Lögberg-Heimskringla - 05.09.1968, Page 8
i
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1968
Úr borg og byggð
The Jón Sigurdson Chapter
I.O.D.E. will hold its annual
Fall Tea on Saiurday Sepiem-
ber 7ih at The T. Eaion As-
sembly Hall (7th Floor) from
2-4.30 P.M.
There will be a sale of home
baking, handicrafts and novel-
ties. General Conveners are —
Mrs; Gus Goiifred and Mrs.
A. F. Wilson.
* * *
ÚR BRÉFI FRÁ
RAGNAR H. RAGNAR,
SÖNGSTJÓRA
Nú eru um 27 ár síðan ég
fór frá Winnipeg og m a r g t
hefur á dagana drifið á þess-
um árum, en ég hugsa oft
þangað um allt baslið og strið-
ið þar og til að minna mörgu
góðu vina og kunningja, sem
því miður fækkar ár frá ári
því dauðans sigð er iðin og
stórvirk. — Ég sakna minna
mörgu fornvina og bið þig að
skila innilegri kveðju til allra
þeirra er muna mig ennþá og
vilja þiggja kveðjur mínar.
Sjaldan hitti ég vini að vest-
an. í sumar var ég svo hepp-
inn að hitta fornvin minn
Grettir L. Johannson og frú
og vildi svo vel til að þau
komu á hljómleika mína í
Reykjavík. — Georg Brown
fornvinur minn frá San
Fransisco var hjá mér í nokkra
daga — einnig heimsóttu þau
mig hér snöggvast Mr. og Mrs.
Jochum Ásgeirsson og Mattie
Halldórsson. Ef þú gætir vildi
ég að þú gætir komið kveðju
og þökkum til alls þessa fólks
fyrir að hafa heimsótt mig og,
munað mig eftir þennan óra
tíma sem liðinn er síðan ég
fór frá Winnipeg.
Mér og fjölskyldu minni
líður ágætlega enda mun
hvergi í heiminum hafa verið
betra að búa á seinni árum
en í þessu blessaða landi.
Með kærri kveðju til þín og
allra þarna vestra,
Þinn einlægur,
Ragnar H. Ragnar.
* * *
Bókasafn „Fróns"
Safnið opnar á ný, eftir
sumarleyfið laugardaginn 7.
sept. Verður safnið opið fram-
vegis 1 og 3ja laugardag hvers
mánaðar frá kl. 2-4 e. h. þar til
framkvæmdir við hið fyrir-
hugaða félagsheimili hefjast.
En gert er ráð fyrir að að
þeim loknum, verði safnið op-
ið fyrir almenning sérhvern
laugardag. Safnvörður, sem
áður frú Ólína Johnson.
* * *
GLIMPSES OF GIMLI
Past and Present
The Gimli Women’s Institute
still has on hand a limited
n u m b e r of copies of this
booklet. Anyone wishing to
purchase a copy may do so by
sending one dollar to Mrs. R.
Howard, Gimli, Man.
TIL ÁSKRIFENDA
Það komst nokkur rugling-
ur á útsendingar Lögbergs-
Heimskringlu meðan á póst-
þjónaverkfallinu s t ó ð , enn-
fremur á undan og eftir verk-
fallinu vegna þess að annars
flokks póstur sat á hakanum
fyrir fyrst flokks pósti.
B 1 ö ð i n , sem út komu eru
þessi:
11. júlí — númer 28. á réttum
degi,
18. júlí — númer 29. hátíðar-
blaðið, — seinkaði,
25. júlí — blaðið féll niður,
1. ágúst — númer 30. — seink-
aði.
8. ágúst og 15. ágúst var blaðið
ekki gefið út vegna frídaga
starfsfólksins,
22. ágúst, var merkt númer 34
en átti að vera, númer 31,
29. ágúst — númer 32,
5. sept. — númer 33.
Væntum við að blaðið komi
út reglulega eftir þetta. I. J.
Dánarfregnir
Ólafur Hrafnkell Olson. 24-209
Furby St., Winnipeg, lézt 25.
ágúst 1968, 67 ára. Hann var
fæddur í Selkirk Man., sonur
Arnljótar Olson (er gaf Man.
háskóla sitt mikla bókasafn.)
Ólafur heitinn var í þjónustu
Winnipeg Electric Railway í
41 ár, en let af störfum 1958.
Eftirlifandi er ekkja hans,
Elinborg; t v e i r synir Allan,
kennari í suð-austur Afríku
og Árni í Gillam, Man.; ein
dóttir, Carole — Mrs. Robert
Gillespie í Winnipeg og sjö
barnabörn. Útförin frá Uni-
tara kirkjunni.
* * *
Gesiur Sigurður (Jim) Odd-
leifson lézt 24. ágúst 1968, 73
ára að aldri. Hann var sonur
Gests Oddleifson, fæddur að
Geysir í Nýja íslandi en átti
lengst af heima í Árborg þar
til hann lagði niður störf og
fjutti til Winnipeg 1960. Hann
var fiskimaður á yngri árum,
síðar bóndi og svo í þjónustu
C. P. R. járnbrautarfélagsins.
Hann lifa kona hans, Minnie,
sonur hans Harold í Dryden,
Ont.; tvær dætur Joyce —
Mrs. Walter Melnyk og Aud-
rey — Mrs. Halldór Sigvalda-
son, báðar í Wpg.; einn bróðir,
Sigurður í Árborg og tvær
systur, Mrs. Ingibjörg Bald-
win í Winnipeg og Mrs. Laura
Goodman í Árborg. Barna-
börnin eru fimm. Útförin í
Árborg.
* * *
Mrs. Sigurlaug Jakobína Jó-
hannson til heimilis hjá Sól-
borgu, e k k j u Lornes sonar
hennar, að 581 Warsaw Ave.,
Winnipeg, andaðist 30. ágúst
1968. Hún var fædd á íslandi
árið 1874 og fluttist til Canada
15 ára að aldri; átti heima að
Gimli, Selkirk og svo í Winni-
peg. Hún missti mann sinh,
Guðmund árið 1938, tvær dæt-
ur og tvo sonu á' æskuskeiði,
Walter 1959 og Lorne 1964.
Hana lifir Carlyle A. Jóhann-
son, sonur hennar, 9 barna-
börn og 19 barna-barnabörn.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Presíar:
Séra V. J. Eylands, D. D„
Sóra J. V. Arvidson, B. A„
Sr. Laufey Olson, Djákna-
systir.
En1 skar guðþjónustur á
hverjum sunnudegi kl. 9:45
og kl. 11.00 árdegis.
Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h.
Guðþjónustur á íslenzku, á
sunnudagskvöldum, sam-
kvæmt tilkynningum í viku-
blaði safnaðarins.
Fréttír frá íslandí
JÓN LEIFS
LÁTINN
Jón Leifs, einn af stórbrotn-
ustu listamönnum þjóðarinn-
ar, er látinn og með honum
er horfinn af sjónarsviðinu
einn svipríkasti persónuleiki
síðari tíma, maður sem hvar-
vetna hlaut að vekja á sér at-
hygli, e n d a eindreginn bar-
áttumaður f y r i r framgangi
sinna hugsjóna.
En þótt Jón Leifs sé látinn
munu tónverk hans lifa. Um
þau hefur verið deilt, eins og
allt það sem nýtt er og frum-
legt. En nú viðurkenna allir,
að Jón Leifs var í allra
fremstu röð hérlendra lista-
manna og raunar er tekið eftir
verkum hans erlendis.
L í k 1 e g a verður þess þó
lengzt minnzt, að Jóni Leifs
t ó k s t að endurskapa forna
þjóðlega tónlist, er hann færði
nútímanum rímnalögin, sem
sungin munu verða og leikin
meðan land byggist.
Mgbl. 4. ágúsí
ífc * *
GANGA YFIR
VATNAJÖKUL
TÍU SPÆNSKIR fjallgöngu-
garpar lögðu af stað upp að
Valnajökli í gær og er ællun-
in að ganga yfir hann. Þeir
fara frá Jökulheimum inn að
Grímsvöinum, þá niður í Esju
fjöll og þaðan yfir Hvanna-
dalshnjúk niður í Öræfi þar
sem bíll bíður þeirra.
Það er tíu manna hópur sem
fer yfir jökulinn, þar á meðal
ein kona. Þau eru öll þaulvön
fjallgöngum og hafa klifið
marga fræga tinda. Einn úr
hópnum er blaðamaður og
annar er frá spænska sjón-
varpinu og ætla þeir hvor um
sig að skýra frá' ferðinni í sínu
fjölmiðlunartæki. Ferðalang-
arnir gerðu ráð fyrir að ferðin
tæki 18 daga.
Mgbl. 4. ágúst.
❖ * *
AFHENDING HANDRITA
DREGST ENN
Kaupmannahöfn, 30 júlí.
Einkaskeyti til Mbl.
EKKI er óhugsandi, að enn
muni líða eitt og hálft ár, þar
til niðurstaða fæst um það at-
riði, hvort bætur skuli greidd-
ar fyrir þau handrit, sem
verða send til íslands. Þetta
hefur í för með sér, að undir-
skrift samningsins milli Dan-
merkur og íslands, getur dreg-
izt jafn lengi.
Það var í desember 1966, að
þáverandi stjórn á k v a ð að
undirritun samningsins skyldi
bíða þar til gengið hefði verið
úr skugga um, að Árnasafns-
nefnd gæti ekki sett fram
skaðabótakröfu. Stjórnin
reyndi að fá þetta útkljáð með
því að höfða svokallað viður-
kenningarmál og er það nú
fyrir Vestra landsrétti. Hefur
það dregizt talsvert, vegna
þess að reynt er að upplýsa
hvaða rit hafa borizt Árna-
safni fyrir og eftir a n d 1 á t
Árna Magnússonar. Má búast
við að hálft ár líði unz úr-
skurður verður kveðinn upp.
Eftir dóm landsréttar verður
málinu eflaust vísað til Hæsta
réttar og getur það tafið af-
greiðslu málsins um eitt ár til
viðbótar.
Mgbl. 31. júlí.
Betel Building Fund
In 1 o v i n g memory of my
broíher, Jóhannes Johnson
Kristján Th. Johnson, Árborg,
Man................. $50.00
* * *
Mr. Thorsteinn Myrman,
2020 Harrison Dr., Vancouver,
B.C..................$38.50
* * *
In memory of Margréi Thor-
sieinson, Helga Klein a n. d
Siefanía Magnússon
Lina Gíslason Gimli,
Man................. $15.00
* # #
Björn Bjarnason, Árborg,
Man......................$5.00
Ina Abrahamson ......... $3.00
* * *
A wheel chair and a large
framed picture was donated
by The Lutheran Woman’s
League (Bandalag Lúterskra
Kvenna) and not as previous-
ly acknowledged.
* * *
In. m e m o r y of Mrs. Jónína
Johnsion
Mr. and Mrs. Hannes Guð-
mundson, 8688 Brook Rd. N.
Surrey, B.C......... $10.00
* * *
Mr. and Mrs. Thordur Guð-
mundson 6119 Bernhard, Rich-
mond, Calif. ....... $10.00
* * *
Mr. and Mrs. Joel S. Goodman
1404 Exeter Ave., Ventura,
Calif............... $10.00
Meðtekið með þakklæti fyr-
ir hönd Betel’s.
K. W. Johannson,
910 Palmerston Ave.,
Winnipeg 10, Man.
ÞEGAR ALLT VAR UM
GARÐ GENGIÐ
Framhald af bls. 7.
detta í hug, að þessar tilfinn-
ingar: efasemdir, grunsemdir,
tortryggni og fjandskapur
hafi horfið á einni nóttu, þeg"
ar styrjöldin skall á og
Churchill tók sæti í ríkis-
stjórninni. Margir íhaldsmenn
fyrirgáfu Churchill það aldrei
að hann hafði verið andstæð-
ingur friðarstefnunnar og ráð-
izt á hinn útþvælda friðareng-
il þeirra, Chamberlain, en þótt
undarlegt kunni að virðast gat
hann áunnið sér mikla hylú
og tryggð hjá fylgismönnum
sínum. Og þegar Churchill
varð loks forsætisráðherra ár-
ið 1940 kom hann alls ekki
sem foringi, sem þjóðin öll
hefði einróma kvatt til valda
af því að hann væri hinn eini
er gæti bjargað málstað, sem
virtist glataður. Hann kom til
valda einfaldlega af því, sð
Halifax lávarður var ófús a
að taka forsætisráðherrastarf-
ið að sér og Churchill var eini
íhaldsmaðurinn annar, sem
verkamannaflokkurinn g a t
fallizt á að veitti samsteypu-
stjórn forsæti. Hefði einhver
annar verið til hefði hann fra
stjórnarmiði þjóðarinnar 1
heild vérið alveg eins góður
þá.
Niðurlag í næsía blaði
UMBOÐSMENN LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU
á
ÍSLANDI
SINDRI SIGURJÓNSSON pósiafgreiðslum.
P.O. Box 757, Reykjavík
KRISTJÁN B. SIGURÐSSON
Laugavegi 31, Reykjavík
Subscription Blank
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
303 Kennedy Si., Winnipeg 2.
I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip-
tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla-
NAME
ADDRESS