Lögberg-Heimskringla - 23.11.1979, Blaðsíða 3
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 23. nóvember, 1979
3
NÝTT ÍSLENZKT TÓNVERK FLUTT í BELGÍU
Þorkell Sigurbjörnsson
í kveðjuboði islenzku forseta
hjónanna við lok heimsókn-
arinnar í Belgiu frumflutti
íslenzki kvartettinn Aurora
Borealis (Norðurljós), nýtt
tonverk eftir íslenzka tón-
skáldið Þorkel Sigurbjörns-
son, sem hann hafði samið
sérstaklega fyrir þetta tæki-
færi, og nefndi “petits plais-
irs”. Kvartettinn skipa þrjár
systur, þær Rut, Unnur Mar-
ia og Inga Rós Ingólfsdætur
og Hörður Áskelsson eigin-
maður Ingu Rósar. öll hafa
þau stundað tónlistarnám er-
lendis í fjöldamörg ár, og
náð miklum frama á sviði
tónlistarinnar.
Rut Ingólfsdóttir er elzt
systranna. Eiginmaður henn
ar, Björn Bjarnason, fyrrver
andi skrifstofustjóri forsætis
ráðuneytisins, var hér á ferð
sl. sumar ásamt Ölafi Jó-
hannessyni er hann var
sæmdur heiðursdoktorsnafn-
bót frá Manitóbaháskóla. —
Sagði Björn í þeirri heimsókn
að Rut hefði langað mjög til
að koma i þessa ferð en ekki
getað sökum anna. Hún mun
þó hafa heimsótt Manitóbá
. ásamt manni sinum árið 1975
Þorkell Sigurbjörnsson tón-
skáld er sonur Sigurbjörns
biskups, sem heimsótti Mani
toba í september fyrir rúmu
ári, á hundrað ára afmæli
Fyrstu Lúthersku Kirkjunn-
ar í Winnipeg.
Kvartettinum var klappað
lof í lófa fyrir leik sinn og
var verki Þorkels sérstaklega
vel fagnað. Meðlimir kvart-
ettsins voru sæmdir heiðurs-
peningi Forseta íslands í
þakklætisskyni fyrir leik
sinn. Ennfremur færðu kon-
ungshjón Belgíu þeim sér-
stakar þakkir.
DR. HALLGRÍMUR HELGASON
HEIÐRAÐUR
Dr. Hallgrímur Helgason tón
skáld hefur verið sæmdur
hinum svonefndu Henrik-
Steffens verðlaunum. Hafa
þau verið veitt árlega einum
listamanni eða visindamanni
á Norðurlöndum síðan 1966
á vegum þýzkrar menningar
stofnunar, “Stiftung F.V.S.”
í Hamborg.
Dr. Hallgrímur hefur i
fjóra áratugi verið í forystu-
sveit íslenzkra tónlistar-
manna. Hann hefur samið
fjölda tónverka, og unnið að
fræðistörfum í sérgrein sinni
Um skeið var hann kennari
við háskóla í Þýzkalandi og
prófessor var hann í tónlist
við háskólann í Regina,
Manitoba um 7 ára skeið.
Sinfóníuhljómsveit Winni
pegborgar frumflutti sumar-
ið 1975 verk eftir Hallgrím
sem hann samdi við ljóðið
Sandy Bar eftir Guttonn J.
Guttormsson. Mörg verka dr.
I-Iallgríms hafa verið flutt i
útvarpi hérlendis (CBC).
Dr. Hallgrímur er nú dós-
ent við Háskóla Islands.
Tveir Islendingar hafa áð-
ur verið sæmdir Henrik-
Steffens verðlaunum, þeir
eru dr. Magnús Már Lárus-
son og Hannes Sigfússon
Dr. Hallgrímur Helgason
skáld. Aðeins einn tónlistar-
maður hefur hlotið verðlaun
in á undan dr. Hallgrími. Er
það sænska óperusöngkonan
Elisabeth Söderström.
DR. EINAR I. SIGURGEIRSSON:
THE DOMINION RUST RESEARCH LABORATORY
A new variety of spring
durum wheat has been nam-
ed “Vic” in honor of Victor
Sturlaugson, former superin-
tendent of the Langdon,
North Dakota Branch Ex-
periment Station. Mr. Stur-
laugson and the Langdon
Station have made signific-
ant contributions to the im-
provement of durum wheat,
since the establishment of
the station in 1909. Mr.
Sturlaugson was superintend
ent of the station for 44 ye-
ars, 1925-1969.
Dr. Roland Lund, forstjóri
Tilraunarstöðvar Norður
Dakotaríkis hefur nýlega til-
kynnt að nýju durum-hveiti
afbrigði hafi verið gefið
nafnið “Vic” til heiður Vict-
ori sál. Sturlaugssyni, fyrr-
um forstöðumanni Tilraunar
stöðvarinnar í Langdon,
Norður Dakota, í fjölda ára
og framámanni í landbúnað-
armálum Cavalier- og Pemb
ina-sýslna.
Vic durum er fengið með
úrvali við vixlfrjóvgun á
milli Edmore og Ward af-
brigða Vic hefur verið í sam
anburðartilraunum í Norður
Dakota síðan 1974 og hafa
þær sýnt að Vic hefur marga
góða ræktunareiginleika
fram yfir eldra durum, sem
nú er almennt í ræktun. Vic
er í meðallagi hátt með hvít-
ar títur og axagnir. Það gef-
ur meiri uppskeru en Ed-
more, og hefur hún verið 48
bushels á ekru, en aðeins
Cando gefur meiri uppskeru
eða 48.6 bushels. Kornþyngd
in er jöfn og jafnvel i nokkr-
um tilfellum þyngri en Calv-
in, Rugby og Edmore. Það
legst síður í legur í saman-
burði við annað durum og
þar af leiðandi verður gott
að slá Vic i vætutíð með
sláttuþreskjara (combine).
Vic hefur gott. viðnám gegn
rótarfúa, sem er víða slæm-
ur sjúkdómur. Gæða korns-
ins er miklu betri í Vic en á
Rugby og Edmore. Það má
gera ráð fyrir að Vic verði
mikið ræktað í framtíðinni,
þar sem kornþyngd er há og
Þar af leiðandi veroa makka
ronur bragðbetri og næring-
arríkari en önnur durumaf-
brigði.
Victor Sturlaugsson var
forstöðumaður Tilraunar-
stöðvarinnar í Langdon,
Cavalier-sýslu, Norður Dak-
ota frá 25. september 1925
þar til hann lét af störfum
sökum aldurs 1. júli 1969. —
Þess ber þá að gæta, að á
kreppuárunum veitti rikis-
stjórnin í Norður Dakota
ekki fé til reksturs stöðvar-
innar, en í þess stað tók Vict
or stöðina á leigu og hélt á-
fram tilraunum á eigin kostn
að og stundaði samhliða al-
mennan búskap þar til 1939
er stjórnin fór aftur að veita
fé til reksturs Tilrauna-
stöðvarinnar.
Victori féll aldrei verk úr
hendi. Ekki gat hann neitað
nokkrum manni um bón,
þegar leitað var til hans,
enda var hann mikill félags-
hyggjumaður. Þar af leið-
andi hlóðust á hann margvis
leg félagsmálastörf í þágu
samtaka bænda, kirkju,
fræðslumála, góðgerðafélaga
sveitafélags og svo sérstak-
lega ýmiskonar störf í félög-
um íslendinga. Félagsmála-
störf Victors voru tímafrek
og oft. á tíðum vanþakklát,
en vegna góðra hæfileika og
réttsýni var hann farsæll i
starfi. Fyrir þau voru Vict-
ori veittar. margskonar við-
urkenningar og heiður.
Victor var kosinn i Quart-
er Century Club of NDSU
1951 eftir að hafa starfað i
25 ár við rannsóknir í jarð-
rækt og jurtakynbótum. Ár-
ið 1958 veitti The Walsh
County Crop Improvement
Association Victori heiðurs-
viðurkenningu fyrir vel unn-
in störf að félagsmálum i
sýslunni. Á vetrar landbún-
aðarsýningu í Crookston ár-
ið 1960 var Victori færður
að gjöf áletraður veggskjöld
ur fyrir framgang mála á
sviði iðnaðar, -sem nota bú-
vöru til framleiðslu sinnar.
Einn dagur á Durum-sýn-
ingu í Langdon 1968 var
helgaður Victori og honum
þökkuð störf í þágu sýning-
arinnar, en þá hafði hann
verið í sýningELrnefndinni í
30 ár og þar af 20 ár for-
maður. Undir stjórn Victors
var Durum-sýningin þekkt.
um öll Bandaríkin, Kanada
og allt austur til Sovétríkj-
anna og Kína. Þaðan hafa
komið sýningargestir og frá
öðrum löndum, sem stunda
durum-ræktun. Victor var
formaður sýningarráðs Cav-
alier County Fair í tvo ára-
tugi. Sýningin er haldin ár-
lega og er mikill viðburður í
nærliggjandi sveitum.
Victor gekk í Master Mas-
on, Lebanon Lodge í Langd-
on 1928 og 1933 gerðist hann
bænaleiðtogi reglunnar og
síðan fyrirlesari. Hann starf
aði einnig í Langdon Scott-
ish Rites Bodies og var kos-
inn i æðstaráð henn&r og
hafði lokið 33. stigi reglunn-
ar 1953, en það er ákaflega
sjaldgæft.
1 fjölda ára tók Victor
mikinn þátt i fræðslumálum
sveitar sinnar. Hann var for
maður skólanefndar Manilla
hrepps í 22 ár og oddviti
hreppsins i 24 ár. I sveitinni
starfaði 4-H-Club og einn-
ig Sunshine sauðfjárklubbur
inn. Victor var leiðbeinandi
þessara beggja félaga barna-
og unglinga i mörg ár og
tóku félagsmenn virkan þátt
i Cavalier-County-Fair. og
var búfé þeirra oftast með
því besta, sem þar var sýnt.
Victor var mikill trúmað-
ur og tók hann mikinn þátt
i kirkjulífi. Hann var formað
ur sóknarnefndar Péturs-
kirkjunnar í Svold, N.D. og
síðar ritari Sameinuðu lút-
ersku kirkjunnar i Langdon.
Þá átti Victor sæti i stjórn
Islensku lútersku kirkjunnar
i Vesturheimi í mörg ár og
sótti fundi hennar til Winni-
peg.
Victor barðist fyrir fjár-
söfnum til byggingar á
Elliheimilinu Borg á Mount-
ain, N.D. og var gjaldkeri
fjáröflunar- og byggingar-
nefndarinnar næstu ár eftir
að Elliheimilið tók til starfa.
Victor útskrifaðist. frá
Landbúnaðarháskólanum
North Dakota St.ate Univer-
sity) 1924. Hann giftist eft-
irlifandi konu sinni Aldísi og
eignuðust. þau 9 mannvæn-
leg börn. Á sumrinu 1970
rættist langþráður draumur
Victors og Aldísar, þegar
þau heimsót.tu Island og
dvöldust þar i nokkrar vik-
ur. Eftir heimkomuna til
Norður Dakota flutti Victor
marga fyrirlestra um það
sem hann sá og heyrði áTs-
landi. Hann var mjög góður
ræðumaður hvort heldur
hann talaði á islensku eða
ensku.
ICELAND
REVIEW
- NÝTT ANDLIT
Á Islandi hefur um árabil
verið gefið út tímaritið Ice-
land Review. Tímarit þetta
er ársfjórðungsrit skrifað á
ensku um Islaiid og íslenzk
málefni og dreift til áskrif-
enda víða um heim. Ritið hef
ur komið út síðan árið 1962
og alla tíð verið sérstaklega
vandað, bæði að efni og út-
liti.
Síðasta hefti Iceland Re-
view er nú nýlega komið út
og ber það að vissu leyti nýj-
an svip.
Útgefandi og ritstjóri blaðs
ins, Haraldur J. Hamar,
sagði að hann hefði ákveðið
hægfara breytingu á útliti
ritsins og aukna litprentun.
— Þar að auki muni ritið
stækka og nýir efnisþættir
bætast við. Meðal annars
fréttaskýringar í “magazin-
stil”, en almennar fréttir
voru felldar niður úr blaðinu
er Haraldur hóf útgáfu mán-
aðarlegs fréttablaðs á ensku
fyrir fjórum árum. News
from Iceland. Heimilisfang
timaritsins á Islandi er: —
Iceland Review, P.O. Box 93,
Reykjavík, Iceland.