Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1970 MINNINGAR RÓSU ALDÍSAR VIGFÚSSON, ÁRBORG, MAN. Niðurlag Nú v o r u m við komin í áfangastað, og varð þá brátt að skyggnast um eftir atvinnu og húsnæði. Við bjuggum fyrst hjá foreldrum mínum, og vann Trausti við slátt um sumarið hjá Eiríki Eymunds- syni í Odda. Kona hans hét Helga. Hún var góð kona og hjálpsöm öllum, sem bágt áttu. Þetta fyrsta sumar okk- ar við íslendingafljót dó Guð- rún Hallgrímsdóttir, kona B j ö r n s Guðmundssonar á Bakka við Fljótið. Hann hafði verið póstur, áður en hann fluttist vestur. Varð það nú að ráði, að við flyttumst í hús hains, og annaðist ég hússtörf fyrir hann í staðinn. Ekki varð það þó lengi, því að hann seldi hús sitt um veturinn og hætti búskap, og stóðum við þá uppi heimilislaus að nýju. Þá hljóp Jóhann Briem og hans ágæta kona Guðrún undir bagga með okkur og buðu okkur a ð dveljast á heimili sínu Grund, meðan Trausti var að koma upp dálitlum bjálkakofa þar í bæjarstæðinu. A Grund var gott að vera. Þar voru allir saman valdir, húsbændurnir og börn þeirra öll, og kann ég ekki að gera mun þeirra. Nú eru .gömlu hjónin flutt inn í fögnuð herra síns, sem þau hafa í sannleika þjónað. Blessuð sé minning þeirra. Þegar lokið var smíði húss okkar, fluttumst við þangað. Stóð það í fögrum grenilundi, en þröngt var um okkur og engin leið að hafa þar skepn- ur, enda lifðum við mest af smíðum manns míns. Sumarið 1900 vann Trausti að skólasmíði suður í Geysis- byggð. Bjó hann hjá Páli Halldórssyni á Geysi. Þótti honum þar skemmtilegt. Þótt vinnutíminn væri langur og vel að verki verið, var samt tími til þess að skemmta sér við söng á kvöldin. En syst- kinin á Geysi voru söngelsk, og svo var Trausti líka, og varð honum því sumardvölin ánægjuleg. Með Trausta var þar vinur hans frá Fljótinu, Jón Pálsson, bróðir Guðrún- ar Briem. Þetta sumar kynnt- ist Trausti landi og fólki í Geysisbyggð, og varð það til þess, að við fluttumst þangað sumarið 1902. Sumarið 1900 kom það fyr- ir, er ég var ein heima með Þórunni dóttur okkar, þá þriggja nátta, að ég lá vak- andi í rúmi mínu en hafði ljós á litlum náttlampa. Sá ég þá allt í einu mannshönd og handlegg séilast yfir rúm- ið til okkar, og var líkt og höndin vildi snerta barnið. Höndin var nett og vel hírt, og skyrtuermin hvítköflótt. Stóð þetta nokkra stund, og hvarf mér allur máttur á meðan. Sýn þessa setti ég í samband við það, að daginn eftir kom unglingspiltur í heimsókn, og var erindi hans aðallega að sjá litlu stúlk- una. Eins og fyrr var getið, tók Trausti land í Geysisbyggð, og fluttumst við þangað 1902. Nefndi hann bæ sinn Vatns- dal, og er hann mjög sunnar- lega í byggðinni. Okkur þótti báðum fyrir að skiljast við margt af vinafólki okkar við Fljótið, en annars var ekki úrkosta. Vinna var þar stopul, enginn möguleiki á skepnu- haldi, og því erfitt með af- komu. Nágrannar okkar hjálpuðu okkur við flutning- inn, og gekk hann greiðlega. Móðir Trausta, Auðbjörg Þor- steindóttir, hafði komið til okkar um veturinn. Var hún þá 70 ára gömul. Hún dvald- ist síðan hjá okkur til dauða- dags, en hún dó 93 ára. Þá fluttist einnig með okkur maður á sjötugsaldri, Jón Ein- arsson. Hann var röskur mað- ur og skemmtilegur í heimili. Síðar fluttist hann aftur nið- ur að Fljóti. Jón þessi var afi Tímóteusar og Halldóru, sem fyrr var getið. Ekki var hægt að segja, að landið væri álitlegt um þess- ar mundir. Svo mátti heita, að allt land væri á floti yfir sumarið, og varð að heyja í fenjum þessum. Ekki var um önnur tæki að ræða en orf og ]já. En víða var þar fag- urt. Flóinn var yfir að líta eins og stöðuvatn, og minnti það mig á blessaðan sjóinn heima. Fyrst bjuggum við í lélegum kofa, en reistum síð- ar gott hús, þar sem við höf- um búið síðan. Með búskapn- um' stundaði Trausti vinnu hjá nágrönnunum og víðar um byggðina. Vil ég nú geta að nokkru nágranna okkar og annars fólks, sem var í Geys- isbyggð um þessar mundir. Áður hef ég getið um Eyjólfs- staðafólkið. Heima á Islandi höfðum við kynnzt Jóhannesi Nordal og Valgerði konu hans. Sigurður var bróðir Jó- hannesar íshússjóra. Þau hjón bjuggu í Norðtungu. Heim- ili þeirra var gestrisið, og þótti ætíð sjálfsagt að koma þar við og fá hressingu, er leið manna lá þar um. A n æ s t a landi við skólann bjuggu Árni Vigfússon og Ingibjörg kona hans. Hét bær þeirra Hjarðarholt. Áttu þau tvo syni og eina dóttur. Trausti var kunnugur foreldr- um Ingibjargar heima á Akra- nesi. Þau hjón gáfu okkur kálf, er við fluttumst í ná- grennið, en annan áttum við fyrir, og urðu það fyrstu ux- arnir, er við eignuðumst, og reyndust þeir okkur þarfir þjónar. Næstu nágrannar okk- ar voru í Hvammi og Odda. í Hvammi bjuggu hjónin Jón Guðmundsson og Guðrún. Höfðu þau flutzt sunnan frá Dakota með fallega hjörð og þrjú stálpuð börn. Annar Jón Guðmundsson bjó í Odda með ráðskonu, er Kristín hét. Hún var ágætiskona og hagsýn húsmóðir. Með þeim var upp- kominn sonur Jóns, Magnús að nafni. H a n n kvæntist Maríu Einarsdótiur, og tóku þaiu við búi í Odda. Hjálmur Jóhannesson og Guðbjörg bjuggu á Svarfhóli fyrir norð- an Hvamm, en Hallur og Margrét þar skammt frá, og nefndu þau bæ sinn að Leik- skálum. Björn, bróðir Sveins á Eyjólfsstöðum, tók land fyr- ir norðan Hvamm. Þetta var fólkið, sem sett- ist að um líkt leyti á þessu svæði, og þori ég að fullyrða, að þar lifðu menn í einingu andans og bandi friðarins, því að allir hjálpuðust að til þess að létta undir hver með öðr- um. Eitt fyrsta verkefnið var að grafa skurði, til þess að þurrka landið. Unnu þeir það í félagsvinnu. Var það erfitt verk, því að ekki voru önnur tæki en skóflur og forkar. Einu vinnudýrin voru uxar, þegar þá unnt var að koma þeim við. Er lítill vafi á, að margir bjuggu lengi að því erfiði, sem þeir lögðu á sig. Síðar fengu þeir nokkurn styrk til þessa verks. Var það mest fyrir t i 1 s t i 11 i Sveins Thorvaldssonar í Riverton. Áður en skurðgreftinum lauk, varð Trausti fyrir því slysi að stinga sig illilega á fork. Var hann óvinnufær mikinn hluta sumars. Það hjálpaði okkur þá, að hann átti inni fyrir vinnu sína hjá ýmsum, og var það nú endurgoldið í vinnu, annars hefur hver nóg með sig um heyskapartím- ann. En allir voru hjálpsam- ir, ef til þeirra var leitað, og hefur það haldizt til þessa tíma. E i 11 sumarið, sem við bjuggum þarna, kom ein- kennilegt atvik fyrir mig. Trausti maður minn var þá að vinna hjá nágranna okkar, Jóhannesi Péturssyni. Heim- ili hans er um hálfri mílu sunnar og einni mílu vestar en bær okkar. Svo bar við, að ég átti eitthvert brýnt er- indi við Trausta, og fór því dag einn að finna hann og fór gangandi að venju. Ég borðaði hádegismat hjá Pét- ursonshjónunum, og að því búnu gekk Trausti með mér út á götuna, sem lá heim til okkar, en hélt síðan til vinnu sinnar. Rétt eftir að hann skildi við mig, verður mér litið upp. Sé ég þá hús 4 hæð nokkurri fram undan mér, þar sem ég vissi enga von mannabústaðar. M é r f laug fyrst í hug, að ég kynni að hafa villzt, þótt um stuttan spöl væri að ræða, svo ég geng heim að húsinu í þeim tilgangi að spyrja til vegar. Þegar ég kem upp að húsinu, sé ég engin lífsmerki þar, og ekki rauk þar úr strompi. Húsið var auðsýnilega ný- byggt. Nýr tjörupappi var lagður á þakið, og hann negldur niður með nýhefluð- um, ómáluðum hstum. Húsið var fremur lítið, með lágu risi en snoturlega byggt. Fyrir utan húsið var pallur og þrjár tröppur upp á hann. Tveir gluggar voru á framhlið huss- ins og grænar blæjur fyrir báðum. Voru þær ekki dregn- ar alveg niður, svo að mér flaug í hug að gægjast inn um gluggann. En hvert sinn, sem ég ætlaði að gera það, var líkt og eitthvað aftraði mér frá því, svo að úr því varð ekki. Framan við húsið var lágur skúr, líkastur geymsluhúsi. Ég var nokkra stund á ferli umhverfis húsið. Allt í kring- um það var nýhöggvið skóg- arrjóður, og stóðu þar enn gildir stofnar, nýlégir í sárið. Þegar ég var að skyggnast þarna um, kom ég auga á ný- höggna braut, sem lá yfir hæðardragið, og sýndist mér það vera heybraut. Gekk ég suður eftir henni, og verður þá fyrir mér fjós og heygarð- ur, og lá þar dálítið af heyi. Fjósið var lítið, sýnilega fyrir fáar skepnur, og lá það í slakka í öldinni, og þótti mér það einkennilegt. Ekki sá ég nokkra lifandi skepnu, ekki einu sinni kött eða hænu. Ég hélt dálítið lengra áleiðis, og varð þá fyrir mér moldarflag, og var moldin í því fín og falleg, rétt eins og heima á íslandi. Óskaði ég mér, að komin væri svo sem ein fata af henni heim til mín, til að hafa hana í blómapottana mína. Þegar ég var komin yfir flagið, urðu fyrir mér krossgötur. Lágu þar vegir í þrjár áttir, suður, austur og vestur. En ólíkir voru þeir vegir því, sem ég þekkti þá í Nýja ís- landi, því að þeir voru allir mölbornir, sléttir og skín- andi fallegir. Mér fór nú ekki að standa á sama, og hugsa, að mér sé bezt að snúa við og reyna að komast aftur heim að húsinu. Gerði ég það, og leit um leið aftur til fjóss- ins og heygarðsins, og var þar allt sem fyrr. Ég fór aftur heim að húsinu, legg hendur á tröppurnar og tel þær að nýju. Þá snerti ég við lok- unni á skúrnum. Jú, allt var þetta áþreifanlegt. Ég geng aftur slóðann niður ölduna, sem ég kom fyrst eftir, og varð þá brautin fyrir mér, og fór ég eftir henni og komst slysalaust heim. Ekki fann ég, að mig syfj- aði eða ég hefði gleymt mér nokkra stund. En ég var renn- vot og mjög slettótt, enda voru þá brautir allar blautar og pyttóttar hér suður frá. Síðar fór ég um allt þetta Aðeins $ 10000* ÍSLANDSFERÐ FRAM OG TIL BAKA FRÁ NEW YORK Lægsiu fargjöld! Þotu þjónusta! Ný lág fargjöld 1970 til fslands fyrir alla--------unga, aldna, skólafólk, ferðahópa! ísland er líka fyrir alla. HiS fagra ísland minninganna; núlíðar ísland sem erfilt er að ímynda sér; hið hrífandi ísland, sem frændur og vinir hafa skýrt ykkur frá — og sem þið getið sagl frá þegar heim kemur. Nýju fargjöldin frá New York--------aðeins $100 fram og lil baka með 15 mannahóp eða fl. Fyrir einslaklinga aðeins $120* fram og til baka fyrir 29.45 daga á íslandi; aðeins $145* upp að 28 dögum aðeins $87*. Aðra leið fyrir stúdenta er stunda nám á íslandi í 6 mánuði eða lengur. Fleiri lág fargjöld er gegna þörfum ykkar. LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. Frekari upplýsingar hjá ferðaumboðsmanni þínum eða Icelandic Air lAnes.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.