Lögberg-Heimskringla - 15.12.1977, Blaðsíða 12
Lögberg-Heimskringla, Fimmtudaginn 15. Desember 1977 — JOLABLAÐ
1S
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
• Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada
Telephonc 247-7798
GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson
PRESIDENT: T. K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing regisíration number 1667 —
Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg
„LJÓSIÐ AF HÆÐUM/#
“HIÐ SANNA LJÖS, sem upplýsir hvem mann, var að
koma í heiminn (Jóh. 1:9).
Það var jóladagsmorgunn í Manitoba. Eg var árla
á fótum, þvi að leið mín lá til messugjörðar í nokkurri
fja<rlægð.
Dagur var eigi á lofti, en himininn heiður og birt-
an frá skínandi stjömum sló silfurbjarma á snævi-
þakta jörðina.
Heilög kjTrð ríkti allt umhverfis. — Enginn var á
ferli.
Eg ók veg minn áleiðis og litaðist um. — Þá námu
augu mín þá sjón, sem ég aldrei gleymi. — í gluggum
einstakra húsa, brá fyrir litlum ljósum og við nánari
athugun sá ég, að þessi ljós komu frá húsum hinna
eldri fslendinga, sem í bænum bjuggu.
Þessir p 'imlu landar geymdu hinn foma sið, að
ljós skyldu loga á heilagri jólanótt. — Mikinn boðskap
fluttu þessi blessuð ljós mér á þessum jóladagsmorgni.
Eg haiði ekki ekið lengi; uns ároði himins boðaði
nýjan dag. Hægt reis röðull i austri og loks Iýsti dags-
birtan veginn og umhverfið og öll önnur ljós máttu sín
einskis, er sólin skein. Um huga minn fóra orð séra
Matthíasar:
„1 gegnum lífsins æðar allar
fer ástargeisli, Drottinn, þinn,
í myrkrin út þín elska kallar
og allur leiftrar geimurinn
og máttug breytast myrkraból
í morgunstjömur, tungl og sól.”
Fæðing Drottins Jesú Krists var ástargeisli Guðs
og kærleikskall hans inn í myrkrin, svo að bjart mætti
verða og breyting í öllum skuggadölum.
„Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvem mann, var að
koma í heiminn.” — Það ljós var og er Jesús Kristur.
Glaður reyndi ég að boða þetta ljós á þessum jóla-
degi og enn á ég þá bæn einlæga til allra,, að jólin megi
verða hið sanna ljós, sem lýsi sérhverjum til innilegri
trúar og fúsari fylgdar við Jesú Krist.
f sumar gekk ég að leiðum hinna látnu vina, sem
forðum minntu ungan prest á kjaraa jólafagnaðarins
með glaðhýru Ijósunum sínum.
Eg blessa þá minningu, sem þeir létu eftir í huga
mínum og um leið og ég sendi lesendum Lögbergs-
Heimskringlu kveðju mína þá fel ég jólaósk mína í
þessum fögm bænarorðum:
„Ó, send mér, Guð minn, geislabrot i nótt,
er glóir stjarna þín í bláu heiði,
sem gefur barni veiku viljaþrótt
að vinna þér á hverju æviskeiði.” (G.G.)
Guð gefi þér, Iesandi minn, gleðileg jól og okkur
öllum slikan bænarhug við komu hins sanna Ijóss,
Drottins Jesú Krists.
BRAGI FRIÐRIKSSON.
✓
Þessar
teikningar sýn-
ast eins í fljótu
bragði, en
myndin til
haegri er
frábrugðin í
sex atriöum,
lausn
á bls. 8
y
61 eöi ileg jól [ Uugbrrg - l^rtmakrtttgla 1888 1886
170 Oakwood Avenue,
Winnipeg, Manitoba, R3L 1E1
November 16, 1977.
Editor, Lögberg-Heimskringla,
Dear Sir:
I have a picture in my possession which
I think would be of interest if publish-
ed in Lögberg-Heimskringla.
This photograph was taken, I believe,
in 1937, at Ames, Manitoba, in front of
the house of my sister Thura — (Mrs.
. Jónas Ölafson(. Except for one person
the identijy of the people in the photo-
graph is known. The one exception is
the fourth person from the left. The
others, from left to right are: — Joe
Stephansson, Rögnvaldur Pétursson,
Grettir Jóhannson, my mother Guðrún
Johnson, Vilhjálmur Stefánsson, Ás-
mundur Jóhannson, my sister Thura
with her son Allan in her arms, and
Sveinn Thorvaldson. There is good rea-
son to suppose that the unknown wo-
man is Vilhjálmur Stefansson’s sister
Sigurrós Jósephson.
Very truly yours,
Thorvaldur Johnson.
§eason!s Qreétimjs
and. "Bestll/iskes for tke, Gominc) Ijear
Samvinnuferðir
Lögberg-Heimskringla, Fimmtudaginn 15. Desember 1977 — JÖLABLAÐ
*I3
^l'Bndge
Gjörðu svo vel að setjast í sœtisuðurs. Líttu
ekkiá spil vesturs-austurs og gerðu áætlun um
úrspil.
Suður gefur. Enginn á hættu.
♦ K76
C? ÁK732
0 965
4 108
♦ G852 ♦ ÁD1093
V G105 N 984
— 0 KDG82 V A c 0- 7
♦ 9 ♦ K653
♦ 4
D6
' 0 Á1043
♦ ÁDG742
Sagnir:
Suður Vestur Norður Austur
1 + 1 -0 1 7 1 ♦
2 4» 2 « 3 4> 3 4
5 ♦ P P Dbl.
Vestur spilar út tígulkóng. Austur lætur
sjöið. Hvernig á suður að spila?
Skdk^
Skákþraut eftir Sandor Hertmann er hlaut
fyrstu verðlaun Chemnitzer Wochenschach
a b c d • f g h
Hvítur leikur og mátar svartan í 2. leik.
Lausn á bls. 21
VEÐRIÐ
ÞAÐ hefur ekki frést af ís-
lensku veðri núna siðustu
dagana, eða réttara sagt
ekki frá því síðasta blað
kom út, en ef að líkum læt-
ur, þá hefur verið misviðra-
samt á Islandi i vikunni.
t Winnipeg hefur hins veg
ar verið staðviðrasamt að
mestu leyti, — kalt og stillt
veður með smávægilegri úr-
komu suma dagana. — Mest
var frostið eitthvað um 26
stig, minnst átta stig. Sólar
naut víða flesta dagana. já
P
UNKT
Ar •
.... í ár voru flutt inn jólatré til tslands frá Danmörku
eins og verið hefur undanfarin ár, en einnig verður
talsvert af íslenskum jólatrjám á markaðnum. Þau eru
flest höggvin í Hallormsstaðaskógi, og í Skorradal.
Myndin hér fyrir neðan sýnir jólatré, sem sett var upp
á Egilsstöðum i fyrra, en þá var það hæsta islenska
tréð, sem höggvið hefur verið, eins og segir i mynda-
textanum. Þetta er grenitré úr Hallormsstaðaskógi, —
því var plantað árið 1937, og var það því orðið 39 ára
gamalt, þegar það fékk þetta virðulega hlutverk, að
prýða Egilsstaðakauptún á jólunum, og þá tók Þorri
þessa mynd . ..
0 Hæsta íslenska
M tréö sem höggviö
hefur veriö
\ ‘W
' m M
* • %
.... tímamir breytast og mennímir með. Hér áður
fjTr var sungið á íslenskum heimilum: „Bráðum koma
blessuð jólin, börain fara að hlakka til, allir fá þá eitt-
hvað fallegt, í það minnsta kerti og spil.” — Það er
reyndar gert cnnþá, en nýir siðir koma með nýjum
mönnum. Nýir jólasveinar hafa haldið innreið sína á
Frðni, eins og sjálfsagt í öðmm menningariöndum
heimsins. Hljómplötuútgefendur gefa út jólaplötur í
stóram stfl, og textinn á jólalögunum hefur breyst. Nú
lýsa jóla.sveinarnir því, hvernig þeir komu i bæinn í
eldflaugum, en ekki á sleðum, sem hreindýram var
beitt fyrir, sbr. „komdu sæll og blessaður, og hvað seg-
irðu til, — hvemig komstu í bæinn, og hvemig bar það
til”, eins og sungið var á plötu fyrir nokkram áram, og
svo lýsti Sveinki því, hvemig honum tókst að komast
með eldflauginni. Og á götum Reykjavíkur má sjá jóla
svein^na þeytast um á vélknúnum snjósleðum síðustu
dagann fyrir jól, fyrir mörg þúsund krónur á tímann ..
.... það hefur verið mikið að gera hjá islenskum
hænsnum að undanförnu. sérstaklega núna fyrir jólin.
Eggjaskortur er mikill á Islandi, og í desembermánuði
þurfa íslenskar húsmæður mjög á eggjum að halda í
jólabaksturinn. Biðraðir hafa myndast í matvöruversl-
unum, og ef að likum lætur eru egg seld á svörtum
markaði þessa síðustu daga fyrir jól...
.,,. á íslandi velta menn því fyrir sér aJlt fram á að-
fangadag, hvort það verði „hvít jól í ár.” Veðrátta.n er
óstöðug, og þótt alhvítt sé á Þorláksmessu, þá er engin
vissa fyrir því, að á aðfangadag verði líka hvít jörð.
Svo getur að minnsta kosti viðrað í Reykjavík, en viða.
annars staðar á Iandinu verður það séð fyrir, jafnvel
nokkram dögum fyrir jól, hvort jörð verður hvit, eða
hvort það verða rauð jól. — f Winnipeg era slíkar
va.ngaveltur óþarfar. Fyrsti snjórinn féll 16. nóvember
og það verður þá hvit jörð langt fram á næsta ár. Nú
um miðjan desember hefur verið um og yfir 30 stiga
frost, mest 38 stig f jórum dógtmt áður en blaðið fór i
prentun.
...smákökúbaksturinn var byrjaður á íslandi þegar
í lok nóvember og vitað er um að minnsta kosti eina
frú, sem þá var tilbúin með níu mismunandi tegundir,
og önnur var í þann veginn að byrja á sínum bakstri,
og hún gerði ráð fyrir átta til tíu sortum. Já, það er
eins gott fyrir hænurnar að hafa undan ...
^easoas Qreétíags
andLBestXlíiskes jor ttiL Comln^ Ijear
Viking Travel Ltd.
:v