Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. MAÍ 1970 Bréf úr Borgarfirði Runnmn 26. apríl, 1970. EINAR KRISTLEIFSSON: Framhald úr síðasla blaði Skemmtanalíf hefur verið hér með líku sniði og undan- farin ár. Leikrit var oft hér í Logalandi (félagsheimili hér í dalnum), gaimanleikur, sem nefnist „Hve gott og fagurt“. Kjartan Sigurjónsson kennari í Reykholti hefur æft söng- kór, sem hefur sungið opin-' berlega. Þorrablót og dans- skemmtanir og spilakeppni og spumingakeppni milii ung- menna félaganna í héraðinu hafa hresst upp á sveitalífið, auk þess sem sjónvörp og út- vörp eru orðin á flestum bæj- um, og ýmislegt fleira er sér til gamans gert. En stærsta skemmtisam- koma héraðsins er nú orðin hin árlega samkoma í Húsa- fellsskógi, þar sem milli tíu og tuttugu þúsund manns koma saman til leika og ým- iskonar skemmtanahalds. Þótt nú sé kominn fyrsti sunnudagur sumarsins er jörð öll frosin og gróðurlaus. Frost á hverri nóttu og fuglar koma í síðasta lagi. Lóan er ókomin, og ég hef aðeins séð þröst, grágæs og tjald, en vanalega eru margir af sumarfuglunum komnir um þetta leyti. Veður hafa verið stillt og úrkomulítil, en köld, snjór í fjöllum, en á láglendi aðeins smá snjórandir á stöku stað. Næst vildi ég nefna nöfn nokkra er látist hafa á síð- ustu misserum, sem mér koma fyrst í hug, og tel fyrst það sem er á einhvem hátt t e n g t Borgarfjarðarhéraði. Ólafía Jónsdóttir hjúkrunar- kona dó 31. ókt. s. 1. Hún var í mörg ár Borgfirðingur, var forstöðukona við fávitahæli, sem rekið var á Kleppjáms- reykjum, en flutti til Reykja- víkur er hælið var lagt niður hér, en sjúklingamir fluttir suður í nýtt hæli í Kópavogi. Ólafía var mikil táp og mynd- arkona og var sæmd fálkaorð- unni fyrir störf sín. Hinn 23. ágúst varð Halldór Þórmundsson í Bæ í Bæjar- sveit bráðkvaddur á heimili sínu. Hann var fæddur í Langholti, var þríburi og var dugnaðar maður. Lætur eftir sig konu og börn. Hinn 10. ágúst s. 1. lézt Jón Björnsson frá Hóli í Lundar- reykjardal, albróðir Kristins læknis í Reykjavík og Jó- hannesar bónda á Hóli. Jón var menntaður maður og varð eitt sinn kaupfélagsstjóri í K. B. í Borgarnesi, en fór til Reykjavíkur og var þar lengi og dó þar. I byrjun september s. 1. dó á Akranesspítala Jóhannes Einarsson frá Bakkakoti í Stafholtstungum, orðinn há- aldraður og búinn að vera í mörg ár farlama á Elliheimili jAkraness og síðast á sjúkra- húsi þar. Jóhannes bjó lengi í Bakkakoti með systkinum sínum, ógiftur og bamlaus. Hinn 29. sept. s. 1. lézt í Reykjavík Soffía Brandsdótt- ir frá Fróðastöðum, e f t i r þunga legu. Hún var ógift og bamlaus. Soffía var mjög ■ starfsöm allá tíð. Hún vann fyrst lengi á Fróðastöðum bæði hjá for- eldmm sínum og okkur Sveinbjörgu, en síðan fór hún að vinna á saumastofu við spítalann á Kleppi við Reykjavík og vann þar síðan unz hún tók sitt banamein. Soffía var greind, gæða stúlka, sem jafnan vildi láta gott af sér leiða. Ung fór hún í kvennaskóla og lærði líka saumaskap. Hún var bráð hög og batt inn bækur í sínum frístund- um og náði í því þeirri leikni að snillihandbragð var á. Magnús Jónasson bílstjóri í Borgarnesi dó í byrjun des- ember mánaðar s. 1. Hann var með þeim fyrstu sem óku bíl hér í héraðinu. Faðir Magn- úsar var Jónas, sem kenndur var við Bjargástein, smiður. Hinn 3. marz s. 1. lézt í Reykjavík Kristján Guð- mundslson frá Indriðastöðum í Skorradal, eftir langa legu. Hann var lengi bóndi á Indriðastöðum og jafnframt starfsmaður hjá Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar í mörg ár. Hann var framámaður í sinni sveit og um skeið bún- aðarþingsfulltrúi fyrir sitt hérað. Kona hans var Elísabet Þorsteindóttir frá Miðfossum, myndar kona, en látin fyrir mörgum árum og eftir það seldi Kristján jörð og bú og fluttist í Borgames og var þar 1 e n g i bílstöðvarstj óri hj á Kaupfélagi Borgfirðinga. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. En Kristján átti einn son með Guðrúnu Guð- mundsdóttur frá Stóm Drag- eyri. Kristján var vel gefinn og drengur góður. Hann var mikill léttleikamaður ungur og sundmaður ágætur, lék sér t. d. að því að synda yfir Skorradalsvatn. Um miðjan marz s. 1. lézt Jóhanna Eggertsdóttir, kona Boga Þórðarsonar kaupfélags- stjóra á Patreksfirði. Hún var sonardóttir séra Einars Páls- sonar, sem lengi var prestur í Reykholti. En Eggert faðir hennar var lengi héraðslækn- ir í Borgamesi, en lét af því starfi fyrir nokkrum ámm vegna aldurs. Jóhanna var myndar kona, eins og hún átti kyn til. Bjami Magnússon Brekk- mann lézt seinnihl. marzmán- aðar. Hann var frá Brekku á Hvalf j arðarströnd, o r ð i n n roskinn einhleypingur. Var nokkuð að fást við, að senda frá sér ljóðabækur, en mun einna kunnastur fyrir dugnað sinn við að safna fé til bygg- ingar Hallgrímskirkju í Saur- bæ. Bjarni varð bráðkvaddur í Reykjavík. Hinn 4. apríl lézt í Reykja- vík Auðunn Sigurðsson húsa- smiður, sonur Sigurðar Gísla- sonar smiðs á Hjarðarhóli á Akranesi, sem látinn er fyrir nokkru, háaldraður. Auðunn ólzt að nokkru upp á 'Hurðarbaki hér i sveit, hjá Þorsteini frænda sínum. Sig- urður og Þorsteinn vom systrasynir. Nú í apríl lézt Helga Sig- urðardóttir, er lengi bjó á Refsstöður í Hálsasveit, en áður í Háfi ásamt manni sín- um Á r n a Oddssyni. Þau byggðu nýbýlið Háf í Reyk- holtslandi, en fluttu þaðan að Refsstöðum í Hálsasveit, fluttu þaðan 1945 að Stóru- Býlu í Innri-Akraneshr. Vom þar eitt ár og hafa síðan verið á Akranesi. Þau voru mjög starfsöm og dugleg hjón, áttu eina dóttur, sem verið hefur hjá þeim. Helga var jörðuð í Stóra-Ási síðasta vetrardag. Hún vaæ fædd 29. júlí 1873, svo að vinnustundir þessarar sístarf- andi konu hafa verið orðnar æði margar. Ámi er enn á lífi, útslitinn. Þótt hér sé kominn hópur af nöfnum þess fólks, sem horfið hefur að sjónarsviðinu síðan ég skrifaði síðast, og að einhverjuleyti er tengt Borg- arfirðinum, er þetta aðeins það fólk, sem ég man í svip- inn. En a'uk þessa eru mér ofar- lega í huga mörg nöfn þekktra manna, sem látizt hafa á landinu á Sama tíma, sem ég man ekki hvort L.-H. hefur greint frá. Og set hér aðeins fá nöfn þeirra manna, sem mér em efst í huga: Pétur Benediktsson, fyrrum sendiherra og alþingismaður. Hann var albróðir Bjama for- sætisráðherra. Skúh Guðmundsson, fyrr- um ráðherra og alþingismað- ur og skáld, d. 12. okt. 1969. Stefán Jónsson frá Snorra- stöð, lézt fyrir miðjan des. s. 1. Hann var námsstjóri um skeið. Bernhard Stefánsson, sem lengi var þingmaður Eyfirð- inga, fræðimaður og rithöf- imdur. Bræðumir tveir, synir Thors Jenssen, þeir Haukur og Rík- harður Thors, sem báðir vom forstjórar og mikilhæfir menn. Séra Eggert Ólafsson á Kvennabrekku í Dölum, lézt snemma í des. s, 1., í blóma lífsins. Hann var Reykvíking- ur að uppruna, sjómannsson- ur, en varð mikill sveitamað- ur og áhugasamur í starfi bæði sem prestur og bóndi. Um s. 1. áramót lézt Jónas frá Öxney, aldraður bóndi og fræðimaður. Hinn 13. febrúar s. 1. lézt Ólafur Bjarnason bóndi í ■Brautarholti á Kjalamesi, þekktur framámaður í bænda- stétt. Hann var sonur séra Bjama í Steinnesi, albróðir Jóns er var læknir hér í hér- aðinu og var hinn mesti snilldarmaður. Jón lézt í blóma lífsins frá konu og ung- um bamahóp. Ólafur var kvæntur Ástu dóttur séra Ólafs ölafssonar, er lengi var prestur og skóla- stjóri í Hjarðarholti í Dölum og lifir hún mann sinn. Allir hinir síðast töldu menn vom vel þekktir hver á sínu sviði og því setti ég nöfn þeirra hér með, þótt þeir væru ekki Borgfirðingar. Einn þeirra, Haukur Thors, átti þó nokkur tengsl við þetta hérað. Hann átti glæsi- legan sumarbústað í Hvammi í Skorradal, var mikill unn- andi skógræktar og sýndi í því sambandi bæði smekkvísi og höfðingsskap við skóg- ræktina. Hér hefi ég aðeins gripið nöfn lítils hluta þeirra er horfið hafa af sjónarsviðinu á umræddu tímabili, en hef ekki lengri þennan lestur. Virkjun Hvítár hjá Kláf- fossi við Hurðarbak, er enn aðeins í draumásýn og mun enn óráðið hvað úr því verð- ur með virkjun þar, en rann- sókn var gerð á jarðlagi við fossinn og benti hún til að jarðlag þar væri gott til að byggja stýflu á, eða hart blá- grýtisberg. Nokkur hreifing hefur kom- ið upp í landinu um, að stækka hreppsfélög í landinu með því, að sameina fleiri hreppa í einn hrepp. En lítið hefur þó verið gert að því enn sem komið er, enda ekki ýkja langt síðan stefnt var í hina áttina, að skipta stómm hreppum í smærri hreppa. Svo þetta er nokkuð svipað og kjólatízkan, sem ýmist er að styttast eða síkka. Hinn 1. marz voru íslend- ingar formlega teknir í Frí- verzlunarbandalagið, en lítil reynsla er enn fengin á því hvem árangur það hefur fyr- ir þjóðina. Gljúfurversvirkjun í Þing- eyjarsýslu er orðin alvarlegt hitamál, og virðast horfur á að eitthvað verði að breyta upphaflegri virkjunaráætlun, ef allir eiga vel við að Una. En mikil náttúmspjöll em talin að fylgja muni hinni stóru upphaflegu áætlim. Nú er kominn 6. maí og ég hefi aldrei h'aíft stund til að ljúka þessum línum, og nú í gærkvöld gerðist á alvarlegi atburður að Hekla og ná- grenni hennar tók að gjósa. Margir gígar opnuðust og gusu samtímis, og askan barst með geysihraða norður yfir landfð, bæði til Hvammstanga og Sauðárkróks. Og hingað í Borgarfjörð barst lítilsháttar öskufall í nótt. Mikill fjöldi fólks hefur streymt í átt til Heklu strax í nótt og dag. Nokkuð hefur orðið vart vart jarðskjálfta út frá gos- inu. En ekki veit ég til að þeirra hafi orðið vart hér í héraðinu. Mikið ösku- ojj vik- urfall várð í námunda við Heklu og ekki búið að sjá fyr- ir endan á hverjar afleiðjngar þessar náttúmhamfarir kunna að hafa. Þjórsárvirkjun við Búrfell var vígð 2. maí og hún form- lega tekin í notkun og síðan var Álverið við Straumsvík vígt og orkunni frá hinni nýju raforkustöð hleypt á Straums- víkurverið. Og allt virðist ganga samkvæmt áætlun. Þórður Oddson læknir, sem um skeið var læknir hér á Kleppsjámsreykjum, og síðan í‘ Borgamesi fékk héraðslækn- isstöðuna á Akranesi og flutti þangað er Torfi Bjamason læknir á Akranesi flutti til Reykjavíkur. En í Borgamesi kom læknir norðan frá Hofs- ósi, sem heitir Valgarð Þ. Björnsson frá Bæ í Hofshr. Veðurfar er nú heldur hlýn- andi og sumarfuglum fjölgar, svo að söngur þeirra ómar er góðviðris stundir koma. En enn er gróðurlaust, því næt- urfrost hafa verið fram að þessu og allar skepnur eru á gjöf, nema hross, en þau hafa verið mjög létt á fóðrum í vetur. Hér verð ég að láta staðar numið og biðja afsökunar á þessu síðbúna og margvíslega mislukkaða rissi, sem ég verð að láta frá mér fara með öll- um sínum göllum. Að endingu óska ég ykkur ö 11 u m Vestur-íslendingum allra heilla og bjartrar fram- tíðar. Með virðingarfyllstri kveðju, Einar Kristleifsson. Við erum Einari Kristleifs- syni innilega þakklát fyrir hin fróðlegu bréf hans og hlýjar vorkveðjur. Okkur er kunn- ugt um, að bréfin eru lesin með athygli, ekki einungis af Borgfirðingum, heldur af les- endum almennt. Við metum mikils tryggð hans í garð V.- íslendinga. — I. J. SKRÝTLA Gamall Finni ferðaðist með strandferðáskipi. Hann var tíður gestur á barnum og bað oft um „einn lítinn með stjörnu.“ En kvartaði svo und- an að engin „stjarna" væri í drykknum. Barþjónninn varð að síðustu leiður og blgndaði gamlingnum drykk, sem inni- hélt worchestersósu, sinnep, ediksýru, pipar og hreinan spíra. Sá gamli tæmdi glasið í einum teig. Þegar hann hafði þurrkað burt tárin og náð andanum, spurði hann ánægð- ur á svip: „Hve m a r g a r „stjörnur“ voru í þessum?“

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.