Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER 1970 MUNIÐ VINAFÉLAG LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU Jólamatur á síðustu öldum Á undanfömum árum hafa allar aðstæður við blaðaút- gáfu hér í Kanada versnað til stórra muna, enda fátt hækkað öllu meir en prentun og pappír. Þessu til viðbótar má svo nefna hina gífurlegu hækkun póststjórnarinnar á burðargjöldum blaða. Þessi óheilla þróun hefir orðið þess valdandi, að fjölda- mörg blöð hinna ýmsu þjóð- arbrota hér í Kanada hafa á seinustu árum fallið í valinn og útgáfur þeirra stöðvast, mætti nefna að í þeim hópi voru blöð Norðmanna og Svía. Þegar á allt þetta er litið, getum við vissulega verið stoltir af að ennþá hefir hinu íslenzka þjóðarbroti hér í Vesturheimi tekist að halda velli. Blöðin okkar Lögberg og Heimskringla eiga sér og langa og merka sögu að baki, og ekki varð það til að draga úr hróðri þeirra er þau sam- einuðust, nú fyrir rúmum tíu árum. Hið frábæra starf rit- stjórans, frú Ingibjargar Jóns- son, sem ritstýrt hefir blað- inu allan þennan tíma hefir og aukið á vinsældir þess, sem og trúna á að ennþá sé ekki kominn dagur að kvöldi hjá þessu eina íslenzka blaði sem út er gefið utan íslands strandar. Þá ber að þakka út- gáfustjóm Lögbergs - Heims- kringlu hið gifturíka starf, sem hún hefir unnið. Það er ekkert leyndarmál að fjárhagslegur halli á út- gáfu Lögbergs-Heimskringlu skiftir árlega mörgum þús- undum dölum, sem borinn hef- ir verið upp af hinum rausn- arlegu fjárframlögum, sem Vestur-íslendingar hafa látið af hendi rakna til Styrktar- sjóðs blaðsins. Þegar stjómarnefnd þjóð- ræknisdeildarinnar Fróns kom fram með hugmyndina um Vinafélag Lögbergs-Heims- kringlu, var hún þess fullviss að allflestir Vestur-íslending- ar vildu vera með, svo að félagsskapur þessi gæti orðið að fjöldasamtökum. Þetta að leggja fram 1 ceni á dag til styrktar blaðinu, sem bætist við hið reglulega áskriftar- gjald. Það var á það bent að ekki þyrfti nema 274 meðlimi til að skapa blaðinu þúsund dali árlega, sem viðbótartekj- ur. En hinn siðferðilegi styrk- ur, er samtök þessi gætu orðið blaðinu væru þó umfram það er til fjárs verður metið. Frón vill því hvetja, sem flesta að gerast meðlimir í Vinafélagi Lögbergs-Heims- kringlu og þá, sem betur mega að leggja nokkuð af mörkum í Styrktarsjóð blaðsins. Þá má á það benda að áskrift að blaðinu er tilvalin jóla- og tækifærisgjöf til vina og frænda heima á gamla land- inu, sem og hér í álfu. VINAFÉLAG LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU Birgir Brynjólfsson, 402-314 Broadway Ave., Winnipeg 1, Man. Magnús Elíasson, 791 Wellington Ave., Winnipeg 3, Man. Thorsteinn Thorsteinsson, 400 Parkview St., Winnipeg 12, Man. Jóhannes Johnson, Box 331, Ashern, Man. Dr. Hermann Johnson, 257 Simcoe St., Winnipeg, Man. Mrs. J. W. Norberg, 5 Red Fem Place, Beaurepaire, P.Q. Jens Elíasson, 207 Hindley Ave., Winnipeg 8, Man. Mrs. Ken Young, 321 N. Wallace St., Bozeman, Montana, U.S.A. Mrs. Thorunn Johnson, 366 Queen St., Winnipeg 12, Man. Mr. and Mrs. G. Myrdal, 976 Dorchester Ave., Winnipeg 9, Man. Gunnthora Gísladóttir, 206-190 Colony St., Winnipeg 1, Man. Skapti Sigurdsson, Lakeland P.O., Man. Miss Louise Bergman, 28 Purcell Ave., Winnipeg 10, Man. Mrs. Bara Kristofersdottir, 805 Lakeknoll Dr., Sunnyvale, California, 94086, U.S.A. INNILEGUSTU i ÓSKIR ... fi [ um gleðileg jól, til allra ! i okkar íslenzlcu viðskipta- 1 vina og allra íslendinga, j | og góðs, gæfuríks nýárs. j & | LITTLE ! ! GALLERY j 396 Notra Dome Are. Ph. 942-4620 THE HOUSE OF * CORRECT FRAMING | limnieinnaMjmniinmiiMjcK* yewweitiwiweiwwwiww « Megi hátið ljósanna 8 vekja hvarvetna frið 3 og fögnuð! Með þðkk fi fyrir greið og góð j viðsídpti. & ASGEIRS0N PAINT & ! HARDWARE j 696 Sargent Avenue WINNIPEG MANITOBA Nú á dögum finnst öllum sjálfsagt, að borðað sé hangi- kjöt, svið, rjúpur eða aðrir vinsælir réttir á aðfangadags- kvöld eða jóladagana. Mata- ræði okkar íslendinga hefur mikið breytzt frá því sem áður var og til gamans höfum við aflað okkur upplýsinga um algengan jólamat á síð- ustu öldum. Á aðfangadagskvöld v a r matur borinn fram að loknum sálmasöng og jólalestri og kenndi þar margra grasa. Helzta hnossgætið hefur verið magálar, sperðlar og bringu- kollar, en auk þess þótti nauð- synlegt að hafa með svonefnt pottbrauð og hinn ómissandi jólagraut. Var hann ýmist af þeirri gerð, er spaðgrautur nefndist, s t u n d u m banka- byggsgrautur með sýróps- mjólk útá eða hnausþykkur grjónagrautur með rúsínum í. Sums staðar hefur þó að öll- um líkindum þótt meira ný- næmi að fá fisk eða hákarl um jólin í stað hins sífellda kjötmetis. Víðast hvar hefur verið gefið laufabrauð, en það er því miður að verða sjald- gæft á íslandi. Eftir að kaffi kemur til sög- unnar, upp úr 1760, var farið að veita það á aðfangadags- kvöld ýmist á undan matnum eða eftir. Sums staðar mun öllum hafa verið gefinn kaffi- sopi bæði fyrir og eftir mat- inn. Með kaffinu voru helzt borðaðar lummur með sýrópi eða pönnukökur. I Gilsbakka þulunni frægu er getið um te með sýrópi, en þar er senni- lega átt við íslenzkt grasate Á jóladag hefur fólki oft verið fært kaffi og ýmislegt góðgæti í rúmið, og þann dag v a r venjulega skammtaður aðaljólamaturinn: Hangikjöt, pottbrauð, ostur, hangiflot og smér. Stundum fylgdi með heil flatbrauðskaka, og var hún þá lögð, yfir allt hitt. Á sumum bæjum mun þó þess- um matarskammti hafa verið úthlutað á aðfangadagskvöld- ið. Oftast var maturinn svo vel útilátinn, að hann entist öll jólin, en skammturinn all- ur gekk undir nafninu „jóla- refur.“ — A.B. Skúli Jóhannsson. The “all for one and one for all” plan Evcry member of your family protected under one policy and premium... that’s the guarantee of Great-West Lifc's Family Plan Insurance. Instead of different policies and costly premiums, only one plan and one easy-to-handle premium covers each individual in your family. As the breadwinner, you can select any policy from Great-West Life's wide range of permanent plans. It then includes your wife, children and automatically insures each new child when born. In addition, each child’s insurance can be converted to five titnes the original amount in later years. Complete family protection and a savings plan for your children, for one low cost premium... arrange for your Family Plan protection with Great-West Life— A great friend for yourfamily H. J. (DORI) STEFANSSON 29B Baltimore Rd., Winnipeg 13, Man. Oíf.: 943-0473 Res.: GL 3-5763 Great-West Life ASSUDMCI G-m COMPAMY Hugheilar jóla- og nýárskveðjur CRESCENT CREAMERY LTD. 542 SHERBURN ST, WINNIPEG 783-7101 INNILEGAR JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR TIL ALLRA ÍSLENDINGA Kæra þökk íyrir ánægjuleg viðskipti. LIPTON PHARMACY (Jack St. John Drug Store) SARGENT ot LIPTON ST. H. Singer, chemist WINNIPEG Phone 783-3110 SEASON'S GREETINGS TO OUR CUSTOMERS Benjaminson Construction Co. Ltd. 1425 Erin Street Ph. 786-7416 - Res. 453-0089 fc<dctc«cicte«ic>cmK«(eiecc«c<cecietc<ec«««w<c«>e<c(c«>e>ewt«cioc«ic«ciM«j Sincere Christmas and New Yeor Greetings to oll our lcelandic Customers and Friends from JENKINSON'S TOM-BOY STORE MEATS & GROCERIES (íslenzkur harðfiskur) Sotisfied Customers Our Best Recommendotion Phone 482-3150 or 482-3151 Selkirk, Mon. j Hugheilar jóla- og nýárskveðjurl MACNUS ELIASON 791 Wellington Ave. All Forms of Insurance Phone 774-0639 Winnipeg, Mon. Representing: - LLOYD STINSON Insuronce Agency Phone 786-3964 »dWh»aat>m»ari»iajai>oh>t»»»mataar>>»atWdt«»ni»ai»iWi8iWinamin«t

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.