Lögberg-Heimskringla - 02.06.1977, Síða 3

Lögberg-Heimskringla - 02.06.1977, Síða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1977 3 k"\bréf til ffiogbprga- 'IfptmHknngUt Tjörn, Vatnsnesi V.-Hún., Iceland. 18. maí 1977. Kæn ntstjori, og lesendur Lögbergs-Heimskringlu! „Eg þakka ykkur öllum í gamla Ar- borg-Riverton prestakalli fyrir síðast. — Það var ánægjulegt í alla staði að heim-' sækja ykkur, og vera við 100 ára afmæli' kirkjunnar í Riverton, og njóta mikillar j gestrisni ykkar í Riverton, Árborg og Geysi. Eg sá mikla breytingu í báðum bæj- unum, Árborg og Riverton, sérstaklega í Árborg, frá því ég kom þangað-aíðast fyrir 17 árum. En yfirleitt fannst mér vera meiri velmegun núna í Nýja Is- landi, en fyrir 17 árum, og fólkið lítur miklu betur út í dag, heldur en þegar ég var þjónandi prestur hjá ykkur fyrir 22 árum. Það var aðeins eitt, sem varp- aði skugga á heimsókn mína núna, og það var, að svo margir kunningjar voru látnir, en hér er ekki rúm til að nefna þá. — En það var mjög ánægjulegt að hitta hjón, sem ég gifti fyrir 22 érum, og börn þeirra, og einnig börn, sem ég skírði, og eru nú orðin fullorðið fólk. Þetta var ferð, þar sem “Memory Held The Door.” Eg naut fundarins í Geysiskallinu, og bækurnar eftir mig (12) fara með flug- vél Ferðaskrifstofunnar Sunnu til Win- nipeg 29. þ.m., og vinur minn Jón Ás- geirsson, ritstjóri þessa blaðs, ætlar að koma þeim norður. Það fannst mér merkilegt að geta haldið fund í 4000 mílna fjarlægð frá Fróni, — á íslensku. Eg þakka Gunnari Sæmundssyni fyrir að hafa boðað til fundarins, og að sýna skuggamyndir frá Vatnsnesinu og Tjörn. Mér ber líka að þakka mörgum í Riverton, sérstaklega Sigmar og Huldu Johnson, Gunnari Helgasyni og Centennial Committee fyr ir alla gestrisni og fallega gjöf, sem mun skipa virðulegan sess á okkar heimili. Það var einnig gott, og gaman að hitta vini af Ukrainskum uppruna, Jimmy og Mary Romaniuk, í Árborg þar sem við dvöldum fyrir 22 árum. Var oft fagnað- arfundur þegar ég hitti gamla vini eins og fjölskyldu Arthur Sigurdson, Leon- ard Thorsteinson, Leif Fridfinnson og Láru og Joe Tergesen, Teddy Drabik og Alex Libinski. Eftir messu í Árborg var gaman að tala við Mrs. Reid móður borgarstjór- ans, Ken og Ragnar Stefanson frá Víðir en sá síðarnefndi var einmitt skírður hér í Tjarnarkirkju fyrir um það bil 70 árum ,eða svo. Og ekki má ég gleyma kollegum mín- um, séra Cone í Árborg og séra Schenk í Riverton, ágætir ungir menn. Ferðin suður yfir línuna gekk ágæt- lega. Eg var tvo daga hjá Birni consul Björnsyni í Minneapolis og fjóra daga hjá Paul consul Johnson í Chicago. Þegar heim kom hitti ég meöal ann- arra í Reykjavík Helga Vigfússon hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu. — Helgi má eiga það, að hann vinnur hér um bil nótt og dag til að láta ferðir Sunnu vestur til ykkar heppnast. Eg hef þekkt Helga í mörg ár ,og hef- ur hann ætíð haft áhuga á þjóðræknis- málum og betra sambandi milli vestur- og austur-íslendinga. Þjóðræknisferðir verða farnar seinna í sumar og verður Gísli Guðmundsson þá fararstjóri, svo það verða fleiri hundruð manns, sem koma í heimsókn til ættingja í Kanada í sumar. Einnig koma margir að vestan og hingað til Is- lands. Mér finnst ég mega til að minnast á eitt mikilvægt atriði, og það er aðdáun- arvert boð Guðna Þórðarsonar, forstjóra Sunnu, en sem kunnugt er bauð hann 100 rosknum vestur-íslendingum frá Kanada til íslands ,þeim að kostnaðar- lausu. Eg veit að allir hafa fagnað þessu og bæði Þjóðræknisfélögin, austan og vestan hafsins. Mér finnst að hver mað- ur eigi að þakka þessa höfðinglegu gjöf. Eg man, þegar ég kom fyrst í Arborg- Riverton prestakallið árið 1953, þá kom ég til konu, sem var 93 ára og lá á bana- beði. Þessi góða kona, sem ég jarðsöng , seinna, þjáðist alla ævina af heimþrá og hafði aldrei efni á því að koma í snögga ferð til Islands. Það var í raun og veru mjög átakanlegt að tala við hana og hlusta á sögu hennar. Þá var enginn til að bjóða henni heim. Eg vil nota þetta tækifæri, þó aðeins fyrir mína hönd, til að þakka Guðna Þórðar- syni fyrir þennan kærleik og skilning, sem hann sýnir gömlum íslendingum i vesturheimi, sem langar.til að Hta land forfeðra sinna, en hafa ekki efni á því. — Eg skil hvað þetta boð þýðir. Eg sem Skoti að uppruna, hef alitaf gaman að því að líta á hina fögru bakka við Loch Lomard. Eins og ég hef skýrt frá eru margir Ijósir punktar í sambandi við ferð mína um Nýja ísland, en einn stendur í sviðs ljósinu. — Það var þegar ég fór í boði Leonard Thorsteinson, Leifs Fridfinns- son og Lárusar til að horfa á Winnipeg Jets og Houstan Rangers í íshokký í Winnipeg, og sjá hina frægu Bobby Hull og Bobby Howe keppa. — Það var dásamlegt kvöld, sem ég gleymi aldrei, og þó held ég með Montreal Canadians” Bréf séra Robert er nokkru lengra, og þar kemur meðal annars fram, að 18 af ám hans 82 er.u bornar ,en þegar bréf hans var skrifað var enn víða mikill snjór á norðurlandi. Séra Robert segir svo í lok bréfsins, sem Lögberg-Heims- kringla þakkar honum kærlega fyrir: — “Eg lýk þessum orðum með bestu þökk til allra á norður Nýja íslandi, og mun skrifa meira seinna.” — Ykkar einlægur Robert Jack. BUSINESS AND PROFESSIONAL CARDS Pjóðræknisfélag íslendinga í Vesfurheimi FORSETI: STEFAN J. STEFANSON ,37 Macklin Ave. Winnipeg, Maniioba R2V 2M4 Slyrkið félagið og deildir þess, með því að gerasl meðlimir. Árssiald: EINSTAKLINGAR $3.00 — HJÓN $5.00 Sendið ársgjöld til gjaldkera ykkar éigin deilda, eða til SIGRID JOHNSON. 1423—77 University Cres., Winnipeg, Manitoba R3T 3N8 RICHARDSON AND COMPANY BARRISTERS AND ATTORNEYS AT LAW 274 Garry Slreel, Winnipeg, Man. R3C 1H5 — Phone 957-1670 Mr. S. GLENN SIGURDSON attends in GIMLI and RIVERTON on the lst and 3rd FRIDAYS of each month. Offices are in the Gimli Medical Centre, 62-3rd Ave., between the hours of 9:30 AJM. and 5:30 P.M. with Mr. Sigurdson and his legal assistant in attendance. — (Telephone 642-7955). In Riverton, Mr. Sigurdson attends in the Riverton Village Office between me hours of 1:00 P.M. and 3:00 P.M. Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. 696 Sargent Avenue Winnipeg, Man. R3E 0A9 PAINTS Benjamin Moore Sherwin Williams C.I.L. HARDWARE GLASS and GLAZING WOOD and ALUMINUM WALLPAPER 783-5967 Phones: 783-4322 FREE DELTVERY ASGEIR ASGEIRSON GEORGF ASGEIRSON FRÁ VINI A. S. BARDAL LTD. FUNEHAL HOME 843 Sherbrook Slreet Selur líkkistur og annast um útfaru-. Allur utbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 Ph. 774-7474 Minnist Divinski, Birnboim Cameron & Cook Chartered Accounlants 608 Somerset Place, 294 Portage Ave., Winnipeg Manitoba R3C 0B9 TeleDhone (204) 943-0526 Fwlly Licenced Resteurent Dine In — Pick-Up — • Home Delivery 3354 Rortege Avenue Phone 888-3361 St. James-Assiniboia ICELANDIC STAMPS WANTED OLDER ICELANDIC STAMPS ANO LETTERS ARE VALUABLE I am an Expart Collactor, abla to Appraisa or Buy BRYAN Brjánn WHIPPLE 1205 SPRUCE STREET, BERKELEY, Cal. 94709 U.S.A HADLEY J. EYRIKSON Barrister and Solicitor 298 St. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 4Z5 Busincss phone: 256-8616 VETEL í erfðaskróm yðar Tallin, Kristjansson & Smith Barrislars and Solicitors 300- 232 Portage Avenue WINNIPEG, MANITOBA R3C 0BI S. A. Thorarinson BARRISTER and SOUCITOR 708 SOMERSET PLACE 294 PORTAGE AVE. R3C 0B9 Off. 942-7051 Res. 489-6488 Skúli Anderson Custom Jewellery Engraver 207 PARIS BLDG. 259 PORTAGE AVE. Off. 942-5756 Res. 783-6688 The Westera Paint Co. Ltd. 521 HARGRAVE ST. WINNIFEO “THE PAINTERS’ SUPPLY HOUSE” SINCE 1908 Ph. 943-7395 J. SHIMNOWSKI, Prasidant A. H. COTE, Traaiurar GOODMAN and KOJIMA ELECTRIC ELECTRICAL CONTRACTORS 640 McGee Streel Winnipeg, Man. R3E 1W8 Phone 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA Evenings and Holidays BYMBEYGLA fæst á íslandi hjá: Jóhannesi Geir Jónssyni Heiðarbæ 17, Reykjavik, Bókav. Edda, Akureyri Bókav. Kr. Blöndal, Sauðárkróki.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.