Alþýðublaðið - 06.11.1960, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.11.1960, Qupperneq 4
STARFANDI FÓLK v e I u r h i 1111 rií-mjúka Patket T-Ball Hagsýnn inaður! Hann veit að skriftin verður að vera jöfn og áferðarfalleg. Þess vegna notar hann hinn frábæra Parker T-Bail , . . þann gséða- penna sem skrifar jafnt og áferðarfaliega. Gefur strax og honum (er beitt. fiispar ekki. Pourous kúlu einkaleyfi PARKERS Blekið streymir um kúluna og mat- ar hina fjölmörgu •blekholur . . . Þetta tryggir að blekið er alítaf skrifhæft í oddirium. Parker kulupennl A PRODUCT OF c|þ THH PARKER PEN COMPANY 9-B214 Hafnfirðingar: Vér viljum minna á að iðgjöld af brunatrygg ingum húseigna og lausafjár féllu í gjalddaga 15. okt. s. 1. Vinsamlegast greiðíð iðgjöldin til skrifstof-u félagsins Strandgötu 4. Skrifstofan er opin daglega frá 10:00 til 12:00 og 15:00 til 19:00. Á laugardögum 10:00 til 12:00. IsfancSs Strandgötu 4, sími: 50803, Hafnarfirði. Benedikt Gröndal skritar HELG ,,Það hefur alla tíð verið veglegasta skylda hins stríð- andí lýðs að gera draum skáld- anna að veruleika", segir Jó- ,» hannes úr Kötlum í lok grein- ar, er hann birtir í nýútkomnu hefti af Piétti. Þetta voru orð í tíma töluð, og þarf hinn stríðandi lýður á íslandi nú ekki að efast um skyldu sína, því æðstu draumar skáldsins úr Kötlum hafa { seinni tíð verið Roðasteinn Agnars Mykle og valdataka kommún- ismans á íslandi. Ekki hefur frétzt af því op- inberlega, að Jóhannesi skáldi hafi orðið misdægurt af Þjóð- viljanum, enda þótt Birgitta Bardot hafi komizt þar á for- síðu, blaðið morað af frásögn- um af kynferðishneykslum og annarri spillingu auðvalds- ríkjanna allt fram til þess, er það flutti þrjá dálka með ná- kvæmum frásögnum af kvennafari brezka forsætis- ráðherrans Lloyd George fyr ir nokkrum dögum. En nú virðist hinu kokvíða skáldi heldur betur hafa svelgzt á. Það er Alþýðu- blaðið, sem stendur í honum, og virðist valda hinum mikla reiðilestri yfir þjóðinni í áður nefndri grein í Rétti. Jóhannes segir um blað okkar, að aldrei hafi svívirða forheimskunar- innar verið táknuð með því- líku tröllaletri á íslandi, þar sé skrifað um þjóðmál af kald rifjaðri fyrirlitningu á mann- legri skynsemi, sem jafnan einkenni pólitíska hrossa- kaupmenn og umskiptinga, — blaðið sé að meginefni sorp- blaðamatur til að gera fólk að hugsunarlausum auraöpum o. s. frv., o. s. frv. Gild.ar ástæður eru fyrir því að kommúnistar hata jafnaðar menn og óttast meira en nokkra aðra pólitíska and- stæðinga. Þess vegna telja Al- þýðublaðsmenn það iafnan ör- uggt merki um að þeir séu á réttri leið, ef kommúnistar skamma blaðið hressilega og láta í Ijós ugg sinn út af vexti þess og framgangi. Hins veg- ar sýnir Jóhannes ur Kötlum okkur svo stórbrotinn heiður, að við sjálft liggur, að okkur þykí nóg um. ? ;i sinni lýsir Jóhannes því nú sé á íslandi ný sturlungaöld. Hann nefnir ár- ið 1262, og vill minnast sjö alda afmælis þess 1962 með nýjum tímamótum. — Telur hann brýnasta hlutverk Sósí- alistaflokksins að særa íslend- inga til að færa þióð sinni 1962 dýrustu gjöf, og segir: „Gjöfin skal vera sú, sturl- ungaöld hinni síðari verði lok- ið að fullu á því ári“. Til að svo niegi verða telur Jóhannes fjögur atriði nauðsynleg: 1) fallin verði ríkisstjórri hins erlenda stríðsgróðavalds; 2) stöðvuð „viðreisn“ einstak- lingshyggjunnar; 3) afmáð Alþýðublaðið, tröllaletur for- heimskunarinnar, og 4) horf- inn hinn erlendi her. Þessi upptalning er merki- leg fyrir þær sakir, að skáldið gerir sér ekki vonir um, að stjórnin falli fyrr en undir 1962, og er það meiri viður- kenning en hún á að venjast úr herbúðum kommúnista. — Hitt er enn merkilegra, að Al- þýðublaðið er nú orðinn f jand- maður kommúnista nr. 3, og er komið fram fyrir sjálfann herinn! |>að er nú, £ augum skáldsins sem gefur stríðandi lýð íslands drauma til að gera að veruleika, nauðsynlegra að „afmá“ Alþýðublaðið en að koma hernum úr lanai, að ekki sé talað um önnur ómerkilegri viðfangsefni' it GBÆÐGÍ í FÉ OG VÖLD Skáldið sér, að orsök núver- andi sturlungaaldar er hin sama og fyrir sex öldum: —- græðgi siðspilltra forustu- manna í fé og völd. Það er von að blessaður maðurinn segi þetta. Voru ekki flokksbræður hans, -— Lúðvík og Hannibal, svo gráðugir í ráðherrastólana, að þeir lögðu alla baráttu gegn hernum niður í tíð vinstri stjórnarinnar? Þeir minntust hreint ekki orði á það lítil- ræði, að hér sæti amerískt varnarlið, auk þess sem þeim sást gersamlega yfir enn nauðsynlegri verkefni eins Og að afmá Alþýðublaðið! Og’ gengu ekki sömu menn inn á stórfellt yfirfærslugjald, sem' var dulbúin ger.gislækkun, einnig til þess að sitja áfrarn 1 stólunum? Þegar Hermann sleit stjórninni lá kommúnist- um svo á að komast aftur i stólana, að þeir buðust itilj þess á iólaföstu 1958 að skerða kaup vinnandi manna uns mörg vísitölustig, ef þeÍE' fengju stólana aftur. Síðan lét flokkurinn kaupa sig til fylgis við kjördæmabreytingu og krafðist að launum valda yfir úthlutun innflutnings- leyfa fyrir bifreiðar og báta. Skáídið hittir naglann öðru sinni á höfuðið, er það nefnir græðgi í fé. Kröfðust ekki kommúnistar í vinstristjórn- inni þess að fá bankastjóra- stöðu og menn í nefndir, stjórnir og ráð? Hafa þeir ekki haft íag á að gera bitl- ing'akónga sína svo til skatt- lausa, meðan vinnandi al- menningur stendur undir rík- isútgjöldum? Hafa ekki komm únistar verið allra braskara umsvifamestir {fasteignakaup um í Reykjavík hin síðari ár og á einhvern hátt aflað sér fjár til hallarbyggingar við Laugaveg? Það er von, að skáldið hneykslistog gagnrýni jafnvel sína eigin menn (sem er mann dómsmerki). Það segir: „liðs- kostur sósíalismans á íslandi hefur ekki verið nægilega ein beittur og samstilltur til að standast fullkomlega spilling- aráhrif stríðsgróðavaldsins . “ Jóhannes talar um „linkind stefnunnar.“ 'it OG svo koma MANNRÉTTINDIN Enda þótt upptalning skálds ins úr Kötlum á göllum Ai- þýðublaðsins sé löng og þrung in skáldlegri orðgnótt, þá tal- ar hann ekki „linkind stefn- unnar“ á því hejmili. Hins vegar kvartar hann um, að Framhald á 14 síSu. innniiiiiinininHiiiiiiHamiiiiiininiiiiiiiiiiniuiiiiiiiiiiniiimiininiiifliiiiiiiiiniMnniiniimniiiinniiniiiniEmiiiiininnunMniiiiimininnniiiTnmmnniniiinnnimiiniiini VETRARTIZKAN VETRARTÍZKAN VETRARTfZKAN Alullar Jemey-kjólar irá Mallorca s Tólf fitir Verð aðeins 925,- krónur MMltllliiWillilll 6. mv. 1960 — Alþýðublaðið Hattabúðin Hul Kirkjuhvoli

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.