Lögberg-Heimskringla - 28.09.1972, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1972
Ásgeir Ásgeirsson
Hinn veðurblíði september ársins 1961, líður seint úr
mirmum Vestur Islendinga, því þá fögnuðu þeir komu
Ásgeirs Ásgeirssonar og konu hans, Dóru Þórhallsdóttur,
til Kanada.
Hann hafði þá verið forseti Islands í níu ár, og Kanada-
stjórn viðurkenndi íslenzku þjóðina og hennar æðzta mann
af þvílíkri alúð og rausn, að vart hefir nokkurntíma meira
staðið til þegar merkisberar heimsþjóðanna hafa heimsótt
landið. Fylkisstjórnir og borgarstjórnir lögðu sitt til hátíða-
haldanna, og menn af öllum þjóðflokkum þessa blandaða
mannfélags áttu þátt í að hylla þjóðhöfðingja Íslands og
írú hans.
Náttúran skartaði sínu fegursta. Fánar Kanada og Islands
blöktu yfir marglitum laufskrúða hinna tignu álma og hlyna
er standa við fegurstu götur sléttuborganna. Kornakrar bærð-
ust í hægum öldum eins og gullið haf, alveg út að sjóndeild-
arhring, og sjálft Winnipegvatn blasti við sjónum hinna
tignu gesta eins og gjöfull sær. En þegar dagur leið að kvöldi
ljómaði litríkt sólsetur sléttunnar yfir haustdýrð landsins.
Og Ásgeir Ásgeirsson dró ekki dul á það að sér litist vel
á landnám Islendinga í Vesturheimi.
Afkomendur landnemanna í annan og þriðja lið töluðu
um uppruna sinn og sögu landnámsins með réttmætu stolti.
Það skildi þjóðhöfðinginn íslenzki og mat að verðugu, hefir
sjálfsagt þekkt ættarmótin með heimáþjóðinni og þeirri
kvísl hennar sem nú var orðinn rótfastur þáttur í kanadísku
þjóðinni.
Hann var vel kunnur sögu hinna stórhuga íslendinga
er námu lamd í Vesturálfu, stofnuðu þar lýðveldi á strönd-
um stórfengilegs stöðuvatns, sömdu lög, byggðu skóla,
Kirkjur og samkomuhús, voru sjálfum sér nógir í mörg ár,
og gátu ekki annað skilið en að hér mundi standa Nýja
tsland um aldur og ævi.
Hér átti að geta þrifist sjálfstætt ríki, á einum smábletti
í þessari „endalausu“ heimsálfu. Það var eðhleg ályktun af
gamalli reynslu að frelsi og einangrun hlytu að haldast í
hendur. Þetta fólk hafði áður þolað einokun og kúgun
erlendra manna, og nú átti ekki að sækja í sama horf. Hér
étti að halda hópinn, hlúa að íslenzkum menningarerfðum,
safna auð og verða velmegandi þjóð. Eftilvill hefir þeim
hugkvæmst að Nýja Island gæti orðið til þess að losa heima-
þjóðina úr erlendum fjötrum. Hver veit hvað þessa menn
dreymdi djarft?
En þeir lærðu af nýrri reynslu og hvar sem þeir tóku
bólfestu í kjörlandi sínu, fengu þeir að njóta sín sem frjáls-
bornir menn með sérkennilegann menningararf, og að við-
bald hans mundi þakksamlega þegið í þjóðfélaginu. Einangr-
unin hefir aldrei verið íslendingum jafn kær og einstaklings-
frelsið. Hún var því úti, áðurenn landnámskynslóðin leið
undir lok. Og fáir munu hafa látið lengra líða en tilskilinn
tíma áðurenn þeir sóttu um fullan borgararétt. Stjórnmál
létu þeir sig miklu skipta, og enginn þoldi að verða útundan
ef greiða átti atkvæði.
Á meðan þjóðbrotið vestra samlagaðist kanadísku þjóð-
inni, barðist heimaþjóðin fyrir sjálfstæði sínu af orku og viti,
og varð lýðveldi fyrir eigin dáð. Lýðveldið var 17 ára gam-
alt þegar forseti íslands og frú hans komu fyrst í opinbera
heimsókn til Kanada. I þeirri ferð unnu þau landi sínu og
þjóð stórsigur með virðulegri og ljúfri framkomu. En ekki
sízt með þeim skilningi á kanadísku þjóðlífi og gildi kana-
dískra áhrifa á heimsmenninguna, er þau tjáðu með eðlilegri
hlýju og látleysi.
Það sló djúpri hryggð yfir fegurð hinna friðsælu haust-
daga í Kanada þegar sú óvænta harmfregn barst vestur-
umhaf að Ásgeir Ásgeirsson væri látinn, réttum ellefu árum
eftir hina minnistæðu heimsókn þeirra hjóna til landsins.
Jafeta S. Skagfjörð
1895— 1972
„Með hverri stundu sú stríða röst,
að stóra fossinum sogar,
en vinarins hönd er viss og föst,
og vitinn á ströndu logar.“
Þrátt fyrir dagsins önn, og
margvíslegt tímans tildur, er
öllum ljóst að röst tímans sog-
ar oss með ómótstæðilegu afli
að „stóra fossinum“, þar sem
jarðlífið hverfur inní eilífð-
ina. Þótt vér reynum að grípa
hvert hálmstrá á bakkanum
og tefja förina, stoðar það
jafnan lítt. Ævidagar vorir
eru sjötíu ár, eða þegar bezt
lætur áttatíu ár, og dýrsta
hnossið er, fyrir þann sem er
að deyja, meðvitund um að
hafa lifað að Guðs vilja, fyr-
ir ástvini og samferðasveina,
hugljúf þökk, og hjartkær
minning um vel unnin störf
og verðugt eftirdæmi.
Nú, þegar Jafeta Skagfjörð
er horfin sjónum, finnum vér
sem þekktu hana vel, að vér
höfum mikið misst. Mörgum
mun finnast tómarúm á meðal
íslendinga í Selkirk, einkum á
hinu fagra heimili þeirra að
433 McLean St. Þar var oft
gestkvæmt hjá þeim Skag-
fjörðs hjónum, og þau mjög
samhennt í því að láta gest-
um sínum líða vel. Þar gekk
Jafeta um beina, ástúðleg,
sviphrein og prúð, og spjallaði
við gesti sína með þeirri glað-
værð og hlýju sem voru ríkir
þættir í skapgerð hennar.
Sérstaklega er harmur kveð-
inn eiginmanninum, Þorleifi.
En þau höfðu átt samleið í
ástríku hjónabandi 1 meira en
hálfa öld. Mun hann hafa
margs að minnast og margt
að þakka, einkum það sjald-
gæfa lán að hafa átt að föru-
naut um svo langt skeið slíka
konu sem Jafeta var. Á efri
árum lítur hann til baka yfir
farinn veg, með angurværum
söknuði og trausti um endur-
fund við hana sem hann hefir
elskað svo lengi, og í bili,
misst.
t
Dætur þeirra þrjár, eru fyr-
ir löngu giftar, hafa stofnað
eigin heimili, og ahð upp fjöl-
skyldur sínar. Bamabömin
voru orðin átta að tölu, og
f j ö g u r barna-barnabörn.
Þannig er ljóst að frændgarð-
ur þeirra hjóna var orðin stór,
og allt er það fólk vænt og
vel gefið. Áhugamál hinna
yngri beinast að framtíðinni.
Þó munu jafnvel yngstu með-
limir fjölsklydunnar fella
saknaðartár vegna ömmunnar
og langömmunnar, fallegu
konunnar sem á æskualdri
kom með foreldmm sínum
frá landinu kalda, en átti
hjartalag sem var undurhlýtt,
og móðurfaðm, sem umvafði
þau öll í kærleika sínum og
fyrirbænum.
Jafeta var fædd í Hnífsdal
í Vestur Isafjarðarsýslu, 20.
Jafela Skagfjörð
júlí 1895. Foreldrar hennar
voru Sigríður Guðmundsdótt-
ir, og Jón Elíasson. Fluttust
þau vestur um haf er Jafeta
var seytján ára. Settust þau
að í Selkirk, og þar átti Jafeta
heima ávallt síðan. Árið 1920
giftist hún Þorleifi Skagfjörð,
mjög mætum manni, sem eins
og nafnið bendir til, er skag-
firzkur að ætt. Hefir hann
lengst ævinnar stundað út-
gerð og fiskveiðar á Winni-
peg vatni, og farnast vel. Þau
hjón voru mjög vinsæl vegna
mannkosta sinna, og þátttöku
á velferðarmálum bæjarins.
Einkum létu þau sér annt um
hinn tvíþætta íslenzka arf, trú
sína og tungu og menningar-
mál ættlandsins. Þau störfuðu
með elju og alúð að safnaðar-
málum, og þjóðræknismálum.
Hvort um sig skipuðu þau em-
bætti í safnaðarstjóm, kven-
félagi, og í þjóðræknisdeild-
inni „Brúin.“ Oft áttu þau
sæti á aðalþingum Þjóðrækn-
isfélagsins, sem fulltrúár
heimadeildar sinnar. Tvisvar
heimsóttu þau ættjörðina og
átthagana, á Vestfjörðum og
í Skagafirði. Var þeim alistað-
ar vel tekið, og stóðu jafnan
síðan í bréfaskriftum við ætt-
ingja og vini, og nutu jafnvel
heimsókna nokkurra af þeim,
hér á vestur vegum.
Eins og að ofan getur, eign-
uðust þau hjón þrjár dætur.
Eru tvær þeirra búsettar vest-
ur við Kyrrahaf. Helga Sig-
ríður, (Mrs. Lloyd Gregory) á
heima í Vancouver, B.C. Eiga
þau hjón þrjú börn, Garry,
Judy, og Keith. Garry er gift-
ur konu að nafni Jeanne Cook.
Judy er gift Lyle (Bud) Currie
og eiga þau tvö börn, Kimber-
ley og Nancy. Keith' er giftur
konu að nafni Yvonne Young,
og eiga þau tvö börn, Lísu og
Paul.
Hildur Elinor, á heima í
Beaverton, Oregon, gift Ro-
Framhald á bls. 5.
SrfjfiHJL
Ja, nú er mér brugðið, að
ég skyldi aldrei komast í
berjamó í allt siunar. Nú er
allt blíðviðrið uppgengið, búið
að snjóa í Saskatoon, Lynn
Lake, Calgary og Stonewall,
og ég áttaði mig ekki á þessu
fyrrenn ég frétti af tilviljun
að hann Heimir Hannesson
hefði skroppið í berjamó norð-
ur á Akureyri, einhvemtíma
á dögunum.
En nú fer mig að gruna
hvemig stendur á því að
Atlantica & Iceland Review
er annaðeins afbragðs tímarit
og það er. Ritstjóramir
bregða sér náttúrlega í berja-
mó til að ná sér í Iðunarepli,
hvenær sem þeim tekst að
svíkjast undan öðrum verk-
um. Það er nefnilega eitt af
þessum top síkrets sem fáir
vita, að krækjuberin eru dul-
búin Iðunarepli. Þeir sem
aldrei hafa heyrt talað um
Iðunarepli, geta snúið sér til
Haraldar prófessors, sem stýr-
ir íslenzkudeild Manitoba há-
skólans, og látið hann kenna
sér Norræna goðfræði.
Ég er ekki heima í soddan
speki. Ég bara veit að'Iðunar-
eplið hafði betra orð á sér en
Evueplið, og mig dreymdi
eina nóttina að Iðunareplið
væri orðið að krækjuberi á
lingi, sem íslendingar sjóði
niður í fínann safa, sem þeir
ættu að blanda saman við
þorskalýsið sitt. Þá yrðu þeir
ekki lengi að binda enda á
Þorskastríðið. Nú er líka far-
ið að búa til bezta líkjör eða
kaffivín úr krækiberjum, en
það ættu landar að fela undir
koddanum sínum, svo óvin-
imir komist ekki í það.
En nú sé ég í Winnipeg
blöðunum að skógarbirnimir
í Manitoba hafa ekki fundið
nein ber í allt sumar. Þess-
vegna hef ég náttúrlega ekki
fengið nasaþef af þeim held-
ur. Nú em þeir svangir, þessi
meinleysisgrey, famir að hafa
list á kjöti og drepa skepnur
sem bændurnir eiga. En
bændurnir bara skjóta þá fyr-
ir vikið.
Ég vorkenni bjarndýrunum.
Þessi geðprúðu dýr leika við
hverja sína kló og láta alla
aðra í friði, ef þau fá að vera
í berjamó allt sumarið og
blunda allan veturinn með
belginn fullann af berjum.
— C. G.