Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER 1970 Guðdómleg „goðsögn" Framhald af bls. 1. Við skulum líta inní kirkju, sem á vegi verður. Jólatrés- samkðma barna stendur yfir. Börnin syngja „í dag er glatt í döprum hjörtum,“ og „Heims um ból.“ Eitt eldri barnanna les jólasöguna, „Það bar til um þessar mundir . . .“ Við erum minnt á það að svipuð hátíðahöld fyrir eldri og yngri, fara fram einmitt þessa daga, í öllum menningarlöndum heims og á flestum þjóðtungum. Börnunum er kennt hið eiginlega meginmál hátíðarinnar, og að jólagjafimar á trénu sem stendur á kórpalli, og aðrar gjafir sem menn skiptast á; um jólin, séu aðeins til þess ætlaðar að minna á jólagjöf- ina mestu. » Er þetta hverful hylling og hugarburður manns? Nei, það er fögur fylling á fyrirheitum hans, er sýnir oss í anda Guðs eilíft hjálparráð. . . . Gönguför okkar er lokið. Við höldum heim. Þrír vitringar heimsóttu jólabarnið forðum. Sá er manna vitrastur, sem leyfir því ekki aðeins skyndiheim- sókn, heldur langdvöl í hug og hjarta, og lætur sér skiljast að jólasagan er ekki goðsögn ein, heldur guðs-sögn, um kær- leika Guðs og tilgang mannlegs lífs, og það, hvemig líf okk- ar á að vera. Skær himinstjarna leiðbeindi vitringunum á langri leið, unz þeir fundu Jesú barnið. Þrjá stjörnur skína á hugarhimni góðra manna, á hverj- um jólum. Þær heita: trú, von og kærleikur. Við skin þeirra skalt þú, lesari góður, bera jólatréð inní dagstofu þína. Tréð táknar mátt gróandans. Þér er ætlað, að dæmi hans sem fæddist á fyrstu jólum, að vaxa að vizku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum. Ljósin á trénu, eru tákn vonarinnar. Vesæll er vonlaus maður. Vonarsnauða vizkan veldur köldu svari, við ráðgátum tilverunnar. Skrautið, sem þú umvefur hið ljósum prýdda tré, er tákn kærleikans, sení breiðir yfir misfellur í sambúð manna, og veitir okkur, margvíslega rislágum og innviðaveikum mönnum fyrirgefningu og frið, þrátt fyrir ýmiss konar veikleika og víxlspor. Hefjum svo raddir í helgum söng, og þökkum Drottni fyrir goðsögnina guðdómlegu, sem er guðspjall lífsins. íslenzkir læknar heiðraðir Framhald af bls. 1. ir; þeirra á meðal fyrrverandi forseti American Medical As- sociation, og forseti lækna- deildar ríkisháskólans í Grand F o r k s . Borgarstjóri flutti faguryrt inngangsávarp, og sæmdi læknana heiðursgjöf- um. Rak svo hver ræðan aðra. Yngri læknar, af íslenzkum uppruna, þeir Lyle Hillman, og Jón V. Eylands, töluðu fyrir minni heiðursgestanna. Bar margt á góma í ræðum þessum, sem voru sambland af a 1 v ö r u og góðlátlegri kýmni. Yfirlýsingar bárust frá mönnum sem þökkuðu þeim bræðrum fyrir að hafa/ fengið að halda lífi og lim- um, eftir að stórslys báru þeim að höndum. Til þess_ var tekið hversu duglegir þeir hefðu verið við að hjálpa til að fjölga mannkyninu. Sam- kvæmt skýrslum spítalans höfðu þeir að öllu samanlögðu aðstoðað við 4,420 barnsfæð- ingar, og samkvæmt 17,000 skurðaðgerðir af ýmsu tagi. Allar báru ræðumar vott um virðingu fyrir, og velvild til heiðursgestanna. Komst sam- kvæmisstjóri svo að orði í lokaávarpi sínu: „lómurinn af hinum lofsamlegu ummælum hér í kvöld, mun endast þeim til æviloka.“ Báðir eru þeir bræður fædd- ir nálægt þorpinu Upham, N. D., á fyrsta tugi aldarinn- ar. Foreldrar þeirra voru Guðbjartur Jónsson frá Víg- hólsstöðum á Fellsströnd, og kona hans, Guðrún ólafsdótt- ir, frá Stóru Hvalsá, í Hrúta- firði. Voru þau fátækir frum- býlingar, sem fluttust vestur um haf í aldarbyrjun. í útfar- arræðu sem séra Kristinn K. Ólafsson flutti við jarðarför Guðbjargar 1939, segir hann um börn þeirra: „Þau hafa rutt sér braut til menningar og frama, svo slíks munu fá dæmi, þótt hagur heimilisins væri jafnan þröngur." Nafnkenndastur af forfeðr- um þeirra á íslandi, sem lifðu fram á þessa öld, var vafa- laust föður-afi þeirra, Jón Magnússon, sem um mörg ár annaðist póstferðir milli Reykjavíkur og ísafjarðar. Um hann segir í sögu land- póstanna: (I bls. 209) „Fáir munu þeir meðal íslenzkra pósta sem hafa orðið almenn- ingi víða um land jafn hug- þekkir og minnisstæðir og Jón Magnússon. Ber margt til þess. En þó fyrst og fremst karlmennska hans, kappgirni, drenglund og góðmennska.“ En amma Jóns var Sigríður Níelsdóttir, systir séra Sveins Níelssonar á Staðarstað, föður Hallgríms biskups Sveinsson- ar, en Jón ólst upp hjá henni. Má ætla að framfaraþrá for- eldranna, ásamt góðum eigin- leikum afans, hafi fallið þess- um heiðursgestum í arf, eftir þeim vitnisburði að dæma s e m samferðamenn þeirra gáfu þeim þetta kvöld. B á ð i r eiga þeir bræður glæsilegan menntferil að baki, og margvíslegur sómi hefir þeim áður fallið í skaut. Báð- ir hafa þessir synir fátæku landnámshjónanna komist til hæstu metorða sem unnt er að öðlast: að hljóta aðdáun og þakkir stórrar sveitar sam- ferðamanna fyrir trúmennsku, mannkærleika og vel unnin störf. V. J. E. Robert Jack Framhald af bls. 1. Stúlkan vissi ekki. Símtal- inu var lokið og ‘operator’ eða símastúlkan talaði aftur við mig. Þá datt henni í hug að síma aftur og spyrja hvort að það væri ekki eldri bróðir eða einhver annar í húsinu. Það gerði hún og ég hlustaði á samtalið. Nei litla stúlkan var ein í húsinu. Ég vona að Jóhannes skijji erfiðleikana með þetta álít.* Ef hann hefði sent mér símskeyti á ensku mundi það hafa fyllilega dug- að. í þjóðfélagi okkar er allt líf og fjör í Relkjavík og h e 1 d u r höfuðstaðurinn að stækka á meðan sveitirnar tæmast hægt og rólega. Og hvar er menningin á landi okkar? Hún hefur alltaf ver- ið sveitamenning. Nú er hún varla til. Hvað tekur við? Hvers konar menning vex upp úr þessu öllu saman? Ég þori ekki að svara því. Eins og ég hefi skýrt frá fóru nókkrir bændur hér sér- staklega illa eftir öskufallið í vor. Þ e i r misstu margar skepnur og ofan á það var mjög lítil grasspretta. Vegna þess hefur mikið hjálpað, en ekki hefur það reynst nægi- legt. Það er þess vegna að full- trúi frá kirkjuhjálpinni ætlar Compliments and Sincere Wishes for Christmas and the New Year [ Dr. S. Molkin, Phys. & Surg. ' Dr. Chos. Molkin, Dentist hingað norður næstu daga til að athuga með hjálp handa þessum fjölskyldum. Þessi hjálp hefði átt að koma fyrr. Islendingar í þessu tilfelli hafa ekki verið nógu vel vak- andi yfir velferð landa sinna, að mér finnst. Það er oftast að L.-H. berst seint hingað, að ég veit lítið um helztu fréttir hjá ykkur fyrr en þær eru löngu liðnar. Ég nota þetta tsökifæri til að óska Fríðu og Hjálmari Daníelson innilega til ham- ingju með gullbrúðkaupið sitt. Ég kynntist þessum hjónum þegar ég kom fyrst til Mani- toba og reynsla okkar Vigdí- af þeim var með ágætum. Bæði hafa þau gert „garðinn“ frægan, hvort á sinn hátt, og einnig saman og ég veit að bréfin og símskeytin sem bár- ust til þeirra á afmælinu bera öll vott um það. Þess vegna er óþarfi fyrir mig riú að end- urtaka það sem áður hefur verið sagt um þau. Ég vil aðeins þó, með Vigdísi óska þess að Canada og þjóðrækn- ishreyfingin, á s a m t fjölda störfum, sem þau hafa fómað sér fyrir megi fá að njóta þeirra áfram um langan ald- ur. Þar einnig á hótelinu hitti ég m a r g a sveitamenn, og bændur. Það var spjallað um margt og veit ég um einn „fund“ í herbergi hótelsins sem stóð yfir þangað til kl. 5 um morguninn. Mér var einn- ig sagt að Bakkus hefði verið auðfús gestur. Látum það vera. Þessir menn, allir utan borgar konna sjaldan saman og vitanlega hafa þeir gaman af því að lyfta sér upp. (tC<C>CtC>C4C>OC<C>C)OC«OC>C>C>OOCIC>l>t<C«K>«>C i INNILEGUSTU ÓSKIR ... Um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiptavina og allra íslendinga, og góðs, gæfuríks nýárs. HOOKERS LUMBER YARD Phone 482-3631 “The Lumber Number” SELKIRK, MANITOBA §é c^Meríy' Qlyristmas °Happjr ^New cYeart 'Æ (^Manitoba ^Hydtó

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.