Alþýðublaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 14
o- Vildi ekki Framhald af 5. síðu fatnaðinn var hringt dyrabjöllu. Þár var pilturinn kominn aftur. Hann sagðist halda, að fólkið í ■húsinu áliti sig þjóf, Það sagð- ist hann ekki vilja hafa. Hringt var á lögregluna, sem fór með piltinn í kjallarann og þar varð fcann að dúsa um nóttina. — Hmn var ölvaður. Sinfóníutónleikar angárvallasýslu Framhald Hann fæddist líklega í París, en ólst upp í Flór- ens. Hann varð faðir hins nýja ítalska skáldskapar í óbundnu máli og er nefnd- ur fyrsti höfundur nú- tíma smásagnagerðar. — Hann nam lögfræði um tíma og ætlaði að verða verzlunarmaður, en hætti við það og gaf sig algjör- íega! að skáldskapnum. Hann var við hirðina í Na- poU, þar sem menn lifðu glöðu og áhyggjjulausu lífi. Þar umgekkst hann lærða menn og skáld síns tíma, t. d. Petrarca. — t þessu glaðværa umhverfi lifði Boccaccio og hirtu menn þar ekki alltaf um ströngustu siðareglur, svo e,kki verði meira sagt. Hann varð ástfanginn í giftri konu, Maríu nokk- urri, sem var laundóttir Róberts konungs, en Na- poli var þá sjálfstætt ríki. Henni skrifaði hann gló- andi ástarbréf, og nefndi hana Fiamettu. Þegar hann fór að eldast fékk hann það virðulega hlut- verk að halda fyrirlestra, við hirðina um „hinn guð-í dómlega gamanleik" Dan-/ tes. Sýþir það, að yfir-' völdin hafa ekki hneyksl-' ast neitt á Decameron, því? ella hefði honum varla | verið fengið þetta starf. I Decameron kom út 1353,^ þegar Boccaccio var fert- ^ ugur að aldri. Efni bók-s arinnar tekur hann fráS liópi ungs lífsglaðsS fólks, sem flýr frá Flór-S enz, þegar Svarti dauðiS brýzt út 1348, og sezt aðS á stað nokkrum uppi sveit. Umhverfis er ynd-'í isfagurt, sólskin í ríkum^ xnæli, loftið ferskt og heil- ^ næmt og þau eyða tíman-) um við leik, söng, skáld- ^ skap og góðan mat og^ drykk, en þó fyrst og^ fremst við að segja sög-( ur. Þannig lifa þau í tíus daga, sjö ungar konur ogS þrír ungir menn. Á hverj-S um degi segja allir einaS sögu, þess vegna heitirS bóikin ,,Decameron“, semS þýðir bókstaflega „tíu^ daga sögur.“ Ekki reyn- ast ungu dömurnar neitt „teprulegri11 í frásögnum sínum en herrarnir. Efni sagnanna sótti Boccaccio úr ýmsum áttum, þjóðsögum, { iddaraskáldákap og vís- um, sem lifðu á vörum al- mennings. En um þetta misjafna efni fór hann meistarahöndum á snjall- an og listrænan hátt. Inni- hald þessara eitt hundrað smásagna er margbreyti- legt, bæði sorglegt og gleði legt, spaugilegt og háðskt og allt þar á milli. Það sem öðru fremur hefur orðið til þess að orðið klám hefur loðað við „Decameron“ eru sögurnar, sem í bókinni eru og fjalla um ósiðlegt líf munka og nunna og sið- ferðislega hræsni hinnar andlegu stéttar. Vissulega er kosturinn nokkuð bragð sterkur á köflum, en allt af fyndinn og skemmtileg- ur og farið með hann á listrænan hátt. En bæði samtíð Boccaceio og seinni kynslóðir hafa ekki hvað sízt skemmt sér við þess- ar sögur af munkum og nunnum. í elli sinni sóttu að hon- um trúaráhyggjur og hann dó, sem iðrandi syndari að eins 62 ára gamall. Þann- ig fór fyrir fyrsta raun- sæismanni og lofsöngvara ástarinnar á endurfæðing- artímabilinu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 97., og 99. tbl. Lögbirtmga- blaðsins 1960 á húseigninni nr. 32 við Bræðraborgar stíg, hér í bænum, þingl. eign Halldórs Indriðason- ar, fer fram efti'r kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl., Axels Einarssonar hdl., og Kristjáns Eiríksson ar hdl., á eigninni sjálfri laugardaginn 5. nóvember 1960 kl. 2Vz síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Eiginmaður mi'nn, faðir okkar og tengdafaðir SVEINN SVEINSSON netágerðarmeistari er andaðist að heimili sínu 27. f. m. verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 3 þ.m. kl. 1,30 e. h. Blóm vi'nsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Dvalarheimili aldraðra sjó manna eða styrktarfélag fatlaðra. Kolfinna Magnúsdóttir, börn og tengdabörn. SYMFONIUHLJOMSVEIT Islands efndi til tónleikaferðar austur £ Rangárvallasýslu sunnudaginn 30. október. — Stjórnandi var Bohdan Wodic- zko og einsöngvari með hljóm- sveitinni Sigurður Björnsson. Tónleikar voru íaaldnir í Skógaskóla undir Eyjafjöllum síðdegis á sunnudaginn, en um kvöldið í hinu nýja félagsheim- ili Hvoli á Hvolsvelli. Leikin voru tónverk eftir Bach, Moz- art, Grieg og Debussy, og Sig- urður Björnss. söng óperuaríur eftir Mozart og lög eftir Emil Thoroddsen og Karl O. Run- ólfsson. Aðsókn að tónleikunum var góð, og var hljómsveit, stjórn- anda og einsöngvara ágætlega fagnað. Skólastjórinn að Skóg- um, Jón R. Hjálmarsson, þakk- aði hljómsveitinni komuna þangað, en í Félagsheimilinu Hvoli tók Páll Björgvinsson oddviti til máls í lok tónleik- anna og flutti hljómsveitar- mönnum þakkir. Tónleikunum á báðum stöðum lauk svo með því, að leikinn var þjóðsöngur- inh. 1 SSffi l m nov. er HAB-dagur miðvikudagur SLYSAVARÐSTOFAN er op- in allan sólarhringinn. — Læknavörður fyrir vitjanir er á sama staS kl. 18—8. Sími 15030. AFMÆLI: — 60 ára er í dag 'Daníel Símonarson, fyrrv. bóndi og hreppsnefndar- maður í Hellisfirði, nú starfsmaður Bæjarútgerðar Reykjavíkur, [til heimilis að Hringbraut 121. Hin árlega hlutavelta Kvenna deildar SVFÍ í Rvík verður á næstunni. Söfnun_er haf- in, og er fólk beðið að taka vel á móti konunum, eins og undanfarið. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá New York 4. eða 7.11. til Rvk. Fjall foss kom til Grimsby 1.11. fer þaðan til GreatYarmouth og London. Goðafoss fór frá Leningrad 30.10. til Hull og Rvk. Gullfoss fer frá Rvk til Hamborgar og Kmh. Lagar- foss fór frá New York 25.10. væntanlegur til Rvk 3.11. — Reykjafoss fór frá Siglufirði í dag 1.11. til Akureyrar, — Raufarhafnar, Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og þaðan til Esbjerg, Hamborgar, Rotter dam, Kmh, Gdynia og Ro stock. Selfoss fór frá Brem en 31.10. til Hamborgar. •— Tröllafoss fór frá Hull 1.11. til Rvk. Tungufoss fór frá Gdynia 31.10. til Kmh og R víkur. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fer í dag ít á Aar rhus áleiðis til Kmh og Finn lands. Arnarfell fór 30.10 frá Archangelsk áleiðis til Gdyn ia. Jökulfell lestar á Norður landshöfnum. Dísarfell fer í dag frá Riga áleiðis til ís- lands. Litlafell losar á Norð- urlandshöfnum. Helgafell fer væntanlega í dag frá Letiin- grad áleiðis til Riga. Hamra- fell kemur til Rvk á morgun frá Batum. Jöklar h.f.: Langjökull er í Rvk. Vatna jökull lestar á Norðurlands- höfnum. Hafskip h.f.: Laxá er á leið til Ítalíu og Grikklands. Konur í Styrktarfélagi van- gefinna halda fund fimmtu daginn 3. nóv. í Aðalstræti 12 (uppi). Fundarefni: 1. Félaigsmál. 2. Erindi, Guð- rún Sveinsdóttir flytur. — 3. Kaffiveitingar. Allar fé- iagskonur, og aðrar konur sem áhuga hafa fyrir mál- efnum styrktarfélagsins eru velkomnar. Kaup Sala £ 107,07 107,35 US $ 38,00 38,10 Kanadadollar 39,17 39,27 Dönsk kr. 551,70 553,15 Norsk kr. 533,40 534,80 Sænsk kr. 736,60 738,50 V-þýzkt mark 911,25 913,65 ÍÍ1Í1ÍÍÍ Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kmh kl. 08,30 í dag. Væntan- leg aftur til R- vfíkutr kl. 16, 20 á morgun. •—- Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga tii Akuréyr- ar, Húsavíkur, ísafjatðar, og Vestmannaeyja. ■— Á rnorgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafn- ar. Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er vænt- anlegur frá New York kl. 08,30, fer til Stafangurs, Gtb, Kmh, og Hamborgar kl. 10.00. Fjölmennið á skemmtifund Kvenfélags óháða safnaðar- ins :í félagsheimilinu —• Kirkjubæ n. k. fimmtudag 3. þ. m. kl. 8,30. Spiluð verður félagsvist og kaffi- veitingar góðar að vanda. Allt safnaðarfólk velkom- ið. - Miðvlkudagur, , 2 nóvember: 13,00 „Við vinn una“: Tónleik- ar. 18.00 Út- varpssaga barn- anna: „Á ílótta og flugi“ eftir Ragnar Jóhann- esson; IV. (Höf. les). 20,00 Fram haldsleikrit: —■ „Anna Karen- ína“, skáldsaga eftir Leo Tolstoj — Þýðandi: Áslaug Árnadótt ir. — Leikstjóri: Lárus Páls- son. I; kafli. 20,30 Tónleikar — Atriði úr óp. „Madame Butterfly“ eftir Puccini (Mar ia Callas syngur). 20.50 Er- indi: Síldarleit og síldargöng ur (Jakob Jakobsson fiski- fræðingur). 21.10 Samleikur á flautu og píanó. 21,30 Út- varpssagan: Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; IV. (Ragnheiður Hafstein). 22,10 „Rétt við háa hóía“: Úr ævi- sögu Jónasar Jónassonar —• bónda á Hrauni í Öxnadal, eftir Guðmund L. Friðfinns- son; II. lestur (Höf. les). — 23,30 Harmonikuþáttur, sem Högni Jónsson og Henry J. Eyland sjá um. 23,00 Dag- skrárlok. LAUSN HEILABRJOTS: 1 meter. 14 2. nóv. 1960 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.