Alþýðublaðið - 04.10.1960, Page 2

Alþýðublaðið - 04.10.1960, Page 2
V 9 Alþýðuhlaðið Bttstjörar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rlt- 1 atjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: SJörgvin GuSmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasln^.: M906. — Aösetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- jata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. *®t2efandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvœmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Áfali fyrir kommunisfa ÚRSLITIN í Alþýðusambandskosningunum það sem af er, eru mikið áfall fyrir kommúnista. Þeir hafa haldið því fram allt frá því. að ríkisstjórnin gerði ráðstafanir sínar í efnahagsmálum, að laun þegar mundu snúa baki við ríkisstjórninni og snú ast á sveif með kommúnistum í verkalýðsfélögun um. Úrslitin í verkalýðsfélögunum sína, að þetta hefur ekki gerzt. Andstæðingar kommúnista unnu á í Múrarafélaginu og ASB nú um helgina. Víða eru úrslitin svipuð og áður og hvergi hafa komm únistar unnið verulega á. Þetta sýnir, að launþegar standa með aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efna hagsmálum og láta ekki áróður kommúnista hafa áhrif á sig. í rauninni eru það ekkert undarlegt þó launþegar láti ekki kommúnista blekkja sig í sambandi vio lausn efnahagsmálanna. Launþegar hafa þegar fengið nóg af haldlausum kauphækkunum. Þrátt fyrir öll pólitísk verkföll kommúnista sl. 15 ár hefur kaupmáttur verkamannalauna ekkert auk izt. Hins vegar jókst kaupmátturinn árið 1959 í stjórnartíð Alþýðuflokksins vegna þess að gerðar voru skynsamlegar ráðstafanir í efnahagsmálum. Þessar staðreyndir benda til þess, að ekki sé ein hlýtt að efna til verkfalla og heimta kauphækkan ir. Það er því ekki einhlýtt að styðja kommúnista í verkalýðsfélögunum og vera á móti ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Slík afstaða leiðir ekki til kjarabóta. Það hefur reynslan þegar kennt launþegum. Hitt er vænlegra til árangurs að leyfa ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar að sýna sig. Efnahagslífið þarf að fá að jafna sig. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, svo sem gengisbreytingin og vaxtahækkunin hafa þegar haft góð áhrif. Gjald eyrisstaðan hefur batnað og sparifjármyndun auk izt. Aukið jafnvægi hefur skapazt og verðbólgan er á undanhaldi. Engir tapa meira á verðbólgunni en launþegar. Þess vegna er það þeim í hag, að ráð stafanir ríkisstjórnarinnar takist. Kosningarnar í 'verkalýðsfélögunum benda til þess, að æ fleiri geri sér nú þessi sannindi ljós. Og þess vegna vilja þeir ekki láta kommúnista eyðileggja efnahagráð stafanirnar. vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: J . Grímsstaðaholti, , Bústaðahverfi, .1 Laugavegi, J ;í. Grettisgötu. 2( '■4. Afgreiðsla Alþýðublaðsins — sími 14 900. 19,60 Það er reginmunur á automatiskri og super-automatiskri saumavél. Super automatiskri saumavél, feins og Berletti, eru svo til engin takmörk sett. Algjör- lega sjálfvirkt má til dæmis sauma allt stafrófið, myndir til skreytinga af t. d. fugli, hundi manni, húsi, skipi o. fl. og sífellt bætast nýjar mynsturskífur við. Ef þér óskið yður aðeins þa’ð bezta þá kynnið y'ður Borletti áður en þér á- kveðið saumavélakaupin. M A R C O H . F . Aðalstræti 6 sími 13480- -15953. VILBEEG & ÞOKSTEINN Laugavegi 72, sími 10259. Kaupfélag Hafnfirðinga, Hafnarfirði. Stapfell hf., Keflavík. Har. Eiríksson & Co., Vestmannaeyjum. Elís H. Guðnason, Eskifirði. Verzl. Þór Stefánssonar, Húsavík. Sportv. og hljóðfæraverzl., Akureyri. Verzlunin VökulL Sauðárkróki. Kaupfélag ísfirðinga. Isafirði. Vesturljós, Patreksfirði. POLYTEX-mátningin er í fjölbreyttum og fögrum litum, drjúg í notkun og endingargóð. Verðið hagstætt. POSTSENDUM HVERFISGOtU S2 SÍMI 15345 óskar að ráða starfsmann á aðalskrifstofuna Tjarnargötu 4, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. okt. n. k. a b > » » * « * ■ b g w n « a b b a ■ ■ « fi s b s 4 mB » a s a s i «.s « s a b S i íí a bí * a * b a s b « « o a a a aaiisassantjís a s b sssisssessssíscíi’sss

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.