Lögberg-Heimskringla - 05.02.1970, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 05.02.1970, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. FEBRÚAR 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga 12. Það var orðin mikil breyting á högum gömlu konunnar í Holti. Hún hafði eins og hver önnur fátæk kona litla athygli vakið meðal þorpsbúa. Hún átti einn son, sem bjó þar á Mölinni og átti nóg með að framfleyta heimili sínu. Hann var hvorki viljugur eða skilningsgóður á að hjálpa gömlu konunni. Hún lifði af því að þvo gólfið í búðinni og herbergiskytruna, sem kölluð var kont- ór. Svo átti hún nokkrar kindur. Á vorin vann hún við fiskþurkun í félagi við son sinn og tengdadóttur. Fyrir það fékk hún mjólkurlögg allt árið. Af þessu hafði gamla konan lifað. Mó tók hún upp í félagi við son sinn, en oftast varð hún að bera hann á bakinu heim. Það var það erfiðasta. En nú var allt í einu nóg til í eldinn hjá gömlu konunni. Konumar, sem áður höfðu kenn sárt í brjósti um hana, voru nú algerlega búnar að skipta um skoðun. Þær voru stórmóðgaðar yfir velgengn- inni í Holti. Það var alveg sama, hvenær þær litu þangað inn, alltaf var funheitt þar. Og það sem meira var, það kom fyrir að þær sáu kol og spýt- ur notað þar til eldsneytis. Það voru víst ekki margir, sem gátu veitt sér þann munað að kaupa kol. En það var svo sem enginn vandi að ráða þá gátu. Páll Bergsson var þar daglegur gestur og hann hafði komið þeim þarna fyrir, ungu ljós- móðurinni og gömlu konunni. Náttúrlega hafði hann lyklana að kolageymslu verzlunarinnar. Hitt vakti þó enn meiri furðu, þegar einhver sá troðinn tunnupoka af sauðataði og annan af mó þar við dyrnar einn morguninn. Ekki hefði Páll getað lagt þá til búsins, þar sem hann átti enga skepnu nema hestinn. Þetta hlaut að vera frá Bakka. Það vantaði líklega ekki eldiviðinn á bænum þeim. Strúna, tengdadóttir Þórveigar gömlu, sagði að það væri meira lánið fyrir þau hjónin að vera laus við að koma til hennar eldiviðnum. Þau hefðu áreiðanlega nóg með sig. Svo hljóp hún frá morgunverkunum upp að Holti til þess að sjá með eigin augum, hvort þetta væri satt. „Jú, þarna stóðu þeir við kofadymar hlið við hlið, pokarnir, steintroðnir af þessum indæla eldi- við. Mikill var nú munurinn eða mórinn, sem hún hafði til að brenna. Síðan gekk hún í bæinn án þess að kveðja dyra. Bergljót gamla sat við vélina og var að prjóna. Strúna bauð góðan daginn og spurði eftir Þórveigu. „Hún er nýlega farin út. Líklega þykir mér að hún sé að hugsa um kindurmar sínar. Það er víst á þessum tíma, sem þær fá morgungjöfina sína,“ sagði Bergljót. „Skárri er það nú blessaður ylurinn hjá ykk- ur. Það er skipt um fyrir kerlingarstráinu. Hún hefur stundum haft lítið í eldinn. En hvar er Jónanna?" „Hún var sótt í gær til að sitja yfir,“ sagði gamla konan. „Það er látið vel af henni sem ljósmóður. Þykir víst lítið lakari en Ingunn,“ sagði Strúna. „En hvemig stóð á því, að þið fóruð að flytja hingað, og hvað ætlið þið að verða hér lengi?“ „Það var nú þetta að það var svo kalt í bað- stofunni á Sæbóli að ég gat ekki verið við það, nema þá að liggja alltaf í rúminu. Mér bregður við eða hérna.“ „Ég get nú trúað því. En hvað svo sem var Páll Bergsson að garfa í því að koma ykkur fyrir. Eru þau trúlofuð, Jónanna og hann?“ „Það mætti víst heldur álíta að hann sé trú- lofaður mér, svo góður er hann við mig,“ sagði gamla konan og tísti af hlátri. „Það var ekki minnst á það við mannin minn, og er hann þó sonur Þórveigar, svo mikið lá á að koma þessu í kring,“ sagði Strúna. „Á hún Þórveig mín ekki þenman bæ, eða hvað?“ spurði Bergljót. „Jú, það á hún náttúrlega, en það hefur nú vanalega verið kvakað til sonar hennar, ef hún hefur þurft einhvers með og líklega byrjar það fljótlega, þegar þessi gæðalind þornar, sem nú flæðir yfir hana,“ sagði Strúna svipmikil. „Hvert eiga þeir að leita annað en til bam- anna, sem eiga þau einhver,“ sagði Bergljót. „Var það Hrólfur á Bakka, sem kom með þessa poka hingað?“ spurði Strúna. „Hvar eru þeir pokar? Ég hef ekki heyrt talað um þá,“ sagði Bergljót. „Það má víst sjá minna en tvo troðfulla tunnu- poka af þessum góða eldivið,“ sagði Strúna. „Það hefur þá líklega verið hann Níels minn á Svelgsá. Hann var hér í morgunkaffi," sagði Bergljót. „Getur hann verið dálítið almennilegur. Aldrei hefur mér litizt vel á þann mamn,“ sagði Strúna. „Það er af því að þú hefur ekki kymnzt hon- um,“ svaraði Bergljót. „Það er náttúrlega satt. Ég hef ekki kynnzt homum neitt, en konuna hans þekki ég vel og það að góðu,“ sagði tengdadóttirin. „Þau eru hvort sem annað, ekkert nema gæð- in,“ svaraði Bergljót gamla. „Það eru flestir hissa á því að Jómanna skuli ekki hafa aðsetur sitt á Bakka, heldur en hrökkl- ast þetta fram og aftur um Hlíðina,“ sagði‘Strúna. „Flest brýtur það heilann um, blessað fólkið,“ sagði Bergljót gamla alveg ráðþrota yfir þessari skrafskjóðu. Þá birtist Þórveig í dyrunum. „Hvað er nú þetta? Þú komin, Strúna mín. Það ber eitthvað nýrra við.“ „Ójá, ég labbaði nú þetta af því að veðrið var svona gott til þess að vita hvernig þú hefðir það. Og hér kem ég að funheitri baðstofunmi hjá þér og heitu kaffi á könnunni,“ sagði temgdadóttirin. „Það eru engin vandræði að hita upp, þegar nóg er í eldinn og komið með eldsneytið heim að dyrunum. Allt er þetta Páli að þakka. Ég fer að dást að honum eins og Bergljót. Bara að hún fari ekki að óttast að ég taki hann frá henni,“ sagði Þórveig brosandi. Síðan bætti hún við: „Níels var að bjóða mér að flytja heim mó fyrir mig. Ég þáði það með þökkum og er að hugsa um að fara með honum til þess að láta í pokama. En hvað verður þá um þig, Bergljót mín, á meðan?“ „Ég skal hugsa um að eldurinn kulni ekki út. Þið verðið varla svo lengi,“ sagði Bergljót. „Ég get setið héma hjá henni með krakkana,“ bauð Strúna. „En hvar ætlarðu að geyma allan þennan eldivið?“ spurði hún forvitin. „Ég get alls staðar geymt hann,“ svaraði Þórveig. En Bergljót vildi ekki heyra það nefnt að fá krakkama. Það yrði víst lítill friður, ef þau kæmu öll, hugsuðu þær báðar gömlu konurnar. Þórveig dreif kaffi í bollana handa sér og gesti sínum. Strúna bað hana um nokkrar flögur úr þess- um steintroðnu pokum. Þessi mór sinn væri svo hitalaus. „Þú getur víst séð af því, þar sem ég heyri að þú hafir kol líka. Það er nú meira eftirlætið,“ endaði tengdadóttirin ræðu sína. „Ég snerti ekki á þessum pokum. Það er Jón- anna, sem á þá. En ég skal gefa þér tað í fötu af mínu eigin eldsneyti,“ svaraði Þórveig stutt- lega. Hinu anzaði hún ekki. „Varla læturðu pokana standa þama úti. Ein- hver gæti gripið þá,“ sagði Strúna illkvittin. „Þeir eru ekkert mjög léttir,“ sagði Þórveig. Strúna fékk fulla fötu af sauðataði úr poka, sem var inni í kindakofanum. Þórveig sagði, að það væri undan sínum .kindum. Hún ætti það sjálf. Hinu taðinu snerti hún ekki við. „Hefurðu ekki poka. Það er þægilegra að bera þetta svoleiðis,“ sagði tengdadóttirin. „Nei, poka get ég ekki lánað þér. Mér veitir ekki af þeim undir móinn, sem ég ætla að fara að sækja,“ sagði Þórveig. „Ég á poka heima og skal hlaupa eftir hon- um,“ sagði Strúna. Hún vissi sem var að það yrði látið öllu meira í poka en fötu. En tengdamóðir hennar sagðist alveg vera að fara og læsti kofanum. Það yrði sjálfsagt komið með, poka seinna, ef hún þekkti tengdadóttur sína rétt. i3. • ; Svona leið veturinn tíðindalítið. Jónanna kveið komum Páls, en þráði þær þó jafnframt. Hún óttaðist að hann færi að minnast á það, sem hún vildi sízt heyra, samfylgdina, sem hann nefndi svo sambúð til lífsenda. Hún gat ekki hugsað til þess að búa með drykkjumanni. Hann kom sjaldan á laugardagskvöldum. Þá sagði Kristín henni, að hann væri víst að drekka, því að hann svæfi allan sunnudaginn. Konan, sem hann var í fæði hjá, var öskureið við hann yfir því, að hann gæti ekki haft sig í matinn eins og hver annar maður. Hún þvoði af honum líka og sagði að hann væri svo aumur að hann ætti varla fötin utan á sig. Það var nú bara ómögulegt að búa með svo snauðum manni, jafnvel þó að hún þráði hann og elskaði eins mikið og hún gat hugsað sér að nokkur kona gæti elskað mann. Hann kom líka æfinlega með hjessandi anda með sér inn í litlu baðstofuna í Holti og gerði alla broshýra og ánægða á svip. Sæja kom vanalega á hverjum sunnudegi, ef veðrið var sæmilegt, og tafði allan daginn. Þá var Páll vanalega hvefgi nálægur. Það duldist ekki ástsjúkum augum Jónönnu hvern hug systir hennar bar til Páls. Eitt kvöldið sagði Sæja: „Hvernig er það, eruð þið farnar að fel'a Pál fyrir mér?“ „Kristín sagði að hann svæfi,“ sagði Jónanna. „Náttúrlega eftir spilavökur og fyllirí með Vilhjálmi söðlasmið. Það segir Simmi,“ sagði Sæja. „Sennilega,“ sagði Jónanna. „Er hann nú far- inn að bera slúðursögur heim að Bakka, skinnið það. Hann er þá nýbyrjaður á því.“ „Já, hann veit þó nokkuð, þegar maður getur náð honum í tómi,“ sagði Sæja. „Blessuð taktu ekki mark á þessu og öðru eins,“ sagði Bergljót gamla. „Hann er bara svo þreyttur að standa all'a daga þarna í ískaldri búð- inni, að hann verður sárfegin að hvíla sig. Ég er nú loksins búin með þessa sokka handa honum, og hann sagði að sér fyndist sér líða svo vel, að hann gæti ekki lýst því.“ Sæja hafði verið að hjálpa gömlu konunni við að prjóna vettlinga, auðvitað handa Páli. Hún átti svo bágt með þumlana. Nú voru þeir búnir. Þá stóð Sæja upp og leit út um gluggann, lík- lega í tuttugasta sinn á þessu kvöldi. Tók svo yfirsjalið sitt, vafði því um höfuð sér og fór fram. „Hvert ætlar krakkinn? Hún fer þó líklega ekki án þess að kveðja okkur,“ sagði Bergljót. „Ég ætla bara að vita, hvort ég get ekki fund- ið það, sem þið felið fyrir mér. Það væri ekkert á móti því að fara í fáeina hringi eftir allan þenn- an prjónaskap,“ svaraði Sæja í opnum dyrunum. „Góða Sæja mín, vertu ekki að fara út. Við getum spilað fyrst þú ert laus við prjónana.“ En Sæja var horfin. „Hún fer nú það, sem hún ætlar sér, stúlkan þessi,“ sagði Bergljót gamla. „Það gerir hún sjálfsagt,“ sagði Jónanna. Það leið ekki á löngu, þar til heyrðist til þeirra úti fyrir. Bergljót gamla tísti af hlátri. „Sko hana, hún kemur bara með hann,“ sagði hún. „Ég kæri mig ekkert um hann, ef hann er drukkinn,“ sagði Jónanna.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.