Alþýðublaðið - 04.10.1960, Side 3

Alþýðublaðið - 04.10.1960, Side 3
Scarborough, 3. okt. . ÞING brezlca Verkamanna- flokksins var sett í Scarborough í dag. Gaitskell, foringi flokks- ins, setti þingið og lagði til, að stofnað verði heimili til minn- ingar um Aneurin Bevan, sem er nýlátinn. Gaitskell sagði, að þetta ætti að vera hús í London, þar sem Jafnaðarmcnn gætu búið1, er þeir kæmu til borgar- innar, og þá einkum Jafnaðar- mannaforingjar frá öðrum lönd um. Var þessari tillögu tekið með gífurlegu lófaklappi. Gaitskell sagði í opnunar- ræðu sinni, að flokkurinn væri einhuga um að fordæma kyn- þáttamisrétti hvar í heiminum, sem væri. Talið er að þetta flokksþing verði' eitt hið afdrifaríkasta í sögu 'Verkamannaflokksins, og er meðal annars teflt um póli- tíska framtíð Hugh Gaitskell. Það eru stefnumál flokksins í varnarmálum og kjarnorku- málum, sem mestum deilum valda. Frank Cousin, formaður Kartöflu- verkfall skollið á! ENGAR kartöflur voru til sölu í verzlunum í gær, og er því gengin í gildi sú ákvörðun kaupmanna og KRON um að selja ekki kartöflur, fyrr en lausn hefur fengizt á pökkunar- málinu. Grænmetisverzlunin mun nú hafa í undirbúningi, að koma pökkunarvél. sinni £ gang, en það mun ekki geta orðið fyrr en eftir a. m. k. hálfan mánuð. Búið er að leigja húsnæði fyrir pökkunarvélina. París, 3. okt. (NTB). MIKLAR óeirðir urðu í dag í sambandi við útifund þeirra, sem vilja, að Alsír verði áfram franskt land. Lögreglan varð að beita kylfum til að dreifa mannfjöldanum. Margir leikarar og sjónvarps- menn gerðu verkfall í dag til þess að mótmæla þeirri ákvörð- un ríkisstjórnarinnar, að banna þeim, er undirskrifað hafa yf- irlýsingu1 ftil stuðnings starfsemi þeirra er auðvelda ungum mönnum að sleppa undan her- skyldu í Alsír, að koma fram í sjónvarpi eða útvarpi. Jafnaðarmenn sigruðu í Sandgerði Sandgerði, 3. okt. UM helgina fór fram kjör fulltrúa 'Verkalýðs- og sjó- mannafélags Miðnesshrepps á Alþýðusambandsþing. A-listi Alþýðuflokksmanna hlaut 64 atkvæði og þrjá menn kjörna, þá Bjarna G. Sigurðs- son, Kristinn Lárusson og Elías Guðmundsson. Tíl vara: Sum- arliða Lárusson, Gottskálk Ól- afsson og Hjalta Jónsson. B-listi kommúnista, sem fengu tvo Sjálfstæðismenn til liðs við sig, hlaut 43 atkvæði og engan kjörinn. — Ó.V. landssambands flutningaverka- manna, er helzti andstæðingur Gaitskells, og ber hann fram tillögur, sem ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu flokksins. Leggur Cousins til að Bretar, afsali sér einhliða öllum kjarn- | crku- og vetnisvopnum, en flokksforustan telur, að meðan ekki er samið um afvopnun beri Bretum að efla varnir sínar eftir mætti. Cousin hefur náð miklu fylgi í verkalýðsfélögun- um, en þó eru sterk öfl, sem vinna gegn honum. Engu er spáð á þessu stigi málsins hvernig fer á flokks- þinginu, en ékki er talið ólík- legt, að Gaitskell verði að berj- ast hart ef hann á að halda velli. C-lð ÞAÐ er haft fyrir satt, að Macmillan, forsætis- ráðherra Breta, sé sá af forystumönnum lýðræðis- ríkjanna, sem Krústjov helzt geti talað við án þess að komast á háa c-ið, Nú eru menn þó farnir að efast um þetta. Svo mikið er víst, að þegar Macmill- an flutti ræðu sína á alls- herj arþinginu fyrir helg ina, gekk Krústjov ber- serksgang, greip fram í fyrir ræðumanni hvað eftir annað og lét hnefana dynja á borðinu. Hér er ný mynd af kempunum. Og það er til marks um stjórnvizku þeirra, að báð- ir láta á myndinni sem hnífur komist ekki á milli þeirra. rúsfjov enn ur við Dag V i ðskiptamál aráð- herra kominn heim GYLFI Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra kom í gær heim írá ársfundi alþjóða gjaldeyris- sjóðsins og alþjóðabankans, sem haldinn var í síðustu viku í Washington. Fundinn sóttu viðskiptamálaráðherrar, fjár- málaráðherrar og bankastjórar frá öllum aðildarríkjum þess- ara stóru og voldugu alþjóða- stofnana. í þetta skipti voru kjörnir framkvæmdastjórar fyrir báðar stofnanirnar til næstu tveggja ára. Og var Þór- hallur Ásgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskipta- málaráðuneytinu, kjörinn einn af þrettán fræmkvæmdastjór- um alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En hann hefur undanfarin tvö ár gegnt starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra hjá þessari stofnun. Ráðherrann flutti á fundinum ræðu um efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og þá aðstoð, sem íslendingar hafa notið af hálfu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. NEW YORK, 3. október. — Krústjov hélt enn ræðu á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í dag og réðisf enn með offoi’si á Dag Hammarskjöld fyrir afskiptin af ýíongómálinu. Sagði hann, að í því máli gengi Hammarskjöld erinda nýlendu ríkjanna og vesturveldanna Krústjov endurtók tillögur sínar um að þriggja manna framkvæmdaráð fari með emb- ætíú framkvæmdastjórans í stað Hammarskjölds. Hann kvaðst helzt vilja, að embættið værj í höndum einhvers manns frá sósíalistísku ríkjunujn, en slíkt þýddf ekki að nefna eins og málum væri háttað og pví væri lausnin sú ein, að þrír menn færu með starfið. Vili Krústjov að einn verði frá „auð valdsríkjunum“, annar frá kommúnistaríkjunum og hinn þriðji frá ,,hluii(lausu“ ríkjun- um svokölluðu. Ræða Krústjovs er ekki talin benda til þess, að hann hyggist hefja sáttaherferð, hann sagðiað tilgangslaust væri að hann og Eisenhower hittust að sinni og ekki gaf hann neitJít út á þá til- lögu fimm „hlutlausra“ ríkja, að skora á hann og Eisenhower að hefja þegar í stað viðræður um aifvopnun. Hússein konungur í Jórdaníu var fyrsti ræðumaður á þinginU í dag Kvað hann Arabaríkin vera andstæð kommúnistum. Hann taldi að eðlilegt væri, að fólki'ð í Alj.ír fengi sjálft að á- kveða pólitíska framtíð lands- ins. ' Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, talaði einnig í dag. Hann hva4(ti til viðræðna æðstu manna um afvopnun. Nehru mælti sterklega með upptöku Kína og Mongólíu í samtök Sam einuðu þjóðanna. Kvað hann þetta ekki stafa af því, að haun v,æri sérstaklega vinveittur þess um ríkjum, helaur bæri Sam- einuðu þjóðunumjfcð sýna rélt- læti og sanngirnþ Nehru várði gerðir Hammar- skjölds og lýi^i trausti á hon- um. Hann sagði, að ekki kæmi til mála aö' breyta skipulagi samtakanna að þessu sinni. LÍNUTJÓN BÁTA FRÁ NORÐFIRÐI BREZKIR togarar hafa und- anfarið verið að veiðum á sömu slóðum og báfar frá AustSfjarða- verstöðvum, 30—40 mílur úti. f gær urðu t. d. Norðfjiarðarbát ar að færa sie af venjulegu svæði, þar sem togarar voru þar fyrir. í fyrradag misstu einn eða tveir bátar eitKihvað af línu nær landi en bátamir veiða venju- lega. Fleiri bátar þar eystra hafa orðið fyrir smávegis línu- tjóni undanfarna daga. Átta bátar róa frá Norðfirði og hafa aflað sæmilega. 1 Tilefni þessarar fréttar er raunar það, að sögusagnir gengu um bæinn í gær þess efn ir, að þrezkir togarar hefðu gerfc mikinn usla í veiðarfærum báta fyrir áustan, innan 12 mílna markanna. Alþýðublaðið 4. okt. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.