Alþýðublaðið - 04.10.1960, Side 4
I I.
ÞAÐ var haustið 1932. Eg
var genginn inn í kennslu-
stofu annars bekkjar í Kenn-
araskólanum, skyldi hefja
fyrstu kennslustund þess
vetrar. Eg settist í sæti mitt
, og fór mér að engu óðslega.
Við borðin andspænis mér
sátu kunningjar frá vetrin-
um áður og nokkrir nýliðar.
Óþekkt andlit. Óráðnir svip-
ir. í miðjum bekk sat piltur,
hrokkinhár, brúnamikiU og
.fagureygur. Hann var herði-
breiður og hár í sæti, athug-
uli og sérkennilega vakandi
þar sem hann sat og horfði
fram fyrir sig lokuðum
munni. Glampi í auganu, tví-
bend vipra við munnvikið.
Hann minnti mig á unghest
í þröngri rétt, nýkominn á
spretti af víðáttum mikilla
heiða.
Hvað heitir þú? spurði ég.
5 Guðmundur Daníelsson!
Það kvað við svo einart og
skörulega og rómurinn svo
mikill yfir orðunum, að það
var eins og dálítil þruma
færi um bekkinn. Mig minn-
ir. að ég hafi gripið í borð-
röndina, Fyrr mátti nú vera!
Það skyldi auðsýnilega eng-
um glevmast, sem hér var
inni, að þarna var Guðmund-
ur Daníelsson. Nema hann
hafi verið að tala við alla
veröldina. Það var reyndar
líklegast. Kynna henni það,
að hér var hann Guðmundur
Daníelsson kominn í annan
bekk Kennaraskólans, var
þar tii viðtals við hann um
sinn.
Hvaðan ertu? spurði ég.
Frá Guttormshaga í Holt-
um!
Það hljómaði eins og stef
í fornri kviðu, eins og kliður
hlymdrápu færi um ræfur
hátimbraðra skála. Þessi voru
fyrstu kynni okkar Guð-
mundar Daníelssonar frá
Guttormshaga.
II.
Þau urðu á síðan mikil og
góð. Guðmundur var ein-
staklega skemmtilegur nem-
andi og afburða hressandi í
kynnum. Að vera með hon-
um á þeim árum var eins og
að komast í snertingu við
sjálfa frumkrafta náttúrunn-
ar, loft, jörð, eld og vatn, —-
einkum jörð og eld. Eg held
ég hafi aldrei kynnzt æsku-
manni, sem var eins hlaðinn
af orku,.Henni neistaði út af
honum öllum. Hann var full-
ur af grózku safa og krafti.
Hann var eldfimur eins og
tundur. Og það reyndist brátt
svo, sem fyrsta hugboð mitt
bénti til. Þessi piltur ætlaði
sér að tala . við veröldina,
knýja hana til mikilla sagna,
krefja hana ríkulegra gjafa,
ausa af gnægtum hennar og
gefa henni sjálfur firnin öll.
Engin húskaraviðskipti þar!
Guðmundur Daníelsson frá
Guttormshaga var sér bess
ekki meðvitandi, að neitt
Þyrfti að standa upp á sig í
þeim efnum. Hann' ætlaði'að
verða skáld. Var reyndar
orðinn það, - hafði ort kvæði,
4 4. okt. 1960
ritað smásögur, sá ekki út yfir
þau kvæði, sem hann átti ó-
ort, vissi ekki tal á þeim
sögum, sem hann átti óritað-
ar. Þetta var auðlegð, sem
ekki varg borin án trúnaðar
við mannlega sál, yfirþyrm-
andi ríkdómur, sem varð að
deila með einhverjum. Mér
hlotnaðist sú hamingja að
njóta þessa trúnaðar. Enginn
nemandi minn fyrr né síðar
hefur gert mér þá sæmd að
vekja mig upp klukkan þrjú
um nótt til þess að gefa mér
hlutdeild í reynslu, sem var
að sprengja hjartað, nema
Guðmundur Daníelsson. Hann
hafði upplifað ástina. Kann-
ski ekki í fyrsta sinn, en það
var hégómi. Hún hafði lostið
hann eins og elding. Hún
hafði leyst hann upp í sindr-
andi stjörnur og slöngvað
honum út í sólkerfið. Hún
hafði rakið hann í gullið traf.
Hún hafði drepið hann, smurt
hann og grafið hann með tár-
Kannski kann hann tvö þús-
und.
Kemur hann aftur?
Já, hann kemur aftur á
morgun!
Hæ, gaman! Hann kemur á
morgunn!
— Guðmundur Daníelsson
lauk kennaraprófi 1934 og
byrjaði kennslu það ár. Síðan
hefur hann verið kennari og
skólastjóri óslitið, nema þegar
hann hefur dvalizt erlendis
við nám og á ferðalögum. —
Mörg hin síðari ár skólastjóri
á Eyrarbakka. -—■ Ég veit ekki,
hve oft hann er búinn að segja
börnum söguna um Gissur á
Seljalandi. Ég gæti bezt trú-
að, að hann væri fyrir löngu
búinn að segia þar tvö þúsund
sögur, sem ég sagði mínum
undrandi vinum í Grænuborg
forðum, að hann kynni. — Ég
þekki ekki kennslu Guðmund-
ar, en mér er sagt, að hann
geri einna vandaðastar skýrsl-
ur allra skólastjóra á landinu.
ekkert skrifað nema ferðabæk
urnar sínar, þá væri hann eigi
ag síður athyglisverður og
skemmtilegur rithöfundur, —-
En þetta tvennt er í rauninni
ekki annað en arinskerslur,
sem til hafa fallið í verkstofu
þessa hamramma dugnaðar-
manns.
Fyrsta skáldsaga Guðmund-
ar, Brseðurnir í Grashaga —
kom út 1935. Síðan rekur hver
skáldsagan aðra til 1944,
hvorki meira né minna en sex
stórar skáldsögur auk smá-
sagna safnsins Heldrimenn á
Húsgangi, sem kom út það ár.
Þetta tímabil er lærdóms- og
undirbúningstímabil Guð-
mundar Daníelssonar í skáld-
skap, tímabil umbrota, bar-
áttu og tilrauna. Það einkenn-
ist af áræði, hugmyndagnótt,
frjósemi, tindrandi frásagnar-
gleði, hörkudugnaði. í verk-
um þessa tímabils er mikið af
fögrum og gildum skáldskap,
en flest bera þau þess vott, að
Fimmtugur i dag
GUÐMUDUR DANIELSSON
rithöfundur
Um. Hún hafði reist hann upp
frá dauðum og gefið honum
sólina fyrir hjarta. Þetta var
dagurinn, sem Guð fullnaði
sköpunarverkið á þeim degi.
Síðan fórum við að sofa,
enda ekki það handarvik til
í veröldinni, sem aðhafst yrði
á þeim degi.
III.
Guðmundur Daníelsson
kenndi eins og fullveðja
meistari j fyrstu æfinga-
stundinni. Hann steig þyngra
tii jarðar, en aðrir menn
jafngamlir, var rólegur eins
og hann ætlaði að fara að
leika sér, kannski eilítið í-
^yggiun. Það varð dauða-
þögn og allir litlu fæturnir
undir borðunum kyrrðust.
Það leyndi sér ekki, þegar
hann byrjaði, að hann var
þaulundirbúinn. Og áður en
iatik hafði hann sagt börnun-
um söguna um Gissur á
Seljalandi. Það var óviðjafn-
anleg saga um lítinn dreng,
sem lifir undur og feiknstafi
og slapp heill á húfi. Ég er
búinn að gleyma sögunni.
En ég er ekki búinn að
gleyma börnunum í æfinga-
bekknum í Grænuborg. —
Næstu daga komu þau stund-
um til mín og sögðu:
Kemur hann ekki aftur,
þessi, sem um daginn?
Hver?
Sá, sem sagði okkur sög-
una um Gissur á Seljalandi.
’Var það skemmtilegur
maður?
Já. — Kann hann fleiri
sögur?
Hann kann þúsund sögur.
Mér finnst það honum líkt. —
Guðmundi er þannig farið um
skaplyndi, að hann kann ekki
öðru, en skiljast vel og drengi-
lega við hvert verk, er hann
leggur hönd að, kasta sér
undanbragðalaust til og ganga
að með kappi.
IV.
Guðmundur Daníelsson átti
margt ósagt við veröldina,
þegar leiðir okkar lágu fyrst
saman. Hann hóf feril sinn
senr skáld 1933 með ljóðabók-
inni: Ég heilsa þér. Síðan
hefur Guðmundur gefið út
tuttugu frumsamin skáld-
verk, ljóð, sögur, leikrit,
ferðabækur. Skáldsögurnar
eru fyrirferðamesti og veiga-
mesti þátturinn í höfundskap
Guðmundar. En jafnfvel þó að
hann hefði ekkert orkt nema
ljóðin sín, mundi hann samt
sem áður teljast merkilegt
skáld. Og þó að hann hefði
höfundurinn hefur ekki náð
fullu valdi á hæfileikum sín-
um. Stíllinn er ekki orðinn
fullmótaður, að vísu tilþrifa-
mikill, kvikur, litbrigðaríkur
á köflum, en höttóttur, brest-
ir í gerð sögunnar á einstaka
stað, rök viðburða torsén. En
þó missir Guðmundur aldrei
söguna úr höndum sér, leysir
alltaf sinn söguhnút, stundum
með nokkurri áraun. Þannig
finnst mér til dæmis um sögu-
lokin í skáldsögunni Á bökk-
urn Bolafljóts.. Skeiðið ein-
kennist þó af öruggri framför,
síðasta skáldsaga þessa tíma-
bils, Landið handan landsins,
1944, er miklum mun öflugra
og samfelldara skáldverk en
Bi’æðurnir í Grashaga. En þó
er eins og manni finnist að
höfundinn vanti einhvern
herzlumun tl.il þess að verða
fleygur og fullveðja, finna
sjálfan sig — og eignast,
Nú gerir Guðmundur Daní-
elsson hlé á skáldsagnagerð-
inni. Hann gefur út skemmti-
lega ljóðabók 1946, ferðast
víðsvegar um Ameríku, víkk-
ar sjóndeild sína, heyjar sér
reynslu, semur leikrit, gefur
út bráðskemmtilega ferðabók,
Á langferðaleiðum. Nemur
stutt við heima, ferðast um
Evrópulönd, gefur út nýja
ferðabók, Sumar í suðurlönd-
um, einnig bráðskemmtilega.
Þá stendur Skáldið á fertugu,
og er orðinn fullmótaður mað-
ur, fullkunnandi í list sinni,
einfari á almannaleiðum, sem
þorir að mælast við sjálfur
með þeirri' rödd, sem er
hans eigin og einskis annars.
Lætur hvern annan mæla, sem
vill. Frá næsta tímabili eru
skáldsögurnar í fjallskuggan-
um, Musteri óttans, Smásagna
safnið Vængjaðir hestar, —
Blindingsleikur, Hrafnhetta,
Frá því er þetta síðasta tíma-
bil hefst, þarf enginn á Guð-
mund Daníelsson að frýja, að
hann kunnj. ekki sína íþrótt,
né hafi þá hluti með að fara,
er eigi séu frásagnar verðir. —■
Blindingsleikur er yndislega
fullkomin bókmenntaperla. —■
Hrafnhetta stórfenglegur og
djúpsær skáldskapur. í þess-
um bókum eru mikil og ram-
slungin örlög rakin til róta af
þjálfaðri fimi og mikilli
skyggni um völundarhús
mannlegra sálna, hamingju-
lausum öflum og ástríðum,
teflt fram af svo myndugri
lempni, að krafturinn byltist
undir fáguðu yfirborði skáld-
verksins, eins og vöðvi, sem
titrar undir strengdu hörundi.
Slíkur meistari sinnar íþrótt-
ar er Guðmundur Daníelsson
í dag, er hann stendur á fimrn-
tugu. Mikilla þakka verður
fyrir unnin afrek, virtur og
viðui’kenndur af öllum, sem
með heilbrigðu skyni kunna
að lesa bókmenntir. Og það,
sem mest er um vert: Alls ó-
lúinn, að því er séð verður, af
þrotlausu starfi, sífrjór hug-
myndaauðugur og hvatur til
viðbragðs. Til í allt nú og hve-
nær sem er. Það er enn eins
og að komast í snertingu við
frumkrafta náttúrunnar að
vera með Guðmundi Daníels-
syni. Kann getur gosið eldi.
Hann getur rifið upp tré eins
og fellibylur. Hann getur ver-
ið eins Og pytturinn botnlausi,
getur verið eins og ómælandi
haf. Það er ekki víst að þeir
átti sig á því, sem sjá þenna
skyldurækna mann ganga til
daglegra starfa. ’Vera má að
hann farj hægt og virð-
ist niðursokkinn, Vera má
og, að hann sé eins snar-
beittur í augum og hann
var Því þetta er veiðimað-
ur, sem alltaf kemur stund-
víslega. Hann mætir börnun-
um á morgnana á Skólaflöt-
inni, býður góðan dag og bros-
ir við, veit hvar Gissur á
Seljalandi kúi’ir í leynum hug
ans reiðubúinn, ef til þarf að
taka. Hann mætir silungnum
stundvíslega á hans dauða-
stund. Hann mætir ævintýr-
inu nákvæmlega þar og þá,
sem það á að gerast
Við mættxxmst sæl á meðal
hvítra blóma,
og mér fannst gæfan stýra
hverju skrefi
á göngu okkar gegnum
dagsins ljóma,
er gola vorsins þaut í bláu sefi.
Það hljómar kannske líkt og
login saga:
en líf mitt finnur dýpsta ást
og mildi
í endurminning undarlegra
daga,
sem áttu kvöld, er leiðir okkar
skildi.
Skáld er borið til þeirra ör-
i^ga að trega þá fegurð, sem
það finnur og veita öðrum
Framhald á 14. síðu
Alþýðublaðið