Alþýðublaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 5
WWWWWMWWWWWWMW Vel faekkt hljámsveif + IFYRRAKVÖLD kom hingað til lands hin heims fræga hljómsveií „Los Paraguyos,“ sem mun leika hér í Stork-klúbbn- um í Framsóknarhúsinu í nokkra daga. Hljómsveitin er skipuð 4 mönnum, sem allir syngja og leika á hljóðfæri. En hljóðfæra- skipun hljómsveitarinnar er nokkuð frábrugðið því sem íslendingar eiga að venjast, en þrír Ieika á gítar og einn á hörpu. — Hljómsveitin kom hingað frá Bretlandi, þar sem hún lék í sjónvarp. mWMmWMMWMWWMW Góður afli ís- firzku bátanna Ííiafirði, 30. okt. ÞRÍR bátar eru byrjaðir róðra héðan og hafa þeir fiskað ágætlega. í gærdag — Iaugar- tlag — var aflinn sem hér segir .— óslægður fiskur: Guðbjörg 14 smál, Gunnhild- ur 14 smál. og Gunnvör 10 smál. Þetta eru eingöngu þorsk ur, mjög vænn. Hinir bátarnir byrja róðra næstu daga, en þeir eru ekki enn tilbúnir á veiðar, en hrað- að er útbúnaði þeirra eftir föngum. Á undanförnum áruni hefur aflinn á haustvertíðinni verið lélegur, og telja menn, að þessi ág'æti afli, sem nú er, spái góðu Tum aflabrögðin í vetur. Beitt er m. a. nýjum smokk- fiski, sem veiðzt hefur sama sólarhringinn og honum er beitt, svo að ekki hefur þurft að hraðfrysta hann. Nokkrir smærri bátar stunda enn smokk fiskveiðarnar. og fiska vel. B. S. ÍLs’ 11% aiitiiiii y S5S HÚSMÓÐIR ein við Snorra- braut þurfti þurfti að skreppa niður í kjallara í húsi sínu að- faranótt sunnudags. Þegar hún kom niður í innri gang í kjall- arageymslu sá hún ókunnan pilt standa þar yfir ferðatösku. Konan spurði piltinn, hvað honum væri á höndum, en hann gat enga skýringu gefið á því. Hún vísaði honum því á dyr. Þegar pilturinn ætlaði að fara ver jófur án töskunnar benti konan hon- um á hana, en pilturinn kvaðst ekki eiga töskuna. Konan athugaði síðan hvað væri í töskunni, en það var gam all fatnaður, sem íbúar hússins áttu. Konan kallaði á hina íbú- ana til þess að athuga, hvort nokkru hefði verið stolið, en svo var ekki. Meðan fólkið var að skoða Framhald á 14. síðu. LEIKFÉLAG Kópavogs byrj- ar starfsár sitt með sýningu á gamanleiknum „Útibúið í Árós- um“, í þremur þáttum, eftir Max Neal og Kurt Kraatz. Er þetta fjórða leikár félagsins,. — Frumsýnt verður að öllu for- falla|ausu fimmtudaginn 10. nóv. Leijkstjóri er Einar Guð- munclsson, leikari, en bann Iauk prófi frá Leiklistarskói'a Þjóðleikhússins 1958. Með aðalhlutverk fars: Síg- urður Gré.tar Guðmundsson og Auður Jónsdóttir. Auk þeirra fara með veigamikil hlutverk leikkonurn.ar Helga Löve og' Vilborg Sveinbjarnardóttir. — Alls koma fram í leiknum 13 leikendur. Þá er einnig að liúka æfíng- um á barnaleikritinu ..Lína langsokkur11. eftir sænsku skáld konuna Astrid Lindgren. Leik- ritið er í fjórum þáttum. Er ráðgert að frumsýna það sunnu daginn 13. nóv. Leikstjóri er Gunnvör Braga Sigurðardóttir. Aðalhlutverk er Ieikið aí Sigr- íði Soffíu Sadnholt. Geta má þess að í leik þessum kemur fram api (sjá forsíðumyndl og er þegar byrjað að æfa hann. Þetta er fyrsta barnaleikritið sem Leikfélag Kópavogs sýnir og hefur mikið verið til þess vandað. Einnig er í ráði að setja á svið „Skuggasvein“ eftir ára- mótin. Snorri Karlsson hefur sem fýrr teiknað og málað öll tj öldin. Sýningar á „Útibúinu“ verða í Kópavogsbíói og barnaleik- ritinu í Kópavogsbíó og Skáta- heimílinu við Snorrabrauí. —* Einnig mun verða farið rneA „Útibúið“ í heimsókn- til ná- grannabæja og sveita, t. d. ver5 ur það sýnt í Hlégarði. Mos- felssveit, miðvikudaginn 23. nóvember. mningum Isafirðí, 30. okt. ALÞÝÐUSAMBANÐ Va fjarða hefur sagt upp samningi við útvegsmenx um k’aup og- kjör háseta, matsveina og vél- -újóra á bátum, sem veiða metí línu, botnvörpu cg þorskan.et- um, en sá samningur var gerS- ur 28. des. 1959, og nær til allra stéttarfélaga sjóirianna á sam- bandssvæðinu, en það er ísa- fjörður, ísafjarðarsýsla, Baiða- stranclasýsla og Síramíasýslá. Einníg hefur A. S. V. sagt upp aðild sinni að samningi um fisk- verð o. fl., sem gert var á milli sjómannasamtaka innan ASÍ og Landssambands ísl. útvegs- manna. Ástæðan fyrir þessum samn- ingsuppsögnum er fyrst og fremst. sú óvissa, sem nú er rikj andi í kaupgjalds- og kjaramál- um. Samningurinn fellur úr gilcli l.janúarn. k. B. S. Áæflun SameinaBa Gufuskipafélagsins 1961 um ferðir m„s. Dronning Aiexandrine og vöruflutningaskipa Frá Kaupmamtahöfiií 13/1, 3/2, 24/2, 17/3, 7/4, 27/4, 19/5, 9/6, 29/6, 7/7, 21/7, 4/8, 18/8, 7/9, 29/9, 20/10, 10/11, 1/12. Frá Revkiavík: 24/1> 14/2> 7/3’ 28/3’ 18/4> 8/5> 30/5’ 16/6> 3ö/6> * 3 14,/7, 28/7, 11/8, 25/8, 18/9, 10 /10, 31/10, 21/11, 12/12. M.s. Dronning Alexandrine mun sigla milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar tímabilið júní/ágiist en fyrir og eftir þann tíma verður í förum vöruflutningskip. Skipin munu hafa viðkomu í Fæx-eyjum bæði á leið til og frá Reykjavík. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Alþýðublaðið l. nov. 1960 ÍJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.