Lögberg-Heimskringla - 26.10.1990, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 26.10.1990, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 26. október 1990 í messunni rifust þeir um Njálu Margrét Björgvinsdóttir ræðir við Karólínu Gunnarsson Viðtal þetta var fyrst birt í Heima er Bezt í maí 1988 Karólfna Gunnarsson Það hafa margir heimsótt Karólínu Gunnarsson í Winnipeg, og er mér óhætt að segja að allir fari léttir í bragði af hennarfundi. Aldrei talarhún tæpitungu eða slær ryki í augu nokkurs manns. Karólína býr við River Avenue á bökkum Assiniboinárinnar sem liðast í ótal bugðum um miðborg Winnipeg. Hún er hætt störfum fyrir nokkrum árum en hugðarefni erumörg. Stofumar erufullar af bókum og dillandi hlátur Karóh'nu mætir manni við útidyrnar. Blaðamennskan var ævistarf hennar, ogvannhún lengst afvið dagblaðið Free Press sem er stærstablað sem gefið er út í Manitoba. Síðar var hún ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu. Þegar viðtal það sem hér fer á eftir var fest á spólu, vorukosningarframundan ífylkinu. Ég spurði hana fyrst hvað henni væri efst í huga í sambandi við þessar kosningar. „Égvonabaraað sósíalistamirvinni“, sagði hún og hló hátt. „Þeir em mínir menn“. Og þar með vildi hún ekki ræða meira um það. Þá spurði ég hana hvað hún væri að gera oghugsaþessadagana. „Ég geri svo lítið, geri bara eiginlega ekkert nema lesa bækur - gamlar skmddur. Annars er ég að hugsa um að þýða eitthvað - úr íslensku á ensku, er að leita mér að krassandi draugasögu. Ég hef stundum gert það að þýða draugasögur. Þær era svo skemmtilegar og magnaðar. Sumt af því hefur tekist heldur vel, en það er orðið langt síðan, og ég veit ekki einu sinni hvar þetta dót er. Það birtist mest í íslensku blöðunum hér. Éghef þýttýmislegt en engu haldið saman. Það er auðvitað skömm að því“. Við vikum talinu að starfi hennar hjá Free Press. „Það vom mín skemmtilegustu ár“, segirhún. „Alltvar skemmtilegt. Öllum kom vel saman og allir vildu hjálpa h ver öðmm. Meira að segja vom margir af okkar bestu vinum við dagblaðið Trib- une, sem var keppinautur okkar. Þá vomblöðin tvö hér í Winnipeg. Þá rifust allir og öllum kom vel saman. Nú er Tribune hætt og var mikill skaði að því. Mér hefur líka alltaffundist að þegar tvö blöð sameinast, þó það hafi ekki verið í þessu tilfelli, þá deyi bæði. Það er hreint sjálfsmorð. Ég var einn af ritstjómm bændablaðsins og átti að sinna sérstaklega málefiium kvenna, en var samt send um allt sem fréttaritari og fékkst við hin óhkustu mál. Ég fékk skemmtilegverkefni ogvar alltaf ánægð“. Gekkstu á blaðamann- askóla? „Nei það gerði ég nú ekki, hafði dundað við að skrifafrá því ég varkrakki. Nú, áður en égfór fastráðin til Free Press, vann ég við vikublað í smábæ í Sas- katchewan, þar sem íbúar voraum tvöþúsund, envið þjónuðum nærliggjandi þorpum og sveitum. Fyrir stríð hafði ég skrifað greinar og pistla fyrir útvarpið. Annarsbyijaði ég á smásögum. Það var nú eiginlega þegar ég var krakki. Þá skrifaði ég jólasögu fyrir bamablaðið Sólskin, en svo neitaði ég alveg að senda hana til blaðsins, þó pabbi legði mjög hart að mér. Mamma hvatti mig að vísu ekki. Ég veit ekki hvers vegna. Henni hefur kannski þótt sagan léleg. Sem sagt, hún var aldrei send. Ég var svo komin undir tvítugt þegar égfór á helgarblaðiðhjáFree Press og seldi fyrstu söguna mína. Ég gekk fyrir ritstjórann - og mikið var ég feimin. Hann sagði við mig, „komdu aftur á þriðjudaginn, þá verð ég búinn að lesa hana“. „Já, en þetta er jólasaga“, svaraði ég. „Þá verð ég að lesa hana strax“, sagði hann. „Svo kom ég næsta dag og hann sagði mér að þeir væm að setja söguna mína. Hann sagðist ætla að borga mér fimm dollara fyrir hana. Ég sagði honum að éghefði verið ánægð með að sjá hana bara á prenti og fá ekkert borgað. En þetta var nú svo sem ekki hátt verð sem þeir borguðu hjá þessu rika blaði. En ég var ánægð. Ætli ég hafi ekki verið komin undir tvítugt þegar þetta var“. Hvemig var skólagöngu háttað á þínum imgdómsárum? „Ég gekk nú skelfing h'tið á skóla nema barnaskóla og verslunarskóla. Eins og ég segi þeim, þá er ég alveg ómenntuð (hlær hátt). En það var nú svona í þá daga. Það var ekki meira að hafa í sveitunum. Og hreint ekkert við því að segja. Fólkið menntaði sig sjálft eftir bestu getu. Nokkm eftir að ég hætti hjá Free Press, tók ég að mér að ritstýra Lögbergi- Heimskringu. Konur áttu að hætta hjá Free Press sextugar en karlar sextíu og fimm og Guð og karlmennimir vita á hverju það misrétti var byggt“. Og Karólína spyr hvort ég haldi ekki ömgglega að Guð sé karlkyns. „En annars ætti ég ekki að kvarta því ég fékk undanþágu og vann á blaðinu þar til ég var sexti'u og sjö ára og mátti aldeilis vera ánægð með það“. Já, Karólína tók við ritstjóm Lögbergs-Heims- kringlu, sem er íslenskt vikublað, gefið út í Winni- peg. Égspurðihvemighenni hefði líkað það starf.,, J a það var nú nokkuð erfitt skal ég segja þér. Blassaðir karl- amir sem stóðu ÍTamarlega í málum Islendinga í Winni- peg, þeir vom með nefið niðri í öllu. Stundum var ég ósköp þreytt á þeim og þessari endalausu afskiptasemi. Ég skal nefiia þér eitt dæmi. í þorskastríðinu rann mér virkilega í skap við Bretana og gat ekki setið á mér að skrifa nokkuð harðorðan leiðara í blaðið. En veistu, í þá daga mátti ekki skipta sér af neinni pólitík, og þannig er það raunar enn. Það er dauðadómur yfir einu blaði. Svo varð einn af þessum körlum al veg vitlaus og spurði mig hvort ég gerði mér grein fyrir að þetta yrði þýtt og lesið yfir í breska sendiráðínu. Ég sagðist verðamjögfegin, þvítil þess væri leikurinn gerður. Þá spurði hann mig hvort ég værikommúnisti. Égsagðist ekki vita það. Svo sagði ég að ég vissi varla hvað kommúnisti væri. „Veist þú það?“ spurði ég hann. Hann svaraði því ekki, svo að ég sagði: ,,Ég veit hvað kommúnisti er, það er sá sem er þér ekki sammála”. Hann svaraði því ekki heldur“. Framhald í næsta blaði Yfirlýsing Bandaríkjaforseta: Leifur Eiríksson var sonur Islands Dagur Leifs Eiríkssonar verður haldinn hátiðlegur í Bandaríkjunum á þriðjudag, 9. október, eins og gert hefur verið síðan 1964. Athygli vekur að í yfirlýsingu George Bush forseta í tilefni dagsins er í fyrsta sinn tekið skýrt fram að Leifur hafi verið Islendingur en áður hefur hann verið sagður norskur. Yfirlýsingin fer hér á eftir. Þegar Leifur Eiríksson steig á land í Norður-Ameríku fyrir nær þúsund árum ruddi hann braut sem síðar var farin af mörgum kynslóð- um hraustra evrópskra landkönn- uða og trúboða. Hann efndi einnig til fyrstu tengslanna, sem nú hafa staðið í aldir, milli þjóða þessa meginiands og íbúa Norður-Evrópu. Leifur Eiríksson var sonur Éiríks rauða, er hafði forystu fyrir fyrstu Evrópumönnunum sem námu land á Grænlandi, og talið er að Leifur hafi snúið aftur til lands forfeðra sinna, Noregs, árið 1000. Sam- kvæmt Eiríks sögu rauða snerist ungi siglingakappinn þar til krist- innar trúar. Síðar fékk Ólafur kon- ungur Tryggvason hann til að snúa aftur til Grænlands og stunda þar kristniboð. Og enn vatt Leifur upp segl. I einni af mörgum ferðum sínum um úthöfin kannaði „Leifur heppni“ hluta Norður-Ameríku. Margir fleiri fylgdu í fótspor hans, í von um að sjá sjálfir hin auðugu og fögru lönd sem hann hafði nefnt Helluland, Vínland og Markland. Frá því að Leifur Eiríksson fyrst steig á land á meginlandi Norður- Ameríku hafa kynslóðir norrænna karla og kvenna komið til Banda- ríkjanna og fært með sér auð ein- staks menningararfs síns. Innflytj- endur frá íslandi, Grænlandi, Nor- egi, Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi hafa auðgað land okkar og bætt sínum eigin köflum við sögu þróunar Bandaríkjanna sem ávallt er verið að rita. í hvert sinn sem við minnumst Leifs Eiríkssonar, þessa hrausta sonar Islands og sonarsonar Nor- Stytta Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju í Reylyavík. egs, 9. október fögnum við einnig glæstri norrænni arfleifð þjóðar okkar. Siglingakappinn hugprúði, með neista trúboðans, við tengjum nafn hans svo oft við ævintýri og rómantík og hann er okkur einnig kært tákn um sterk og varanleg bönd sem eru milli íbúa Banda- ríkjanna og vina okkar á öllum Norðurlöndunum. Sameinað Bandaríkjaþing ákvað 2. september 1964 að biðja forset- ann að lýsa 9. október á hveiju ári Dag Leifs Eiríkssonar. Þess vegna lýsi ég, George Bush.’forseti Banda- ríkjanna, 9. október 1990 Dag Leifs Eiríkssonar og gef viðeigandi emb- ættismönnum skipun um að draga fána þjóðarinnar að hún við allar opinberar byggingar þann dag. Ég hvet einnig íbúa landsins til að nota tækifærið og kynna sér betur hinn auðuga arf Norðurlandabúa í Bandaríkjunum og forna sögu meg- inlands okkar. ICELfiNDIC EXERCISE e-^Ú/r- tf/géa (T. $& tK OM A9 VÚ VtKQlK A9 V5Í?A ÁFtf AM \ Q&G/\ \)IG&b 1. I’m afraid you have to keep on wea/ing the prison unHorm, Sigga Vigga 0 KöKfvWSSllÓtfANfV Vlt'ilTOI, AFlbtf A9 Vú SfA9 £Á9/N \ A9 'b'ÍKjÚKA Lsi K. i\’ A9 VEKA WE/i.f'íoKT- Mú<b trM 9f?40MuM o, v XUKfv/QSSTJO'KAN'b 2. The warden dreamt again that you were determined to escape. How is it possible to run a whole prison according to the waiden’s dreamsl

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.