Lögberg-Heimskringla - 15.12.1977, Blaðsíða 4
4
Lögberg-Heimskringla, Fimmtudaginn 15. Desember 1977 — JOLABLAÐ
PRÉDIKUN í FYRSTU LÚTERSKU
KIRKJU í WINNIPEG 30. OKTÓBER 1977
Eff-ir séra Valdimar J. Eylands,
Texti: — “ ... sannleikurinn mim gjöra yður frjálsa ...”
Á ÖLLUM ÖLDUM hafa þeir menn uppi verið sem trúðu
þessum orðum Krists bókstaflega, og settu sér það takmark
að finna sannleikann á sem flestum sviðum, og veita mönn-
um það frelsi sem þeir þráðu. Hver kynslð getur bent á
einhver mikilmenni samtíðar sinnar, menn sem sköruðu
fram úr i leitinni að sannleikanum, og voru fengsælir í þeim
efnum. Er við flettum blöðum sögunnar sjáum við að marg-
ir slíkir menn voru uppi á síðari hluta fimmtándu aldar, og
á sextándu öld. Þá voru einskonar leysingatímar í sögu
mannsandans, enda tími til kominn eftir langt og ömurlegt
myrkur miðalda. Kompásinn var nýlega fundinn, svo að nú
gátu menn siglt öruggir um hin breiðu höf þótt hvergi væri
landsýn. Hreifanlegur prentstíll var kominn til sögunnar, og
flýtti það fyrir útbreiðslu allskonar fróðleiks. Ný megin-
lönd fundust og nýar siglingaleiðir opnuðust. Mundi þá guð-
fræðin verða útundan er slík risaskref voru stigin á raun-
hæfum og verklegum sviðum?
Nei, sem betur fór. Á þeim vettvangi kom fram nýr og
stórvirkur landkönnuður sem við öll könnumst við, Mar-
teinn Lúther. Einmitt þessa daga er þess minnst, víða um
heim, að f jögur hundruð og sextíu ár eru nú liðin frá því er
hann hóf þá starfsemi sína sem olli aldahvörfum í sögu hins
vestræna heims. Víst má með sanni segja, að fátt hafi verið
frumlegt í starfi Lúthers nema andlegt þrek hans, kjarkur
og frábær trúmennska í leitinni og vitnisburðinum um sann-
leikann. Margt fléttaðist inní siðbreytingarhreyfingu Luth-
ers, sem ekki var beint kirkjulegs eðlis. Má þar til nefna ný
vaknaða þjóðernismeðvitund, viðleitni til að brjóta af sér
airæðisvald þjóðhöfðingja þeirra tíðar, mannfélagsleg um-
bótaviðleitni, kröfur um almenn mannréttindi, og frelsi á
öllum sviðum. Sumt af þessu hlóð undir Lúther og þeytti
honum uppá öldutopp skrílmennskunnar, sem oft ógnar og
eyðileggur umbótaviðleitni manna. En Lúther klifraði uppá
klett mitt í öldurótinu, og veifaði bók sem hann hafði fund-
ið. Hann fann þessa bók lokaða, og bundna með járnkeðju.
Hann braut keðjuna, og opnaði bókina. Það var langt frá
því að þetta væri ný bók; hún var jafngömul kristninni, en
engu að síður lokuð fyrir öllum almenningi þeirrar tíðar. En
Lúther lét ekki við það sitja að opna bókina, hann gaf þjóð
sinni hana á móðurmálinu, og síðan hafa nær allar þjóðir
fengið hana, hver á sinni tungu, unz nú er sagt að hún hafi
verið þýdd á 1500 mismunandi þjóðtungur. Þessi gamla bók
er metsölubók í mörgum löndum. Hversvegna? Vegna þess
að hún boðar þann sannleika sem menn þrá öllu framar,
sannleikann sem gerir þá frjálsa.
1) Heilög ritning boðar okkur sannleikann um Guð
Vissulega ber að kannast við, að í hinni helgu bók fáum
við ekki upplýsingar um allt það sem við vildum gjaman
vita um lífið og leyndardóma þess. Það er margt, sem við
getum ekki skýrt né skilið á þessu tilverustigi. En í kenn-
ingu Krists fáum við þær upplýsingar um Guð, sem mestu
varðar. Guð er ekki aðeins frumorsök eða skapari allra
hluta, ekki aðeins ópersónulegur kraftur, ekki grimmur
harðstjóri, heldur er hann um fram allt kærleiksríkur faðir.
Klassiskar bókmenntir hafa margt og mikið að segja um
réttlæti og dóm, en harla lítið um kærleika. Jafnvel gamla
testamentið nær skammt áleiðis þangað sem Kristur fer í
kenningu sinni um eðli föðurins og afstöðu hans til mann-
anna. Kjarninn í kenningu Krists eru orðin alkunnu og ó-
gleymanlegu: „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son
sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki,
heidur hafi eilíft líf.” (Jóh. 3:16). Þessi boðskapur er ljósið
mikla, sem visar okkur veginn til föðurhúsanna, sem okk-
ur er búin handan við gröf og dauða, og heldur fram þeirri
huggunarríku von að handan við hulu efnisheimsins og tím-
ans fáum við aftur að mæta þeim sem við höfum elskað
og misst.
2) Hellög ritning boðar okkur sannleikann
um okkur sjálf.
Uppruni og tilgangur mannlífsins hafa löngum verið
torskildar ráðgátur, og þær gátur verða aldrei ráðnar af
hyggjuviti mannsins. Þar verða trúarbrögðin að koma til.
-fT ‘ -
Séra Valdimar J.
Eylands, dr. theol.
Hvað er maðurinn að þú minnist hans? spurði skáldið forna.
Hvert er eðli mannsins og hlutverk hans i tímanum? Er
maðurinn aðeins skepna, sköpuð til þess að lifa eftir lögmáli
frumskóganna? Er öli svo kölluð menning manna og þjóða
aðeins "púður og farvi á rotnum líkama? Er maðurinn í
innsta .eðli sínu vondur og vesæll, og vonlaust um hans
hag? Margir fróðir menn á okkar tíð svara þessum spurn-
ingum játandi. Merkin sýna verkin og innrætið bæði i smáu
og stóru, segja þeir. Þvi miður virðast þeir hafa mikið til
síns máls. Má í þvi sambandi benda á blóði drifna mann-
kynssögu, hraðvaxandi vopnabúnað þjóða í nútímanum, og
æ hraðvaxandi virðingarleysi fyrir mannlegu lifi, og helg-
um dómum.
En það er einnig önnur skoðun á eðli mannsins sem á
sér fjölda formælenda. Það er fögur skoðun og mjög bjart
yfir henni. Hún staðhæfir að maðurinn sé að eðlisfari ákaf-
lega góður, og framúrskarandi gáfaður, og að hann sé á
sífelldri þroskaleið, hærra og hærra. Hann þarf aðeins ný
skilyrði og tækifæri til að hefja sig til þeirrar vegsemdar,
sem honum er eiginleg, og sem hann í raun og veru stefnir
á. Það sem kallað er synd er aðeins einskonar tómarúm, eða
vöntun gæða, en það tómarúm fyllist með vaxandi mennt-
un. Maðurinn er gæddur guðsdómsneista, og getur orðið
Guði likur, — og verður það með tímanum. Eini gallinn á
þessari skoðun er sá, að hún er mjög fjarri veruleikanum
eins og hann blasir við í dagleegu lífi, og sambúð manna og
þjóða. Heimsstriðin tvö, sem háð voru á þessari öld, þar sem
mestu menningarþjóðir heims áttu hlut að máli sýndu, að
þessi skoðun er grunnfær, og óskhyggja ein. ___
Það er að vísu nokkur- sannleiki fólgínn i báðum þeim
kenningakerfum, sem að ofan greinir. en brot af sannleika
getur oft verið hættulegri en hrein villa. Kristur kennir
okkur allan sannleikann í þessum efnum. Kenning hans er
hvorki vonlaus bölsýni, eða loftkenndir draumórar.
Kristur kenndi okkur sannleikann um Guð og mann,
lífsins og dauðans djúpin, og hann gerði það i ógleymanleg-
um dæmisögum og líkingum sem eru svo Ijósar að hvert
barn getur skilið þær, en um leið svo djúpar að þær eru sí-
gilt viðfangsefni mannlegs and.a,
Samkvæmt. kenningu Krists er maðurinn vissulega
Guðs barn, en eins og oft á sér stað um börn hefir hann
orðið áttaviltu.r, og svo viðutan í lífsbaráttunni, að öll verð-
mæti hafa ruglast i höfði hans, hið dýrmæta verður litils
virði, og hismið öllu æðra. Hann hefir villst af réttri leið, og
þarf leiðbeiningar. Hann er sjúkur og þarf læknishjálp. —
Hann er hrjáður og þarf huggun. Hann er dæmdur af eigín
samvizku. og þarf að fá fullvissu u.m fyrirgefníngu og náð-
un, Hann er dauðvona, en þráir líf. Þetta kemu.r mjög ljóst
fram i dæmisögum Jesú, en þær eru æðri og uppbyggilegri
i þessum efnum en orðaskak og deilur kirkjunnar manna
fyrr og síðar.
Ungur maður \'arð leiður á lífinu í föðurgarði, og fór
burt í fússi. Hann ásetti sér að finna hamingjuna og njóta.
lífsins, en fann aðeins örbyrgð og smán. Hann sneri heim-
leiðis, og faðir hans beið hans og tók honum með fögnuði.
Kona nokkur hafði orðíð fyrir ámæli í einkalífi sínu.
Hún fór út að brunni til að sækja vatn, á þeim tima dags er
allir héldu sig heima við. Hún vildi ekki verða á vegi kyn-
r-.ystra sinna, að hún mætti forðast ávítur þeirra og dylgjur.
En hún mætti Kristi þar, og þau tóku tal saman. Frá þeim
degi tók háttalag hennar nýja stefnu.
Ráðsmaður einn var settur til að gæta fjármuna hús-
bönda síns sem hafði tekist ferð á hendur. Hann þóttist sjá
sér leik á borði að draga undir sig, svo að lítið bæri á. En
hann varð þess fljótt áskynja að hann gat ekki falið neitt,
því að húsbóndinn vissi allt um hugrenningar hans og
framferði.
Hálærður spekingur leitaði á fund Jesú um nótt til að
fræðast af honum um andleg mál. Hann spurði margs. —
Hann fékk þau svör, að hvað sem líður stétt eða stöðu,
mannviti eða metorðum þá getur enginn maður fundið sálu
sinni frið nema hann endurfæðist, þ.e.a.s., snúi frá villu síns
vegar og taki nýja stefnu.
Háttsettur embættismaður stóð undrandi frammi fyrir
mætti hins ósýnilega, og spurði lostinn skelfingu. — Herra,
hvað á ég að gjöra til að öðlast eilift líf? Hann fékk óetví-
rætt svar: “Trú þú á Drottinn Jesúm, og þú munt hólpinn
verða......”
Þetta er sannleikurinn sem gerir menn frjálsa. Kristur
er mitt á meðal manna og kvenna nú sem fyrr, hann leitar
nð hinum týndu og frelsar þá. Þegar við segjum að einhver
hlutur sé týndur gefum við til kynna að hann sé ekki á sín-
um venjulega stað. Þegar við finnum hlutinn setjum við
hann aftur þar sem hann á að vera, og við getum gengið
að honum næst, þegar við þurfum hans með. Það er nokk-
uð svipað með okkur mennina. Við erum ekki á réttum