Alþýðublaðið - 04.10.1960, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 04.10.1960, Qupperneq 9
TínriimiiiiiiriiiífTiir ÞAÐ er ekki satt, allt a3 því hrópaði hann. Hann sleppti tak inu á grönnum öxlum hennar, hörfaði frá henni og starði á hana, skelfdur, þögull. Hún stóð steinþegj- andi fyrir framan til hennar án þess að segja til nafns, — n«kk uð svo lágkúrulegt, — nokkuð svo hund- ingjalegt, — þú ert ekki þannig, ég veit, sagði hann og starði fast á hana. Augu hennar, sem andartak mættu hans, hvörfluðu undan aftur. Hún hneigði höfuðið ennþá lengra niður. — Hvað hefur hún gert þér? æpti hann, — góði guð, hvað þetta er ljótt, alveg tiígangs- laust, — ljótt. Hún hefði aldrei þurft að fá að vita neitt um okk- ur — um þetta hér, það var um það samið frá byrjun, var kannski ekki syo? Svaraðu mér? — Jú, það var um- samið, hún kinkaði sljó lega kolli. — Og ég, sem hélt ég gæti treyst þér. Ég sem hélt, að ég hefði loks fundið manneskju, sem — guð í himnin- um, hvað ég hef verið heimskur!, hrópaði Játning hann, með drúpandi höfði, handleggirnir héngu máttlausir nið- ur. Jeanne d‘Arc á bál inu, hugsaði hún án nokkurs hiturleika. Varir hennar herptust saman. Bráðum er því lokið, hugsaði hún, bráðum. — Það er ekki satt, endurtók hann með iijndarlegiíj j/onle<yqi í röddinni. — Þú hefur ekki gert þetta? Ég trúi því ekki, sagði hann og trúði því samt. — Ég skil það ekki, sagði hann og hann virtist svo örvænting- arfullur, að hana lang aði skyndilega til að koma við hann, strjúka með hendinni, hvítt ör væntingarfullt andlit hans. En hún stóð graf kyrr og þögul. — Ég hefði trúað því um hverja sem var aðra, sagði hann og fór að ganga Um gólf, ná- fölur og stífur í fram an með kreppta hnefa. — Hverja sem var aðra. En ekki um þig. Þú ert ekki þannig, heyrirðu það! Að skrifa nafnlaus bréf til kon- unnar minnar, hringja að þú ert ekks þannig, hrópaði liann og stanz aði fyrir framan hana. Nei, ég er ekki þann ig, hugsaði hún, — eða er ég það? Fólk getur leiðzt út í margt/ — eíhnigi hið allra lág- kúrulegasta, — en það skilur hann ekki. — Geturðu ekki svar að, manneskja, hrópaði hann og hristi hana aft ur til, svo höfuð henn- ar dinglaði fram og aftur. —1 Þú hlýtur þó að geta varið þig? Eða að minnsta kosti gefa skýringu? Hvað var það, sem kom þér til að gera þetta eftir all an þennan tíma? Hvað fékk mig til að gera það? Skugga af brosi, litlu gleðilausu brosi, brá á andljit hennar. — Ég gæti lamið þig, hvæsti hann, ef ekki — ef ekki — — Ef ekki hvað? spurði hún, og það var það fyrsta, sem hún sagði allan þann tíma, sem hann hafði ætt um, hrópað og rifið í hár sér. — Ef ég hefði ekki slíkan viðbjóð á þér, hann, ákafur. Já, hvað þú hefur verið heimskur, hugs- aði hún. Jeanne d‘Arc á bálinu, Jeanne d‘Arc. — En svona eruð þið allar saman, sagði hann grimmdarlega, — þú hefur aðeins mis- reiknað þig, vina mín. Þú hélzt víst, að aðeins ef konan mín vissi það, þá værirðu búin að kló festa mig. — Skyndilega lyfti hún höfðinu og sagði und- arlega skýrri og ákveð inni röddu: — Nú skaltu fara. Hann sneri sér við í dyrunum og sagði harmþrunginn: — Hvernig gaztu gert það? Hún heyrði fótatak hans niður stigann og að útidyrahurðinni var skellt aftur. Hann lét víst lykilinn einhvers staðar, hugsaði hún sljólega. „Hvað hefur hún gert þér? „Hvað hún hefur gert mér? — Tekið hamingju mína, líf mitt, tekið allt frá mér með því einu að vera til. Guð veit, að ég GÆTI hafa skrifað þessi bréf, ég gæti hafa gert það, sem verra var . . . <Zt*t E B* h" ! i B i B 8 0 Ungbarnafafnaður í miklu úrvaii Ungbarnabolir Bleyjubuxur Bleyjur, tvíofnar Ungbarnapeysur Verð frá kr: 22,60 Samfestingar Sokkabuxur Útigallar 0 B K B a B B B ■ B0 H a aH _H Johnson's: barnapúður barnasápa barnakrem barnaolía eyrnapinnar _H H H H H H H ibihhihb VERZLUNIN © m Laugavegi 70 Sími 14625 H H ■ ORÐSENDING FRA Stjörnuljósmyndum Eins og að undanförnu önnumst við allar myndatökur í verksmiðjum, heimahúsum og á stofu, Flókagötu 45. Heimamyndatökur unnar eins og á stofu. Þeir við- skiptavinir sem hafa fengið prufur frá okkur fyrr e'ð'a síðar eru vinsamlega beðnir að senda pantanir sínar stem fyrst ef þeir óska eftir að fá fullunnar myndir fyrir jól. STJÖRNULJÓSMYNDIR Flókagötu 45 Sími 23414. •—- Elías Hannesson. Dansiléii Heiðars Ársfvaidssonar Kennsla í barna, unglinga., fullorðins og hjónaflokk um hefst í Vonarstræti 4, sunnud. 9. okt. Kenndir verða nýju og gamlu dans arnir, aðeins kennt um helgar. Innritun og upplýsingar í síma 10 11 8 daglega frá 1—3 og 8—10 e. h. . Guðbjörg Hlíf Heiðar Ásvaldsson. £ (ritari) óskast að Náttúrugripasafni íslands frá næst komandi áramótum eða nú þegar. Vélritunar og málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir send ist Náttúrugripasafninu fyrir 10. október næst komandi. Alþýðublaðið 4. okt 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.