Lögberg-Heimskringla - 28.09.1972, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1972
Walfer Líndal kveður Winnipeg
Skógargildi íslendinga í Seattle
í gær (27. september) laigði
Hon. W. J. Líndal á flug frá
Winnipeg, og lá leið hans til
Calgary, Alta. Þar búa dæt-
urnar tvær, og þar getur hann
notið samvista við þær og
fjölskyldur þeirra. Síðastlið-
inn sunnudag var honum
haldið samsæti á heimili Mr.
og Mrs. Harold 'Olson, og
stóðu þau hjón og Kristín
systir Haraldar fyrir samsæt-
inu. En systkinin eru systra-
böm Jórunnar heitinnar Lín-
dal, fyrri konu dómarans.
They’re looking for people
to sell raffle tickets for a two-
way trip for a couple to Ice-
land in 1974, with $200 in
spending money included.
So why not do your friends,
yourself and the Betel Home
Foundation a favour, by sell-
ing a few books of tickets.
Give your friends and your-
self the chance of winning
this fabulous raffle, for you
get one ticket free for every
Conrad Hillman hefir ný-
lega tekið við stöðu sem líf-
fræðingur í United States De-
partment of Interior, og mun
starfa í deild þeirri er fjallar
um fisk, fugla og dýrategund-
ir. Honum hefir verið falið að
rannsaka grandgæfilega lítið
dýr sem nefnist Ferret og er
í ætt við hreysiköttinn. Þessu
dýri hefir fækkað svo undan-
farin ár, að nú þykir bráð
nauðsyn að koma í veg fyrir
að það eyðist ekki algjörlega.
Hillman hefir starfað að
fiski-og dýravemdar málum
fyrir South Daikotaríki síðan
hann útskrifaðist af ríkishá-
skólanum þar með M.S. gráðu.
Hann hefir r i t a ð margar
greinar í Conservation Digest
Magazine, rit er fjallar um
fugla, villidýr og jurtir.
Fyrsta greinin nefndist „Yel-
low Legs“ og lýsti ítarlega
eðli og ævi hinna skemmti-
legu sléttu fugla sem kallast
prairie chicken. Tók höfundur
til athugunar matarræði fugl-
anna, flutninga þeirra í mat-
arleit og hvernig þeir búa um
hreiður sín. Hann segir að
jarðyrkja, plægt land og
breyting sléttimnar í beitilönd
hafi orðið til þess að þessi fugl
hafði víða horfið úr heima-
högum sínum.
Hann hefir einnig ritað um
hreysikattar frændann, sem
honum hefir nú verið falið að
rannsaka, og um stærri skepn-
ur, svo sem hreindýr, er til-
heyra sléttunum.
Conrad er sonur Mr. og Mrs.
Eldon Hillman að Akra, N.D.
Var auðsæilegt af því hve
margir komu til að taka í
hönd dómarans og óska hon-
um heilla þar vestur í landi,
hve vinamargur hann er, og
hve víðtæk áhrif hans hafa
verið í borginni.
Forseti Canada Press Club
og rnargir meðlimir voru við-
staddir, en þann félagsskap
stofnaði Walter Líndal með
vikublöðum hinna mörgu
þjóðbrota í landinu.
book you sell. But most im-
portant, Betel Home Founda-
tion reaps the proceeds of the
raffle, and there could be no
worthier cause.
The draw will be made at
Gimli Betel Home Nov. 26,
1972, so there is no time to
lose. Contact K. W. Johann-
son, Phone 772-1135 or 783-
3971. Address 910 Palmerston
Ave., Winnipeg, Man. R3G
1J5.
Hann er kvæntur Lindu
Restemayer. Þau hjón eiga
þrjú böm og eru búsett í
Rapid City.
Kveðja
Framhald af bls. 7.
Ég þakka ótal gleðistundir
sem við áttum sameiginlegar,
og ég þakka samúðartárin
þegar angist og sorg gnístu
hjarta mitt. En nú er það
löngu liðið.
„Ó faðir ljóss og alls sem er,
gef öllum frið og hvíld í þér.“
Guðlaug J.
Sala í bílskúr
Það ber oft vel í veiðar þeg-
ar konur taka sig saman um
að rýmka á hillunum hjá sér
og koma gömlum munum í
peninga fyrir eitt og annað
líknarfyrirtæki. Nú heldur
Hadassah f é 1 a g i ð Brandeis
stúka Hadassah félagsins
þesskonar útsölu í bílskúr að
868 Brock St. 1. og 2. október,
frá kl. 10.00 f.h. til 7.00 e.h.
HVER ER HÖFUNDURINN?
Ríður fríður riddarinn
rjóður, fróður, velbúinn,
keyrir hann Dreyra klárinn
sinn,
hvikur er vakur fákurinn.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
John V. Arvidson, Pastor.
Sími: 772-7444
Sunday Service 10:00 a.m.
9:45 Sunday School:
Icelandic Service 7 p.m.
Kærar þakkir
Ég vil þakka öllum þeim
sem á einn eða annan hátt
hjálpuðu með sölu á happa-
drættismiðunum fyrir Lúðra-
sveit Reykjavíkur. Þetta fyr-
irtæki tókst mæta vel, og sýn-
ir hve miklu verður áorkað
með góðri samvinnu.
Einnig vil ég þakka öllum
þeim konum, sem lögðu til
vínartertur og kleinur á ís-
lenzka ballið í Centennial
C o n c e r t Hall. Manitoba
stjórnin stóð fyrir ballinu,
lúðrasveitinni til heiðurs, og
hefir mér verið sagt að 2500
manns haf verið þar viðstadd-
ir.
Kristín R. Johnson.
Styðja 50 mílur
íslendinga
Reykjavíkurblaðið „Tíminn“
skýrir frá námskeiði Nor-
rænna kennaranema á íslandi.
Voru þessir framtíðar kenn-
arar Svíþjóðar, Noregs, Dan-
merkur og ÍSlands saman-
komnir á Þingvöllum þegar
50 mílna landhelgin gekk í
gildi 1. september, og sam-
þykktu einróma stuðning sinn
við útfærzluna.
Þessu lýsti Norðmaðurinn
Tor Andreas Gitlesen yfir há-
tíðlega á Lögbergi fyrir hönd
kennaranemanna. Yfirlýsing
þess var send ríkisstjórnum
allra Norðurlandanna, og er
svohljóðandi:
„Kennaranemar frá Noregi,
Svíþjóð, Danmörku og ís-
landi, samankomnir á nor-
rænu kennaranemanámskeiði
á vegum Nordisk samarbeids-
rád for Lærerstuderende, á ís-
landi 1.—7. september 1972,
lýsa yfir:
Sú útfærsla íslenzku land-
helginnar úr 12 sjómílum í 50,
sem nú hefur átt sér stað frá
hendi islenzkra stjórnvalda,
hefur fullan stuðning kenn-
aranemanna.
Við skorum því á ríkis-
stjórnir h i n n a Norðurland-
anna að styðja íslenzku ríkis-
stjórnina í þessu máli“.
Veðrið var uppá sitt bezta
þegar Islendingar í Seattle
héldu sitt árlega skógargildi,
eða „Icelandic Picnic,“ 16. júlí
s. 1. Má það hafa átt nokkurn
þátt í því að ekki var eins
margmennt við Cottage Lake
að þessu sinni og sum undan-
farin ár, því margt annað
verður til þess að laða fólkið
í veðurblíðunni. Þó voru nógu
margir til að gera mótið
skemmtilegt og vel lá á öll-
um.
Islendingafélagið í Seattle
stóð fyrir mótinu. Um þrjú
leitið kvaddi forseti félagsins,
Jón Marvin Jónsson, sér
hljóðs, ávarpaði fólkið nokkr-
um orðum og bað svo Tana
Bjömson að stjóma söng. Þar
næst kallaði forseti á íslenzku
prinsessuna, Bonnie Kutch.
Þakkaði hún þann heiður að
hafa fengið að skipa þennan
sess síðasthðið ár, og kveðst
hafa haft mikla ánægju af
því. Þá bað hún hina nýút-
völdu prinsessu, Christine
Ólason, að koma fram og taka
opinberlega við tigninni. Sig-
rid Bjömson afhenti fallegan
blómvönd fyrir hönd félags-
ins og þakkaði henni vel unn-
ið starf. Annan blómvönd
fékk hún C h r i s t i n e með
heillaóskum frá félaginu. Svo
báuð Tani öllum að syngja.
íþróttir fóru fram fyrir
böm, og auðvitað var mikið
skvampað í vatninu. Bátar
voru til leigu, og margt ann-
að fyrir unglinga til að
skemmta sér við.
Jón Magnússon.
Hlutleysi
Þá sjónarmið í orða-öng
andstæð eru vegin,
eg sé þá skoðun, sem er röng,
samhliða minni eigin.
Björn Jónsson.
Garlic-laukur er heilnæmur
Garlic-laukur er sóttvamarmeSal, sem hreinsar blóðiB og
hamlar gegn rotnunarsýklum. f Adams Garlic Pearles er
sérstök Garlic-olía er notuð hefir veriö til lækninga árum sam.
an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks sér tíi
heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt Eflið
og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur i dag í lyfjabúð einn pakka
| af Adams Garlic Pearles. Ykkur mtm líða betur og finnast þið
styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er i
| hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus.
Hverskonar island munt
þú heimsækja 1972 ?
• Er það hið hjartkæra ísland, sem þú minnist?
• Er það tsland nútímans, sem þú gelur ekki ímyndað þér?
• Er það ísland, sem þig dreymir um, en hefir aldrei séð?
A árinu 1972, er til fsland fyrir alla — ungt fólk, aldrað fólk,
viðskiptamenn, slúdenta og ferðahópa. Og Lofiléiðir (Icelandic
Airlines) munu fljúga með ykkur þangað fyrir lægri fargjöld
á hvaða árstíma sem er.
NÝJAR ÞOTUR! NÝ FARGJÖLD FRA NEW YORK: Þotufar-
gjöldin á venjulegum árstíma eru aðeins $150 fram og til baka,
upp að 21 dvalardegi á íslandi (Greiða verður fyrirfram $70
fyrir ferðaþjónusiu á íslandi til að njóta þessa fargjalds); eða
aðeins $165 fyrir 29 lil 45 daga, aðeins $190 fyrir 1 til 28 daga.
FÓLKSHÓPA. Safnið 10 í hóp og pantið farið að minsta kosti
20 dögum fyrirfram. Þá kostar það aðeins $120 hvert, auk $35
á manninn fyrir ferðaþjónuslu. Viðstöðutími á íslandi frá ein-
um upp í 21 dag. Ofangreind fargjöld gilda út 31. marz. Frekari
upplýsingar fást hjá ferðaumboðsmanni þinum eða Loflleiðum.
LÆGSTU ÞOTUFARGJÖLD TIL:
ÍSLANDS OG LUXEMBOURG í MIÐRI EVRÓPU.
NÝ ÞOTUFLUGSÞJÓNUSTA TIL OSLO. KAUP-
MANNAHAFNAR, STOCKHOLM. GLASGOW OG
LONDON.
ICEIANDIC
IOFTIEIBIR
630 Fifth Avenue, New York, N.Y. 10020; Phone (212) .757-8565
37 South Wabash Avenue, Chicago, 111. 60803;
Phone (312) 372-4792
Do a Friend a Favour
Líffræðingur hjá Bandaríkjasfjórn