Lögberg-Heimskringla - 23.11.1979, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 23.11.1979, Blaðsíða 6
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 23. nóvember, 1979 Þarnæst tók til máls horaður maður með gult bókfcllsancMit klæddur í prinsalbertsfrakka, lonnéttur og geysiháan flihha. Hann hélt því fram að þó lækníngar og skeggrakstur h'-fðu átt skylt fyr á tímum, og að vissu leyti mætti segja að skégg- rakstur væri lækm'ng við skeggi, þá væri það í eðli sínu tæp- lega siðferðilegt, kristilegt ellegar í samræmi við sósíalism- ann að hafa annan mann til að stjana undir sér á slíkan hátt. Slikt er í raun og veru að gera annan mann að þræl sínum eða að minstakosti skósveini. Svo löðurmannleg þjónusta er lítt sæmandi hvorum aðilja sem er, hvorki þeim sem þiggur né veitir. Þjónusta af þessu tagi á hvergi við nema innan'fjöl- skyldunnar. Það er alveg rétt: menn eiga að gánga rakaðir. En hitt er jafnrétt, að menn eiga að raka sig sjálfir. Það er ekki til nema ein afsökun þess að menn gángi til annarra að láta gera hár sitt og skegg, og hún er sú að menn hafi geitur eða þjáist af skeggfúa, og þegar svo ber til ættu menn að leita læknis. Þessi maður sagðist leggja á það áherslu að þær skoðanir sem hann hefði flutt hér í kvöld um ósiðferði- legt og óþjóðfélagslegt háttalag, væri í fullu samræmi við Kommúnistaávarpið sem þeir Marx og Engels hefðu látið út- gánga árið 1848, svo og aðrar kenníngar úr Lundúnaborg, og loks endurskoðunarstefnu Bebels. Ofaní þennan kom nú frammá sjónarsviðið annar að sínu leyti ekki ólærðari, og Iýsti gersamlega öndverðri skoðun á málinu. Þessi var rauðbirkinn og hálfsköllóttur með óhirðu- legt yfirskegg og velktan flibba og aðeins í meðallagi tentur, með vænan ístrusnúð og tók í nefið; það voru svínseyru á vestishornunum hans. Hann sagðist einsog allir vita hafa verið studiosus perpetuus í Kaupmannahöfn í þrjátíu og fimm ár og aldrei áður heyrt þvílíkar skoðanir. Hann sagðist að vísu ekki ætla sér að deila við menn um það útfrá kommún- isma og öðrum Iundúnahugmyndum, néendurskoðunarstefnu Bebels, og ekki heldur útfrá kristindómi, hvort skeggrakstur væri lækníngar við skeggi eður ei; en hann vildi leyfa sér að halda fram að ef svo var, þá væru það óyfirnáttúriegar lækníngar, einfaldlega fólgnar í því að bera framání menn sápu til þess að hægara væri að ná af þeim skegginu, og væri slíkt ólíkt viðfeldnari læknisaðferð en leggja við andlit mönn- um volga kúamykju ef þeir væru slæmir í höfðinu, sem laungum hefði verið iðkað hér á landi, þó að háttvirtur «{ð- asti ræðumaður, bánkastjóri, sósíalisti og guðfræðíngur, hefði látið slíkt óátalið híngaðtil. Eg tel mikla nauðsyn á því á Islandi að hafa opinberar stofur þarsem er góð lykt og menn bjóða góðan daginn á vingjarnlegan hátt og gánga í hvítum sloppum og ástunda að fara svo vel með beitta hnífa að þeir skeri ekki aðra menn á háls oft á dag sem er óneitanlega mikil freistíng hér í þessu bæarfélagi. En svo ég viki að hinu, hvort það s' illvirki að láta raka sig, þá er náttúrlega mikið undir þ. komið hvaða merkíngu maður leggur í siðfyrði; já og hva'/ maður gefur fynr pundið í siðferðinu. Nú skal ég segja ykk- ur dæmisögu af því hve misjafnlega menn verðleggja sið- ferði eftir löndum. Einsog þið sjálfsagt vitið þá setti Götho karl hinn þýðverski einusinni saman bókarkorn sem hann kallaði Fást; það er um mann sem varð helvítismatur af að sofa hjá kvenmanni. Auðvitað kemur sitthvað fleira fyrir í bókinni, en þetta er rúsínan. Undir bókarlokin hættir Göthe reyndar við að senda manninn til helvitis þó hann ætti það meiren skilið, en lætur hann bjargast fyrir náð guðs og sak- ir áhuga síns á framræslu mýra, og býr út einglahóp t' sækja hann og Ivfta honum á Munvegu. En nú skal ég se;,i.\ ykkur sögu sem fer í þveröfuga átt. Þegar ég var í Kauphi- hafn, þá var þar á dögum einn ágætur maður sem hét Peder- sen. Hann var rauðbirkinn og sköllóttur, með brendar tennur og brúkaði lítið af sápu, forrestin ekki með öllu óh'kur mér i sjón og reynd, að því undanskildu að hann var heitbundinn fjörutíu og fimm stúlkum. Af einhverjum undarlegum cr- sökun; dróu danir þennan ágæta mann fyrir lög og dóm oy fóru að yfirheyra hann og unnustur hans. Unnustukindurn- ar stóðu þarna grátandi hver um aðra þvera í réttinum, og þó þær væru að smáklórast annað veifið og hárreyttu hver aðra lítilsháttar, og væru jafnvel ekki lausar við að skyrpa svolítið hver á aðra, þá áttu allar sammerkt í því að biðja trúlofunarmanni sínum ténaðar; því hver og ein var sann- færð um að hún væri sú Gretchen — eða skulum við segja Magga — sem hann hefði lagt við sanna ást; hver um sig hafði gefið honum hjarta sitt í sannleika; hv.er { sínu lagi var reiðubúin að láta hann hafa síðasta skildíng sinn hve- nær sem var, svo hann gæti farið út og keypt sér bjór. All- ar höfðu þær hver fyrir sig uppgötvað eitthvað gott sem aldrei varð ofmetið í fari Pedersens, og ágæti hans hélt áfram að standa einni og sérhverri fyrir hugskotssjónum ófölskvað alveg jafnt fyrir því þó sannaðist að hann hefði hrasað samtímis með fjörutíu og fjórum. Þær fyrirgáfu hon- um ekki aðeins fyrir guði og mönnum, heldur lýsti hver af annarri yfir því að hún væri reiðubúin að leggja alt í sölurn- ar fyrir hann; margar báðu um að fá að fara í fángelsi í hans stað, ef einhver ætti að fara í fángelsi á annað borð. Sumar sögðu: ef einhver er sekur í þessu máli þá er það ekki hann, heldur ég! Og dómararnir voru leingi dags að velta vaungum yfir því hvort væri meiri glæpur, að emn karlmað- ur væri um fjörutíu og fimm kvenmenn eða fjörutiu og fimm kvenmenn um einn karlmann. Endirinn á þessu öllu saman varð sá að Pedersen var dæmdur í fimtíu króna sekt. Og meðþví Pedersen var blánkur emsog ævmlega allir kvenna- menn, þá urðu unnusturnar að skjóta saman í sektina, og telst mér til að þær hafi orðið að pýngja út með eina krónu og ellefu aura hver. Sumsé, svona litu danir á málið; það sem þýskarinn vildi refsa manni fyrir með ekki minna en helvíti kostaði hjá dönum eina krónu og ellefu aura per.stiick. Ætli það sé ekki eitthvað svipuðu máh að gegna um rakara- frumvarpið — Góðverk eða íllverk? Af þessari þrætubók rakarafruni- varpsins var hugur minn, Álfgríms, fullur þcgar ég kom alt- ur undir beran himin frá hinni skeleggu rökræðu. Eg hafði um skeið fundið til einhvcrs lítilleika.fyrir hiart.. einsog sekir menn; mér fanst ég hefði unnið eitthvað mól: betri vitund; eitthvað sem ekkr væri samboðið virðíngu mmni. En hvers virði var Betri Vitund ef hún bannaði manni að vera öðrum heilsulyf og yndisauki? Og hver var Virðíng heimskulegs snoðins dreingstaula? Einsog guði og mönnuru stæði ekki hjartanlega á sama hvorumegin á rassi hann rcið eða á klakki hann klúkli. Gat góðverk verið illverk? Meist- arinn Santajama vann það til að brjóta hríng holdtekjunnar til áttaþúsund ára, og hætta svo á að fæðast æ ofaní æ :i búpeningur, heldur en ncita sér um að gera góðvcrk á kom sem hefur líklega þótt vænt um hann, svo maður geri tá>: fyrir aungu verra. Hvað munar sálina um átta þúsund ár? Liggur nokkuð á, er ekki nógur tíminn að fara hríngiun úr m'rvana í nírvana? Eða er kanski mart fullkomnara á jöið ' en fallegur búpeníngur? Eftilvill var ég líka guðmn Visnú. einsog bóndanum hafði dottið í hug undireins þcgar konar. gerði bert fyrir honum hvað gerst hefði. Eitt var mér þó ljóst: ég mundi aldrci framar finna Blæ. Sú ein var í raunrnni sorg mín. Eg hafði svikið hina óhold- teknu konu; konuna á himnum; — „eilífðina í kvcnmann? líki“ emsog segn í mðurlagi þeirrar bókar sem Rauðbirkm Maðurinn dró hvað mest dár að á fundinum um rakaraírum varpið. Með handauppleggíng minni hafði ég dregið þc'ss ímynd ofanaf himni sínum og lagt hana í fjötra holdtekjunn- ar, búið henni stað í svartholi efmsins. Nú var ekki framar skugga að vænta á fortjaldinu, loftsýnin horfin. Framhald i nœsta blaði STYRKTARSJÓÐUR L.-H. Mr. & Mrs. Albert Burch Winnipeg $10.00 Mrs. Emily Einarson Swan River, Man. 10.00 Mr. Palmi Torbergson, Winnipeg, Man 10.00 The Icelandic Canadian Club of Western Manitoba c/o Mr. Paul Sigurdson, Brandon, Man. 100.00 Icelandic Association of Washington, D.C, c/o Margret Alfonsson, Washington, Ð.C, 100.00 I minningu um Shorgrim Jóuas Pálsson Guðrún, Helgi, kPálmi, Har- aldur og Sigrún Pálsson, Arborg, Man. $500.00 In loving memory of my lov- ing husband, Sumarliði Matthews Mrs. Gudny Matthews, Winnipeg, Man $50.00 I minningu um Thorgrim Jónas Pálsson Simon og Pearl Guðmunds- son, Arborg, Man. $20.00 In memory of the late Jonina Thorunn Kristjanson 1117 Wolseley Ave. Winnipeg The Icelandic National League, c/o Mrs. Sigurlin Roed, Secretary, Winnipeg, Man. $25.00 In memory of Mr. and Mrs. Frank Fridriksson The Icelandic Canadian Club of Toronto c/o Elsa Fiorini Corresponding Secr’ty., Richmond Hill Ont. $25.00 Gratefully acknowledged on behalf of Lögberg-Heimskringla Gordon A. Gislason, Treas. ÍSLENZKAR GUÐSÞJÓNUSTUR Ástæða þykir til að benda á það hér i blaöinu að messað er á íslenzku í Fyrstu Lúth- ersku Kirkjunni i Winnipeg fjórða sunnudag í mánuði hverjum kl. 19.00. Er þetta virðingarverð tilraun til að viðhalda islenskri tungu i Manitoba. Ættu sem flestir að notfæra sér þessa þjón- ustu sem Fyrsta Lútherska Kirkjan veitir Islendingum. Nánar er auglýst i Lögbergi- Heimskringlu hvenær messur þessar fara fram. The Icelandic National Flag is sky-blue with a snow white cross and íiery red cross in the white cross. It has the same ov- erall design as all the oth- er Nordic flags and has been the official emblem of the country since it gained sovereignty in 1918

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.