Lögberg-Heimskringla - 05.02.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 05.02.1970, Blaðsíða 1
Högberg*JMmsfermgIa Stoínað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. FEBRÚAR 1970 (ií NÚMER 5 íslenzkur lisramaður lárinn Listamaðurinn Árni Sigurðsson lézt á spítalanum í Sel- ^irk 27. janúar 1970, rúmlega 85 ára að aldri. Hann var Eyfirðingur, fæddur 14 nóv. 1884. (Sjá V.-ísl. æviskrár I). Árið 1910 flutti hann ásamt konu sinni vestur um haf til Wmnipeg og dvöldu þau hér Þar til þau fluttu til Saskatch- ewan 1919. Hallfríður kona ha«s dó 1937 og flutti þá ^rni aftur til Winnipeg og Premur árum síðar var hann skipaður Maintenance Super- visor fyrir Manitoba Hydro ¦ Seven Sisters Falls og dvaldi hann þar um tuttugu ára skeið, þar til hann lét af störfum. Ami Sigurðsson var frá- ba?rlega 1 i s t r æ n n maður; nann vann mikið að leikstarf- Semi bæði í byggðum íslend- jTiga og í Winnipeg og lék oft aðal hlutverkin. Til dæmis lék hann Fjalla Eyvind á móti Guðrúnu Indriðadóttur í Winni- Peg 1912. Hann var og leiktjaldamálari. Hann málaði bak- Joldin sem prýða ræðu- og söngpallinn á íslendingadögunum a Gimli. Hann var kunnur listmálari og hafa myndir hans engið viðurkenningu á sýningum málverka hér í Winnipeg g víðar. — Árni var ritfær vel og ritaði margar greinar ^rir Tímarit Þjóðæknisfélagsins og Heimskringlu. Hann samdi og þýddi mörg leikrit. — Árið 1949 sæmdi ísland hann riddarakrossi Fálkaorðunnar. Þessi ágæti íslenzki listamaður hvílir nú í Brookside grafreitnum í Winnipeg. Árni Sigurðsson í rilefni aldarafmælis Manitobafylkis (A Centennial Project) . Vegna aldarafmælis Manitobafylkis, sém nú er minnzt ar. hefir íslenzkudeild Manitobaháskóla gert samning við Jonvarpsstóðvar ví°s vegar í Canada um flutning fyrirlestr- rflokks um íslenzka sögu og bókmenntir. Fyrirlestrar þessir bera eftirgreinda titla: I- The Discovery and the Settlement of Iceland II. The Ancient Religion of Ihe North lil- The Origins and Developmenl of the Old Icelandic Literature IV. The Viking Age and Early Explorations of the Western Hemisphere V. Iceland and Canada Hver sjónvarpsstöð mun flytja einn fyrirlestur á viku, S nær þannig fyrirlestraflokkurinn í heild yfir fimm vikur hverjum stað. Fyrirlestrar þessir eru samdir og fluttir af Prof. Haraldi Bessasyni og verða í dagskrárliðnum 'Univer- y of the Air' Fyrirlestraflokkurinn hefst eftirgreinda anaðardaga á eftirgreindum sjónvarpsstöðum: 1 Manitoba (CJAY TV) fyrsti fyrirlestur 12. maí. 1 Saskatchewan (CKCK TV) Regina, fyrsti fyrirlestur 19. maí. í Alberta (CTRN TV) (Edmonton), fyrsti fyrirlestur 26. maí; í Calgary (CFCN TV,) fyrsti fyrirlestur 12. maí. í British Columbia (CHAN TV) (Vancouver), fyrsti fyrirlestur 19. mnu'. í austanverðu Canada er stundaskrá þannig: Toronto (CFTO TV), fyrsti fyrirlestur 31. marz, Ottawa (CJOH TV), fyrsti fyrirlestur 7. apr(l; Kitchener (CKCO TV) 14. apríl; Moncton (CKCW TV), fyrsti fyrirlestur 21. apríl; Montreal (CFCF TV), fyrsti fyrirlestur 31. marz; °t. Johns, Nýfundnalandi, fyrsti fyrirlestur 14. apríl. Gestur á þjoðræknisþingi í ór Dr. Guðrún P. Helgadóttir frá Reykjavík verður gestur hins fimmtugasta og fyrsta þjóðræknisþings, sem haldið verður síðustu vikuna í febrúar nú í ár, en á þeim tíma mun dr. Guðrún heimsækja Winnipeg í boði Manitobaháskóla og Þjóðræknisfélagsins. Dr. Guðrún er skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, en auk skólastjórnar og kennslustarfa hefir hún afkastað miklu á sviði ritstarfa og fræðimennsku. Árið 1953 gaf hún út með þeim dr. Jóni heitnum Jóhannessyni, manni sínum, og dr. Sigurði Nordal Sýnisbók íslenzkra bókmennta, og ári síðar gáfu þau hjónin, dr. Jón og Guðrún, út Skýringar við sýnisbók. Árin 1961 og 1963 komu út tvö bindi af hinu vin- sæla verki dr. Guðrúnar, Skáldkonur fyrri alda I-II, og inn- Bsa skamms gefur Clarendon útgáfan í Oxford bók hennar, sem ber titilinn Hrafns saga Sveinbjarnarsonar, en frúin hefir unnið merkilegt brautryðjendastarf með rannsóknum sínum á Hrafns sögu, og varði hún doktorsritgerð um það efni við Oxfordháskólann fyrir rúmu ári. Dr. Guðrún hefir nú þegið boð um að flytja fyrirlestra á háskólum bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Hún mun meðal annars heimsækja Torontoháskólann, Manitobahá- skóla, Háskólann í Grand Forks, Háskólann í Calgary, og að öllum líkindum Háskólann í British Coumbia, en utan há- skólahverfanna mun dr. Guðrún einnig koma fram, en hún flytur m. a. aðalræðuna á lokasamkomu Þjóðræknisfélagsins hér í Winnipeg, laugardaginn 28. febr. n. k. Nákvæmari áætlun um fyrirlestrarhald Dr. Guðrúnar Helgadóttur bíður næsta blaðs. ÍSLÁNDSFRÉTTIR ÆVISAGA SÉRA JÓNS BJARNASONAR í WINNIPEG Út er að koma hjá bókafor- lagi Eddu, Akureyri, stór og merkileg bók, en það er ævi- saga séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg, f y r s t a islenzka prestsins í Vesturheimi. Séra Jón var Austfirðingur að ætt, tók prestvígslu 1869 með einni hæstu einkunn sem tek- in hefir verið við Prestaskól- ann og þjónaði uim tíma þar eystra. Hann flutti vestur um haf 1873 og var nokkur ár kennari og ritstjóri norsks blaðs í Minnesota í Banda- ríkjunum, en gerðist síðan prestur út á Nýja íslandi í Canada, eftir að til land- náms var stofnað þar 1875. Síðan var hann þjónandi prestur á ýmsum stöðum, m. a. heima á íslandi um nokkurra ára skeið, en dvaldi lengst ævi sinnar í Winnipeg, þar sem hann andaðist 1914. Séra Jón Bjarnason var mikill gáfu og hugsjónamað- ur, sem fá málefni lét sér ó- viðkomandi. Hann mun hafa meira en nokkur annar mað- ur þar vestra mótað trúar- skoðanir íslendinga jafnt í Kanada sem Bandaríkjunum, og eftir hann liggja allmörg prentuð rit, ýmiss efnis, en þó að sjálfsögðu mest um trúmál. Ævisaga hans, sem er 384 bls. með nokkrum myndum, er skráð af frænda hans og vini, séra Runólfi Marteins- syni í Winnipeg. Árni Bjarn- arson ritar inngangsorð. Dagur 13. des. ÖLDURÓT ný bók eftir Þorbjörgu Árnadóttur Öldurót e f t i r Þorbjörgu Árnadóttur er komin út hjá Isafold. Sagan telst til heim- ildasagna, styðst við sanna at- burði og gerist á sömu slóð- um og Sveitin okkar, eftir Þorbjörgu. Sú fyrri lýsir líf- inu á stóru sveitaheimili í velþekktri sveit á öðrum tug þessarar aldar. Sú síðari ger- ist í ölduróti síðustu áratuga (1920—1960) og greinir frá baráttu ungs manns, sem snýr heim til átthaganna með tvær hendur tómar. Kreppa, fjár- pest og heimsstyrjöld skella yfir. Þjóðin öðlast sjálfstæði. Tæknin heldur innreið sína með fangið fullt af gjöfum, bætta vegi, bíla, síma, flug- vélar og rafljós. Þetta er sagan um þá, sem á þessum örlagatímum brauk- uðu áfram í sveitunum, ekki víðfrægar hetjur, heldur nafnlausa einstaklinga, sem ekki gefast upp, en byggðu ný hús, þar sem áður voru torfbæir, og breyttu mýrar- sundum og heiðaflákum í græn tún. Tvær fyrri sögur höfundar- ins, aðrar en þær sem hér eru Framhald á bls. 2. Merk kona heiðruð Mrs. Björn F. Olgeirsson R. N., Mountain, North Da- kota átti 85 ára afmæli 15. janúar. 1 tilefni þess, héldu vinir hennar afmælishóf á heimili hennar og til að láta í Ijósi þakkir fyrir margra ára hjúkrunarstörf hennar í þágu íslenzku byggðanna í N. Da- kota. Mrs. Olgeirsson — Kristín, var fædd í Milton, N. D. For- eldrar hennar voru Finnbogi Erlendsson frá Rauðá í S. Þingeyjarsýslu og Kristjana Hermannsdóttir, æ 11 u ð úr Eyjafirði. Þau fluttu vestur um haf 1883. Þegar Kristín var tólf ára flutti fjölskyldan á bújörð ná- lægt Mountain. Varð Kristín þá að ganga 4 mílur á dag til og frá í skólann. Siðan stund- aði hún nám í hjúkrunar- fræði við St. Lukes spítalann í Duluth og útskrifaðist 1913: Ári síðar giftist hún Birni Friðgeirssyni Olgeirssonar og settust þau að á heimili for- eldra hennar. Jafnframt húsmóðursstörf- unum aðstoðaði Kristín lækn- ana við að taka á móti börn- um; við uppskurði á heimil- um og fl. Gekk hún þá oft margar mílur daglega til að stunda sjúka, því þá var ekki um mörg farartæki að ræða. Hún var ávalt reiðubúin að líkna, ef þess var þörf, segja vinir hennar. Arið 1949 var hún skipuð forstöðukona heimilisins Borg í Mountain og leysti það verk af hendi við ágætan orðstír, þar til hún lét af störfum árið 1960. Mrs. Olgeirson missti Björn mann sinn, árið 1965. — Son- ur þeirra William á iheima á Mountain og sonardóttir henn- ar Margrét — Mrs. Tom Lor- enzen. — Hún hefir tekið mik- in þátt í félagsmálum; er í fé- lagsskap hjúkrunarkvenna; í Víkur lúterska söfnuðinum og starfandi í kvenfélagi Vík- urssafnaðar í 60 ár og með- limur í M o u n t a i n-Garðar Pembina County Pioneer daughters. Hún býr á heimili sínu í Mountain, stundar hannyrðir og skrifar bréf og þangað þykir hinum mörgu vinum hennar gott að koma. Við árnum þessari mætu konu allra heilla í tilefni af- mælis hennar. — I. J.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.