Alþýðublaðið - 06.11.1960, Qupperneq 16
1V’./'.WWWiX
á morgun
ÞEIM bókstáflega rign-
*t: yfir okkui' skemmti-
kröftunum þessa dagana.
Cíér erú þeir nýjustu: —
Oias McDevitt og Shirley
Doíigias. Þau eru væntan-
teg til landsins á niorgun ,
og byrja annað kvöld að
. sísemmta á Röðli. Þau
syngja og spila. Og þau
kváðu hafa komið fram í
kvikmynd með ekki minni
karli en Tommy Steele.
500 TUNN-
Á DAG
rTUMN'UVERKSMIÐJAiN á
Sigliifirði tók til starfa 1. nóv.
sl; Um 40 manns fengu vinnu'
við verksmiðjuna, og er það
nxikil atvinnubót fyrir Siglfirð
iriga. þar sem vinnan við verk-
smiöjuna er allan veturinn. Eft
ir- að verksmiðjan hefur náð
fullum afköstum, þá er fram-
leiðslan um 500 tunnur á dag.
TVáer tunnuverksmiðjur eru
'■nú á' landinu, önnur á Akur-
eýri óg hin á Siglufirði. Kaupa
þær allt efni til framleiðslunn-
ar frá Noregi og Finnlandi í
stórum borðum, og vinna síðan
sjálfar að öllu leyti úr efninu.
Á Síglufirði er mikið eftir af
tunnum síðan í fyrra, sem ekki
gengu út í sumar, og eru þær
géymdúr í skemmum.
London. (NTB-Reuter). —
Talsmaður brezkra jafnaðar-
manna í utanríkismálum,
Denis Healy, krafðist þess í
dag, að hugsanleg ákvörðun
stjórnar einhvers NATO-rík-
is um að notfæra sér Polaris
eldfíaugar eða önnur kjarn-
orkuvopn skuli þurfa heildar
samþykki innan MATO.
Lundgaard-
málið fyrir
ráðherra
ÆLÞÝÐURLAÐIÐ fékk
þær upplýsingar hjá
Baldrj Möller, deildar-
stjóra í dómsmálaráðu-
neytinu, að þeir Þórður
Björnsson og Logi Einars
son hefðu lokið rannsókn
..„Limdgaardsmálsins.“
Baldur sagði, að eftir
heígina yrði málið lagt
fytir dómsmálaráðherra,
.sem- tæki ákvörðun um
. íramhaldsrannsókn eða
opimbera málshöfðun.
Aðspurður sagði deildar
stjórinn, að opinber
skýrsla yrði- áreiðanlega
gefía út uni niálið, strax
óg ákveðið hefði verið um
meðferð þess.
Dægrin blá
endurminningar
Kristmanns
** a «s iiWW Í-4
NÝTT BINDI af endurminning
um Kristmanns Guðmundsson-
ar skálds er komið út hjá Bók-
fellsútgáfunni. Það heitir
„Dægrin blá“, undirtitill:
„Saga skálds“.
Bókin fjallar um dvöl og
ferðir skáldsins eidendis, frá
því að hann fór til Noregs og
unz að því líður að hann flytji
heim. Henni er skipt í þrjátíu
kafla. Hér segir frá því er fyrstu
bækur þess komu út, leið þess
til frægðar og frama, kynnum
af konum og ferðum suður um
Evrópu,
Bókin er 323 blaðsíður að
stærð smekklega útgefin,
prentuð í Odda, en kápumynd
tóiknaði Jón Engilberts 1 ist-
málari.
Aftan á kápusíðu bókarinnar
er þessi vísa eftr skáldið, letr-
uð með rithönd þess:
1 lit og ómi lifir
hið liðna: kvöl og þrá,
ilmur dauða og draums
cg dsegrin þlá.
Kristmann Guðmundsson
KEFLAVÍK
FULLTRÚARÁÐ Alþýðu-
flokksins í Keflavík heldur
fund á Vík (uppi) nk. mánu-
dagskvöld kl. 9. Fulltrúar eru
beðnir að athugá, að í vetur
verða fundir ráðsins fyrsta
mánudag í hverjum mánuði.
41. árg. — Sunnudagur 6. nóvember 1960 — 253, tbl,
AÐEINS fjórir togarar
lönduðu afla sínum í Rvík í
vikunni, sem íeið, samtals rúm
um 600 lestum. Skárstan afla
hafði Neptúnus, sem verið var
að landa úr í gærdag, um 240
lestir, er veiddust við Vestur
Grænland. Afli hans var á-
gætur karfi* og jafnframt
stærsti farmur, sem togari
hefur landað í Reykjavík nú
um nokkurt skeið.
Aðrir togarar, sem lönduðu
í vikunni, höfðu verið að veið
um á heimamiðum og var afli
þeirra sem hér segir; Jón for-
setí landaði 87 lestum á mánu
dag og Pétur Halldórsson
sama dag 138 lestum. — Á
þriðjudaginn landaði Egill
Skallagrímsson 159 lestum.
Þessir togarar voru með
blandaðan fisk, ágætan þó.
Togarinn Röðull seldi afla
sinn í Cuxhaven í fyrradag,
105 lestir fyrir 72.760 mörk.
Búizt er við miklum fiski á
markaðnum í Vestur-Þýzka-
landi á næstunni.
Þrír Reykjavíkurtogarar
eru nú á Nýfundnalandsmið-
um: Freyr, Sigurður og Þor-
móður goði. 'Við Vestur-
Grænland eru Akranesstogar-
inn Víkingur og Ágúst frá
Hafnarfirði. Virðist ekki vera
meiri veiði á þessum slóðum
en heimamiðum.
Segja má, að afli togaranna
glæðist mjög lítið enn. Hins
vegar fara menn að gera sér
vonir um að úr rætist, — því
að væntanlega fer fiskurinn
að ganga á miðin, úr því að
þessj árstími er kominn. Sú
hefur a.m.k. verið raunin und
anfarin ár.
ingin
ÞAÐ verða mikil hátíða
höld í Moskvu á morgun.
Haldið verður upp á 43
ára afmæli rússnesku bylt
ingarinnar, og eru komnir
til borgarinnar helztu leið
togar kommúnista um
heim allan.
En það eiga fleiri af-
mæli í Moskvu á morgun.
. Ambassador íslands í
Sovétríkjunum á afmæli
sama dag, og ekki nóg með
híii\ liíirtTl nu nfllrvípmlpffn
Hlutleysi rætt
i útvarpinu
FYRSTI samræðuþáttur
Sigurðar Magnússonar í út-
varpinu verður í kvöld. Um-
ræðuefnið er: „Á ísland að
taka upp hlutleysisstefnu?"
og tala tveir með jákvæðu
svari en aðrir tveir fyrir nei-
kvæðu. Gegn hlutleysisstefn-
unni tala þeir Benedikt Grön-
dal ritstjóri og Ásgeir Péturs-
son deildarstjóri, en með
þeirri stefnu Magnús Torfi
Ólafsson blaðamaður og Þor-
valdur Örnólfsson kennari, ,