Lögberg-Heimskringla - 15.12.1977, Blaðsíða 18

Lögberg-Heimskringla - 15.12.1977, Blaðsíða 18
Lögberg-Heimskrmgla, Fimmtudaginn 15. Desember 1977 — JÖLABLAÐ 18 JÓN TRAUSTI ANNA FRÁ STÓRUBORG SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD d ALMEIÍNA bókafélagið REYKJAVÍK „Þetta skal ég gera,” mælti Evjólfur. „Héðan sést beint yfir að Hlíðarenda, og ég sé til allra. mannaferða austuf yfir aurana. Auk þess fæ ég daglega fréttir handan úr Fljótshlíð en auðvelt er héðan að skjótast þvert yfir heiðar, framan við jökulinn, að Stóruborg. Lögmaður skal ekki koma þér á óvart með flokk manna. Því máttu treysta.” „Það er gott. Þá er erindi mínu lokið. Heilsaðu Helgu konu þinni. Hún er dóttir Jóns biskups Arasonar og veit hvað þungir harmar eru. Hún skilur skap mitt hetur en þú. Vertu sæll!” Anna sneri hestinum og reið heim á leið og Sigvaldi með henni. Eyjólfur stóð eftir á götubakkanum og horfði undr- andi á eftir þeim. Sól var gengin lágt, þegar þau riðu heimleiðis, og foss- amir vestan í Seljalandsmúla stóðu í regnbogaskrúða. FIMMTI ÞÁTTIJR 1. STIGAMANNSLÍF Vestan frá Drífanda og austur fyrir Hvamm er samfelld hamragirðing. Hvöss á brúnina starir hún ótal skuggaleg- um augum suður á sandana og hafið. Köld og stirð og steindauð er sú ásýnd. Þess vegna óttast hana enginn, þrátt fyrir hrikasvip hennar. Köld og stirð og steindauð hamrabelti, hvert upp af öðru, ófrýn og ægileg, með ótal kolsvörtum skútum, sem enginn maður veit, hvað hafa að geyma. Sólskinið líður i svip yfir þessa tröllslegu ásýnd og gerir hana vinalegri; en þá verða jafnframt skugg amir í skútunum svartari, — augun hvassari. Svo dregur flóka fyrir sólina, og myndin verður öll jafngrett og úfin. Loks sest flókinn í sjálfa hamrana og byrgir þá eins og grár höttur. Þá er belgur dreginn á höfuð tröllinu. Bleytan síg- ur niður blakkt andlitið eins og þessi grimma vættur grái. tlr einum af þessum biksvörtu bergaugum störðu nú mannsaugu suður á sandana og hafið. Hjalti var setstur að í hellinum. Ekki var þar stigamannslegt umhorfs. Sauðgrátt vaðmál og samlitt berginu var hengt um þveran hellinn og féll allt niður á hellisgólfið. Það var strengt á kengi, sem reknir voru í glufurnar uppi í berginu. Innan við það var hvilan, mjúk og hlý, og í henni húðfat úr gæruskinnum. Við hvíl- una reis atger með beinþynntar eggjar upp við bergið, en framan við tjaldið lá stökkstöng Hjalta um þvert hellisgólf- ið, og var járnbroddur mikill í endanum. Hún var honum kærust af öllum æskuleikföngum hans, og þess vegna hafði hann nú tekið hana með sér í útlegðina. En hún var helst til stór til að fá rúm við hvílu hans. Þess vegna lá hún utan við tjaldið. Margar hljóðar nætur hafði verið að þvi unnið að búa um Hjalta í hellinum. Anna hafði gengið að því sjálf og Sig- valdi í Hvammi hjálpaði henni til þess og sömuleiðis Steinn á Fit. Enginn maður heima á Stóruborg vissi þetta leyndar- mál, og Hjalti vissi ekkert um hellinn fyrr en hann var til- búinn. Loks hafði Anna sagt honum það með einstakri blíðu og nærgætni, að hún vissi hann ekki óhultan heima hjá sér og neyddist því til að koma honum í burtu af bænum, og þá um leið sagt honum, hverjar ráðstafanir hún hafði gert honum til bjargar. Hjalti lá andvaka næstu nótt. Hann gat ekki sofið fyrir þungum hugsunum. Nú fyrst varð honum það ljóst, að hann var í hættu staddur. Nú fyrst renndi hann grun í það, hverri baráttu Anna hlaut að hafa barist hans vegna, án þess að hann hefði lagt henni nokkurt lið. Nú sá hann fyrst hvernig þessi elskuríka kona hafði vafið hann að sér og hlift honum við öllum áhyggjum. Aldrei unni hann henni heitar en nú, er hann vissi, að þau áttu að skilja samvistum. „Mér og börnunum er óhætt hér heima,” hafði Anna sagt við hann." „Páll bróðir minn er ekki illmenni. Hann gerir mér og börnunum ekkert, Það ert. aðeins þú, sem hann sæk- ist eftir, — ekki til að drepa þig, þó að hann hóti því i reiði sinni, heldur til að stia okkur sundur og hreinsa með þvi þennan svokallaða „blett” af ættinni, og ef til vill í veikrí von um. að hann geti fengið mig til að glyema þér og giftast. öðrum. En vertu óhræddur. vinur minn! Honum tekst ekk- ert af þessu.” * En Hjalta lá þó við að efast um það. Hann fylltist hatri og bræði til þessa lögmanns, — þessa járnklædda og jámkalda valdsmanns, sem nú t.róð sér fram á milli þeirra. Hann vissi, að lögmaður var ekki maður á móti honum í neinu, hann var enginn atgervismaður, þó að hann bæri pansara og gylltan hjálm. Ef þeir ættu tveir sam an, mundi hann geta ráðið niðurlögum hans á svipstundu. En hann hafði valdið yfir mönnunum. Þeir skulfu af ótta fvrir þessum köldu, gráu au,gum. Við eitt orð hans reis upp her manns og skaut um hann skjaldborg, reiðubúinn til að ganga í dauðann fyrir hann. Við slíkt ofurefli var engum fært að etja. Aldrei hafði hann hugsað út. 5 þetta fyrr. — Aldrei hafði hann gert sér það ljóst, hvað vald eiginlega væri, fyrr en nú, að það reis allt í einu frammi fyrir honum eins og ókleifur hamraveggur og skyggði á hamingju hans. Nú sá hann það og nú stóð honum ógn af því. Næstu nótt fylgdi Anna bonum sjálf i hellinn. Þar sá hann nýjan vott um elsku hennar og umhyggju. Hann stóð hugfanginn og starði á allan þennan útbúnað. — Svo hafði aJdrei verið fyrr um nokkurn stigamann búið, hugsaði hann með sjálfum sér og brosti við. Svo mikil ást og umhyggja hafði engum ma.nni fylgt í útlegð og hellisvist. Og þegar Anna kvaddi hann, faðmaði hún hann að sér, svo að hinir sáu, kvssti hann og hvíslaði að honum að gera sér eitthvað til stundarstyttingar í einverunni og láta sér ekki leiðast, og muna það að vera góður maður, hafa jafn- an guð sinn í huganum og gera hverjum manni, hverjum smælingja gott, hvenær sem hann fengi því við komið, þá mundi honum allt snúast til góðs. — Steinn á Fit mundi gefa honum- merki með því að breiða voð á baðstofuþekjuna heima hjá sér, þegar honum væri óhætt að koma heim að Stóruborg. Annað merki gæfi Steinn honum, þegar einhver hætta væri á ferðum, svo að hann mætti ekki hreyfa sig úr hellinum. Daglega yrði honum færður matur og mjólk að berginu undir hellinum, auk þeirra birgða, sem nú þegar væru bomar þangað, og smátt og smátt yrði komið til hans með allri leynd. „Vertu hughraustur, vinur minn!” mælti hún að skilnaði. „Eg skal vaka yfir hag þínum, biðja guð fyrir þér og vera þér trú. Og ég skal berjast fvrir hamingju og vinna sigur að lokum, ef þú spillir ekki málstað okkar með neinni óvarkárni. Mundu mig um það að vera ætíð góð- ur maður!” Og þegar hún renndi sér ofan bergið, sé hann tárin blika í augum hennar. Framh. í hðesta blaði. Wishes you and yoursallthe happiness of the holiday season.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.