Alþýðublaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 2
I SStatJöraz: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltmar rit- I Wjómar: Sigvaldi Hjálaaarsson og Indriöi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: | lijörgvin GuSmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Augiýsingasím.-: | 114 906. — ASsetur: AiþýðuhúsiS. — Prentsmiðja AiþýSublaðsins. Hverfis- i líata 8—10. — Áskriftargjald: kx. 43,00 á mánuSi. í lausasClu kr. 3,00 eint. | tígsfandi: AiþýSuflokkurion. — Framkvæmdastjórl: Sverrir Kjartansson Gjaldþrota sjóðir f FRAMSÓKNARMENN hafa sjaldan sézt bregð j ast eins reiðir við og í efri deild alþingis, er Gylfi Þ. Gíslason flutti harða gagnrýni á stjóm ræktun •j arsjóðs og byggingasjóðs sveitabæja. Þó gátu fram sóknarmenn ekki neitað því, að sjóðir þessir eru \ raunverulega gjaldþrota og eiga samanlagt ekki , fyrir skuldum. Gagnrýni Gylfa beindist gegn i þeirri ráðsm-ennsku, að þessir sjóðir taki lán með I igengisákvæði, en láni það aftur án sams konar 4 klásúlu. Þeir lána fé með lægri vöxtum og til 1 styttri tíma en þeir verða sjálfir að sæta, er þeir | afla fjárins. jj Það er furðulegt, ef hægt er að réttlæta svo fár i ánlega fjármálastjórn á þann hátt, að slíkt sé j muðsynlegt fyrir landbúnaðinn. Hér er alls ekki Jj verið að deila um, hvort styðja eigi landbúnað í eða ekki, hvort bændur eigi að njóta lágra vaxta j o>g hagkvæms lánstíma. Allt þetta er málinu óvið ; l'tomandi. Deilúefnið er aðeins þetta: Er það verj j anleg stjóm á slíkum sjóðum, að reka þá vísvit- ] andi með miklum halla, éta upp höfuðstól þeirra, j og steypa þeim á barm gjaldþrots? ( r 4 Arangurinn af þessari furðulegu óstjóm fram 1 sóknarmanna á sjóðum landbúnaðarins er sá, að 1 þeir koma nú til Alþingis og heimta, að ríkið 1 taki að sér 160 milljónir króna. Og svo kalla þeir j það fjandskap við landbúnaðinn, ef menn leyfa 1 sér að gagnrýna þetta fjármálahneyksli! | Ef tekin eru lán í erlendum gjaldeyri, verða j þeir, sem lánanna njóta, að bera gengisfellingar 1 áhættu. Vilji menn hins vegar forða bændum frá i slíkri áhættu, hefðu fjármála- og landbúnaðarráð j iierrar Framsóknar undanfarin ár átt að sjá til \ þess, að sjóðunum væri aflað fjár á annan hátt ] en með erlendum lánum. Sama er um vexti að segja. Sjóðirnir verða ann i að hvort að útvega sér fé með lægri vöxtum en ? bændur greiða af lánum sínum, eða tryggja sér 1 aðrar tekjur til að mæta vaxtatapi, í stað þess 1 &ð láta það hrúgast upp ár eftir ár, unz sjóðirnir \ eru gjaldþrota. Merkilegt má það vera, ef bændur landsins, 1 telja stétt sinni greiða gerðan með þvílíkri stjórn : a sjóðum þeirra. Ótrúlegt er, að þeir séu stoltir 1 af þeirri fjármálapólitík Framsóknar, sem leitt í lléfur til þess, að hún biður nú ríkið vinsamlegast i að æggja 160 milljónir fram til að bjarga sjóðum ; landbúnaðarins við úr óreiðunni. 1 Áskriftarsíini f Alþýðublaðsins f er 14900 £ ■?. ttáV' 1960 — ✓ Framhald af 1. síðu. larmönnum í þingdeildinni, — sem hefðu svarað með stóryrð- um í sinn garð persónulega og Alþýðuflokksins. Kvaðs-t ráð- herrann skrifa það á reikning þess, að rök sín hefðu komið illa við þá Framsóknarmenn, þó að sannleikanum í þessum málum yrði ekki þjónað með skætingi. Viðskiptamálaráðherra vakti athygli á því, að niðurstöður umræðnanna daginn áður hefðu verið þær, að allir væru sam- mála um gjaldþrot stofnsjóða landbúnaðarins, enda hefði þeirri staðhæfingu hvorki verið andmælt af Hermanni né Ás- geiri. Þeir hefðu játað beint eða óbeint, að tæpar 3 millj. kr. vantaði til að sjóðir þessir ættu fyrir skuldum. Hins vegar væri ágreiningurinn um það, hvort ríkissjóði bæri skylda tif að bera hallann og hver bæri á- byrgðina á því, að svona væri komið. Varðandi s'kyldu ríkissjóðs til að bera halla sjóðanna sagði við skiptamálaráðherra, að flutning ur frumvarpsins afsannaði þá kenningu. Nóg -hefði verið að minna á þá skyldu, ef hún væri fyrir hendi, í stað þess að flytja frumvarp um að velta skuldum sjóðannna yfir á ríkissjóð. — Þannig vitnaði bæði fortíð máls ins og flutningur frumvarpsins gegn 'Staðhæifingum greinar- gerðár frv. og ummæla Fram- sóknarmanna við um^æðurn- ar, Þá vék G.Þ.G. að ábyrgð- inni á gjaldþroti sjóðanna. — Ollur þingmönnum væri Ijóst. að þeir væru sjálfstæðar stofnanir að lögum,, Alþingi hefði ákveðið hámarksútláns- vexti lægri en markaðsvexii, en jafnframt veitt árlega fé til að standa undir vaxtamis- muninum. Ráðherrann kvaðst mótmæla því, að það hefði nokkurn tíma vakað fyrir al- þingi, að höfuðstóll sjóðanna smáeyddist og stjórn þeirra hegðaði sér þannig, að þeir ætust upp og yrðu gjaldþrota. Ráðherrann upplýsti því næst, að Ræktunarsjóður fengi 1,6 millj. kr. og Bygging'arsjóð ur 2,5 milj. kr. árlega fjárveit- ingu frá ríkissjóði. Þessar fjár- hæðir stæðu undir vaxtamis- muni. miðað við að útlán væru 64 milj. kr. úr Ræktunarsjóði og 83 millj. kr. úr Byggingar- sjóði. Báðir hefðu farið langt fram úr þessu, Ræktunarsjóður þó miklu meira. með því að eyða höfuðstólunum, Það væri fullkominn misskilningur, sem Framsóknarmenn héldu fram, >að alþingi hafi ætlazt til þessa. iSjóðirnir hefðu tekið mjög há erlend lán með lágum vöxtum og haft af því vaxtahagnað, en á móti gengisáhættu. Vaxta- hagnaðinum hefði verið eytt í gáleysi, en skollaeyrum skellt við gengisáhættunni. Það er bankaráð Búnaðarbankans, sem hefur tekið þessa siefnn, sagði ráðherrann, og ber ábyrgð á henni. Kvaðst hann láta ósagt. hvort samráð hefði verið haft við landbúnaðarráðherra, en hann hefði lengi verið sami maður og formaður bankaráðs ins (Hermann Jónasson), svo að þá hefði einungis um eintal sálarinnar verið að ræða! 'G.Þ.G, sagði, að þessi mál heíðu aldrei verið borin undir vinstri stjórnina í heild, en Gylfi Þ. Gíslason hins vegar hefðu þeir Lúðvík Jósefsson þar varað við þessari stefnú. Þá hefði Hermann sagt réttilega, að málið heyrði undir stjórnir sjóðanna, en nú segir hann ríkisstjórnir vera ábyrg- ar. Viðskiptamálaráðherra kvað ótvírætt. að við bankaráð Bún- aðarbankans eitt væri að sak- ast. ef sjóðir landbúnaðarins væru nú komnir á vonarvöl, — eins og allir játuðu. Þá vék ráðherrann, að þeirri staðhæfingu Hermanns, að isjóðirnir hefðu tapað 90 ni^llj. kr„ á geilg/sbreyting- unni s. 1. vetur. Kvaðst hann furða sig á því, lað alþingis- menn færu með fleipur eitt í sambandi við slíkar tölur. — Þetta væri alrangt. Erlendar skuldir sjóðanna hefðu hækk lað um 54,2 millj,, kr. vegna gengisbreytingarinnar í febr- úar Hermann hefði líklega reiknað með hækkun vegna yf ✓ irfærslugjaldsins (55%), sem stjórn hans kom á, en hún nam 29.6 millj kr, og kennt núverandi ríkisstjórn um allt. Þó vantaði 6,2 millj. kr. á tií að 90 millj. kr. saga Hermanns stæðist! Ég held, að allir Framsókn- armenn, sem hafa talað um þetta mál, hafi haldið því fram að ég bæri í brjósti alveg sér- staka óvild til lanldbúnaðarirs, sagði Gylfi Þ. Gíslason. Kvaðst hann ekki sjá ástæðu til að svara slíkri fjarstæðu, en tók í þess stað dæmi um hug þeirra sjálfra til landbúnaðarins, sem Framsóknarmenn þykjast vera sjálfkjörnir málsvarar, Reksturskostnaður. sem Bún- aðarbankinn reiknar sjóðunum, er sem hér segir árið 1959: —• Ræktunarsjóður 2.476 þús. kr. eða 0,95% af heildarútlánum, Byggingarsjóður 2,139 þús kr. eða 2,12% af heildarútlánum, Samsvarandi hlutfall kostnaðar af heildarútlánum þriggja blið- stæðra stofnana er þetta: Fram kvæmdabankinn 0,23 %, Veð- deild Landsbankans 0,35% cg Fiskveiðasjóður 0,29 %. Búnað- arbankinn hefur þannig láíið sjóðin,a bera óhæfilega háan reksturskostnað, sagði ráðherr- ann. Kvaðst hann kunna því illa, að heyra af vörum þess- ara manna brigzlyrði um óvild í garð landbúnaðarins vegna þess eins að vakin hafi verið athygli á óstjórn þeirra sjálíra í þessum málum. Að lokum sagði Gylfi Þ. Gíslason, að samþykkt þessa frumvarps væri sama og le&gja 4700 kr. skuldaliréf til undirskriftar fyrir hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. Það þyrfti ekki litla óskamm feilni til að fiytja frumvarp, sem velti slíkum byrðum yf- ir á herðar skattgreiðenda i landinu. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra. tók því næst til máls. Kvað hann mikinn vanda að leysa úr þessu fjárhagsöng- þveiti, sem áreiðanlega yrði ekki leyst með stóryrðum held- ur raunhæfum aðgerðum. Aðal- atriðið væri, að finna lausn til að sjóðirnir gætu hér eftir sem hingað til verið landbúnaðin- um lyftistöng. Hann kvað ríkis stjórnina hafa rætt lánasjóði landbúnaðarins og vilji væri innan hennar til að leysa vanda þeirra. enda þjóðarnauðsyn. — Ráðherrann kvað ríkisstjórr/ Emils Jónssonar hafa skipað hagfræðinganefnd til að gera tillögur um úrbætur á rekstii fjáríestingarsjóða atvinnuveg- anna, þar á meðal þessara sjóða, en nefndin ekki lokið störfum enn. Sagðist ráðherran búasf við, að raunhæfar tillögur ti úrbóta yrðu lagðar fram af rík- isstj órninni á næstunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.