Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 1
TMJOOMINJASAFNIO, REYKJAVIK, I CEIAND. llögberg-JMmsfermQÍa Siofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1970 NÚMER 2 RICHARD BECK: Hughrif ELLIMÖRK Dýpri rúnum ritast brá, roði kvöldsins yfir dögum. Hraðar tímans hjarta slá heyri ég í klukknaslögum. BERGMÁL Öldugjálfur mér sóng við súð í sjóferðum mínum á yngri dögum. Báruraddir, er brotna á flúð, sem bergmál mér hljóma af gömlum lögum. VONARSTJARNAN Vakir stjarna vegi mínum yfir vonar, sem í barmi mínum lifir; geislafingri bendir leið til landa, löngu dreymdra, morgunbjarta stranda. Bréf frá séra Roberr Jack Tjörn, Vatnsnesi, V. Hún., Iceland 28. des., 1969. Kæra Ingibjörg og lesendur L.-H. Nú er gamla árið að líða undir lok. Tíðarfarið hefur verið gott en heilsufarið slæmt — svo slæmt að ekki gat ég messað neinsstaðar á hátíðinni vegna influenzu, sem hefur geisað hér um allt og lagt menn og konur í rúmið með háum hita. Að vísu var ég á ferð að skíra börn en það var bara auka þjónusta. Þetta er aðeins í annað skipti í 26 ára þjónustu sem prestur, að ekki var hægt að messa á jólunum. Hitt skiptið var árið 1950 í Grímsey þegar veðrið var ofsalegt. Hér á slóðum liggja bændur í inflúenzu og ástand- ið mjög slæmt í héraðinu. Vomandi að það batni sem fyrst. Við hér á Tjörn erum hress. Frá Canada fékk ég mörg jólakort og þakka ég öllum fyrir þau. Það var ánægjulegt að heyra frá Fay Helgason, Vinkonu minni og frá Ingu Holm; ágæt kona, sem við hjónin kynntumst vel í Ár- borg. En allt er breytingu undirorpið og eru þessar ágætu konur báðar ekkjur sem misstu góða menn. Nú er sjónvarpið (T. V.) á íslandi komið á mjög marga staði og rétt fyrir jólin fengu flestir Austfirðingar að sjá |>H1a undratæki. Hér á Vatns- nesinu eru nokkrir búnir ao fá tæki en hér á Tjörn notum við ennþá útvarpið eða hljóð- vairp eins og það er kallað á nútíma máli. Það er alltaf leiðinlegt að vita til þegar Reykvíkingar fengu sjónvarp frá hernum í Keflavík, dæmdu margir útsendingu hans og álitu að hún væri yfirleitt, spiliandi fyrir þjóðina. Nú síð- an íslenzka sjónvarpið tók til starfa hefur það áreiðanlega, sigrað á setuliðinu í Keflavík í morðmyndum og er Dýrling- urinn (The Saint) til fyrir- myndar í þeirri iðju. Ég man þegar Keflavíkur sjónvarpið sýndi Bonanza voru margir íslendingar á móti hénni. Nú er hún sýnd í íslenzku sjón- varpi og mörgum þykir gam- an af henni. Hvenær verður maður sannleiks megin? Eða hvenær á maður að hafa þann þroska að trúa ekki því sem stjórnmálakerfi segir honum? íslenzka sjónvarpið er ó- merkilegt þegar það færir morð inn í stofur íslenzkra borgara. íslenzka þjóðin hef- ur spillst nógu mikið síðan árið 1940. Það var tímabært að nota sjónvarpið á betri vegu fyrir hana en að sýna glæpamyndir. En óneitanlega eru einnig sýndar í sjónvarpi hér margar góðar og skemmti- legar myndir. Af hverju eiga morðmyndir að koma nokkurn tíma fram? Við erum ekki bættari með þeim en auðvitað má segja að enginn sé neydd- ur út að horfa á þær. En íslenzkir sjónvarpseigend- ur hafa ekki kost á annarri dagskrá. Þeir verða annað hvort að horfa á það, sem þeim er rétt eða loka fyrir tækin. Nei, eini þyrninn í holdi mínu út af íslenzka sjón- varpinu er sú, að það sýnir það, sem áður var sýnt frá Keflavík og fordæmt. Lítur morð betur út undir fána ís- lenzks ríkissjónvarps? Burt með allar glæpamyndir úr sjónvarpinu hér. Það er ótelj- andi margt gott efni til að sýna á þeim tuttugu og einum tíma eða svo á viku sem sjón- varpið er á — stuttur tími sem má vel nota til andlegrar upp- örvunar á okkar fámenna landi. Síðan ég byrjaði þetta bréí hefur veðurstofan spáð vondu veðri, norðan með snjókomu. Það er vetur enn á íslandi. Það var verið að bjóða mér til Ástralíu, til kirkjustarfs þar. í nokkur ár hefi ég átt bréfa- viðskifti við prest og háskóla dósent í suður. Ástralíu. Ég fékk nýlega bréf frá honum og heitir hann séra Scherer. Hann veit um íslendinga sem hafa fluttst til Perth í því landi og ég held að hann álít.i. að þá vanti prest sem kirkja hans vill útvega. Án þess að fara nánara út í þá sálma, hefi ég skrifað áður til ykkar, að ekki kæri ég mig um að fara frá Fróni. Örlög mín eru bundin hér. En óneitanlegE mundi vera gar an r.ð skreppa til „Down Ur.^ci": S'.un . merkilegur maður og hefur hann þýtt Nýja Testamentið á mál frumbyggjenda þar i landi og hefur hann mikinn áhuga á forn íslenzku og ís- lenzkum bókmenntum göml- um. Síðustu fréttir úr Reykjavík eru þær, að margir liggja þar í hálsbólgu og Hong Kong in- flúenzu og lækraar höfðu mik- ið að gera á jólunum. Til sam- anburðar láu aðeins 30 manns í Glasgow, milljónamanna borg í þessari flenzu á jólun- um samkvæmt útvarpi frá Skotlandi í kveld. Sólarlaust og slæmt sumar hefur áreið- anlega haft vond áhrif á okk- ur. íslendingar gengu í efna- hagsbandalag EFTA á Alþingi um daginn og með því, að ég áh't, byrja íslendingar veru- lega að keppa í viðskiptamál- um. Öll samtök hafa sitt gildi en fyrir fámenna þjóð er á- hætta m e i r i. En fyrst og fremst er ísland ekki lengur einangruð eyja við hjara ver- aldar. Nú er hún þjóð með þjóðum sem verður að standa sig. Nú er torfbæjarmenning- in liðin undir lok, og lýsis- lampar aðeins sýndir á söfn- um. ísland er að breytast óð- um og það gamla „verður bráðum gjörsamlega farið nema sem sýningaratriði fyrir „Tourists". En hér á Vatnsnesi er enn einn torfbær sem búið er í. Hann er í Katadal þar sem Friðrik og Agnes voru forðum sem misstu lífið fyrir morð á Natan á Illhugastöð- um og hefur þeirri sögu verið breytt í leikrit og leikin í út- varpi í vetur. Um daginn, eftir messu hér var safnaðarfundur haldinn og rætt um gamlar Guðsorða- bækur sem Tjarnarkirkja á. Nýja Testamentið frá árinu 1704 er dýrmæt bók, meðal annara, og var ákveðið að selja hana ekki fyrir gott vérð, heldur að geyma hana í kirkjunni. Það kostar um 10 þúsund krónur ($130.00), að gera við bókina. Það var á- kveöið á fundinum að hver safnarmeðlimur borgaði 500. krónur upp í kostnað. Ég ætla RÖ leggja til skáp til að geyma bækurnar í í kirkjunni. Þetta Nýja Testament er fágæt bók og er búist við að margir fræðimenn m u n d u heim- , sækja Tjörn til að mega skoða hana. Ég geri ráð fyrir, að ef hún væri seld á Christies eða * Southbýs í London mundum við fá um kr. 80,000 til kr. 100.000 fyrir hana eða rúm- lega $1000.00 eða meira. En við viljum hafa hana hér því hún var gefin kirkjunni á sín- um tíma. Tjarnarkirkjan er orðin með þeim fallegustu sveitarkirkjum á íslandi og var reistur í sumar sterkur og fallegur veggur í gömlum stíl í kringum garðinn. Þegar hann verður fullgerður næsta vor verður án efa, Tjörn, með Framhald á bls. 5. ÍSLANDSFRÉTTIR BRYNJÓLFUR, ÁSMUNDUR OG JÓHANNES í HEIÐURSFLOKK Brynjólfur Jóhannesson í breytingatillögum fjár- veitinganefndar við fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1970, er lagt til að framlög til skálda og listamanna verði hækkuð um eina milljón króna, og fjárveiting til þeirra, sem í heiðursflokki eru, verði sér- stök fjárveiting, er ekki skerði fjárveitingu til al- mennrar úthlutunar til lista- manna. Jafnframt er lagt til að fjölgað verði upp i 10 í heiðurslaunaflokki og þeim Ásmundi Sveinssyni, mynd- höggvara, Brynjólfi Jóhannes- syni, leikara, og Jóhannesi úr Kótlum, skáldi, verði bætt við í heiðurslaunaflokki. — Hver listamaður í heiðurslauna- flokki mun fá 125 þúsund króna fjárveitingu á árinu 1970. Þá er lagt til að starfsstyrk- ir til listamanna verði 440 þúsund krónur á næsta ári og listamannalaun, sem úthlut- unarnefnd, kjörin af Alþingi, úthlutar, verði samtals 4 millj- ónir 229 þúsund kr. f heiðursflokki listamanna verða þessir menn, ef sam- þykktar verða tillögur fjár- veitinganefndar: Ásmundur Sveinsson, Brynjólfur Jó- hannesson, Guðmundur G. Hagalín, Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Jóhannes Kjarval, Jóhannes úr Kötlum, Páll fsólfsson, Tómas Guð- mundsson og Þórbergur Þórð- arson. Tíminn 9. des. SÍÐARA BINDI ORÐATAKASAFNSINS KOMIÐ ÚT Almenna bókafélagið hefur nú gefið út síðara bindið af íslenzku orðtakasafni, sem dr. Halldór Halldórsson prófessor hefur tekið saman. — Nær þetta bindi yfir uppsláttarorð, sem hefjast á L og þeim stöf- um sem síðar koma í stafró- inu, en fyrra bindi verksins kom út fyrir einu ári. íslenzkt orðtakasafn er þriðja verkið í bókaflokknum íslenzk þjóðfræði, sem Al- menna bókafélagið hefur gef- ið út á síðustu fimm árum. Fyrsta verkið í þeim flokki var Kvæði og dansleikir, tveggja binda rit sem Jón Samsonarson tók saman; næst komu íslenzkir málshættir í samantekt Bjarna Vilhjálms- sonar og Öskars Halldórsson- ar, en síðan var hafizt handa við útgáfu á íslenzku orðtaka- safni, sem nú er komið út allt. f fréttatilkynningu frá Al- menna bókafélaginu um út- gáfu verksins segir m. a.: íslenzkt orðtakasafn er eitt þeirra rita sem hvorki eldast né glata gildi sínu. Þai- er kominn til skjalanna megin- hluti íslenzkra orðtaka frá Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.