Lögberg-Heimskringla - 24.09.1969, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 24.09.1969, Blaðsíða 1
i AÍ r» t f J I D f . 9 Hö gber g - Jtemtéfcr ingla Stofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 83.* ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 24. SEPTEMBER 1969 <^|^> » NÚMER 32 Bréf frá séra Tjörn, V.-Húnavatnssýsla, 9. sept., 1969 Beztu þakkir fyrir L.-H. da'gsett 2. júlí, sem er nýkomið hi'ngað. Greinin, „Er sannleik- urinn sagna beztur“ eftir séra Valdimar vekur mikla athygli og er með afbrigðum góð. Hún er áreiðanlega bæði viðvörun og hvatning til allra, sem vilja ekki eyðileggja þessa litlu „brú“ milli Vesturs og Aust- urs, því blaðið er ágætur tengiliður milli landanma, vina og frænda, og ættu austur ís- lendingar, að nota það á einn eða annan hátt betur en gert hefir verið. Og á sama hátt ætti blaðið að flytja fréttir um gjörðir þeirra landa þar í Vest- urálfunni, en því miður finnst mér, að það sé skortur á þeim fréttum, sem til frú Ingibjarg- ar koma. Ritstjórinn er engin töfra manneskja, sem getur búið til fréttir. Viðvíkjandi fjárhagshliðum vitum við, að slíkt blað borgar sig ekki, en ég er hárviss um það, ef allir sem lesa blaðið keyptu það, myndu $400.00 og meira koma í sjóðinn í viku hverri. Afkoma og framtíð blaðs eins og L.-H. er eingöngu Robert Jack undir því komin, að hver les- andi kaupi blaðið, heldur en að einn kaupi blaðið og leyfir svo öðrum að lesa það þegar hann er búinn. — Það eru bara Skotar, sem gera svona „kúnst“. Ég vona bara af hjarta að söfnunin gangi vel til styrktar L.-H.; þið megið til, að leyfa mér að skrifa í það í nokkur ár enn! Og ritstjórinn, frú Ingibjörg á eftir svo margt að skrifa. Jæja, héðan er allt gott að frétta, nema það hættir aldrei að rigna á íslandi, að minnsta kosti ekki hér um slóðir. Hey liggur enn úti og fáum við það sennilega ekki þurrt héðan af. Ég seldi tvær kýr og kálfa, þegar ég sá hvernig áhorfðist með heyskapinn. Jörðin sjálf er eins og svampur — gegn- blaut og sumsstaðar standa heystakkcu- í vatni; það er ó- venjulegt hér á landi. S. 1. sunnudag var héraðs- fundur hér á Tjöm og milli 60-70 manns drukku kaffi eft- ir messu og seinna eða um kveldið borðuðu um 26 manns. Þar voru mættir allir fimm Framhald á bls. 3. New York. Þar hafa þeir vænt- anlega verið settir í sóttkví í dag, en að henni lokinni, sem sennilega verður eftir viku, verða þeir fluttir til búgarðs í Connecticut. Þar verður efnt til sýninga á hestunum og verða þá teknar sjónvarps- myndir, og fá því Bandaríkja- menin á næstunni að kynnast útliti í,slenzka hestsins og sér- kennilegu ganglagi hans, þ. á. m., bæði tölti og skeiði. Gunnar Bjarnason hrossaút- flUtningsráðunautur Búnaðar- félagsins, mun annast sýning- arnar, en það var bandarískur félagsskapur, The Icelandic Pony Association of America, sem stóð fyrir því að fá hest- ana vestur og er graslendi það sem sýningarnar fara fram á í eigu hans. 1 þessum félags- skap eru meðal annarra ýms- ir forystumenn í Amerísk- norræna félaginu, American Scandinavian Association. Fyrir skömmu fóru yfir 70 hestar til Danmerkur og Nor- egs með Tungufossi. Sumt af þessum hrossum er í einka- eign, en um 70 hesra á að selja í Danimörku. iVxaikaður þar fyrir íslenzka hesta stendur á traustum grundvelli. Búvöru- deild SIS stendur fyrir báðum þessum hrossasendingum utan. * * * HLÝTUR VIÐURKENNINGU ÍSLANDSFRÉTTIR Úr Tímanum frá 7. ágúsl til 17. ágúst. Allstór íslendinganýlenda hefur nú myndazt í borginni Perth í Vestur-Ástralíu. Þar héldu íslendingar 17. júní-há- tíð, og var 71 hátíðagestur mættur. Sá elzti var Jonas nokkur Björnsson, 87 ára gam- all, en sé yngsti var hirin þriggja mánaða Jón Eric Her- manniusson, eins og hann er nefndur í blaðafrétt frá Ástra- líu en hann er fæddur þar í landi, fyrsti ástralski íslend- ingurinn. Jónas Bjömsson hefur sent Tímanum fréttabréf frá Ástr- aiíu, og verður það birt í heild einhvern næstu daga. Jónsas hefur síðustu árin m. a. unnið hér í Reykjavík í fóðurblönd- unni hjá Sambandinu, en lengi framan af var hann bóndi í Dæli í Víðidal í Vestur-Húna- vatnssýslu, og þar var hann oddviti og sýslunefndarmaður. Jónas fluttist fyrir nokkrum vikum til Astralíu með syni sínum Agústi og konu hans Helgu og fjórum börnum. Þau bús* þegar bréfið er skrifað í þriggja herbergja íbúð, sem er í bráðabirgðahúsnæði í þriggja hæða húsi, sem í eru 18 íbúðir. Fyrir íbúðina borga þau 21 dollara (1850) á viku. Jónas segir m. a. að fyrir dagvinnu fái menn um 16 þús. kr. ($200) á mánuði, cn ráði menn sig til 6 mánaða tíma til vinnu inni í landi, geti þeir fengið hærra kaup og ívilnanir ýmsar. * * * HLAUT STYRK Stjóm Minningarsjóðs dr. Rögnvalds Péturssonar til efl- ingar íslenzkum fræðum hef- ur veitt cand. maig. Helgu Kress 35.000 króna styrk til að vinna að ritgerð um æskuverk og ádeilur Guðmundar Kamb- ans og til að rannsaka nánar þau verk höfundarins, sem lúta að refsimálum. Stjóm sjóðsins skipa Ár- mann Snævarr háskólarektor og prófessoramir dr. Halldór Halldórsson og dr. Steingrím- ur J. Þorsteinsson. * * * Náiiúruöflin hafa ekki verið hliðholl framkvæimdum við Smyrlabjargárvirkjun að und- anförnu. Samkvæmt upplýs- ingum Gísla Björnssonar raf- veitustjóra á Höfn í Horna- firði átti virkjunin að vera komin í notkun um 20. ágúst, en það getur ekki orðið vegna rigninga og jökulhlaupa, sem átt hafa sér stað þar eystra að undanfömu. * * * GÆÐINGAR í SJÓNVARPI Hinir 40 gæðingar, sem send- ir voru til Bandaríkj anna með Fjallfossi eru nú komnir til í dag barst blaðinu fréttatil- kynning frá dóms- og kirkju- nálaráðuneytinu um þetta mál og fer húri hér á eftir: „Haldið var í Boston 8. — 26. júlí s. 1. 22. allsherjar- þing Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar. Hafði ríkisstjórn Bandaríkjanna boðið til þing- haldsins þar vegna eitt hundr- að ára afmælis stofnunar sér- sta-ks heilbrigðismálaráðuneyt- is (Department of Public Health) í Massachusettsríki, en það var hið fyrsta ráðuneyti með því hlutverki í Bandaríkj- unum. í tilefni af þessu 100 ára af- mæli ákvað þing Massachu- settsríkis að fela ríkisstjórari- um að heiðra takmarkaðan fjölda einstaklinga fyrir af- burða störf í þágu mannkyns á sviði heilbrigðismála. Við hátíðlega athöfn hinn 11. júlí, að viðstöddum þúsund fulltrú- um frá 131 landi ásamt öðrum gestum, voru 11 aðilar, 4 þeirra Evrópumenn, 4 Bandaríkja- menn, 1 Asíubúi 1 Suður-Am- eríkumaður og einn Afríku- maður, sæmdir heiðursskjöld- um Massachusettsríkis á stalli af ríkisstjóranum, Francis W. Sargent. Einn hinna 4 Evrópu- manna, sem þarna voru heiðr- aðir, er dr. Sigurður Sigurðs- Framhald á bls. 5. STEPHAN G. STEPHANSSON: Flís úr vörðu Jóns Sigurðssonar Okkar gæfumesta mann metum við nú hann, sem vann þjóð, sem átti ekkert vald, ádrátt laiuna, tign né gjald. Sögu hennar, lög og lönd leitaði upp í trölla hönd. Tók frá borði æðstan auð: ástir hennar, fyrir brauð. Honum juku þrautir þrek, þrekið, sem að aldrei vék. Hans það var að voga bratt, vita rétt og kenna satt. Miklar Jón vom Sigurðsson sérhver fullnægð þjóðarvon. Hann, svo stakur, sterkur, hár, stækkar við hver hundrað ár. Dýran hjör og hreinan skjöld hér er að vinna á hverri öld hans, sem aldrei undan vék eða tveimur skjöldum lék. Bjóðist eirihver okkar hjá ástsæld hans og tign að ná, holla vild og mátt þess manns mælum nú á varðann hans. Sá skal hljóta í metum manns mildingsnafn síns föðurlands, sem því keypti frelsið, féð fátækt sinni og stríði með. ísland lætur svanna og svein segja við hans bautastein: Þessi styttan okkar er eini konungsvarðinn hér. (1911) Flutningur hróolíu í skipum hættulegur Flestir munu hafa lesið um olíuskipið sem laskaðist í Norðursjónum fyrir meir en ári síðan og missti olíuna í sjóinn. Olíuna rak að bað- ströndum v i ð austurströnd Bretlands, og getur fólk ekki baðað sig þar í sjónum lengur fyrr en búið er að skafa og flytja á burt olíuborna sand- inn og mun það vera feykilega mikið verk. Annað olíuslys varð í Santa Barbara í Californíu, þar sem áður var ágæt baðströnd. Olíu- félag fann olíulind í sjávar- botninum nálægt ströndinni varð fyrir þeirri óheppni að olíuleiðslan brotnaði og geysi- mikið magn af olíu fór í sjó- inn áður en hægt var að loka fyrir olíurennslið. Baðströndin eyðilagðist auð- vitað að mestu en það sem verra er; straumar hafsins bera olíuna víða um heimshöf- in og hún getur stórskaðað og drepið fiskstofninn og annað sjávarlíf. Vísindamenn sem rannsakað hafa mörgæsir — penguins — í suður íshafinu hafa fundið oh'u í þeim fuglum. Það er því ekki hættulaust að leyfa olíuflutningaskipum, að brjótast gegnum Norður Ishafið; hinir stóru ísjakar gætu brotið göt á skip og hleypt olíu í sjóinn. MIKIÐ GENGUR Á, EN MEIRA STENDUR TIL í MANITOBA Fyrir nokkru hefir verið hafin mikill undirbúningur fyrir hundrað ára afmæli Manitobafylkis næsta ár — 1970. Manitobastjórn hefir boðið að leggja fram $1, á hverri mann í byggðum og bæjum fylkisins til aðstoðar við að reisa eða stofna eitthvað tilhlýðilegt til m i n n i s um þennan álaraga í sögu fylkisins. Menningarmálaráðhr. Philip Petursson tilkynnti í fyrri viku að samþykktar h e f ð u verið umsóknir frá 96 byggðum og bæjum um styrk og 200 um- sóknir lægju fyrir til athug- urinar og samþykktar. Ráða- gerðir eru fjölbreyttar svo sem leikvellir, bókasöfn, fomgripa- söfn og fl. Þá hafa verið send boðsbréf til um 30,000 manns, er fyrr- um átti heima í Manitoba og hafa svör borist frá fjölda þeirra. — Mcira síðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.