Lögberg-Heimskringla - 24.09.1969, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 24.09.1969, Blaðsíða 4
I 4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 24. SEPTEMBER 1969 Lögberg-Heimskringla PubJished erery Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD 303 Kennedy Sireet, Winnipeg 2, Man Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Aleck Thorarmson; Secretary. Dr L Sloordson Tr«o*ur«r, K Wilt>«im Johonnson CDITORIAL BOARD Winmpeg; Prof. Haroldur Bessoson, choirmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr Voldiroor J Fylonds, Corcline Gunnorsson, Dr Thorvaldur Johnson, Rev. Phlllip M Petursson Voncouver Gudloug Johonnesson, Boai Biornason. Minneepolts: Hon Voldimor Bjornson. Vktorie B.C.: Dr. Richord Beek. Icolond: Birgir Thor- locius St**ir»<Vv Stn«ndors«on Rov. Robert Jack Sub*CTÍption $6 00 per year — payable in advance TELEPHONE 943-993« "Second class mail registration number 1667". Norðrið Framh. frá síðasta blaði. Ekki er ólíklegt að tiltölulega margir Islendingar hafist við norður í Churchill og Gillam því norðrið virð- ist ávalt hafa mikið aðdráttarafl fyrir þá. Þeir byggðu eyjuna norður við heimskaut — ísland, fyrir hér um bil ellefu hundruð árum; þeir stofnuðu byggðir á Græn- landi hundrað árum síðar og sigldu fyrstir manna til meginlands Norður Ameríku. Engin veit með vissu um afdrif íslendinga á Grænlandi en ýmsum þykir líklegt að þeir hafi blandast Eskimóum og afkomendur þeirra séu því enn á norðurslóðum. Hinir fyrstu íslendingar sem komu til þessara álfu á nítjándu öld fóru til Utah af trúarbragðalegum ástæð- um, en þeir Islendingar, sem síðar komu höfðu mikinn áhuga fyrir því að halda við tungu sinni og þjóðerni sem lengst í þessari álfu og þessvegna var þeim mikið áhugamál að finna landsvæði þar sem þeir gætu mynd- að nýlendu út af fyrir sig og verið að mestu leyti ein- ráðir; þeir sendu því landskoðunar menn víða um álf- una til að leita að heppilegu nýlendu svæði eftir að útflutningar þeirra hófust í stórum stíl um 1870 og lá leið þeirra fyrst aðallega til U.S.A. Einn í þeim hóp var Jón Ólafsson skáld og rit- stjóri. Hann var þá rúmlega tvítugur en mjög bráð- þroska. Hann frétti að Bandaríkjastjórn hefði keypt Alaska af Rússakeisara árið 1867 fyrir 7,200,000 dollara og einu sinni enn kom í ljós aðdráttaraflið, sem norðrið hefir fyrir Islendinga. Jón gekk á fund forsetans Ulyssis Grant og fór þess á leit að stjórnin kostaði ferð hans og tveggja annara Islendinga til að skoða þar landskosti fyrir nýlendu íslendinga norður í Alaska. Grant forseti átti um þær mundir við erfiðleika að stríða því Demokratar deildu mjög á hann og flokk hans fyrir þá heimsku að kaupa dýru verði þetta ísþakta land norður við heimskautið. Hann veitti því Jóni og félög- um hans ferðastyrk í þeirri von að þeir gætu sannað að þar væri lífvænlegt fyrir hvítra manna byggðir. Jón og félagar hans komust alla leið til Kodíak eyja og leizt þeim vel á sig þar og eyjarnar ákjósanleg- ar fyrir nýlendusvæði. Jón fór nú aftur til Washington og beið þar lengi eftir að málið yrði lagt fyrir þjóð- þingið en ekkert varð úr því. Islendingar voru og orðnir afhuga nýlendusvæði í Alaska og höfðu stofnað nýlendur annarsstaðar bæði í Canada og Bandaríkjunum. Þeir Islendingar sem sezt höfðu að í Ontario, sendu fimm menn undir forustu Sigtryggs Jónassonar til Manitoba í leit að góðu landi. 1 stað þess að velja nýlendusvæði í hinum frjósama Rauðárdal sóttu þeir norður fyrir Manitobafylki, sem þá náði aðeins norður að Boundary Creek og stofnuðu Nýja ísland við Winnipegvatn. Að öllu þessu athuguðu þarf engann að furða þótt það yrði íslendingur sem kynnti sér landið og íbúa þess við norður íshafið, dvaldi þar í mörg ár og gaf svo út bækurnar, My Life with the Eskimo og The Friendly Arctic. Með ræðuhöldum og skrifum sínum gjörbreytti .Vilhjálmur Stefánsson hugmyndum manna um norðrið. Hann fann og kannaði síðustu eyjarnar þar nyrðra sem áður voru óþekktar og nam þær í nafni Canada. Hann ' safnaði saman hinu fullkomnasta bókasafni, sem til er um um norðrið, og skrifaði sjálfur 400 ritgerðir og 24 bækur. Hann lauk síðustu bók sinni Discovery nokkr- um dögum fyrir andlátið og er það sjálfsævisaga hans. — Ef að íslendingar hefðu sezt að á Kódíak eyju eins og Jón Ólafsson hafði í huga, er ekki ólíklegt, að ein- hverjir þeirra hefðu orðið forystumenn í Alaska og átt einhvern hlut að þeim mikla hráolíufundi þar nyrðra jÞjóðhátíðinni. Laust eftir há- á norðurströnd Alaska. Voru þar nýlega seldar á degið hófust fjölmennar skrúð- brekkunni frá Brook Range ofan að Ishafinu 450,858 ekrur af freðmýri fyrir meir en 900 milljónir dollara. Voru það olíufélög frá Bretlandi og U.S.A., sem kepptu um að ná eignarhaldi á þessum óbyggilegu ekrum vegna þeirra olíulinda er þar eru faldar í jörðu. Ekki mun Grant forseta hafa dreymt um slík auðæfi þegar hann keypti allt Alaska ríkið fyrir rúmar 7 milljónir. Vilhjálmur Stefánsson fullvissar lesendur bóka sinna um, að norðrið hafi að geyma gnægð náttúruauð- linda og munu orð hans rætast. I ræðu sem Dr. Thorvaldur Johnson flutti við af- hjúpun minnisvarða Vilhjálms Stefánssonar að Arnesi þar sem hinn mikli landkönnuður fæddist 1880, sagði hann meðal annars: „Við, fólk af íslenzkum ættum höfum nokkra ástæðu til að finna til metnaðar vegna þeirrar stað- reyndar að könnun Norður Ameríku var hafin af Islendingnum Leifi Eiríkssyni og henni lokið af öðrum íslendingi, Vilhjálmi Stefánssyni.“ — I. J. göngur eldri og yngri, er, við hljóðfæraslátt lúðrasveita, stefndu allar til Laugardals- vallar. Gengu skátar undir fánum fyrir skrúðgöngunum. En á Laugardalsvellinum byrj- uðu hátíðarhöldin með því, að fjölmenn og fríð fylking íþróttamanna og skáta gekk inn á leikvanginn undir stjórn Þorsteins Einarssonar, íþrótta- fulltrúa, við undirleik lúðra- sveita. Formaður þjóðhátíðamefnd- ar, Ellert B. Schram, lögfræð- ingur, setti því næst hátíðina með gagnorðu ávarpi. Að því búnu, léku lúðrasveitir „ísland ögrum skorið“, undir stjórn Jóns Sigurðssonar. Dr. RICHARD BECK: Aldarfjórðungsafmæli hins íslenzka lyðveldis Þar sem ég, eins og kunn- ugt er, naut þess heiðurs og þeirrar ánægju að vera full- trúi Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi á 25 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis 17. júní s. 1., stendur það eng- um nær en mér, að segja Vestur-íslendingum frá því, með hverjum hætti heima- þjóðin hélt hátíðlegt þetta mikla merkisafmæli í sögu sinni. Verður hér þó stiklað á stóru, og einkum dvalið við Þjóðhátíðina í Reykjavík, sem eðlilega var umfangsmesta og fjölmennasta hátíðin á land- inu, en ég jafnframt kunnug- aistur því, er þar fór fram, þar sem við hjónin vorum þar við- stödd, og ég flutti þar kveðju- ávarp mitt. Þjóðhátíðin íReykjavík hófst kl. 10, 17. júní, með sam- hringingu kir'kjuklukkna í borginni. F a n n s t mér sem fagnaðarhreimur ómaði í þeim klukknahljómi, enda sæmdi það ágætlega, að hefja með þeim hætti hátíðarhaldið á þ e s s u m söguríka sigurdegi hinnar íslenzku þjóðar, er hún minntist með þakklátum huga, stofnunar lýðveldisins. N æ s t a atriðið á dagskrá þjóðhátíðarinnar var það, að frú Auður Auðuns, forseti borgarstjómar Reykjavíkur, lagði blómsveig frá Reykvík- ingum á leiði Jóns Sigurðsson- ar í kirkjugarðinum í Reykja- vík. Karlakór Reykjavíkur söng „Sjá roðann á hnjúkun- um háu“, undir stjórn Páls S. Pálssonar. Litlu síðar fór fram hátíðar- guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Ungur prestur, séra Heimir Steinsson, prédikaði með mikl- um myndarbrag. Var ræða hans í tilefni dagsins bæði innihaldsrík og skörulega flutt. Dómkórinn söng og Ragnar Bjömsson lék á orgel, en ein- söngvari var Guðmundur Guð- jónsson. Sungnir voru sálmar, er allir voru þrungnir þeim tilbeiðsluanda og þeirri djúpu þákklætistilfinningu, er ríktu í hugum viðstaddra. Var söng- urinn einnig hinn prýðilegasti. Hjálpaðist því allt til þess að gera þessa áhrifaríku guðs- þjónustu minnisstæða okkur, sem nutum þess að sækja hana, en kirkjan var þéttsetin. Þegar að lokinni guðsþjón- ustunni hófst hátíðarathöfn á Austurvelli. Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, lagði blómsveig frá íslenzku þjóð- inni að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar. Flutti forseti síðan mjög íturhugsaða og tímabæra ræðu, þar sem hann sló kröft- uglega á streng þjóðareining- ar. Að lokinni ræðu Forseta ís- lands söng Karlakór Reykja- víkur þjóðsönginn. Næst var á dagskrá hátíðar- haldsins á Austurvelli svo að fylgt sé orðalagi hennar, „Ávarp Dr. Richards Beck, fulltrúa Þjóðræknisfélags Vestur-Islendinga“. Gerist hér engin þörf að rekja efni þess kveðjuávarps, þar sem það hefir þegar verið prentað í Lögb.-Heimskr. og víðar. Hins vegar leyfi ég mér að minna hér opinberlega á þá þakkarskuld, sem vér Islend- ingar vestan hafs eigum Þjóð- hátíðamefnd Reykjavíkur að gjalda í sambandi við þátttöku fulltrúa Þjóðræknisfélagsins í hátíðarhaldinu. Veit ég einnig, að vér Islendingar hér í álfu kunnum vel að meta þann sóma og góðhug, sem oss var sýndur af hálfu nefndarinnar, og er um leið talandi vottur þess víðtæka ræktarhuga, sem vér eigum að fagna heima á ættjörðinni. Áður en skilist er við hátíð- arathöfnina á Austurvelli, skal þess getið að henni var út- varpað samtímis, og gegndi sama máli um hátíðarguðs- þjónustuna á Dómkirkjunni. Ennfremur var ræða Forseta íslands flutt í sjónvarpinu það kvöld í heild sinni, og einnig að nokkru leyti ávarp fulltrúa Þj óðræknisf élagsins. Skal nú horfið aftur að Forsætisráðherra íslands, dr. Bjami Benediktsson, flutti þá mjög efnismikla og athyglis- verða ræðu, þar sem hann rakti í glöggum megindráttum sögu frelsisbaráttu Islendinga og ræddi jafnframt vandamál samtíðarinnar á breiðum grundvelli. Að lokinni ræðu forsætis- ráðherra léku lúðrasveitirnar „Yfir voru ættarlandi“, undir stjóm Páls S. Pálssonar. Gengu íþróttamenn nú af leikvelli. Kom Fjallkonan þá fram, skrýdd skautbúningi, en hún var að þessu sinni Val- gerður Dan, leikkona, og voru tvær litlar telpur, klæddar þjóðbúningi, í fylgd með henni. Méð þær að baki sér nam hún staðar á tröppum á miðjum vellinum, og flutti þaðan af mikilli prýði verð- launaljóð Jóhannesar úr Kötl- um f r á Lýðveldishátíðinni 1944, „Land míns föður, land- ið mitt“, enda var henni mjög fagnað af áheyrendum. Ræðunum við hátíðarhaldið á Laugardalsvellinum og á- varpi Fjallkonunnar var út- varpað samtímis; ræða for- sætisráðherra og ávarp Fjall- konunnar voru einnig flutt í sjónvarpinu um kvöldið. En að loknu ávarpi hennar á vellinum, hófst leikfimis- sýning telpna, og voru þátt- takendur nær 600 talsins. Var sýnjng þessi prýðileg í alla staði og skemmtileg að sama skapi, enda var ágætur rómur gerður að henni. Mörg önnur skemmtiatriði fóru fram á Laugardalnum seinni part dagsins, og íþrótta- sýningar af ýmsu tagi. Sérstök ástæða er til að nefna samfellda dagskrá, „Þætti úr þjóðarsögu11, sem flutt var í Laugardalshöllinni. Hafði Bergsteinn Jónsson, lektor, tekið saman þessa dag- skrá, og var þar brugðið upp myndum úr sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar frá upphafi vega til 1944. Var dagskrá þessari útvarpað. Meðal flytjenda voru þeir Hjörtur Pálsson, blaðamaður, og Sveinn Skorri Höskuldsson, lektor, sem báðir eru Vestur-íslendingum gam- alkunnugir frá dvöl þeirra í Winnipeg.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.