Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Side 5

Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MARZ 1970 5 Hljómkviða nóttúrunnar EFTIR ANDRÉ GIDE: Frú Gerður Jónasdóttir þýddi 10. maí Á páskunum sáust Jacques og Gertrude aftur í viðurvist minni. Að minnsta kosti sá Jacques Gertrude aftur og talaði við hana en aðeins um einskrnsverða hluti. Það virt- ist ekki koma honum í eins mikið uppnám eins og ég hafði kviðið fyrir, og ég reyni að telja mér trú um það á ný, að ef ást hans hefði verið brennandi, mundi'hann ekki hafa læknast svo fljótt, þó að Gertrude hefði sagt honum í fyrra, áður en hann fór burtu að það væri vonlaust. Ég komst að raun um, að nú þérar hann Gertrude og það er sannarlega ákjósan- legt, Samt hafði ég ekki beðið hann um það, og ég er glaður yfir, að hann skyldi þetta sjálfur. Það er tvímælalaust margt gott í honum. Mig grunar samt sem áður, að þessi undirgefni Jacques hafi ekki komið án harðrar innri baráttu. En til allrar ó- hamingju virðist honum þessi þvingun, sem hann hefir beitt tilfinningar sínar, góð í sjálfri sér. Hann mundi vilja sjá alla aðra fara að dæmi hans. Ég fann þetta í nýafstöðnum um- ræðum okkar, sem ég hefi skýrt frá að ofan. Er það ekki La Rochefoucauld sem sagði, að sálin væri oft ginningar- fífl hjartans? Það þarf ekki að taka það fram, að ég þorði ekki að benda Jacques á þetta undir eins, því ég þekkti skap- lyndi hans og veit, að hann er í þeim hóp, sem rökræður gera aðeins enn þrjóskari. En þetta sarna kvöld fann ég ein- mitt aftur svar hjá Páli post- ula (því ég varð að nota hans eigin vopn) og ég skildi eftir miða í herberginu hans, þar sem hann gat lesið: ,,Að sá, sem lætur þess óneytt, dæmi ekki þann, sem neytir þess, því Guð hefir tekið hann að sér.“ Ég hefði eins vel getað s k r i f a ð upp eftirfarandi: „Ekkert er vanheilagt í sjálfu sér, nema hjá þeim, sem held- ur eitthvað vanheilagt, hon- um er það vanheilagt! En ég þorði það ekki, því ég var hræddur um, að Jacques mundi gruna mig um jran-ga túlkun á þessu viðvíkjandi Gertrude, og sá grunur mátti ekki einu sinni flögra að hon- um. Auðvitað er hér rætt um fæðu, en hve oft er meiningin í guðsjspjöllunum ekki tvíræð, eða hefur jafnvel þriðju mein- ingu. Merkingin í þessum versum er mikil og djúpstæð. Það á ekki að banna með lög- um heldur af kærleik, og Páll postuli hrópar upp strax á eftir: „Því ef bróðir þinn hryggist sökum matar, þá ertu kominn af kærleikans braut.“ Það er þegar kærleik- ann vantar að hið illa verður yfirsterkara. Drottinn! fjar- lægðu allt úr hjarta mínu, sem ekki er skilt kærleikan- um . . . Því það var rangt af mér að ögra Jacques. Morg- uninn eftir fann ég sama mið- ann á borði mínu, sem ég hafði skrifað versin á, Jacques hafði aðeins skrifað hinum megin á hann: „Hrind ekki með mat þínum í glötun þeim manni, sem Kristur er dáinn fyrir.“ Ég las eirru sinni enn allan kapitulann. Það er upphaf að endalausum rökræðum. Mundi ég ekki kvelja Ger- trude með þessum vandamál- um? Ætti hinn bjarti himin hennar að myrkvast af þess- um óveðursskýjum? Er ég ekki miklu nær Kristi, og held ég henni ekki meira í nálægð hans, þegar ég kenni henni og læt hana trúa, að eina syndin sé sú, að eyðileggja hamingju annara, eða stofna okkar eigin hamingju í hættu. Því miður eru sumar sálir sérstaklega ómóttækilegar fyrir hamingjuna, óhæfar og klaufalegar . . . Ég er að hugsa um vesalings Amelie mína. Ég hvet hana stöðugt, ég mundi vilja þröngva henni til að verða hamingjusöm. Já, ég mundi vilja hefja alla upp til Guðs. En hún kemur sér allt- af undan, hún lokar sér eins og viss blóm gera sem aldrei ljúkast upp í sólskininu. — Allt, sem hún sér, gerir hana órólega og hrygga. „Hvað vilt þú, vinur minn, svaraði hún mér um daginn, mér var það ekki .gefið að vera blind.“ Ó hve hæðni hennar kvel- ur mig. Ég þarf sannarlega á hugrekki að halda til að verða ekki alveg utan við mig! Hún ætti að skilja að' slíkar dylgj- ur í garð Gertrude og veik- inda hennar særa mig mest. Annars lætur hún mig finna, að það sem ég dái mest hjá Gertrude er hið óendanlega blíðlyndi hennar. Ég hefi aldrei heyrt hana bera fram minnstu umkvörtun gagnvart öðrum. Það er satt, að ég hefi aldrei látið hana kynnast neinu, sem gæti sært hana. — Á sama hátt og hamingju- söm sál dreifir geislum kær- leikans í kringum sig, þá verð- ur allt í kringum Amelie dimmt og örðugt. Skáldið Amiel mundi segja að hugur hennar sendi út frá sér svarta geisla. Þegar ég kem heim á kvöldin eftir erfiðan dag, eft- ir að hafa verið í húsvitjun- um hjá sjúkum, hryggum og fátækum, stundum örmagna, er ekkert sem hjarta mitt þrá- ir eins og hvíld, ástúð og hlýju, en þá fæ ég oftast ekki annað á heimili mínu heldur en áhyggjur, ásakanir og rifr- ildi. Þá kysi ég þúsund sinn- um heldur kuldann úti, storm- inn og rigninguna. Ég veit vel, að gamla Rosalie okkar vill oftast fara sínu fram, en hún hefir ekki alltaf rangt fyrir sér, frekar en Amelie hefir alltaf á réttu að standa, þegar hún krefst að Rosalie láti undan. Ég kannast við, að Charlotte og Gaspard eru hræðilega hávaðasöm, en mundi Amelie ekki ná betri árangri, ef hún væri ekki jafn hávær við þau, og ekki alltaf á eftir þeim? Slík afskifta- semi og ofanígjöf missir marks, það er enginn brodd- ur í þeim frekar en hnullung- unum á ströndinni. Þetta hef- ur því miklu minni áhrif á bömin heldur en mig. Ég veit, að Claude litli er áð taka tennur (minnsta kosti heldur mamma hans því fram í hvert skifti, sem hann háskælir). En hvetja þær hann ekki bara til að öskra, þegar hún eða Sarah hlaupa strax og taka hann upp og eru alltaf að gæla við hann? Ég er sannfærður um, að hann skældi miklu sjaldn- ar, ef hann fengi einstöku sinnum að grenja af hjartans lyst, þegar ég er ekki nærri. En ég veit, að það er einmitt þá, sem þær dekra mest við hann. Sarah líkist móður sinni og það er ástæðan til að ég vildi senda hana á heimavistar- skóla. Hún líkist því miður ekki móður sinni eins og hún var á hennar aldri, þegar við vorum trúlofuð heldur eins og hún er orðin af áhyggjum og heimilisstriti — ég ætlaði að segja, eftir að hún hefir auk- ið áhyggjurnar (því það hefur ekki staðið á Amelie að gera það). Ég á vissulega erfitt með að þekkja núna aftur stúlk- una mína, sem brosti svo upp- örfandi við hverja göfuga hugsjón hugar míns og sem mig dreymdi óljóst um að yrði þátttakandi í lífsstarfi mínu, og sem mér fannst vera mér fremri, og mundi verða leiðarljós mitt í sólarátt. Var það ástin, sem blekkti mig á þessum tíma? . . . Ég get ekki séð anniað en að Sarah hafi aðeiris hversdagsleg áhuga- mál líkt og móðir hennar. Hugur hennar dvelur einung- is við lítilfjörleg áhyggjuefni, jafnvel andlitsdrætti hennar vantar innri ljóma, þeir eru daufir og stundum hörkuleg- ir. Hún hefir engan smekk fyrir skáldskap eða lestri al- mennt. Ég hlera aldrei samtöl hjá henni og móður hennar, sem mig langar til að taka þátt í, og ég finn enn meir til einveru minnar, þegar ég er hjá þeim heldur en þegar ég dreg mig í hlé í skrifstofu minni, því legg ég það í vana minn að gera það oftar og oftar. Það er einnig orðinn siður hjá mér síðan í haust, er dag- ana tók að stytta að fara og drekka te hjá Mlle de la M ..., þegar húsvitjanir mínar leyfa það, það er að segja, þegar ég get komið . heim nógu snemma, Ég hefi ekki ennþá minn£t á það, að síðan í nóv- ember hefir Louise tekið að sér þrjár litlar blindar telpur, sem M a r t i n læknir trúði henni fyrir. Gertrude kennir þeim að lesa og vinna ýms létt störf og telpurnar eru að verða duglegar. Hvílík hvíld og sálarstyrk- ur það er mér í hvert skifti, sem ég kemst til La Grange sveitasetursins, og hve ég sakna þess ef ég kemst ekki þangað í tvo til þrjá daga. Það þarf ekki að taka fram, að Mlle de la . . ., sem hýsir Gertrude og telpurnar litlu þrjár, er vel efnum búin og því er það útlátalaust fyrir hana að sjá um stúlkumar. Þrjár þjónustustúlkur hjálpa henni mjög samvizkusamlega og hlífa henni við öllu erfiði. En getur maður ekki sagt, að enginn hafi fremur verð- skuldað auðævi og tómstund- ir heldur en hún? Louise de la M . . . hefir lagt mikið að sér að hjálpa fátæku fólki. Hún er einlæg trúkona, sem lifir aðeins fyrir kærleiksverk sín og hjálparstarfssemi. Þrátt fyrir silfurhvítar hærur und- ir blúnduhúfunni er ekkert barnslegra heldur en bros hennar, ekkert í meira sam- ræmi en hreyfingar hennar, né hljómfegurra en rödd hennar. Gertrude hefur orðið fyrir á h r i f u m af háttvísi hennar og talsmáta og öðlast vissan hreim — ekki aðeins raddarinnar — heldur einnig í hugsun. Hún líkist henni á allan hátt, og ég stríði þeim báðum á þessari líkingu, sem hvomg þeirra þykist taka eft- ir. Hve indælt mér finnst það, ef ég hefði tíma að tefja ör- lítið hjá þeim að sjá þær sitja hlið við hlið og hlusta á mig lesa nokkur ljóð eftir Lamar- tine eða Huga. Hve ljúft mér er að virða fyrir mér þessar tvær hým sálir og sjá skáld- skapinn endurskína í þeim. Jafnvel litlu nemendumir em ekki alls ósnortnir. í þessu andrúmslofti friðar og kær- leika þroskast börnin svo fljótt og framför þeirra er undraverð. Ég brosti nú í fyrstu, þegar Mlle Louise tal- aði um að kenna þeim áð dansa og það frekar vegna heilsunnar en ánægjunnar. En nú dáist ég að yndisþokka hreyfinga þeirra, sem þær sjálfar geta því miður ekki metið. Samt sem áður full- vissar Mlle de la M-. . . mig um, að þó þær sjái ekki, þá skynji þær líkamlega sam- ræmið í hreyfingum þeirra. Gertrude tekur þátt í þessum dansi með miklum yndisleik og hefur mjög mikla gleði af því. Stundum tekur Louise de la M . . . þátt í leikjum litlu telpnanna og Gertrude sest við píanóið. Framfarir henn- ar í tónist hafa verið frábær- ar. Hún spilar núna á orgelið í kapellunni á hverjum sunnudegi. Þá kemur hún og borðar hádegismat með okkur um helgar. Börnin mín eru mjög glöð að sjá hana, þó smekkur hennar og þeirra fjarlægist æ meir. Amelie er ekki mjög firtin og máltíðin gengur slysalaust. Öll fjölskyldan fer svo aftur með Gertrude til La Grange og fær þar tesopa. Þetta er hátíð fyrir börnin mín og Louise hefir ánægju af að dekra við þau og ausa í þau sælgæti. Sjálf Amelie er ekki ósnortin af slíkri •blíðu, hún þiðnar að lokum og yngist um mörg ár. Ég held, að í framtíðinni geti hún illa verið án þessarar hvíldar í hinum tilbreytingar- lausu hversdagsstörfum lífs- ins. Nýkominn Canada ? Það sem þú þarft að vila um íekjuskatt? Það eru tvennskonar tekju- skatts form í Canada og formið sem þú notar fer eftir því hverskonar tekjur þú færð. Upplýsinga bæklingurinn, sem fylgir forminu, gefur til kynna hver sé sá rétti. Flest Canadafólk, sem vinnur fyrir kaupi, notar T1 Short tekju- skatts form. Ef þú fékkst ekki þetta form í pósti, getur þú fengið það á pósthúsinu; fyll- ið í eyðurnar og leggið í póst fyrir 30. apríl. Ekki eru allir peningar, sem þú færð skattaðir. Youth and Family Al'lowances, Unemployment Insurance Benefits, Workmen’s Compensation og viss áfalla eftirlaun eru skattfrjáls. Upp- lýsinga bæklingurinn útskýrir þetta. Flestar aðrar tekjur eru skattaðar, jafnvel ef þær koma utanlands frá. Þú verður að framtelja þjórfé og greiðslur fyrir aukavinnu. Allt er þetta hluti af skattskyldum tekjum þínum. Upplýsinga bæklingur- inn geymir svör við flestum spurningum. Ef þú þarfnast frekari leiðbeininga, getur þú fengið þær ókeypis frá skattgreiðslu skrifstofu. Þú getur farið þangað, símað eða skrifað. Margt af skrifstofu- fólkinu kann önnur tungumál — eða, ef þér sýnist, getur þú komið með vin til að túlka fyrir þig. Þarfnist aðstoðar? notið leiðbeininga bæklinginn Departraent of National Revenue The Hon. Jean-Pierre Cöté, Minister

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.