmar. „Það er nú bara hún Sigur- fljóð Hermannsdóttir. Hún er reyndar komin í hjónasæng- ina og ætlar að fara að búa á Hálsi í vor — það er að segja á hálfri jörðinni. Hann er eig- andi hennar, þessi maður hennar“, sagði Þorgeir. „Nú, það er þá þessi fyrr- verandi kærasti hennar, Jó- hannes frá Á r d a 1 “, sagði Hjálmar áhugalaust. „Nei, ónei, það er þessi sjo- maður, sem keypti af honum hálflenduna. H a f 1 i ð i heitir hann og er víst talsvert yngri en hún, því að hún fer nú að verða fullorðin kona“, sagði Þorgeir og hugsaði ytil þess með viðkvæmni, ef þessi ung- legi sonur hans hefði verið kvæntur henni í stað fallegu og blómlegu konunni, sem stóð þarna við hlið hans. Það var nú meira lánið, að það skyldi ekki verða. „ H v a ð finnst þér um þetta, Hjálmar minn?“ spurði Þorgeir, þegar hann stóð steinþegjandi a góKinu og beið eftir því, að Rúna litla kæmi með sápu, svo að hann gæti farið að þvo sér. „Ég hef lítið um það að segja annað en það, sem þer er vel kunnugt, að fáar konur eru færari um að verða hús- mæður í sveit en Sigurfljóð”, svaraði hann. „Satt er það, en hann má eitthvað segja til, ef hún á að verða ánægð“, sagði Þorgeir. „Hún er búin að fá talsverða reynslu fyrir því, að heppi' legra sé að sníða sér þröngan stakk en að eiga á hættu að standa allslaus á tómri skyrt- unni“, sagði Hjálmar. „Það er bara að fólk l®p það nokkurn tíma að sníða sér stakk eftir vexti“, sagði Þor- geir.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.