Alþýðublaðið - 06.11.1960, Qupperneq 13
r
Jóhann Árnason er eính þriggja elztu manna í Dagsbrún.
Hann var í efldiínunni þegar íslenzlcur verkalýóur barSist fyr
ir réttindum sínum á fyrstu tugum þessarar afldar. Jóhann
er áttræður f dag og af þvi tilefni hafói Atþýóublaóió tal af
honum um lióna iíma.
JÓHANN ÁRNASON til heira
il-is að Lindargötu 43 A er átt
ræður í dag. Hann er fæddur
í Höfn í Leirársveit, en ólst
upp á Kjalarnesi, á Útkoti, en
mest þó að Esjubergi. 1906
fluttist hann til bæjarins Qg
hefur unnið við höfnina síðan,
allt til nú í sumar cr hann
varð að hætta vegna sjón-
depru, en er að öðru leyti
:hinn hraustasti. Hjá Eimskip
hefur hann unnið frá 15. apr-
íl 1915 og er því einn af elztu
starfsmönnum þess. Það munu
því fáir jafnfróðir honum um
sögu verkamanna við eyrina.
þær miklu breytingar, sem orð
ið hafa á starfsháttuir. og
launakjörum þeirra og öllum
þeim gífurlegu breytingum,
sem orðið hafa á bænum og
bæjarlífinu yfirleitt
— Tókst þú ekki snemma
þátt í verkalýðshreyfingiinni,
Jóhann?
— Jú, ég gekk í Dagsbrún
strax á sama árinu og það
var stofnað, en það var 1906.
Við erum aðeins þrír meðlim-
ir Dagsbrúnar á lífi frá þess-
um tíma, þsir Pétur Magims-
son, Ingimundur Einarsson og
ég. Við vorum brennandi af
áhuga í Dagsbrún þá og allir
fundir fjölsóttir. Flestir okk-
ar fóru þá á hvern einasta
fund. Ég man eftir því að
fyrsti fundurinn, sem ég kom
á. var í gömlu hesthúsi við
hliðina á B' ydeshúsi, sem stóð
á horni Aðalstrætis og Austur
strætis. FéTagið var stofnað af
brýnni nauðsvn, menn voru
alveg varnarlausir gagnvart
vinnuveiténdum og sömdu um
kjör sin siálfir í hvert eití
sinn. Kaupið var því mjög mis
jafnt, en hó auðvitað alltaf
lágt. Það var því eitt fyrsta
verk Dagsbrúnar að meðlim-
irnir ákváðu að vinna ekki
fyrir lægra kaup! en 30 aur-
um á tímann. en áður höfðu
menn ekki fengið nema 25
aura eða enn minna. Þetta
hafðist í segn að lokum, en
fyrst í stað var oft erfiðara að
fá vinnu ef maður var í Dags-
brún. Ég man eftir því eftir
eitt fyrsta verkfall okkar 1908
eða 1909 að v°rkstiórinn sagði
við okkur: Þ°;r fari út, sem
ekki vilja vinna fyrir sama
kaup og áður.“ Allir gengu út
og við náðum rétti okkar. Það
reyndi mikið á samtökin í þá
daga.
— Veiztu hver átti hug-
myndina að stofnun Dagshrún
ar?
— Ég held að Ármann Jó-
hannsson, mágur séra Bjarna,
hafi byrjað á því að tala um
að stofna félag til að vernda
hagsmuni verkamanna. Þá
unnu menn fyrir jafnvel að-
eins 50 aura til einnar krónu
kaupi yfir daginn. Verkamenn
ihöfðu engin ráð til að leita
réttar síns og að heita má stöð
ugt atvinnuleysi gerði þeim
mjög erfitt fyrir, því nægir
voru um þá litlu vinnu, sem
hægt var að fá. Menn buðu
því stundum út úr neyð vinnu
sína fyrir sama og ekkert bara
til þess að fá þó eitthvað. Það
var því í raun og veru lífs-
nauðsynlegt fyrir verkamenn
að hafa félag með séi-. Það
hafði fljótt á að skipa afbragðs
forustumönnum, sem við fáum
aldrei fullþakkað, eins og þeim
Ólafi Friðrikssyni, Héðni
Valdimarssyni og Jóni Bald-
vinssyni. Jón var sá bezti
samningamaður, sem Dags-
brún hefur nokkru sinni haft
-—• Var atvinnuleysi mikið?
— Á sumrin fóru margir úr
bænum í síld, til sjós eða í
kaupavinnu og verkamenn því
færri í bænum. Þar að auki
var þá meira unnið við bygg-
ingar og því oft sæmilegt að
gera. En á veturna var ástand
ið afleitt. Skútunum var þá
lagt inn á Sund, svo þær sköp
uðu enga atvinnu, það var því
ekki um aðra atvinnu við höfn
ina yfir veturinn að ræða en
vinna við e:tt eða tvö skip,sem
komu hingað á vegum Sam-
einaða. Annars var kaupið eig
inlega ekki svo afleitt, hefði
bara verið næg vinna. Menn
fengu þá 30 aura fyrlr tímann,
en sykurpundið kostaði heldur
ekki nema 9 aura, nú held ég
að það kosti um 10 kr. Ég
hef búið í þessu húsi hérna,
Lindargötu 43 A, síðan 1908
og borgaði þá 9 kr. í húsaleigu
á mánuði Það var bara at-
vinnuleysið, sem allt ætlaði
að drepa.
— Hvenær fór þetta að
skána?
iSvona var ástandið eigin-
lega framundir fyrra stríð.
Fyrst þegar togararnir fóru að
að koma um 1912, fór ástandið
að skána að einhverju ráði, en
þó fyrst og fremst á stríðsár-
unum fyrri, þegar vinna jókst
að mun.
— Var nokkur ákveðinn
vinnutími?
—- Ég veit ekki hvort hægt
er að segja að svo hafi verið,
þegar ég byrjaði á eyrinni. í
byggingarvinnu var þó venju
lega unnið í 10 tíma á dag,
byrjað klukkan sex á morgn-
ana og unnið tii 7 eða 8. Smám
saman færðist vinnutími í
fast horf og 1909 samdi Dags-
brún um að öll vinna eftir
kl 6 skyldi teljast eftirvinna
og vera 5 aurum idýrari. Ákveð
inn matartími komst ekki á
fyrr en 1915, þegar kaupið
hækkaði í 45 aura, a. m. k.
komst hann á hjá Eiraskip þá.
Áður höfðu menn engan mat-
artíma, fengu þó auðvitað smá
stund til að gleypa í sig mat-
inn, en enga kaffitíma Þá
var venjan sú, að mönnum
var færður matur og fyrir kom
að fólkið vissi ekkí hvar mað-
ur var og maturinn kom ekki
fyrr en seint og síðar meir eða
jafnvel aldrei. Eitt sinn var
hann sendur til Erglands með
togara, og það merkilega var
að hann kom aftur með togar-
anum eftir nokkrar vikur,
— Vann ekki kvenfólk á eyr
inni í þinni tíð?
— Jú, það vann við upp-
skipun á kolum og salti. Þá
var allt borið á bakinu frá
skipunum og upp á bakkann.
En sú vinna lagðist niður, þeg
ar kolakraniiin kom einhvern
tíma í fyrra stríði.
Manstu ekki eftir ýmsu
merkilegu frá fyrstu verkföll-
unum?
— Ég tók þátt í verkföllun-
um af lífi og sál og stóð marg-
ar vaktir með Ólafi Friðriks-
syni. Sérstaklega man ég eftir
Blöndalsslagnum. Það var
1916 eða 1917 að við áttum í
verkfalli. Sigfús Blöndal ætl-
aði þá að skipa út salti meðan
á verkfallinu :stóð. Hann hafði
fengið nokkra menn til að
moka á bíla Inni í pakkhúsinu.
Húsið var umkringt af verk-
fallsmönnum og vorum við
margmenntir og ætluðum að
meina bílunum inngöngu.
Sagði Sigfús þeim þá að aka
á okkur, þar sem við stóðum
þarna. Það var reynt, en bíl-
arnir voru þá bara teknir á
loft og bornir til baka. Lög-
reglan og bæjarfógeti ætluðu
að hindra okkur í þessu, en við
tókum hraustlega á móti og
þeir urðu að hætta við svo
bú'ð. Enginn slasaðist sem
betur fór, en við vorum
hreyknir yfir þessum sigri
okkar og samningar tókust
litlu seinna. Ég man líka vel
eftir rússneska drengnum,
sem Ólafur Friðriksson tók að
sér. Þá biðum við heima hjá
Ólafi til að verja hann og pilt
inn, en engin átök urðu við
það mál. Það var bara pólitisk
ofsókn.
— Hefur þú ekki tekið bein-
an þátt í stjórnmálunum?
—- Ég hef verið í Alþýðu-
flokknum frá því fyrsta. Mér
finnst að hann hafi verið
meiri baráttuflokkur þá, enda
voru vinstri öflin sameinaðr'
þá en nú. Alþýðuflokknum
þakka ég meira en nokkrum
öðrum flokki þær miklu fcreyt
ingar, sem orðið hafa til bóta
á kjörum verkamanna, ekki
sízt almannatryggingarnar. —
Kaupandi Alþýðublaðsins hef
ég verið frá upphafi. Dags-
brún sýnist mér nú ekki nema
svipur hjá sjón, en segja má
sem betur fer, að kringum
stæðurnar séu allt aðrar nú.
— Svo við snúum nú að
öðru, Jóhann. Við hvaða störf
hefur þú lengst verið á eyr-
inni?
— Fyrst í stað vann ég allt-
af í uppskipunarbátunum,
sem fluttu vörurnar frá skip-
unum upp að bryggju. Þá lögð
ust skipin ekki að. Eftir að
skipin gátu farið að ieggjast
upp að. var ég í lest, þar til
núna fyrir tólf árum að ég
fór að vinn í áhaldahúsi Eim-
skips. Nú starfar aðeins einn
þeirra manna við Eyrina. sem
þar voru þegar ég byrjaði. Er
það Þórarinn Jónsson á
Melnum. Hann vinnur enn
þótt orðinn sé 91 árs,
Við þökkum Jóhanni fyrir
fróðlegt spjall og lítum inn
til konu hans, Helgu Bjarna-
dóttur, sem verður 84 ára nk.
þriðjudag’. Undanfarin 11 ár
hefur hún verið rúmföst vegna
lömunar, en er hress og heii-
brigð að öðru leyti. Hjá þeim
býr líka dóttir þeirra hjóna,
Aðalheiður.
Alþýðublaðið vill nota tæki
færið og óska þessum áttræða
öðlingi til hamingju á afmæl-
isdaginn og árna honum'
heilla. Hann er einn hinna
dugmiklu manna eldri kyn-
slóðarinnar, sem voru heil-
steyptir í baráttu sinni fyrir
betra lífi og unnu jafnframt
störf sín af alúð og skyldu-
rækni. Þeir, sem yngri eru
standa í mikilli þakkarskuld
við slíka menn. Með erfiði
sínu og baráttu lögðu þeir
fram dýrkeyptan skerf til þess
þjóðfélags og þeirrar velmeg-
unar sem við búum við nú í
dag.
E.G.H.
Alþýðublaðið — 6. nóv. 1960 J3