Lögberg-Heimskringla - 24.09.1969, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 24.09.1969, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 24. SEPTEMBER 1969 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: SÓLMÁNAÐARDAGAR í SELLANDI Skáldsaga Svo læddist hún hljóðlega fram með sængina í hvíta pokanum, sem hún hafði flutt hana í, þeg- ar hún yfirgaf foreldrahús sín fyrir tæpum mán- uði síðan. „Ertu búin að láta fötin þín niður“, spurði Ragnhildur. Hún var eitthvað að snúast frammi í bæjardyrunum. „Já. Og það eru allir steinsofnaðir“, sagði Jón- anna. „En hvernig skyldi ganga að fá kistuna mína og saumavélina flutta heim a>ftur?“ bætti hún við. „Þá koma dagar og þá koma ráð“, sagði Ragn- hildur. „Við skulum bara engu kvíða“, sagði þessi dugmikla kona. Svo hljóp hún af stað eins og stelpa ofan túnið með söðulinn Jónönnu á bakinu og beizlið á hand- leggnum. Jónanna hljóp á eftir með sængurpok- ann. Ragnhildur náði í gráan stólpagrip og lagði söðulinn á hann, meðan Jónanna beizlaði hann. Síðan var hvíti pokinn bundinn við söðulsveifina með snærum, sem Ragnhildur tók upp úr vasa sínum. Annar minni böggull var látinn fyrir aftan söðulinn. Það voru nauðsynlegustu föt Jónönnu. „Nú skaltu reyna að ná þér í hest, ef hann verður á vegi þínum. Sá grái hlýtur að rata héim aftur. Það þýðir ekkert að hugsa um, að ekki sé að öllu leyti heiðarlegt að ríða annarra hestum“, sagði Ragnhildur og hló kuldalega. Jónanna faðmaði hana að sér að skilnaði og þakkaði henni fyrir allt gott. „Vertu bara hugrökk, góða mín. Þetta hlýtur allt að fara vel, þar sem þú ert á leiðinni heim til að hjúkra henni mömmu þinni fárveikri. Hún tekur vafalaust á móti þér eins og faðirinn tók á móti glataða syninum forðum og fyrirgefur þér allt“, sagði Ragnhildur, sú hugrakka kona. Jónanna settist á bak og sló í klárinn. Hann var viljugur og þýðgengur. Hún var brátt komin svo langt niður dalinn, að hún sá ekki lengur heim að Barði. Henni fannst eins og hún væri slopp- in úr fangelsi. Veðrið var yndislega blítt þetta kvöld. Síðustu geislar kvöldsólarinnar gylltu efstu tindaraðir dalsins og skuggar fylltu slakka hlíð- ina. Áin niðaði hljótt í djúpri kyrrð afdalsins. Afréttarkotið lá nú langt að baki, sem hún von- aði að hún væri að kveðja fyrir fullt og allt. Þó þótti henni undarlega vænt um það. Hún var víst hætt að skilja sjálfa sig. En aldrei hafði henni fundizt eins fallegt hér í dalnum eins og þetta kvöld. Bráðum kom fyrsti bær sveitarinnar í ljós. Svo kom annar. Nú hafði hún afréttardalinn langt að baki. Nú yrði hún að fara að hugsa til að ná sér í annan reiðskjóta svo að Gráni kæmist heim-, leiðis. Nóg yrði húsbóndinn á Barði reiður, þó að hestinn vantaði ekki. Skammt frá einum bænum var hrossahópur. Hún fór af baki og gekk til hestanna. Þeir voru spakir og auðséð að þeir voru tamdir. Hún valdi sér stóran brúnan klár úr hópnum, spretti söðlin- um af Grána og tók út úr honum beizlið. Þá hrissti hann sig og sneri umsvifalaust til baka götuna heim dalinn. „Bærilega ætlar þetta að ganga“, sagði hún við sjalfa sig. „Alltaf smá skánar það. Nú er ég orðin hestaþjófur“. , Einhver hegning lá víst við þeim þjófnaði ekki síður en öðrum. Líklega verður maður ekki mjög vandaður að virðingu sinni, þegar í nauðimar rekur. Hún sá Grána hraða ferð sinni fram af- réttartröðina. Brúni klárinn var stirður og reið- hastur. Sjálfsagt vanari við að bera bagga og draga kerru en að hann væri setinn. Hún gat ekki látið hann fara nerna fetið. En hann var harðstíg- ur og þeim skilaði vel áfram. Þegar hún hafði varið fram hjá tveim bæjum, varð fyrir henni annar hrossahópur. Henni datt þá í hug að skipta um reiðskjóta. Ekkert var lík- legra en sá brúni skilaði sér aftur þangað, sem hún tók hann. Þar til og með sárverkjaði hana 4 líkamann undan höstum gaingi hans. Samt klapp- aði hún honum að skilnaði. Hann hafði þó verið duglegur og þægur ferðafélagi. Nú varð fyrir valinu rauð hryssa, ákaflega róleg. Hún lagði söðulinn á hana og beizlið við hana og settist svo á bak. Hún var ákaflega þýð- geng, en viljalítil. Hún sá að Brúnn seig í rétta átt. Bærilega ætlaði þetta að ganga. Nú var svo stutt heim, að hún vonaði að hún þyrfti ekki að ná sér í annan reiðskjóta. En rauðka var níðhölt og vildi helzt alltaf snúa við. Þá datt Jónönnu það í hug, að hún myndi eiga folald í hrossahópnum. Það þyrfti þá ekki að ótt- ast, að hún skilaði sér ekki aftur, þegar hún sleppti henni. En það vildi hún helzt ekki gera, fyrr en hún væri komin heim að Bakka. Þetta var vandræðaferðalag að þurfa sífellt að vera að spretta söðlinum af reiðskjótunum. En andstyggðar hryssan varð æ latari eftir því sem hún mjakaðist lengra. Seinast varð hún alveg stöð. Hvað átti hún nú til bragðs að taka? Hún renndi sér af baki. Heldur skyldi hún ganga og teyma hryssuna það sem eftir var, en láta undan henni, enda yrði erfitt að bera söðulinn og sængurpok- ann. Þá var eins og lánið léki allt í einu við hana. Hún var komin rétt að landamerkjum Bakka og Teigakots, og þarna lágu heimahestarnir skammt frá henni. Hún var fljót að losa þennan rammstaða reiðskjóta sinn við söðul og beizli og þakkaði hryssunni ekki fyrir samfylgdina. Og nú var Rauðka fljót að snúa við. Það bar ekki á öðru en hún gæti hreyft sig austur göturnar. Hún náði í Bleik sinn og klappaði honum. Ósköp var þá gaman að vera komin heim til hans aftur og allra vinanna. En hvernig yrði svo tekið á móti henni. Nú fannst henni ótrúlega langt síð- an hún hafði riðið úr heimahlaðinu og margt hafa breyt.zt síðan. Það var búið að slá þó nokkuð mikið af túninu. Það fannst henni að minnsta kosti. Hún losaði pokana frá söðlinum, spretti honum af klárnum, bar hann inn í skemmu og hengdi hann á sinn vanalega stað. Síðan teymdi hún Bleik út fyrir túngarðinn og tók út úr honum beizlið. Hann tók þegar á rás til hrossanna. Þá sneri hún heim- leiðis aftur með beizlið í hendinni. Hún var sár- þreytt. Hún kom við í skemmunni og hengdi upp beizlið. Svo gekk hún að bæjarhurðinni og ýtti við henni. Hún var ólokuð, þó að slíkt væri óvanalegt. Svo bar hún pokana sína inn í göngin, hægt og hljóðlega, því að nú sváfu allir, þreyttir eftir erfiði dagsins. Henni varð óþægilega við, þegar hún kom inn í frambaðstofuna og sá að öll rúmin voru rúmfata- laus, nema rúmið Bergljótar gömlu. Hún vaknaði, þó að hægt væri gengið um, og reis upp við olnboga. „Guði sé lof, að þú ert þá komin, Jónanna mín“, sagði hún. ,Nú eru þó heldur bágar ástæður hér. Allir flúnir úr bænum nema ég. Piltamir sofa úti í hlöðu, Ráða uppi á dyralofti. Ég á nú bara engin orð yfir þetta. Hann hefur þó rekið almennilega erindi sitt, hann Páll. Ég var hálf smeyk um, að hann myndi svíkjast um það eða þá að pilturinn þinn mundi ekki vilja láta þig fara hingað. Það getur svo sem verið hættulegt. Þú skalt bara fara varlega. Það er víst einhver matur frammi í búri. •Ósköp ertu annars þreytuleg að sjá. Þú hefur þó líklega ekki komið ein eða hvað?“ „Jú, ég kom ein og það var talsvert erfitt ferða- lag. Við hefðum einhvern tíma getað hlegið að því, systurnar. En nú er líklega lítið um hláturinn á þessu heimili. Hvernig líður þeim annar, mömmu og Sæju? Hafa nokkrir aðrir tekið veik- ina^“ spurði Jónanna. „Nei, það er enginn veikur nema þær. Sæja er nú heldur hressari, finnst mér. Varztu búin að frétta um veikindin?“ spurði gamla konan. „Nei, nei. Það fréttist ekkert þarna fram eftir. Það kemur þar aldrei maður og sjaldan er farið til byggða“. „Jú, jú, skyldi maður kannast eitthvað við það“, umlaði í gömlu konunni. „Farðu nú að sofa Bergljót mín. Þú ert dauð- syfjuð. Við getum talað saman á morgun“, sagði Jónanna. , Svo fór hún fram í búr og fann þar eitthvað ætilegt. Eftir það fór hún inn í húsið. Þar sváfu þær, móðir hennar og Sæja, hver í sínu rúmi. Það var auðséð að móðir hennar var mikið veik. Sæja var talsvert betur útlítandi. Hún vaknaði, þegar Jónanina fór að búa um sig í rúmi föður síns. „Hvað sé ég? Ertu komin heim, Jónanna mín?“ spurði hún og reyndi að brosa. Jónanna kl'appaði henni á kinnina og sagði: „Já, nú er ég komin heim til þess að hjálpa ykkur. Ertu mikið veik og er langt síðan þið veiktust?“ „Nei, ég er ekki mikið veik, en mamrna er búin að vera veik lengi og batnar víst lítið. Hvemig hefur þér svo liðið þarna fram í afréttinni? Var það eins gaman og í fyrrasumar? „Nei, það vantaði mikið á það. Ég segi þér það seinna. Nú mátt þú ekki tala meira“, sagði Jónanna. „Það er eins og þú þekkir, bágt að þegja, þegar mann langar mikið til að tala“, sagði Sæja. „En þá er það ég, sem alveg er að sálast úr þreytu og svefni“, sagði Jónanna. „Samt ætla ég að sækja vatn út í læk á þesíjar flöskur, sem þið hafið hjá ykkur. Það er betra en vakna til þess. Reyndu svo að berja í borðið með svipunni minni, ef mamma þarf einhvers með, því að ég veit að ég sef eins og rotaður selur“. * 30. TENGDAFÓLKIÐ RÆÐIR UM JÓNÖNNU Siggi var sá fyrsti, sem vaknaði í baðstofunni á Barði næsta morgun. Hann þóttist vita að stúlk- urnar væru farnar á kvíarnar. En þegar hann kom fram í eldhúsið, þar sem alltaf beið kaffi á könnu á hlóðasteininum var engin kamna, en það hver- sauð á katlinum yfir' glóðinini. En móðir hans var hvergi sjáanleg. Hann þóttist vita að þær hefðu vaknað heldur seint og ekki gefið sér tíma til að hella á morgunkönnuna í þetta sinn. Það væri líklega bezt að slá nokkrar brýnur á meðan. En honum fannst langt að bíða eftir því, að þær kæmu út ánum. Loksins sá hann, hvar þær runnu upp eftir og dreifðu sér um hólana fyrir ofan bæinn, og móður sína koma eina heim með m j ólkurf öturnar. Og enn leið nokkur tími, þangað til kallað var í kaffið. Hann rölti í hægðum sínum inn og settist á búrkistuna. Svo kom móðir hans inn með kaffi- könnuna og bauð góðan dag. Honum fannst hún talsvert gustmikil. „Hvar er Jónanna? Hún er þó aldrei að tefja sig á því að reka ærnar upp í hólana. Það er víst alveg óþarfi. Þær renna þangað sjálfar“, sagði hann. „Það gera þær víst eins og þær eru vamar“, svaraði móðir hatns stuttlega. „En Jónanna hefur sjálfsagt öðrum hnöppum að hneppa en reka ærn- ar á Barði“. „Við hvað áttu? Er kannske eitthvað að henni? Er hún lasin?“ spurði hann. „Þú hefur ekki farið inn í húsið til þess að bjóða henni góðan daginn eins og vanalega“, sagði móðir hans. „Nei, ég hélt að þið hefðuð vaknað seint eins og ég og væruð famar að mjalta“. „Nei, hún á víst ekkert við það að mjalta hér þetta sumarið, þó að ekki sé gott að segja, hvað seinna verður. En hún hefur áreiðanlega aldrei háttað í gærkvöldi, því að Lára litla sefur í rúm- inu hjá Fríðu“, sagði Ragnhildur. Hann rauk upp frá hálfum kaffibollanum og inn í baðstofu til þess að sjá með eigim augum, hvort nokkuð væri hæft í þessari ótrúlegu frá- sögn. Svo kom hann fram aftur, rauður af vonzku, og sagði:

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.