Lögberg-Heimskringla - 24.09.1969, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 24.09.1969, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 24. SEPTEMBER 1969 5 Þjóðhátíðinni í Reykjavík lauk með því að dansinn dun- aði á götum miðborgarinnar þangað til kl. 2 að morgni. Veðurguðimir voru Reyk- víkingum allt annað en hlið- hollir á Þjóðhátíðardaginn, rigning, og stundum þunga- rigningar, mestan hluta dags- ins, og mun það hafa dregið úr aðsókninni. Eigi að síður var þátttakan í hátíðahöldun- um almenn, og ekki varð ég var við annað, en að fólkið væri í glöðu skapi, fagnaði deginum af heilum og heitum huga. Fjöldi fólks var saman kom- inn við hátíðarathöfnina á Austurvelli, og talið er, að um tíu þúsund manns hafi tekið þ á 11 í hátíðarhöldunum í Laugardalnium. Ýmsar sýningar voru einnig haldnar í sambandi við Þjóð- hátíðina í Reykjavík, svo sem mjög fróðleg ljósmyndasýning frá Lýðveldishátíðinni 17. júní 1944. Sérstöðu skipaði Frímerkja- sýningin, sem opnum var í Hagaskólanum þann dag, og stóð til 22. júní, en það var Félag frímerkjasafnara, sem efnt hafði til hennar. Jónas Hallgrímsson, manntalsfull- trúi og formaður félagsins, sem Vestur-lslendingum er að góðu kunnur, skýrði frá til- gangi sýningarinnar og bauð gesti velkomna með vel völd- um orðum. Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra, opn- aði síðan sýninguna með mark- vissri ræðu og einkar vel við eigalndi, og dró sérstaklega at- hygli að gildi slíkrar sýningar. Var hún einnig bæði fjölbreytt og hin merkasta, sýningarefn- inu mjög vel fyrir komið, og bæði ánægjulegt og fræðandi að ganga þar um sali. Meðal sýningargesta voru Forseti Is- lands, dr. Kristján Eldjárn og frú, og fyrrv. forseti dr. Ás- geir Ásgeirsson. Eins og vænta mátti, voru lýðveldishátiíðar haldnar 17. júní víðsvegar um landið. Tæki það meira rúm heldur en hér er fyrir hendi, ef segja ætti frá þeim hátíðarhöldum. En í fáum orðum er þeim vel lýst í eftirfarandi blaðaum- sögn. „Hátíðarhöld í tilefni 25 ára afmælis íslenzka lýðveldisins fóru fram um land allt í fyrra dag og þóttu alls staðar takast hið bezta. Veðurguðirnir voru landsmönnum mishollir; sums staðar gekk á með skúrum en t. d. á Akureyri komst hitinn upp í 24 stig. Fánar voru dregnir að hún kl. 8 og á flest- um stöðum lauk hátíðarhöld- unum kl. 2 að loknum dans- leikjum. Víðast hvar var meg- in dagskráin sú sama: skrúð- göngur, guðsþjónusta og hábíð á íþróttasvæði staðarins. Um kvöldið voru svo útisamkom- ur, sem lauk með dansleikj- um.“ (Morgunblaðið 19. júní 1969). Ríkisútvarpið íslenzka og sjónvarpið helguðu lýðveldis- hátíðinni sérstaklega dagskrár s í n a r , auk framannefnds fréttafutnings af Þjóðhátíðini í Reykjavík. í ítarlegum þætti í útvarp- inu, „Lýðveldishátíðin á Þing- völlum fyrir 25 árum“, voru viðburðir dagsins rifjaðir upp í talí og tónum. Var útvarpað að nýju ræðum frá Lýðveldis- hátíðinni, og meðal þeirra kveðju þeirri sem sá, er þetta ritar, flutti þar sem fulltrúi Vestur-lslendinga. Haraldur Ólafsson, dagskrárstjóri, hafði valið atriðin og tengt þau sam- an, en þulur var Hjörtur Páls- son. Sjónvarpið flutti einnig mjög merkilegan og fróðlegan þátt um Jón Sigurðsson for- seta. Var það kvikmynd, er Sjónvarpið lét gera um líf og störf hans í tilefni af 25 ára afmæli lýðveldisins. Lúðvík Kristjánsson rithöfundur, sem samið hefir efnismiklar merk- isbækur um Jón Sigurðsson, annaðist sagnfræðihlið þessar- ar prýðilegu dagskrár og leið- beindi um myndaval, en um- sjónarmaður var Eiður Guðna- son, blaðamaður. Einnig var fluttur í Sjón- varpinu að kvöldi 17. júní hinn vinsæli sjónleikur Maður og kona, að vísu nokkuð stytt- ur tímans vegna. En þar fer vinur vor Brynjólfur Jóhann- esson, leikari, með hlutverk séra Sigvalda af frábærri list, en leiksnilld Brynjólfs er oss Islendingum véstan hafs í fersku minni sáðan hann ferð- aðist nýlega víða vor á meðal og skemmti á samkomum. Blöðin á Islandi minntust af- mælis lýðveldisins einnig ítar- lega, dagblöðin í Reykjavík með m y n d u m prýddum og innihaldsríkum aukablöðum, þar sem rakin var forsaga lýðveldisstofnunarinnar og lýst þeirri söguríku athöfn að Lögbergi 17. júní 1944, er stofnun þess fór fram, sem ó- gleymanleg verður okkur öll- um, er bárum gæfu til þess að vera á Þingvöllum þann sig- urbjarta dag, því að rigningin er löngu horfin í ljóma hans. Ættjarðarkvæði s k i p u ð u einnig heiðursrúm í skrautleg- um útgáfum Reykjavíkurblað- anna 17. júní, og veit ég, að það gleður Vestur-lslendinga, er ég minni það, að, við hlið- ina á mynd Jóns Sigurðssonar forseta skipaði öndvegi á for- síðu 2. hátíðarblaðs Alþýðu- blaðsins snilldarkvæði Step- hans G. Stephanssonar „Flís úr vörðu Jón Sigurðssonar". Óþarft er að fjölyrða um það, hve ævistarf Jóns Sigurðsson- ar er fasttengt stofnun hins islenzka lýðveldis, enda var fæðingardagur hans að verð- ugu valinn sem stofndagur þess. Sæmir því vel að ljúka þessari frásögn um hátíða- höldin á íslandi í tilefni af 25 ára afmæli lýðveldisins ein mitt með þessari snjöllu lýs ingu Stephans á Jóni Sigurðs- syni: ist út. Það skal fúslega játað, að minkar hafa sloppið út af búunum og ganga villtir, en Deim er haldið mjög niðri, svo villiminkur hefur aldrei orðið 3að vandamál, sem mér skilst að hann sé hér á landi. Honum juku þrautir þrek, þrekið, sem aldrei vék. Hans það var að voga bratt, vita rétt og kenna satt. Miklar Jón vorn Sigurðsson sérhver fullnægð þjóðarvon. Hann, svo stakur, sterkur, hár, stækkar við hver hundrað ár. Minkaeldi Rætl við G. L. B. Mundell frá Skotlandi um hugsanlegt minkaeldi á íslandi Margir íslendingar hér í álfu slunda minkarækt og mun þeim e. t. v. finnast þessi grein úr Morgunblaðinu á íslandi fróð- leg. — I. J. Hér á landi hefur dvalizt að undanförnu G. L. B. Mundell, framkvæmdastjóri t v e g g j a minkabúa á Skotlandi. Mund- ell hefur átt viðræður við ís- lenzka áhugamenn um loð- dýrarækt og hugsanlegt sam- starf, en fyrirtæki hans hefur veitt tæknilega aðstoð við stofnsetningu minkabúa víða um heim. Morgunblaðinu gafst kostur á að ræða við Mundell og sagðist honum svo frá minka- rækt í Skotlandi: — Minkarækt hófst fyrir al- vöru á Skotlandi eftir síðustu heimsstyrjöld og er mjög vax- andi atvinnugrein. Minkamir eru einkum aldir á fiski, kjöt- úrgangi, kornmeti og eggjum, sem offramleiðsla er í land- inu. Aðal'atriðið er, að fæðu- tegundirnar séu í réttu hlut- falli, því það hefur mikla þýð- ingu fyrir gæði skinnanna. VERÐHÆKKUN Þegar Mundell var inntur eftir verðlagi á skinnunum svaraði hann: - Fyfir tveimur árum varð mikil verðlækkun á minka- skinnum. En þótt einkennilegt megi virðast, varð þessi lækk- un til þess, þegar fram liðu stundir, að v e r ð i ð hækkaði mjög ört. Á síðasta ári var það orðið afar hagstætt. Hið lága verð leiddi nefnilega til þess, að fleiri töldu sig hafa efni að kaupa sér skinn og þannig stækkaði kaupendahópurinn að miklum mun. Þegar svo eftirspurnin náði ekki að full- nægja framboðinu steig verð- ið, að markaðurinn hefur æ síðan verið miklu stærri en áður, enda eru loðskinn mjög í tízku. Það er einn misskilningur, sem ég hef orðið nokkuð var við í samtölum mínum við Islendinga. Hann er sá, að minkaeldi sé vís gróðavegur. Því er svo farið um minkaeld- ið, sem og annan landbúnað, að ef hann er vel skipulagður stendur hann vel undir sér og gefur nokkurn arð. En gróð- inn er alls ekki skjótfenginn og sjaldnast mjög mikill. En það, sem gefur minkaeldinu mikið gildi í augum brezkra stjórnvalda, og það hygg ég einnig raunina hér, er að minkaeldið er útflutningsat- vinnugrein, sem gefur erlend- an gjaldeyri í aðra hönd. Aðal viðskiptalönd okkar á þessu sviði eru Bandaríkin, Þýzka land, ít'alía og Sviss. ÞJÁLFUN ER NAUÐSYN Um mögulega aðstoð við ís- lenzka loðdýraframleiðendur sagði Mundell:' - Það kom fram í viðtaTi mínu við Pál A. Pálsson yfir- dýralækni og marga aðra, að þjálfaðir verði menn erlendis til að taka að sér rekstur fyrstu minkabúanna. Þetta er mjög áríðandi, því umhirða og umsjón með minkaeldi krefst kunnáttu og þjálfunar. Fyrir- tæki mitt, sem selt hefur dýr til undaneldis til nýrra minka- búa víða um heim, er reiðu- búið til aðstoðar við stofn- setningu minkabúa hér. Ef við 9eljum nýju búi dýr, látum við okkur miklu varða velferð þess, fara þar bæði saman okkar hagsmunir og búsins. Á næstunni mun fyrirtæki mitt vinna úr upplýsingum, sem ég hef aflað hér á landi. Á grund velli þeirra getum við veitt ráðleggingar um hugsanlega fæðu, skipulagningu búanna og heppilegar dýrategundir Mér virðist sem þið hafið fyllstu ástæðu til bjartsýni >að er ég jafn sannfærður nú og fyrir áratug, þegar ég sótti ;:sland fyrst heim. Eftirspurn- in eftir gæðavörum úr skinni er vaxandi, og ársframleiðsl- an er komin upp í 23-25 millj. skinna á ári. Að síðustu vil ég gefa áhugamönnum eina vjkð- leggingu: Eltið ekki tízkuna um of, heldur einbeitið ykkur að einstökum og sígildum úr- valstegundum. Ef gæðin eru sett öllu ofar þá mun vel til takast. Mgbl 23. ágúst '69. Ég stofnsetti minkabú fyrir 15 árum í Perthshire í Mið- Skotlandi. Síðan var stofnað hlutafélag um reksturinn, og á það nú tvö minkabú með alls 14 þúsund dýrum. Við spyrjum Mundell um varúðarráðstafanir gegn því; að minkarnir sleppi út af bú- unum. — Fyfir nokkrum árum gekk í gildi réglugerð, sém gerir mjög strangar kröfur ti' varúðarráðstafana. Frá öllum húsunum er þannig gengið, að dýrin eiga ekki að geta kom izt þaðan út, og umhverfis er há girðing útbúin með slétt- um plötum, sem hindra að dýrin geti náð fótfestu og stokkið yfir. I rauninni er það ekki aðalvandamálið hvernig ganga á tryggilega frá húsun- um, óaðgæzla og gleymska gæzlumanna er miklu líklegri J um minkaeldið. Allir staðhætt til að valda því að dýrin kom-jir eru ykkur hagstæðir og um Fréttir frá íslcndi Framhald af bls. 1. son, landlæknir, en hinir Evr- ópumennirnir voru frá Eng- landi, Frakklandi og Rúss- landi. 1 hinni obinberu frásögn af heiðrun dr. Sigurðar Sig- urðssonar, er því lýst, að hann sé höfundur imdirstöðurits um berklaveiki, hafi verið forustu maður á sviði heilbrigðismála í landi sínu um árabil, og hafi sem alþjóðlegur sérfræðingur sviði berklavarna og sem fulltrúi lands síns á vettvangi alþjóðaheilbrigðismála orkað hvetjandi á og áunnið sér inni- lega aðdáun og virðingu sam- starfsmanna sinna.“ ♦ * * TÖLDU 3273 HREINDÝR Menntamáluráðuneytið hefur eins og að undanfömu látið fara fram talningu á hrein- dýrahjörðinni á Austurlandi eftir ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél. Reyndust full- orðin hreindýr vera 2.508 og 765 kálíar eða samtals 3.273 dýr. 1 fyrra reyndust hrein- dýrin við samskonar talningu vera 2.831. Hreindýraveiðar eru leyfðar frá 7. ágúst til 20. september og má veiða allt að 600 dýr eins og á síðastliðnu ári. Auk hreindýraeftirlitsmanns- ins Egils Gunnarssonar, á Eg- ilsstöðum í Fljótsdal munu lögreglumenn armast eftirlit með veiðunum. Menntamálaráðuneytið, 7. ágúst 1969. * * * Heilmikið verður um að vera í íslenzka flugheiminum á næstunni í sambandi við 50 ára afmæli flugsins á íslandi, sem er 3. september. Þar ber hæst mikla flugsýningu, sem haldin verður á Reykjavíkur- flugvelli dagana 28. ágúst til 7. september n. k. Einnig verð- ur keppt í vélflugi og fallhlíf- arstökki. Þá gefur póststjórn- in út tvö ný frímerki í tilefni afmælisins. * * * « Hvorki meira né minna en 221 kvenfélag utan Reykjavík- ur innan Kvenfélagasambands Islands safnar nú fé til bygg- ingar fæðingardeildar Land- spítalans. Munu félögin hafa ýmsar aðferðir við fjársöfnun þessa, m. a. halda skemmtanir og dansleiki. Landspítalasöfn- uninni hafa nú borizt rúmlega Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.