Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1970 3 Hann stefndi beint til kaup- mannsins, leit hvorki til hægri né vinstri, tók ekkert eftir því, að fólk leit hann óhýrum aug- um. „Strákóhræsið," sagði það, „sem tárfeldi ekki einu sinni yfir föðurmissinum!“ Og þegar hann var kominn að húsi kaupmannsins, gekk hann rakleiðis inn í búð og spurði búðarmanninn, hvort hann gæti náð tali af kaup- manninum. Búðarmaðurinn v a r hálf- hvumsa við, en fór samt og drap á skrifstofuhurðina. Rétt á eftir kom kaupmaðurinn fram í dymar, horfði gaum- gæfilega á Snjólf litla og bað hainn svo að koma inn í skrif- stofuna. Snjólfur litli lagði húfuna sína á búðarborðið og gekk inn. — „Jæja, drengur minn?“ spurði kaupmaðurinn. Snjólfi litla lá við að fallast allur ketill í eld. En hann herti sig þó upp og sagði: „Þú veizt víst, að lendingin okkar er betri en Færeyinga- lendingin þín.“ Kaupmaður brosti ósjálfrátt að rósemi og alvarleik drengs- ins. „Jú, eg hef heyrt þvi fleygt,“ anzaði hann. „Ef eg nú leyfi Færeyingun- um þínum að nota lending- una okkar í sumar, — hvað viltu þá borga mér mikið fyr- ir það?“ „Væri ekki betra, að eg keypti af þér nesið?“ spurði kaupmaðurinn og reyndi að dylja bros sitt. „Nei, gegndi Snjólfur litli, „því þá á eg hvergi heima.“ „Þú getur samt sem áður ekki átt þar heima, — þér verður ekki lofað það.“ „Eg ætla í sumar að byggja mér annan kofa, og þangað til bý eg í skúr, sem eg er búinn að búa mér til. En nú er eg búinn að missa Snjólf og kæn- una, svo núna í sumar get eg ekki róið. Þess vegna vil eg leigja þér lendinguna handa Færeyingunum þínum, ef þú vilt borga mér dálítið fyrir. Þaðan geta þeir róið í flestum áttum. Manstu ekki eftir, hvað oft þeir urðu að sitja heima í sumar, sem leið, þó við gæt- um róið? Það var af því, að lendingin þeirra var miklu verri en lendingin okkar, sagði Snjólfur mér.“ „Hvað viltu hafa mikið fyr- ir lendinguna í sumar?“ spurði kaupmaðurinn. „Eins mikið og eg þarf fyrir útför Snjólfs.“ „Þá segjum við það. Eg skal sjá fyrir kistunni og öllu sam- an. Þú getur verið áhyggju- laus út af því.“ Kaupmaðurinn gekk fram að dyrunuim og ætlaði að opna þær fyrir honum, en Snjólfur litli hreyfði sig hvergi, — það var auðséð, að erindinu var ekki lokið. „Hvenær kemur siglingin með vörurnar til þín?“ spurði hann alvarlegur og hugsandi eins og fyrr. „Ekki á m o r g u n , heldur hinn daginn, hugsa eg,“ anz- aði' kaupmaðurinn. „Hvað skyldi hann vilja með því?“ hugsaði hann með sér og leit á tólf ára snáðann með sama svip eins og hann væri að ráða gátu. „Þarftu þá ekki að fá þér dreng í búðina eins og í sum- ar, sem leið?“ spurði Snjólfur litli og leit rólega beint fram- an í hann. „Jú, en hann þarf helzt að vera kominn á fermingarald- ur,“ sagði kaupmaður bros- andi. „Viltu koma með mér hérna út fyrir búðina?“ sagði Snjólf- ur litli. — Það leit út fyrir, að hann hefði verið viðbúinn svarinu. Kaupmaðurinn gekk bros- andi á eftir honum út úr búð- inni og niður á malarkambinn þar rétt við. Snjólfur litli gekk þeyjandi á undan honum að steini, sem þar lá, tók tökum á honum, stóð á fætur með hann í fang- inu og snaraði honum svo frá sér. Svo sneri hann sér að kaupmanninum og sagði: „Þetta gat búðardrengurinn, sem þú hafðir i sumar, sem leið, ekki gjört. — Eg sá hann oft reyna það.“ Kaupmaðurinn hló hýrlega. „Fyrst þú ert svona sterkur, þá ætti að vera hægt að nota þig, þó þú sért ekki fermdur,“ sagði kaupmaður. „Og fæ eg svo að borða, meðan eg er hjá þér, og sömu laun og hann hafði?“ spurði Snjólfur litli. „Já, það er svo sem sjálf- sagt,“ svaraði kaupmaðurinn. „Það er gott, þá fer eg ekki á sveitina,“ anzaði Snjólfur litli og varð hægara um. „Hafi maður í sig og á, þá fer mað- ur það ekki,“ bætti hann við. Svo tók hann ofan og rétti kaupmanninum höndina, eins og hann hafði séð Snjólf gamla gjöra. „V e r t u sæll,“ sagði hann. „Eg kem þá ekki á morgun, heldur hinn daginn.“ „Komdu inn með mér sem allra snöggvast,“ sagði kaup- maðurinn og gekk á undan h o n u m að eldhúsdyrunum, hleypti Snjólfi litla inn og sagði við vinnukonuna:. „Geturðu ekki gefið dreng- hnokkanum þeim arna ofur- lítinn bita?“ Snjólfur litli hristi þverneit- andi höfuðið. „Ertu ekki svangur?“ spurði kaupmaðurinn. „Jú,“ anzaði Snjólfur litli, -— hann gat varla komið upp orðunum, og blessuð matar- lyktin jók sult hans um allan helming, en hann herti sig upp, — ,,en það er ölmusa, og hana vil eg ekki þiggja,“ sagði hann. Það kom einkennilegur alv- örusvipur á a n d 1 i t kaup- mannsins. Hann gekk að bam- inu, klappaði á kollinn á hon- um, gaf vinnukonunni bend- ingu og tók drenginn inn með sér. „Hefurðu aldrei séð pabba Dinn sáluga gefa kunningjum sínum í staupinu, þegar þeir 1 i t u inn til hans, — eða kannske kaffibolla?“ „Jú,“ anzaði Snjólfur litli. „Þarna sérðu, maður verður að gera gestum sínum eitt- hvað gott. Og ef gestirnir vilja ekki þiggja það, þá fer kunningsskapurinn út um þúf- ur. Þess vegna verðurðu að borða með mér, skal eg segja þér, því þú ert gestkomandi hérna, og við höfum ráðið af um mikilvæga hluti, sem ekk- ert getur orðið úr, ef þú vilt ekki þiggja venjulegar veit- ingar hjá mér.“ „Eg verð þá víst að gjöra það, — það verður svo að v e r a ,“ andvarpaði Snjólfur litli. Svo starði hann fram undan sér stundarkorn í þungum þönkum, en sagði svo alvöru- gefinn: „Maður verður bara að sjá um að standa í skilum við alla og skulda engum neitt og svo reiða sig á forsjónina.“ „Já, það er hverju orði sann- ara,“ anzaði kaupmaðurinn. -— En þá varð hann að taka upp vasaklútinn sinn, því hann grét og hló í einu. „Honum kippir í kynið,“ tautaði hann lágt fyrir munni sér. Svo klappaði hann á öxl- ina á S n j ó 1 f i litla og sagði hátt: „Guð blessi þig, drengur minn!“ Snjólfur litli varð hissa, þegar hann sá kaupmanninn vikna. „Snjólfur grét aldrei,“ sagði hann þá. Og rétt á eftir bætti hann við: „Eg hef aldrei grátið held- ur, síðan eg var barn. . . . Mig langaði til að gráta, þegar eg sá, að Snjólfur var dáinn. En eg var hræddur um, að hon- um kynni að þykja fyrir því. ^ess vegna stillti eg mig...“ ---------Andartak seinna lá Snjólfur litli grátandi í fanginu á kaupmanninum. Business and Professional Cards Asgeirson i’aints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Wlnnipeg 3. Meniioba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc • Table Legs Phones SU 3S 967 SU 34 322 FREE DELIVERY ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forteti: SÉRA PHILJP M. PÉTURSSON 681 Banning Str««t, Winnip«g 10, Momtobo StTrkiS félagiS meS því aS geraxt meSlimir Ársgjald — Einstaklingar S3.00 — Hjón $5.00 Senditi til fjármálaritara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St , Winnipeg 3, Manitoba Pkene 783-3971 Building Mechanics Ltd. Palntlni - D«cor«ting - ConstructloM Renovotlno - Reol Estoto K. W. (BILU JOHANNSON Monager 931 tl(lii Avenue Wlnnlpeg 3 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Shorbrook Storot Selur likkistur og annast um átfarir. Allur utbúnaður aá bezti StofnaO 1894 SPruce 4-7474 Goodman and Kojima Electric CLtCTRICAL CONTR ACTOR5 770 fLLICE AVE., WINNIPEG 10 774-5349 ARTHUR SOODMAN M KOIIMA SP 3-5341 LE 3-6433 ■vMilnfs en« Holldnyv SPruee 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Ro roof, Aopholt Shlnglos, Roof Ropolrs, Iristoll V«nts, Insulotion and Eovostr ough ing. 774-7855 612 Slmcoo U., Wlnnlpog I, Mon Selkirk Funeral Chapel Ltd. Director GARTH CLARY Licensed Embolmer Serving Selkirk ond Intertoke oreos Ambulonce Service Coll Selkirk Phone 482-6284 Collect 209 Dufterin Ave. Seikirk, Monitoba S. A. Thorarinson ••rrlstsr & follcltor 2no tioor, Crown Trust Bldg 364 MAIN STREET OHIco WHItoholl 2-7051 R#tl4#mco HU 9-6488 Skúli Anderson Custom Jewellery Engraver. 810 PARIS BLDG. 259 PORTAGE AVE. Office: 942-5756 Home: 783-6688 Divinsky, Birnboim & Company Chortorod Accountonts 707 Montreal Trusi Bldg. 213 Notre Dame Ave. Winnipeg 2. Telephone: 943-0526 Bonjaminson Construction Co. Ltd. 1425 Erin Street. Winnipeg 3, Ph: 786-7416 eiNIRAL CONTRACTORS L BENJAMINSON, M«na««r Lennett Motor Service Operated by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Horgrov* & Bonnotyne WINNIPIG 2, MAN. Phons 941-1157 G. F. Jonasson. Pros ond Mon. Dlr. KEYSTONE FISHERIES ' LIMITED Wholesole Distfibutors ot FRESH ord FROZEN FISH 16 Mortho St 942-0021 Canadian Fish Producers Ltd. J. H PAGE, Manoglng Dlrector Wholosolo Dltfribufort of Frosb ond Froxon Fith 111 CHAMBERS 5TREFT Offlce: 775-0461 Bus 772 1917 HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lafhing and Plastering Confrocfors H. Mel Sigurdscn. Manoger Oítice and Warehcuse: 1212 St. Mory's Rood, Winnipeg 8 Ph. 256-4648 Rer. 452-3000 ICELANDIC GENEAL0GIES Americons of lcelandic origtn con hova their lceiondic ancestry traced ond ir»- formotion about neorest livtng («lativo« in lcolond MODERATE FEE. PLEASE CONTACT Stefón Bjornoson, P.O Bo* 1155, Reykjovík, lcelond TALUN, KRISTJANSSON PARKER & SMITH Barristers & Solicitors, 2J0 Osborne Street North, WINNIFEG 1. MANITOBA, Area Code 204. Telephone No. 775-8171. SUPPLY HOUSE" .. W . SINCE 1908 WH 3-7393 J. IMIMNOWSKI, Rr.lldant A H. COTI, Tr»«,ur«r Minnisf BETEL í erfðaskróm FRÁ VINI RICH ARDSON & COMPANY Borriatora and Solicitora 274 Gorry Stroot Winnipog 1, Monitoba Telophono 942 7467 G. RICHARDSON, Q.C. C. R. MUBAND, LLB. W NORRII, B.A., LL B Q. M. IRICKtON, B.A., LL.B. J. F. R. TAYLOR, LL.B. W. I. WRIGHT, B A., LL.B W. J. KIHLIR, B.A., L.L.B I. C. BIAUDIN, B.A., L.LB "GAKTH M. ERICKSON of tho firm of Richardscn & Company ottends ut tf-,o Gim t Credit Unton Offico, Gimli, 4:00 p m. fo 6.00 p.m. on tho first ond tt>»rd Wednosdoy of ooch monfh." The Weitern Paint Co. Ltd. 521 HARORAVI *T. WINNIPIO "THE PAINTERS' yðar |

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.