Lögberg-Heimskringla - 27.07.1972, Síða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1972
Fáein orð um fyrirhugaða útgáfu Grágásar
í enskri Þýðingu
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
303 Kennedy Sireet, Winnipge, Man. R3B 2M7
Prinied by
WALLINGFORD PRESS LTD.
Editor Emeritus: INGIBJÖRG JÓNSSON
Editor: CAROLINE GUNNARSSON
President, Johann T. Beck; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary,
Dr. L. Sigurdson, Treasurer, K. Wilhelm Johannson.
EDITORIAL CONSULTANTS:
Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr.
Valdimar J. Eylands, Tom Oleson, Dr. Thorvaldur Johnson, Dr. Philip M.
Petursson, Hjalmar V. Larusson. Minneopolis: Hon. Valdimor Bjornson. Victorio,
B.C.: Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert
Jock.
Subscriplion $6.00 per year — payable in advance.
TELEPHONE 943-9931
"Sscond dass mail registrotion number 1667"
Orð Njáls á Bergþórshvoli
„með lögum skal land vort
byggja, en með ólögum eyða“
eru flestum íslendingum kunn
og varla þörf að ræða þau
nánar á þessum vettvangi.
Rúmri öld eftir dauða Njáls
eða um 1125 skrifaði Ari Þor-
gilsson hinn fróði íslendinga-
bók sína, og eru þar merkar
frásagnir um uppruna og
varðveizlu þjóðveldislagainna.
Ara farast svo orð um hinn
lögspaka mann Úlfljót:
„En þá er ísland var víða
byggt orðið, iþá hafði maður
austrænn fyrst lög út hingað
(þ.e. til íslands) úr Norvegi,
sá er Úlfljótur hét. . . og voru
þau Úlfljótslög kölluð:“
Skömmu eftir 'utkomu Úlf-
ljóts var Alþingi stofnað á
Þingvöllum. Það mun hafa
verið árið 930 eftir Krists
burð. Þeim atburði lýsir Ari
fróði svo: „Alþingi var sett
að ráði Úlfljóts og allra lands-
manna þar es nú er.“ (þ.e. þar
sem það enn er).
Með stofnun Alþingis hófst
ein sérstæðasta tilraunin, sem
forngermanskar þjóðir
nokkru sirmi gerðu um mynd-
un lýðræðislegra stjórnarfars
en áður hafði tíðkazt. Á Al-
þingi sátu goðarnir fomu og
meðráðamenn þeirra, en æðsti
embættismaður þingsins
nefndist lögsögumaður: „Svo
er enn mælt, að sá maður
skal vera nokkur ávallt á
landi voru, er skyldur sé til
að segja lög mönnum, og heit-
ir sá lögsögumaður.“ (sbr.
Lögsögumannsþátt Grágásar).
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að lögsögumaðurinn
þurfti að leggja lög þjóð-
veldisins á minnið og „segja
upp lögþáttu alla á þrem
sumrum“, og gátu því þing-
gestir sem sátu þrjú Alþing
í röð heyrt öll lögin af vörum
lögsögumanns.
Islendingar h i n i r fornu
voru mikilvirkir lagaismiðir,
og gerðist því hlutverk lög-
sögumanns þeim mun erfið-
ari minnisþraut, því lengra
sem leið. Því er ekki að undra,
að v i s s i r þættir laganna
skyldu verða með því fyrsta,
sem á bók var fest, eftir að
ritlistin barst til íslands um
aldamótin e 11 e f u hundruð.
Þeim atburði lýsir Ari hinn
fróði þannig: „Hið fyrsta sum-
ar, er Bergþór sagði lög upp,
var nýmæli það gjört, að lög
vor skyldi skrifa á bók að
Hafliða Mássonar um vetur-
inn eftir að sögu og umráði
þeirra Bergþórs og annarra
spakra manna, þeirra er til
þess voru teknir . . . þá var
skrifaður Vígslóði og margt
annað í lögum.“ Lagaritun
þessi mun hafa orðið vetur-
inn 1117-1118, og frásögn Ara,
sem nú var til vitnað, er
fyrsta örugga heimildin, sem
við höfum, um upphaf ritald-
ar á íslandi.
Skömmu eftir miðja þrett-
ándu öld leið íslenzka þjóð-
veldið undir lok. Hafði því
þá enzt aldur í þrjú hundruð
ár og rúmum þrem áratugum
betur. Hefir tímabil þetta öðl-
azt gullaldarljóma í vitund
allra íslendinga, enda þótt
skeggöld og skálmöld væru
fylgjur þess. Úr jarðvegi þess
spruttu þær bókmenntir, sem
urðu undirstaða íslenzks þjóð-
emis, og frá þessum tíma hafa
varðveitzt ótrúlega margar
minningar um víkingleg af-
rek. Meðal merkustu minja
þessa tímabils eru þó sjálf
þjóðveldislögin, hið m i k 1 a
lagasafn, sem við jafnan nefn-
um Grágás, enda þótt upp-
runi þess bókarheitis sé óljós.
Grágás hefir réttilega verið
tallin eitt af undirstöðuritum
íslenzkrar og norrænnar
menningar. Hefir hún allt í
senn, lögfræðilegt, menning-
arsögulegt og bókmenntalegt
gildi. Upphaf þingskaparþátt-
ar er á þessa leið:
„Það er mælt í lögum vor-
um, að vér skulum fjófa eiga
fjórðungsdóma. Skal goði
hver nefna mann í dóm, er
fornt goðorð hefir og fullt, en
þau eru fuil goðorð og forn,
er þing voru þrjú í fjórðungi
hverjum en goðar þrír í þingi
hverju. Þá voru þing óslitin.“
Að efni varðar þessi grein
grundvöll hinnar fomíslenzku
stjómskipunar, en búningur
allur og orðalag er vissulega
í ætt við þá orðsins list sem
skipaði Islendingum virðuleg-
an sess meðal norrænna
þjóða.
★ ★ ★
Ensk þýðing á Grágás hefir
enn ei séð dagsins ljós í bók-
arformi, enda þótt mjög hafi
verið að því máli unnið. Er
nú þess vegna í ráði, að slík
þýðing komi út við Manitóba-
háskóla á næstunni. Ekki er
unnt að gera nánari grein
fyrir þýðingunni á þessu stigi
málsins, en þess verður þó að
geta, að prófessor Peter G.
Foote í London hefir tekið að
sér leiðsögn í málinu, enda er
hann manna lærðastur á því
sviði, sem Grágás fjallar um.
Er þá komið að erindi þessa
greinastúfs, sem er að vekja
athylgi á því, að Íslendinga-
félög í Winnipeg hafa lýst
yfir þeim eindregna ásetningi
að láta af hendi rakna þá fjár-
tryggingu, sem útgáfa Grág-
ásar getur ei án verið. Þjóð-
ræknisdeildin „Frón“ hefir
þegar l'agt til hliðar gildan
sjóð í þessu skyni, Canada-
Iceland Foundation hefir tek-
ið málinu hið bezta, og stjóm
The Icelandic Canadian Club
í Winnipeg hefir æskt þess,
að ég gerði nokkra grein fyr-
ir Grágás í þessu blaði, þann-
ig að hægara verði fyrir fé-
lagsmenn að átta sig á því,
hvað hér er um að ræða, en
þeir em fastráðnir í því að
leggja af mörkum sinh skerf
til útgáfunnar. Hefir sá ötuli
maður Halldór Stefánsson
tekið að sér formennsku í
nefnd þeirri, sem annast mál-
in fyrir hönd The Icelaridic
Canadian Club, og eru fél'ags-
menn hér með hvattir til þess
að tjá Halldóri, hvers stuðn-
ings megi frá þeim vænta.
Vorhugur ríkir þessa dag-
ana meðal Islendingafélága
í Winnipeg, og hafa menn
fullan hug á, að nokkur
dægrabrigði verði á ellefu
hundruð ára afmæli íslands-
byggðar árið 1974 og á aldar-
afmæli Nýja íslands árið 1975.
Bæði voru þessi ríki reist á
grunni lága og réttar, og þegn-
ar beggja létu lagaritun sitja
í f y r i r r ú m i, þegar helztu
nauðsynjamálum var til lykta
ráðið. Það er því mjög í anda
fomra erfða, að þessi ríki
minnist nú uppruna síns með
„Ætli maður ætti ekki að
reyna að þegja um þurkinn
á Gimli þangað til eftir ís-
lendingadaginn,“ sagði ég við
gamlan vin á dögunum. Hann
var að nöldra um að allt væri
að skrælna af vætuleysi á
vatnsbökkunum þarna fyrir
norðan, sagði að ef ekki kæmi
demba pí-dí-kjú, eins og þar
stendur, yrði ekki mikið úr
kroppunum í Nýja Islandi
þettað árið.
„Mér þykir verst um andar-
kroppana og gæsarkroppa!na,“
sagði ég. „Ef hveitikroppur-
inn er svo pervisalegur að
þessi grey geti ekki fyllt á
honum sarpinn verður fiski-
bragð að öllum villifuglimum
sem maður fær í soðið þegar
haustar.“
„Syei!“ sagði vinurinn. „Þú
ert orðin heldur úrkynja
bóndadóttir að tala svona
Ijótt. Við skulum bara sleppa
íslendingadeginum. Hann hef-
ir ekkert gott af því að kropp-
arnir í Nýja íslandi drepist
úr þorsta.“
„Jæja,“ sagði ég og fann að
ég var krankí, „haltu bara
áfram að kvabba, og þá sekk-
ur þetta kannske inn hjá þeim
sem hafa lyklaráðin að vatns-
því að fá enskumælandi þjóð-
um í hendur Grágás hina
fornu, sem er ekki einungis
einn mesti dýrgripur Islend-
inga fyrr og síðar, heldur
óræk sönnun þess, að virðing
þjóðveldismanna fyrir mann-
lífinu stóð djúpum rótum,
enda þótt vígaferli væru með-
al fylgikvilla þjóðskipulags-
ins.
Eins og áður segir, er ofan-
greint spjall í letur fært að
beiðni fornviriar míns Hall-
dórs Stefánssonar og annarra
forystumanna í The Icelandic
Canadian Club, en þeir vildu
fræðast nokkuð um stöðu
Grágásar í íslenzkri menning-
arsögu.
Þess ber að geta, að Grágás
v e r ð u r væntatnlega þriðja
bindið í bókaflokknum The
University of Maniloba Ice-
landic Studies, en ritstjórar
þess bókaflokks eru þeir Pro-
fessor R. J. Glendinning og
SyýM
tankinu þarna uppi.“ Ég sagði
honum að sem bóndadóttir á
sléttunum, hefði ég oftar en
einusinni rekið mig á hvað
þeir gátu verið mín. Allt sum-
arið tímdu þeir kanniske ekki
að sprauta nema dropa og
dropa á akra og garða, en svo
fóru 'þeir yfir höfuðið á manni
og kipptu allíeinu frá hleran-
um þegar verst stóð á.
Margur íslendingdagurinn
nærri skolaðist úr sögunni
þegar ég var krakki út á
landi. Hann var haldinn 17.
júní, svo ólundin í veðrinu
gat komið sér vel fyrir korn-
akrana, þó manni fyndist það
hefði getað rutt úr sér ósköp-
unum einhvern arinan dag.
Þetta var afmælisdagur Jóns
heitins Sigurðssonar, og það
sagði maður öllum brezkum,
norskum, dönskum, sænskum
og þýzkum „útlendingum“
sem komu á hátíðina til að
éta skyr, sem þeir kölluðu ís-
undirritaður. Landnáma verð-
ur fyrst í þessum flokki. Ann-
að bindið verður væntanlega
Saga íslenzka þjóðveldisins,
og verður nánari grein gerð
fyrir því verki hér í blaðinu,
áður en langt um líður.
Aðstandendur þeirrar út-
gáfu, sem nú hefir verið lítil-
lega rædd, vænta þess að
henni verði vel tekið og að
sem flestir gerist kaupendur
þeirra bóka, sem út verða
gefnar.
Haraldur Bessason.
P.S.
Allmargir hafa spurt mig
um hlutdeild The Icelandic
Canadian Club í útgáfumál-
inu. Vil ég hér með vísa þeim
mönnum til Halldórs Stefáns-
sonar 296 Baltimore St. Sími:
453-5763. — H. B.
lenzkan rjóma. Á aðfangadag
íslendingadagsins voru menn
bizzí við að koma upp lauf-
skálum til að skýla ræðu-
mönnum, söngfólki og glímu
köppum fyrir sólinni, því hún
átti að skína allan daginn, en
skýjunum var ekki ætlað að
fara að hella úr sér yfir lauf-
þökin. Allt átti að vera blátt
og hvítt eins og íslenzki fán-
inn gamli, strákamir í hvít-
um skyrtum með blá bindi
um hálsinn, stelpurnar í hvít-
um kjólum með bláa borða
í hárinu, og hárið þurfti að
hanga í löngum krullum eins
og hefilsspænir í laginu. Það
var vafið upp svo fast kvöld-
ið áður að ómögulegt var að
sofa á því, og maður heyrði
strax þegar byrjaði að rigna.
Þá var ekki a n n a ð hægt
en að gráta milli dúra alla
n ó 11 i n a. Bændumir sögðu
bara að það væri ollræt að
rigningin kæmi á íslendinga-
daginn. Með þeim system
misstu þeir ekki nema einn
dag frá heyskapnum. „En það
munar um þessi tár, krakkar,“
bættu þeir stundum við. „Ef
þið haldið áfram að skæla
verða brautimar ófærar svo
við komumst ekki útfyrir
traðirnar. — C. G.