Alþýðublaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 16
Akurnesinaar fá
heilsuverndarstöð
VEKKALÝÐS- og sjó-
mannafélag Miðncshrepps hélt
fund uni sjómannakjörin s. 1.
sunnudag. — Fundurinn sam-
þykkti heimild fyrir stjóm og
trúnaðarmannaráð til þess að
boða vinnustöðvun, en þó skal
um það mál haft samráð við
Verkalýðs og sjómannafélag
Keflavíkur.
HEILSUVERNDARSTÖÐ*
hefur starfsemi sína á Akranesi
í þessari viku. — Um all-Iangt
skeiS hefur staðið til að hefja
rekstur heilsuverndarstöðvar á,
Akranesi og má segja að lang-'
þráðu marki sé náð með þessu.
Markmið heilsuverndarstöðv
ar er eins og nafnið bendir til
að stuðla að vemdun heilsu
naanna og reyna að koma í veg
fyrir sjúkdóma, jafnframt því
sem fólki er gefinn kostur á að
fá ókeypis læknisskoðanlí', svo
að finna megi sjúkdóma. á bvrj-
unarstigi.
Heilsuverndarstöð má reka á
margvíslegan hátt, en hér
Akranesi mun verða byrjað á
tveimur þáttum hennar: —
Mæðravernd og Berklavarnar-
starfsemi.
Mæðraverndarstöð annast
eftirlit með barnshafandi kon-
um og leiðbeinir þeim. Getur
það: haft mikla þýðingu fyrir
lieilsu- og líf hinna verðandi
mæðra og barna þeirra, að vel
sé fylgzt með heilsufari mæðr-
anna á meðgöngutímanum og
ma með því að finna byrjandi
sjúkdóma þá, forða þeim frá al-
varlegri sjúkdómUm síðar.
Berklavarnarstöð fylgizt með
öllum berklasjúklingum í lækn
ishéraðinu, en annast jafnframt
hópskoðanir starfsmannahópa,
serstaklega allra, sem við mat-
væli fást.
Stjórn Heilsuverndarstöðvar
Akraness var kosin á síðasta
bæj arst j órnarfundi og skipa
hana: Hálfdán Sveinsson, for-
maður, Jón Sigmundsson, —
Sveinbjörn Oddsson, Þóra
Hjartar og Þorgeir Jósepsson.
Hefur nú verið ákveðið, að
starfsemin hefjist strax í þess-
ari viku og mun móttaka á
Mæðravernd fara fram á mið-
vikudögum kl. 3—5 e. h„ en á
Berklavarnarstöð á mánudög-
um kl. 11—12 f. h. eða eftirj
samkomulagi.
ILLA FÓR HANN ÞESSI
HARÐUR árekstur varð um hádegi £ gær í FossVogi,
á móts við Nesti. Sendiferðabifreiðin R-941 kom frá
Reykjavík. Ökumaðurinn dró úr ferðinni og ætlaði síð-
an yfir veginn að Nesti. Þegar hann kom yfir á hægri
vegkantinn, kom mjólkurliutningabifreiðin R-9911, frá
Mjólkursamsölunni, sunnan úr Kópavogi. Ökurmaður
hennar hemlaði, en ekki tókst að forða árekstri. Báðar
bifreiðarnar skemmdust mikið. Myndin sýnir hvernig
séndiferðabíllinn var útleikinn eftir áreksturinn.
(Alþýðublaðsmynd Gísli Gests.).
VVW.V.VWVMUVVUWHVWVUWMVMWMWMVWVWMVVMUiVW
INNBROT v'ar framið í fyrri ;
nótt £ lýsisverksmiðjuna að ■
Grandavegi 42. Þar er Lýsi h.f.
til húsa. Ekki er enn ljóst, —•
hyort einhverju hefur verið
fctolið.
Rætt um
geimkönnun
LONDON, 9. jan. (NTB—AFP).
Fulltrúar 10 Evrópulanda,
þar á meðal Noregs, Danmerk-
ur og Svíþjóðar, komu saman í
London £ dag til undirbúnings-
víðræðna að ráðstefnu um sam-
eiginlega rannsóknaáætlun í
himingeimnum. Frakkar hafa
áður rætt þetta mál við sér-
fræðinga Breta og voru því
ekki viðstaddir í dag, I
Síldin nokkuð
mögur en stór
FIMM bátar komu til Akra
ness í gær með um 2700 tunn
ur af síld. Síldin var sæmi-
leg, nokkuð mögur en stór,
og fer ýmist í salt eða fryst-
ingu. Bátarnir lóðuðu á mikla
síld í fyrrinótt vestur af Jökli.
Þangað er 8—10 tíma sigUng
frá Akranesi og eru bátarnir
um sólarhring í sjófcrðinni.
Þessir lönduðu á Akranesi í
gærdag: Sveinn Guðimundsson
700 tunnum, Sigurvon 700, Sig
urður SI 450, Höfrungar II.
450 og Höfrungur 360. tunn-
um.
Til Hafnarfjrðar bárust rúm
ar 2000 tunnur af 7 bátum.
Stuðlaberg var Iangaflahæst
með 613 tunnur, Hafrún um
300, Auðunn 323, Ársæll Sig-
urðsson 263, Hugrún VE 220,
Álftanes um 200 og Eldborg
135 tunnur.
Víðir II. kom til Keflavikur
í gænmorgun með 508 tunnur.
BORGA FYRIR ÞAD
SEM ÞEIR FÁ EKKI
MIKIL óánaigja ríkir nú
meðal sínmotenda í Sandgerði
vegna þjónustu símans við í-
búana þar. Þeir fá iðulega sam
band við allt annað símanúm-
er cn það sem hringt er í og
verða að borga slíka þjónustu
dýru verði.
Sandgerðingar telja, að þeir
verði ag borga fyrir sím/töl,
sem þeir tali e'kki. Sem dæmi
er bent á það, að símareikning
ur fyrir hús, sem ekki hefur
verið búið í um tíma, nam
mörg hundruð krónum.
Sandgerðingar óttast einnig,
að kerfi símans sé bilað, því
þeir halda því fram, að tali
tveir símnotendur, sé gjaldið
skráð á bæði númerin.
íbúarnir í Sandgerði eru
öruggir um það, að þeir séu
látnir greiða miklu meira fyr-
ir þjónustu símans en eðlilegt
sé. í bæ eins og Sandgerði
hafa menn ekki tíma ti'l að
liggja í símanuim alla daga,
enda er sími tiltölulega lítið
notaður, samt eru fjölmargir
sem verða að borga 700—800
krónur fyrir umframsímtlöl,
þótt þeir noti síma lítið.
Óánægja Sandgerðinga er
orðiri slík, að hafin er undir-
ökriftasöfnun í bænum til að
mótmæla meðferðinni á síiri-
notendum þar.
Skemmtikvöld FUJ
í Reykjavík
FYRSTA skemmtikvöld Fc'-
lags ungra jafnaðarmanna 'í
Reykjavík á nýja árinu verð-
ur annað kvöld, miðvikudag,
að Freyjugötu 27 og hefst kl.
'8,00. Þá lýkur fjögurra kvölda
spilakeppninni og afhending
heildarverðlauna fer fram.
Spilað verður bingó, telft verð
ur að venju o. fl. Félágar eru
hvattir til að fjölmenn og taka
með sér gesti. „