Lögberg-Heimskringla - 28.09.1972, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 28.09.1972, Blaðsíða 1
Jan. 73 Bergsteinn Jonsson, P°x 218 Virí þurfum öll að eignasf Landnámabók REYKJAVIK, Iceland „Hvert ein sta okkar á að hafa Landnámabók á hillunni. hlið við hlið með íslend- ingasögunum oj verkum skáldanna í bundnu og óbundnu máli. Þær bækur eru hluti af bókmenntum sem við dirfumst ekki að leiða hjá okkur ef við viljum halda meðvitund í rótunum." Þeita segir ungur Vesiur íslendingur á ensku í ritdómi um Landnámabók á bls. 2. Tom Oleson er blaðamaður við dagblaðið Winnipeg Free Press, og með skemmtileguslu gagnrýnendum sem skrifa um bækur í blaðið. Hö sberg - íþemtéfmn gla Stofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 86. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1972 <© NÚMER 28 Segir íslenzkuna hafa haldið velli í Vesturheimi Fyrrverandi forseti íslands látinn Forn handrit í afmælisgjöf? Islenzkan í Vesturheimi lét Þorsteini Matthiassyni mæta vel í eyrum þær sex vikur sem hann ferðaðist um byggð- ir ís'lendinga í Manitoba síð- astliðið sumar. En Matthias er Strandamaður, sem hefir kennt íslenzku á íslandi í 40 ár. Þegar hann leit inn h j á Lögberg-Heimskringlu skömmu áðurenn hann snéri aftur heim til íslands, 21. september, sagðist hann hafa náð röddum 50 eldra fólks á segulband. „Allir e 1 z t u borgaramir hafa fúslega sagt frá reynslu sinni hér og minningum að heiman,“ sagði hann. „Og auk þess hef ég notið þeirrar á- nægju að heyra ungt fólk í þriðja og fjórða lið tala hreina í s 1 e nz k u , þarámeðal böm Gunnars Simundssonar í Ár- borg.“ Þorsteinn fann hjá sér hvöt til að kynnast þeirri kvísl is- lenzku þjóðarinnar, sem nú hefir náð rótfestu í Vestur- heimi, og finnst hann skynja samhengi milli þeirra sem fóm að heiman og kynslóð- anna sem fæddust í landinu. ,.,Mér finnst í raun og veru að þeir hafi háldið áfram að vera íslendingar þótt þeir flyttu vesturumhaf, og haldi áfram að vera það, mann fram af manni, þótt yngsta kynslóðin sé farin að tapa málinu að einhverju leyti,“ sagði hann. „Kannski er það ekki sízt þessi sterka taug við fortíðina sem gerir þá að eins góðum Kanadaborgurum og þeir virðast vera.“ Hann kvaðst hafa haft ó- umræðilega ánægju af sam- verunni með öldruðum Vest- ur íslendingum. „Mér finnst að eftir dvöl mína hér hafi ég lifað upp mína eigin æsku á íslandi. Auk sagna og viðtala er hann náði á segulband, tók Þorsteinn 400 myndir af byggðarlögum Islendinga hér vestra og íbúum þeirra. Hann kvaðst vona að sér takist að vinna svo úr efninu að það geti orðið aðgengilegt fyrir þá sem vilja fræðast um Vestur íslendinga. Að skilnaði bað hann fyrir kveðjur til allra íslendinga sem urðu á vegi hans hér, en lét þess getið um léið að hann mundi kapþkosta að koma aftur og ferðast þá lengra vestur í land. Blaðið var komið í preniun þegar fregnin um sviplegi lái Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseia íslands barst til Winnipeg í síðasiliðinni viku, og var því ekki færi að gera henni þau skil sem henni báru. Sjá riisljórnargrein á bls. 4. Sænskur fræðimaður, Olof Tandberg, hefur borið fram þá tillögu í Sydsvenska dag- blaðinu, að Svíar heiðri ís- léndinga á ellefu hundruð ára afmæli Islandsbyggðar með því að færa þeim að gjöf ís- lenzk handrit, sem varðveitt eru í sænskum söfnum. — Mér kemur þetta á óvart, sagði Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður handritastofnun- arinnar, þegar Tíminn átti tal við hann, en að sjálfsögðu lízt mér vel á hugmyndina. Það eru ekki svo fá handrit íslenzk, sem varðveitt eru i Svíþjóð — sem næst þrjú hundruð í konunglegu bók- hlöðunni í Stokkhólmi og upp undir hundrað í Uppsölum. Ætli það geti ekki látið nærri, að af þessu séu um sextíu skinnhandrit, ef öll brot eru talin, og sum þessara hand- rita eru stórmerk. Þar nefni ég til hómilíubók- ina íslenzku, sem er élzta handritið, sem varðveitzt hef- ur, skrifuð um 1200, Uppsala- Eddu, eitt þ r i g g j a Eddu- skinnhandrita, Ólafs sögu helga og Bergsbók svokallaða, sem í eru konungasögur. Tíminn. Leif Eiríksson dagur í Calgary íslendingur sækir um kosningu í sambandsstjórn Syeinn Sigfusson býður sig fram undir merki Liberal flokksins í Selkirk kjördæmi, í sambandskosningunum 30. október. Sveinn er fæddur að Lund- ar, Man., sonur Skúla heitins Sigfussonar, sem sat á fylkis- þinginu í Manitoba í aldar- fjórðung og dó fyrir fáum ár- um síðan í hárri elli. Þeir b r æ ð u r Sveinn og Skúli Sigfússon byrjuðu að stunda fiskiveiðar norðarlega í Manitoba fylki árið 1940. En stofnuðu síðan vöruflutnings- félagið Sigfusson Transport, tóku að skipuleggja og byggja brautir, sem færar yrðu á vetrum sem sumrum, til vöru- fhjtnings útí Indíána byggðir og norðlægar Hudson’s Bay stöðvar í Manitoba, norður Saskatchewan og norðvestur Ontario. Manitoba Historical Society sæmdi Svein medalíu fyrir „stórkostlegt framlag hans í þágu flutningsmála fylkisins." Sveinn hefir getið sér orð- stír í íþróttum, hlaut verðlaun á British Empire leikunum 1950. Hann er áhugamaður um varðveizlu náttúru auð- æfa landsins og dugandi flug- maður (bush pilot), sem hefir flogið mörg þúsund klukku- stundir um óbyggðir norður í fylkjum. Nokkrir fulltrúar norrænu þjóðernisfélaganna hér í borg hafa verið önnum kafnir upp á síðkastið að undirbúa form- lega yfirlýsingu Leif Eiríks- son Dags í Calgary. Árangur- inn er sá, að 9. október hefur verið valinn í samræmi við Leif Eiríksson Daga í Banda- ríkjunum og Winnipeg, og mun hann því hafa sérstaka þýðingu fyrir fólk af norrænu bergi brotið, og þá fyrst og fremst Íslendinga. Athöfnin mun fara fram á laugardaginn, 7. október fyrir framan Ráðhúsið (City Hall). Borgarstjórinn, Rod Sykes, mun lýsa yfir, að 9. október sé héðan í frá Leif Eiríksson Dagur hér í borg. Lúðrasveit mun leika þjóðsöngva Norð- urlandanna fimm, meðan fán- ar þeirra verða dregnir að hún. Ungar stúlkur 1 þjóðbún- ingum eiga að vera fulltrúar landanna ásamt ræðismönn- um og öðrum. Einnig er von- ast til að fulltrúar frá öðrum þjóðarbrotum verði viðstadd- ir. I þakkarskyni gefa Norður- landafélögin borginni gjafir; Leif Eiríksson Klúbburinn mun gefa bók dr. Walter Lín- dáls, „The Icelanders in Can- ada“, undirritaða og tileink- aða af höfundi. Um kvöldið verður haldið samkvæmi fyrir Norðurlanda- félögin í húsi danska klúbbs- ins hér. Sem vina- og virðing- artákn við Íslendinga, þar eð Leifur Eiríksson var íslenzk- ur, var okkur falið að útvega ræðumann. Vahð féll á pro- fessor Harald Bessason, sem tók boði okkar með ágætum. Hlökkum við til komu hans hingað. Auk ýmissa annarra atriða á dagskrá, verður merkum íbúa Albertafylkis af norrænum ættum afhent heiðursskjal í virðingarskyni. Við voniunst til að halda upp á Leif Eiríksson Dag í framtíðinni á helgi þeirri, sem næst fellur 9. október, og það svo, að til sóma megi verða minningu þessa fræga sonar lands vors. . Margrél Geppert

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.