Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. MAÍ 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ' < • > NÁTTMÁLASKIN • « Skáldsaga ► 4 \ 30. t Þau komu heim nógu snemma til þess að Jón- anna gæti mjólkað eins og hún var vön. Ingunni fannst hún vera óvenjulega ánægð á svipinn. Páll sat á eintah við Níels frammi í stofu. Hann sagði svo konu sinni fréttimar, þegar þaiu voru háttuð. Hún var vel ánægð yfir þeirn. Nú komu góðir og áhyggjulausir dagar. Jón- önnu fannst hún engu þurfa að kvíða, þegar hún hafði þennan elskulega pilt við hlið sér allan daginn. Það var eins og allt léki í lyndi. Veðr- áttan ákjósanleg og grassprettan ágæt. Þegar logn var á laugardagskvöldin fór Páll ofan á Möl, fékk lánaða kænu og færi og kom heim með fisk í soðið. Það yrðu engin vandræði, að búa með svona manni, hugsaði Jónanna, en Bergljót og húsmóð- irin sögðu það upphátt. „Það eru meiri ósköpin, sem Níels mágur rífrn- upp af heyjunum,“ sagði bóndinn á Bakka. Og það sögðu fleiri. „Veiztu nokkuð, hvort hann hefur kaupamann? Það hlýtur að vera. Hann gæti ekki losað þetta allt sjálfur, þó að duglegur sé. Og nóga hefur hann eftirvinnuna, sýnist mér.“ Það var Frið- gerður sem talaði. En spurningunni var beint til Ráðu, því að þaðan var helzt frétta að vænta. *En nú hafði hún ekki getað farið heim til föðurhúsa sinna í marg- ar vikur, svo að hún svaraði fremur stuttlega: „Hvað skyldi ég vita um það, þegar ég kemst aldrei út af heimilinu og aldrei kemur gestur.“ Þá var það sá fáorði vinnumaður, Simmi, sem lagði orð í belg. „Ég sá að Páll var niðri á Möl á laugardags- kvöldið, svo að hann er þar víst ennþá.“ „Þá undrar mig ekki, þó að Níels heyi, fyrst hann hefur Pál á öðrum eins engjum og eru á Svelgsá. Það fer að verða búskapur hjá þeim karli, öðru vísi en áður var, enda erilsamt, með- an konan hafði yfirsetustörfin,“' sagði Hrólfur. Næsta dag var Ráðu boðinn hestur út að Þverá. ,.Þú kemur við á Svelgsá. Ég hef altaf gaman af að fá fréttir þaðan,“ sagði húsbóndinn, þegar hún reið úr hlaði. „Ekki munar mig nú mikið um það, og alltaf er gott að koma þangað,“ sagði Ráða. „Ég sé ekki betu-r en það gangi þrír kven- menn á engjarnar frá hádegi,“ bætti hann við. „Ingunn er nú líklega svipuð sjálfri sér og situr ekki inni í bæ, ef hún getur farið út,“ sagði Ráða hnarreist. Um kvöldið kom hún heim jafn ánægjuleg á svipinn. En nú var eingnn tími til þess að segja fréttir, því að nú var kominn mjaltatími. Hún skilaði bara kærrri kveðju frá Ingunni á Svelgsá og Bergljótu gömlu, meðan hún var að spretta söðlinum af klámum og bera hann inn í skemmu. En svo komu fréttimar með kvöldmatnum. „Ég kom að Svelgsá og tafði þar dágóða stund. Það er ekki aldeilis óánægjubragur á fólkinu þar á heimili,“ sagði hún glaðklakkaleg. „Nú, hvað er það sem gleður það svo mjög?“ spurði Hrólfur bóndi og leit á hana. *Það eru allir glaðir, þegar vel gengur, og það er óefað mikill blómabúskapur þar. Páll er þar ennþá, og ekki mjög stúrinn. Mér heyrðist hann kalla allar stúlkumar góðumar síniar,“ Sagði Ráða. „Meira að segja Ellu greyskinnið," bætti hún við, sýnilega ánægð. „Ég spurði Bergljótu gömlu eftir því, hvort Páll væri ekki með annan fótinn niður á Möl að fá sér í staupinu. Ég var nú búin að heyra óminn af því á Þverá. En sú gamla hristi bara höfuðið hneyksluð yfir því, að fólki skyldi detta slíkt og þvílíkt 1 hug og sagði, að hann hefði skroppið þangað eitt laugardags- kvöldið og komið heim með glænýjan fisk handa heimilinu. Hann væri alltaf sami elskulegi piltur- inn. Það ættum við báðar að þekkja frá fyrri tíð. Og þegar ég fór að dást að því, hvað það væri búið að heyja mikið, sagði Páll að það væri vegna þess að Jónanna hefði aldrei þurft að fara í yfir- setutúra, enda hefði hann verið búinn að segja henni að það dytti engri konu slíkt í hug núnia um hásláttinn að haga sér svoleiðis. Ég spurði hann, hvort nokkur kvenmaður væri farinn að setjast á bak Frúar Grána. Hann svaraði, að þrisv- ar hefði söðull komið á hann og það hefði verið skemmtileg sjón að sjá hann undir fallegri konu. Þá tístu þær bara af hlátri kerlingamar. Mig langaði til að tala við Bergljótu einslega, en hún sat þá eins og límd við rúmið“. „Er hún ekki við eldamennskuna algerlega fyrst Ingunn getur gengið út?“ spurði Hrólfur. „Mér datt víst ekki í hug að spyrja að því. Hún lítur ekki þesslega út. Drifhvít um andlit og hendur, svona dálítill munur eða þegar hún var að gösla héma. Þá hafði hún vist ekki mikið fyrir því að þvo sér.“ „Kemur það ennþá,“ sagði Friðgerður. „Þeir verða víst að vera saurugir, sem í saurugt ganga. Hún var ekki svo mikið utanbæjar að hún gæti verið veðurtekin. Það er meiri aðdáunin, sem alltaf er á ævi þessarar manneskju.“ „Nú, jæja. Maður má aldrei segja það, sem manni dettur í hug, svo að það er bezt að reyna að þegja,“ sagði Ráða og rauk á dyr. Það var um átjándu sumarhelgina, sem Páll reið úr hlaði á Svelgsá. Jórianna fór með honium á Frúar-Grána en Bleikur var teymdur laus. Hún fylgdi honum þangað, sem leiðir skildu suður og vestur. Hann reið suður en hún tók krók á leið sína og reið ofan á Fljótshöfn til þess að grensl- ast um, hvemig Sæja hefði það. Hún hafði skrif- að tvisvar og látið sæmilega af líðan sinni. Sæja kom hlæjandi á móti systur sinni, þegar hún sá til ferða hennar. En hvað hún leit vel út. Jórianna sat dálitla stund inni hjá henni. Frúin var í rúminu, svo að Sæja varð að vera með ann- an fótinn inni hjá henni. „Hún er búin að vera lasin öðm hvoru í sum- ar og ætlar víst að sigla bráðum til Danmerkur til lækninga Þeir eru svo mikið betri læknarnir þar en hérna. Hún er alveg hætt að tala um það, að ég gefi sér litla angann, þegar hann kemur,“ sagði Sæja. „Þú hefðir heldur aldrei gert það,“ sagði Jón- ?nna. „Við komum þér fyrir hjá Þórveigu í Holti, ef ekki verða önnur ráð.“ „Hver er með þér í ráðum?“ spurði Sæja. „Ertu kannski búin að fá þér einhvem meðráðamann. Ég hef heyrt að Páll sé ennþá á Svelgsá.“ „Hann var kaupamaður hjá mér í mánuð. Nú er hann farinn,“ sagði Jónanna og reyndi að snúa sér undan glugganum, svo að systir hennar sæi ekki roðann, sem hún fann að hitaði andlit sitt. „Hver hefur sagt þér að hann væri hjá okkur?“ „Þær komu nú bara hingað inn eftir alla leið, mamma og Ráða núna fyrir stuttu. Og það var nú bara ekkert öðmvísi en móðir mín vildi að ég færi að koma heim. Þetta væri engin meining að ég ynni svona á mig komin, sagði hún. En ég ætla að verða hérna, ef ég get, þangað til frúin er búin að sigla og komin heim aftur, vel frísk eftir því sem maður vonar.“ „Það vom góðar fréttir. Ég vona að þér líði þar vel. Mamma hefur áreiðanlega fundið til vegna þess að þú fórst í vor, án þess að trúa henni fyrir því, hvemig var ástatt fyrir þér,“ sagði Jónanna. „Já, ég sá það nú eftir á að ég var stíf og óþekk við hana og líklega reyndi ég að vera betri, ef ég færi heim aftur. Maður sér svo margt, þeg- ar það er orðið of seint. Þú skrifar mér eða talar í síma. Það er ekki svo larigt ofan á Mölina að ég geti ekki komizt þangað, ef ég verð heima.“ Hún tafði styttra en hún hafði ætlað vegna þess að Sæj?. hafði takmarkaðan tíma til þess að tala við hana. Hún reið heimleiðis ein í haust- myrkrinu, kvíðin yfir framtíð systur sinnar. Ekki hafði hún getað sagt henni frá þeirri miklu gleði, sem hún bar í brjósti. Henni fannst sem það mimdi særa hana, þegar hún var einmanna og kvíðandi því sem ókomið var. 31. Páll hafði ráðgert að koma aftur fyrir-rétt- imar. Hann varð að fara í gönguma fyrir Níels. Jónanna taldi dagana. Hann hafði skrifað henni ákaflega elskulegt bréf og vel skrifað og sagt þar að hann vonaði fastlega að geta staðið við það, sem hann hafði ráðgert, svo að það yrði ekki eins og í sumar, að hann kæmi viku of seint. En allt fór vel. Níels var búiinn að hlaða fyrir öll sín miklu hey að gömlum búmannssið. En svo leið hver dagur að kveldi að ekki kom sá langþráði vinur. Þá var hún sótt til sængurkonu. Henn þótti það ágætt. Það stytti tímann. Hún var í burtu í fj óra sólarhringa, en samt hafði heimilisfólkinu á Svelgsá ekki fjölgað meitt. „Góða Bergljót mín, farðu nú að sjá fylgjuna hans Páls okkar,“ sagði hún um kvöldið, þegar hún var að hátta. „Hann hlýtur að fara að koma,“ sagði Níels. „Hann var búinn að lofa því að fara göngumar fyrir mig.“ „Já, hann hlýtur að fara að koma,“ sagði Jón- anna. Hún mátti ekki vantreysta honum. „Það yrði óþægilegt fyrir mig, ef hann kæmi ekki. Ég sé ekki að ég geti fengið nokkum mann hér nærri,“ sagði Níels. Næsti dagur var hræðilega leiðinlegur, rign- ingarsuddi og hálfkaldrarialegt. Samt leið hann að kvöldi eins og aðrir dagar. Jónanma sat frammi í búri, því að þar var ágætur hiti, og var að enda við að gera gangna- skóna handa sínum margþráða pilti. Hún hafði vandað sig við skógerðina. Henni varð ósjálfrátt hugsað til tröllslegu skónna, sem hún hafði gert handa fyrri kærastanum. Eins ög allt annað held- ur leiðinlegar minningar frá þeitn dögum. Allt í einu heyrðist henni hundurinn vera eitthvað að bofsa frammi í bæj ardyrunum. Hún fór fram með lampann í hendinni, opnaði hurðina og leit út. Hundurinn smeygði sér út um leið og hún opnaði og þaut suður að skemmudyrunum. Þar stóð hestur á hlaðinu og maður hjá honum. Jón- anna flýtti sér út en nálgaðist komumann hægt, því að ekki átti hún víst að þetta væri Páll. Jú, víst var það hann. En einkennilega kom hann henni fyrir sjónir þama í náttmyrkrinu og þokunni. Haim var að bjástra við að spretta hnakkagjörðinni, en það gekk ekki. Þá kom hún auga á hinn hestinn, sem var að naga í hlaðvarp- anum og var með klifsöðul. Það var fínasta flutn- ingstækið á þessum árum. Hún var svolítið hissa á því, að hann skyldi eiga það. Hún gekk nær honum og sagði: „Ertu kominn þama, vinur? Ósköp kemurðu seint.“ Hann leit upp og svaraði: „Ertu enn á fótum, elsku stúlkan mín. Ég var þó búinn að óska þess að allir væm háttaðir en bærinn ólokaður, svo að ég gæti smogið inn án þess að nokkur sæi mig og lagzt fyrir í einhverju homi eins og blautur hundur, því að þannig lít ég út núna.“ Málrómur hans leyndi því ekki hvemig ástatt var fyrir honum núna. Henni varð við eins og krakka, sem gefinn er löðmngur, sem hann hefur unnið til. „Þarna sérðu,“ heyrðist henni einhver rödd hvísla að sér. En hún hlustaði ekki á hana, en gekk til hans og kyssti hann innilega og bauð hann velkominn. „Þér þykir vænt um að sjá mig og býður mig velkiminn, þó að kveðjukossinn sé votur. Þetta var svoddan óþverraveður þaima á leiðinni, svo að ég varð að taka upp nestipelann, ef ég átti að halda á mér hita. En ekki get ég sagt að ég sé ánægður, þegar ég kem svona aumur heim til þín, en ég ætla að reyna að sjá til þess, að það komi ekki oft fyrir.“

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.