Lögberg-Heimskringla - 02.06.1977, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 02.06.1977, Page 1
Þefla er þitt eintak Mra Holgi Danielson Jan 77 Bojc 10 GIMLI, Man. ROG IBO 91 ÁRGANGUB WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1977 ' NÚMER 21 GRETTIR L'JOHANNSON GEFUR STÓRGJÖF TIL BÓKASAFNS!NS í WINNIPEG GRETTIR L. JOHANNSON, fyrrverandi aðalræðismaður, hefur fært bókasafninu í Winnipeg, “Winnipeg Cen- tennial Library”, bókasafn sitt að gjöf. Safn Grettis nær yfir um 500 bækur og tíma- rit. í bréfi til forstöðumanns safnsins, segir Gret.tir meðal annars: estates. Such a program of acquiring. books could be a public service and bc given prominence in the news me- dia, and as far as Icelandic books and translations are concerned, people of Ice- landic background could be reached by notification of this solution to a recurring í viðtali við blaðið nefndi Grettir, að bókasafn Þjóð- ræknisfélagsins væri nú i geymslu hjá Icelandic Can- adian Frón ,en ekki gæfi hann séð, að mikið gagn væri að því þannig, pökkuðu niður í kassa einhvers stað- ar niðri í kjallara, eins og það hefur verið síðustu árin. Sumir vilja, að þetta bóka- safn verði geymt í Norrænu Húsi, sem einhverjar hug- myndir eru um að reisa í Winnipeg, en sem verður aldrei, það er bæði of dýrt að koma því upp, og það verður of dýrt að reka það sagði Grettir. Það þyrfti því endilega að gera eitthvað raunhæft í sambandi við þessar bækur, sagði Grettir, og vonandi verður þetta litla framlag mitt einnig til þess að hvetja aðra til þess að koma bókum sinum á öruggan stað. þar sem almenningur getur haft not af þeim. 1 bókasafni Há- skólans er líka margt góðra bóka, og nú Khfur hið nýja myndarlega bókasafn einnig fengið nokkrar bækur, sagði Grettir, sem fólk getur haft aðgang að. Bókagjöf Grettis er nú komin í hendur starfsmanna safnsins, sem eru að vinna við skrásetningu og flokkun bókanna, en formleg afhend- ing gjafarinnar verður síðar. I am now prepared to do- nate my modest library of approximately five hundred books and periodicals to the Winnipeg Centennial Libra- ry. This collection contains quite a number of books written in Icelandic a n d books in the English lan- guage dealing with Icelandic subjects. This gift would be an outright donation with- out any conditions except that the material given be made available for the use of the general public for refer- ence and lending. This gift eould possibly be the forerunner to subse- quent gifts from'people who ^are desirous of finding suit- able lödging place for their inactive books acquired from problem through the col- umns of the Icelandic week- ly, Lögberg-Heimákringla. 1 viðtali við Lögberg-Heims- kringlu sagði Grettir L. Jo- hannson, að sér þætti rétt að láta þetta nýja glæsilega bókasafn njóta bóka sinna, og eina skilyrðið, sem hann hefði sett, er að almenning- ur hafi aðgang að bókunum, bæði ti lþess að skoða þær og kanna, og eins til þess að fá þær lánaðar. — Nú eru í safninu um 300 þúsund bóka titlar, en forstöðumaðurinn, Mr. John Dutton hefur sagt, að stefnt sé að því, að fjölga þeim um önnur 300 þúsund, svo þeir verði alls um 600 þúsund. WINNIPEG CENTENNIAL LIBRARY Þetta nýja bókasafn var formlega opnað almenningi 4. þessa mánaðar af borgar- stjóranum, Stephen Juba. — Meðal viðstaddra var forsæt isráðherra Manitobafylkis, Edward Schreyer. Þetta safn var meðal ann- ars reist til að minnast hundrað ára afmæli Winni- pegborgar, og er það afar fullkomið. já f NÆSTA BLAÐI Fimmtudaginn 9. júni n.k. verður Dr. Richard Beck 80 ára. — Þann sama dag kémur næsta tölublað Lögbergs-Heimskringlu út og verður það að veru- legu levti helgað þessum merku tímamótum í lífi Dr. Beck’s. Hans G. Andersen, sendiherra situr Hafrétl-arróðstefnuna « New York •v Hafréttarráð'stefnan var sett i New York 23. þ.m. og er gert ráð fyrir, að henni ljúki 15. júlí. Hans G. Andersen, sendiherra, sem er formaður íslensku sendinefndarinnar, , sagði í viðtali við Ríkisút- varpið fyrir nokkrum dög- um, að segja mætti, að öll meginhagsmunamál íslend- inga væru nú þegar komin í höfn, en engu að siður myndu nefndarmenn taka virkan þátt i störfum ráð- jstefnunnar. Enn væri óljóst, hvort unnt yrði að ganga endanlega frá samningu Haf réttarsáttmála á þessari ráð- stefnu, en vonir stæðu til Magnús T. Ólafsson talar í New York Magnús Torfi Ólafsson, al- þingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra verður aðalræðumaður Islendinga- félagsins í New York á þjóð- hátíðardaginn 17. júní n.k. Ólafur Jóhannesson, dóms mála- og viðskiptaráðherra verður, eins og sagt hefur verið frá í Lögbergi-Heims- kringlu sérstakur gestur á ts lendingadeginum hér í Mani toba í ár, og er gert ráð fyr- ir, að ráðherrann verði hér i tíu daga og ferðist um Islend ingabyggðir. já Breytingor á utanríkisþjónustunni Fyrirhugaðar eru nokkrar breytingar á íslensku utan- ríkisþjónustunni, þannig að þrír sendiherrar flytjast á milli landa. Ingvi S. Ingvars son, sendiherra í New York og fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum verð- ur sendiherra í Stokkhólmi. Guðmundur í. Guðmunds- son, sendiherra þar tekur við embættinu í Brussel og verð ur jafnframt fastafulltrúi ís- lands hjá Atlantshafsbanda- laginu (NATO),Nog Tómas Á. Tómasson í Brussel tekur við embætti Ingva i New York. Gert er ráð fyrir, að þess- ar breytingar komi til fram- kvæmda á næstu tveimur mánuðum. já þess, að hægt yrði að ljúka því, svo ekki þyrfti að boða enn til nýrrar ráðstefnu síð- ar. Auk sendihcrrans sitnr Lúðvík Jósefsson, alþingis- maður og fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra ráðstefn una fyrir íslands hönd, og von er á fleiri fulltrúum sið- ar. jó Fyrslu sumargestirnir Á SUNNUDAGINN lenti Flugleiðavél á Winnipeg- flugvelli, og voru með henni um 140 farþegar, sem hingað eru komnir á vegum Ferðaskrifstofunn- ar Sunnu. Sumir farþeg- anna hafa lent í einhverj- um erfiðleikum, sem ekki verður nánar farið út í hér að þessu sinni, en sagt er frá komu fólksins í for ystugrein blaðsins í dag. I næsta blaði verða ef til vill fleiri fréttir af fyrstu sumargestunum. já Selkópar flegnir lifandi Haft hefur verið eftir sviss- neskum dýraverndunar- manni, Franz Weber, að ver- ið geti, að um helmingur þeirra 92.000 selkópa, sem drepnir voru við austur- strönd Kanada á vertíðinni í ár, hafi verið flegnir lifandi. Það er bannað samkvæmt kanadískum lögum, og nú vill Weber ,að veiðimönnun- verði stefnt fyrir rétt. — Þá hefur hann einnig skorað á Sameinuðu þjóðirnar, og aðrar alþjóðastofnanir, að þær komi því til leiðar að selveiðar verði bannaðar við Nýfundnaland í ár ,svo unnt verði að kanna, hve stór sela stofninn þar er. Töluvert var um það i mars mánuði sl., að fólk í Kanada mótmælti seladrápinu, og var víða efnt til sérstakra mótmælaaðgerða. já

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.