Alþýðublaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 2
•Uljornr. GISU J. Astþórsson (áb.j og Benedlkt Gröndal. — fulltruar m- /ájómar: Slfivaldl Hjálnarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: ijðrgvin Guðmundsson — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasín. 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðuhlaðsins Hverfis- l*ta 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasélu kr. 3,00 eint ttgofandi: Alþýðuflokkurinn — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartanssor, Viöurkenning Finnboga DEILUMÁL verður að leysa, annað hvort með , íriði eða ófriði. Þetta er óhjákvæmilegt lögmál í samskiptum þjóða. Friðsamir menn vita, að deilur geta ekki haldið áfram endalaust og þær verður að leysa j eða losna við á einhvern hátt. Það eru aðeins • ofbeldismenn eða umboðsmenn þeirra, sem blása ; á elda úlfúðar og reyna að halda deilumálum ó- ; leystum. Landhelgismálið er mikið tilfinningamál með : íslenzku þjóðinni. Hún hefur í baráttu sinni fyrir ; efnahagslegu sjálfstæði og öryggi rekið sig illi i lega á hagsmuni stórveldis og þolað af því órétt. : Enda þótt þykkja sé í þjóðinni, skilja hugsandi , menn, að finnist ekki frdðsamleg lausn málsins tnæstu vikur, verður ófriður í íslenzkri landhelgi um ófyrirsjáanlegan tíma. Þess vegna er það : siðferðisleg skylda íslenzkra yfirvalda að kanna, 1 (hvaða kosta er völ, og leggja þá síðan fyrir þjóð j ina. Hingað til höfum við vonazt eftir lausn á veg um Sameinuðu þjóðanna. Sú von hefur brostið '! og við stöndum einir. Með þessu er alís ekki sagt, að íslendingar eigi að semja, hvað sem tautar. Utanríkisráðherra jhefur lýst yfir afdráttarlaust, að skilyrði hugs* anlegrar lausnar sé alger og óafturkrefjanleg við urkenning Breta á 12 mílum. Það eru vanstilling armenn, sem vilja auka sunduiþykkju með lands ffólkinu, er stimpia ráðherra fyrirfram í þessu , máli, áður en nokkuð er vitað, hvað málefnalega ! liggur fyrir. Hitt er vitað, að kommúnistar hafa allt annað takmark í landhelgismálinu en aðrir landsmenn. Þeir vilja nota það til að halda íslandi í deilum , við vestrænar þjóðir, draga landið úr samtökum þeirra og opna það fyrir stórauknum áhrifum og . síðar yfirráðurn kommúnismans. Allt þetta fékkst í raun réttri staðfest í ræðu : Finnboga Eúts Valdimarssonar á alþingi á föstu- dag. Hann sagði efnislega, það sem er efst í huga kommúnista: De.ilan má gjarna halda áfram. Það gerir ekkert til, þótt lífi íslenzkra sjómanna verði Iiætt. Það gerir ekkert til, þótt við missum fleiri’ markaði — Rússar hafa bjargað slíkum vandræð •um áður. Vélsetjari óskast Alþýðuhlaðið JÓN SIGURÐSSON-' Verður sambandi verzlunar- og skrifstoíu- iólks veift viðtaka í ASÍ? ÞESSI spurning er á vör- um margra um þessar mund ir og því fleiri, sem nær dregur Alþýðusambands- þingi. Þing A. S. í. á að koma saman 15. þ. m. Svo ekki er ýkja langt þar til spurning- unni verður svarað, því inn tökubeiðni Sambands verzlun arfólks, verður að sjálfsögðu rædd og afgreidd á öðrum degi þingsins, eða í síðasta lagi á þriðja degi. Ef allt væri með felldu, er spurning þessi óþörf, svo sjálfsagður er réttur þessara launþegasamtaka til þess að fá inngöngu í heildarsamtök hins vinnandi fólks, en bæði er það, að á undanförnum þingum, hafa samtölc verzlun arfólksins fengið heldur kald ar kveðjur frá meirihluta sambandsstjórn og Alþýðu- sambandsþinga, að ekki er óeðlilegt þótt spurningunni sé varpað fram. Þar við bætist svo það, að manna í milli er það haft eftir sumum þeim er nú skipa meirihluta stjórnar A1 þýðusambandsins. að þeir munu beit asér gegn því, að sambandið fái inngöngu í A. S. í. Inntökubeiðnin mun kom in fyrir nokkuð löngu síðan til stjórnar Alþýðusambands ins og rétt mun það vera að málið hafi verið rætt þar. Venjan hefur verið sú, að þegar inntökubeiðni berst frá féiagi rétt fyrir sambands- þing, er henni vísað til þings ins, þótt sambandsstjórn hafi vald til þess að veita félagi viðtöku milli þinga. Að sjálfsögðu ræðir sam- bandsstjórn þó málið.og tek- ur ákvörðun um, hvort hún mælir með eða móti inntöku toeiðninni, við þingið. Sambandsstjórn mun hafa á fundi tekið þetta mál fyrir, menn ekki orðið á eitt sátt ir og ákvörðun tekin um það, að vísa málinu til um- sagnar milliþingsnefndar í skipulagsmálum samtakanna er kosin var á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fundur hefur ekki ennþá verið haldinn í skipulags- nefndinni og liggur því álit hennar ekki fyrir. » Ég tel mikið gerræði fram ið, ef þessari starfsgrein launþega verði meinuð inn ganga í heildarsamtökin og þá um leið haldið utan þeirra verndar og þeirra rétt inda er verkalýðssamtökun um hafa verið veitt og þau áunnið sér með áratuga baráttu. Má þar t. d. nefna, að — verzlunar- , og skrifstofufólk nýtur ekki þeirra réttinda og hlunninda er atvinnuleys istryggingarnar veita, vegna þess að þau eru ekki í Alþýðu- sambandinu. Hvers á þetta fólk að Er það svo vel launað eða það vel stætt f járhagslega, að því sé engin þörf slíkra trygg- inga? Síður en svo. Um langan tíma hefur skrifstofu- og Verzlunarfólk verið tálið með því lægst launaða. bó mikið hafi áunn izt til bættra kiara og auk- inna réttinda, síðan skipu- lagi samtaka þess var breytt í það horf sem þau eru nú, þ. e. ,,hrein“ launþegasam- tök. Ekki er hæet að bera því við, að samtök verzlunar- og skrif«tofufólks aeti ekki fengíð að vera í alþýðusam- bandinu. bví þau föigi þar ekki heima. Á áninum 1934 os 1935 var mikið revnt af hálfu al- þýðusambardsins, að koma 'bvj til leiðar, að skinulag Verzlunarmannafél. Revkja- víkur vrð; brevtt, svo hægt væn að taka bað 1 albvðu- sambandið. en er bað tókst ekki. var að bví horfið 1935, að stofna V^rzlunarmannafé- aeið er tekið \rar í samband ið og átti fulltrúa á þineum þ“ss, að mig minnir síðast 1938. Árið 1937 var Verzlunar- mannafélagi ísafiarðar veitt viðtaka í albvðusambandið os nú eru að minnsta kosti fiögur féiöcr verzlunar- og skrfstofufóiks í albýðu- sambandinu. <>n bau eru: A. S. B., fé'ag afgreiðslu- stúlkna í brauða- og miólk- sölubúðum ocr féldo- verzl- urnar- og skrifstofufólks á Ak ureyri, Siglufirði, Árnessýslu og félagið í Rangárvalla- sýslu var í sambandinu til skamms tíma. Ekki hef ég getað orðið þess var, á undanförnum þingum samtakanna, að full- trúar þessara félaga, hafi ekki átt fyllilega samstöðu með öðrum fulltrúum á þing um og verið hlutgengir við umræðna og afgreiðslu mála á sambandsþingum, enda hagsmunir þeirra sömu og annarra launþega. Ekki er hægt að færa rök fyrir synjun um upptöku með tilvísun til annarra landa, þar sem þróun skipu- lagningar og starfs verka- lýðssamtaka er lengra á veg komin en hjá okkur. Alls staðar sem ég til þekki og hef haft sournir af, eru samtök verzlunar- og skrif stofufólks' ns í beildarsamtök um v’ðkomandi lands og’ hafa alltaf verið talin eiga þar heima og fyllilega hlut- geng og hlýtur það sama að verða hér. Ef ekki, hljóta einhver annarleg sjónarmið að ráða. Sumir hafa giskað á, að meirihluti stjórnar A. S. í. muni beita sér gegn inntcku þessara samtaka, vegna þess að :ekki sé réttur pólitískur litur á meiriihluta sjórnar landssamtaka verzlunarfólks ins, en að sjálfsögðu er það ekki frambærileg ástæða og hefur því sú ágizkun vonandi ekkert við að' styðjast. Ég fæ mig ekki til að trúa, að á þinginu verði um það deilur, hvort veita teigi seim tökum verzlunarfólksms við- tökur eða ekki. Svo ótvíræð ur sem réttur þess er til inn Framhald á 14. síðu. Útgerbormenn og aðrir ísnotendur Afgreiðum með stuttum fyrirvara ,,INSTANT:£ ísframleiðsluvélar. Afkastamöguleikar frá 350 kíló til 3000 kíló yfir sólarhring. Isframleiðsluvélar þessar eru mjög ódýrar x rekstri miðað við framleiðsluafköst. Leitið upplýsinga og tilboða. Einkaumboð fyrir ísland: SIG. SVEINBJÖRNSSON H.F., Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.