Lögberg-Heimskringla - 28.09.1972, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1972
7
Rödd fró Whit-e Rock, B.C.
Dónarfregnir
Hér er enginn íslenzkur fé-
lagsskapur, svo þó maður búi
hér ár eftir ár, er ekki auð-
velt að kynnast nema þeim
sem þekkst hafa áðurenn þeir
fluttu hingað. Hér taka engir
landar sig fram um að kynn-
aist eða kynna nýkomna ís-
ýendinga er setjast hér að, og
er það frábrugðið íslending-
um í sléttufylkjunum. Afturá-
móti er meiri íslenzkur fé-
lagsskapur í Vancouver og
Victoria. Og í Blaine er ís-
lenzkt lestrarfelag, íslenzkt
kvenfélag og deild af Þjóð-
ræknisfélaginu. En hvað mig
snertir, gerir þetta ekki mikið
til. Ég er nú 83 ára og of göm-
ul til að taka þátt í nokkrum
félagsskap. Einu íslendingarn-
ir sem ég hef kynnst í White
Rock eru Gísli og Rúna Bene-
diktsson frá Wynyard, sem
eru kunningjar mínir og ná-
grannar, mjög væn og gestris-
in hjón.
Það voraði hér seint, eftir
einn hinn kaldasta vetur í
mannaminnum, en tíðin í
sumar hefir verið ágæt. Þó
kostbært væri að halda braut-
um opnum síðastliðinn vetur
og sandbera þær, sérstaklega
í hæðunum hér, var hin mikla
snjókoma sem hér ríkti í sex
vikur, bömunum til mikillar
ánægju. Snjókarlar og snjó-
kerlingar spruttu upp á hverj-
um grasflöt þar sem böm áttu
heima, og búðirnar seldu mik-
ið af sleðum.
Uppskera er með minna
móti, þar sem bæði ávaxtatré
og berjarunnar urðu fyrir
skemmdum af frosti. Þó mun
White Rock ekki hafa liðið til
muna, því hér frís sjaldan til
baga.
White Rock hefir stækkað
gríðarlega þau 12 ár sem ég
hefi dvalið hér. Stórbygging-
ar þjóta upp hver af annarri,
svo að segja vikulega. „Apart-
ment blocks“ eru hér margar
stafnhæðir, og taldi átta í
einni sem nú er í smíðum.
Væri slíkt heimili slæmt ef
ekki væru liftur í öllum.
Svo mikill flutningur hefir
verið til White Rock undan-
farin ár, að einlægt verður að
byggja nýja skóla og sjúkra-
hús. Nú er fólk í Bandaríkj-
unum tekið upp á því að koma
hingað til að fá sér falskar
tennur og gleraugu, svo líka
að ganga undir uppskurði, því
allt þetta er svo mikið ódýr-
ara hér en í Bandaríkjunum.
Þetta er samt ekki gott, því
heimaíólkið mun oft líða fyrir
skort á rúmum í sjúkrahús-
unum.
Ég las með mikil'li ánægju
g r e i n Mattie Halldórsson,
„Hún arnma mín.“ Það var
gott og maklegt að dóttur-
dóttir hennar skyldi minnast
hennar þannig. Það mátti
segja að Monika lifði fyrir
Kristínu dóttur sína og henn-
ar börn, og var Mr. Eccles
eftirbátur hennar. Það gat
ekki verið betri faðir og afi
en hann var. Þau voru sér-
staklega væn hjón, gestrisin
og hjálpsöm. Monika var ætíð
glöð og mjög skemmtileg
kona. Ég þekkti þau hjón vel,
var í boði hjá þeim og gekk
á Swan Creek skólann.
Seinna, er ég var 17 ára, var
ég aftur hjá þeim í mánuð.
Monika hafði vont kýli á læri
svo hún gat lítið gert. Þá var
í borði hjá þeim Árni Stefan-
son, kennari við Swan Creek
skólann, og spiluðu þau hjón
vist við okkur Árna á hverju
kvöldi. Við höfðum sannar-
lega góðann tíma hjá þeim.
Þá var hvorki útvarp né sjón-
varp, en fólk var jafn ánægt
fyrir því.
Seinna var ég um tíma
vinnukona hjá foreldrum
Mattie, Kristínu og Joe Hall-
dorson. Þá minnir mig að
Mattie væri þriggja ára, ljóm-
andi falleg telpa, mesti fjör-
kálfur, aldrei kyrr ef hún var
vakandi, og vel handóð líka.
Mig minnir að systir hennar,
Josie, væri þá aðeins ófædd.
Emma von Rennesse hafði
skömmu áður verið um tíma
hjá Kristínu, og sagði hún
mér seinna að einusinni hefði
sér verulega runnið í skap við
litlu Mattie. Emma hafði eitt-
hvað vikið sér frá þegar hún
var nýbúi.nn að þvo eldhús-
gólfið. Áðurenn varði fann
hún sterka steinolíu lykt í
eldhúsinu. Sú litla hafði þá
hellt öllu úr steinolíu dúnkn-
um yfir eldhúsgólfið. „En það
verk að hreinsa upp eftir
hana!“ sagði Emma og hló
dátt. Hún var alltaf svo kát
og skemmtileg. Allir sakna
hennar sem þekktu hana.
Ég hef reglulega gaman af
að lesa um Sargent Ave. Ég
var oft í Winnipeg þegar ég
var ung, og þekkti vel til á
þeim stöðum sem getið er um
í greininni.
Já, tímarnir breytast. Einu-
sinni hefði enginn trúað því
að Lögberg og Hemskringla
ættu eftir að sameinast, eins-
og þau þá hnakkyrtust í
hverju blaði. Allir urðu glað-
ir þegar þau hættu þeim
ósóma.
Mér líkar Spjallið þitt,
Caroline, og vona að blaðið
haldi einlægt áfram, og legg
hér inn fáeina dali í styrktar-
sjóð þess.
Sigrún Sigurdson (Auslmann)
Kveðja
Fyrir nokkru síðan var sagt
frá því í dánarfregnum L.-H.
frá Vancouver að hjónin Sig-
urbjörn og Kristbjörg Sigurð-
son væru dáin. Hann lézt 21.
apríl en hún 5. júlí, 1972, voru
þú búin að eiga heima hér í
Vancouver í nojkkur ár.
Ég ætla ekki að skrifa neina
æviminning, heldur aðeins að
kveðja mína kæru vini og
þakka þeim einlæga vináttu
þeirra.
Bogga og Bjössi, eins og við
nefndum þau í daglegu tali,
voru vel af Guði gefin. Þau
voru líka fús á að miðla af
þeim gáfum, þekking og
menntun öðrum til gagns. Þau
voru félagslynd, ávalt boðin
og búin til að koma fram til
góðs og hjálpa þar sem þörf
gerðist. Hvar sem þau áttu
heima — í Riverton, Winnipeg
eða Vancouver — voru þau
stólpar kirkju sinnar. Fýrstu
árin í Riverton spilaði Bogga
á orgelið, kenndi í sunnudaga-
skóla og vann í kvenfélaginu.
En Bjössi var aftur allur í
músíkinni. Harin stofnaði og
s t j ó r n a ð i söngflokknum,
samdi lög og skrifaði nótur
undir. Hann var vandvirkur
og smekkvís. Þau voru líka
góðir Islendingar, er kenndu
börnum sínum að tala og lesa
móðurmálið. Fengu börnin
þeirra sjö, fjórar dætur og
þrír synir, gott uppeldi á
heimili foreldra sinna, og góða
menntun, og var fjölskyldan
mjög samrímd. Nú hafa börn-
in öll eignast eigin heimili og
hvert um sig náð því tak-
marki er stefnt var að, og
hafa þau reynst foreldrunum
dásamleg avel.
Gullbrúðkaupsdagur Boggu
og Bjössa var mikil gleðihátíð.
Veizlan var haldin á heimili
Haraldar og Normu sem eiga
heima hér í Vancouver, en
böm þeirra og barnaböm
koum víðsvegar að, og hópur
ættingja og vina var saman-
kominn til að samgleðjast
heiðursgestunum og þakka
þeim liðna daga. Dr. S. E.
Björnssón, sem nú er látinn,
las frumort kvæði, og aðrir
fluttu ræður. Allir vom í sól-
skinsskapi og stundin mjög
ánægjuleg.
Þau hjón voru með í fyrstu
íslandsferðinni frá Vancouver
1963. Bjössi átti mikinn þátt
í ráðstöfun og undirbúningi
ferðarinnar, og allt gekk vel.
Hann hafði myndavélina sína
meðferðis, tók ótal litmyndir,
og þegar heim kom, voru
haldnar ótal myndasýningar
öllum til skemmtunar.
Nú er lífsleið ykkar á enda,
kæru vinir. Allstaðar komu
þið fram til góðs. En bezt og
lengst vil ég muna eftir ykk-
ur þegar þið á, hverjum
sunnudegi leiddust hönd í
hönd inn kirkjugólfið. Bogga
studdi sig við traustan arm
síns góða eiginmanns, sem var
sæll á meðan hann gat verið
henni stoð og styrkur.
Framhald á bls. 8.
húsinu í Winnipeg 22. ágúst,
1972, sjötugur að aldri.
Skarphéðiim, sem oftast var
nefndur Babe í daglegu tah,
var fæddur og uppalinn 1
Winnipeg, sonur Kristjáns og
Sigríðar Hannesson, sem nú
eru bæði látin. Þau settust að
í Winnipeg á bemzku árum
borgarinnar, ólu þar upp átta
mannvænleg börn á gestrisnu
og skemmtilegu heimili, komu
mikið við íslenzkan félags-
skap í borginni, og voru öll-
um sem þeim kynntust að
góðu kunn.
Babe var aðtaöandi og alúð-
legur maður, hjálpfús og
tryggur vinur, eins og hainn
átti ætt til. Hann starfaði við
London Life tryggingar félag-
ið í 29 ár, en lét af starfi árið
1964. Hann tilheyrði Frímúr-
ara stúkunni Fidelity Masonic
Lodge.
Hann var kvæntur Magneu
(Mac) Einarson. Hún lifir
mann sinn ásamt einni dóttur,
Mrs. J. Topp (Olive), einum
syni, Tomas og þrem barna-
börnum, Karen Topp, Tornmy
Topp og Mark Hannesson.
Þrjú systkini lifa hann, Sigur-
björg (Sybil) Hannesson, og
Mrs. Jórun Stewart í Winni-
peg, og Kári í Vancouver, B.C.
Kveðjumál flutti séra John
V. Arvidson í útfararstofu
Bárdals. en hinn látni var bor-
inn til grafar í Brookside graf-
reitnum af Ama Olafson, Ge-
orge Proctor, Tom Telford,
Bob Hampton, Jack Lewis og
Lorne McLean.
Jólainnkaup
heima
á Islandi
CHRISTMAS SHOPPING
IN ICELAND
Now you can easily buy all
your Christmas presents from
lceland. The new Mail Order
Guide from lcemart, the mark-
eting center at Keflavík Inter-
notional Airport, makes it
possible to order the finest
lcelandic products such as
woolen scarves, mittens, and
sweaters, lava ceramics, and
selected art and handicraft
items made from wood to
silver, directly from lceland.
The Mail Order Guide, featur-
ing 370 different items, avail-
able over 1400 varieties of siz-
es and colors, has naturally
many sections devoted to the
famous lcelandic sheepskin
and products made with
sheepskin and wool in its nat-
ural colors.
Send us your name and addr-
ess (and 30 cents to cover air-
mail postage) and we’ll rush
a copy of the lcemart Mail
Order Guide to you immedi-
ately.
Please rush the new lcemart
Mail Order Guide to
Name
Street City Zip
Country
I enclose 30c. to cover airmail postage.
(aiffi
KEFLAVIK INTERNATIONAL AIRPORT ICELAND