Alþýðublaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 8
ÞAÐ var líf og fjör í Ið'íó þ?gar fi'éttamaður Opnunnar vopnaður ljós- myndara brá sér þangað fyrir skömmu. Stóð þar yf- ir síðasta æfingin á leik- riti Herranætur Mennta- skólanema, sem frumsýnt verður bráðlega. Leikrit það sem tekið er til meðferðar á Herranótt að þessu sinni nefnist „Belt isránið!! og er eftir enska leikritaskáldið Benn W. Levy. Efnið er gamalkunn- ugt, sótt í 6. þraut grísku goðsagnahetjunnar Herak- lesar, sem fjallar um för hans á fund Skjaldmeyja þeirra erinda að nema á brott belti skjaldmeyja- drottningarinnar. — En skjaldmeyjar (öðru nafni Amazónur) nefndust her- skárar konur, sem sagt var að búið hefðu í Pontus við Svartahaf og skorið af sér hægra brjóstið til að auka bogfimi sína. Þótt efnið sé gamalt er leikritið sýnt í breyttri mvnd og ólíkri því sem við mætti búast. í goð- sögninni eru skjaldmeyj- arnar mestu sköss, en í leikritinu er öllu snúið við. Þar eru þær fríðleiksdöm- ur, sem segja, að grimmd- in sé áróður, er þær vilji hefta. Þessar greinargóðu upp- lýsingar lét hinn góðkunni leikari, Helgi Skúlason, okkur í té, en hann er leik- stjó»i Herranætur í ár. — Setti hann einnig á svið gamanleikinn „Övænt úr- slit“ við góðan orðstír, en það var leikrit Menntlinga í fyrra. — Inntum við hann eftir því, hvernig honum litist á þetta yfir- leitt. — Alveg prýðilega, — sagði hann. Það er gaman að leiðbeina krökkunum, þau eru áhugasöm og leggja sig alla fram. Það er alltaf mikið fjör og stemning á æfingunum eins og venjulega hjá byrj endum. — Eru þau öll algerir byrjendur? — Já þau hafa ekkert leikið áður. Þetta er alveg ný kynslóð því að í fyrra útskrifuðust margir leik- endur, sem leikið höfðu á Herranótt í 2—3 ár. — Heldurðu að allt gangi samt ekki vel? — Jú, — það er enginn efi á því, að þau standi sig öll með prýði. Eg vil ekki gera upp á milli þeirra, en það eru áreiðanlega góð leikaraefni f þeim mörg- um. Við vorum svo heppnir að rekast inn einmitt í þann mund er æfa átti einn þátt leikritsins, og leyfði Helgi okkur að fylgjast með æf- ingunni. Á leiksviðinu var líf og fjör. Mest bar auðvitað á söguhetjunni, Heraklesi, sem geysiist um sviðið eins og grenjandi ljón. Þesevs kom einnig mikið við sögu og gerðist eitt sinn svo ósvífinn að ráðast á Hippolyte, foringja skjald- meyjanna. — Sitt hvorum megin á sviðinu stóðu tvær „myndastyttur“ af Seif og Heru hreyfingar- lausar. Reyndust þær vera altalandi, en sögðu annars fátt. En þegar það skeði, TOMMI — merkisleikrit um meirihluta á sviðinu og sópaði mest að tveimur. — Var önnur járnsmiður og. eins konar liðþjálfi skjald- meyja. Hin var ein aðal- kvenpersónan, Hippolyte drottning. Æfingin gekk mjög vel og var gaman að fylgjast með áhuga og leikgleði hinna ungu leikara. Var það álit þeirra er á horfðu, að leikritið muni áreiðan- lega falla leikhúsgestum vel í geð. Helgi leikstjóri greip stöku sinnum fram í með athugasemdir, en þess þurfti varla með. Svo velæfð voru þau. Tvisvar varð hann þó að skerast í leikinn. í fyrra skiptið var það er Herakles og Appodide (önnur drottning skjald- meyja) áttu að kyssast. — Komu vöflur á bæði og var ekki laust við, að þau roðn uðu lítils háttar. — Hefur Opnan hlerað, að sú saga gangi fjöllunum hærri í skólanum, að Helgi hafi vanrækt að æfa þetta at- riði sökum þess, að vegna ofþjálfunar á sams konar atriði í leikritinu í fyrra hafi orðið úr trúlofun. — Hermir sagan, að Helgi vilji fyrir hvern mun forðast, að þetta endur- endurtaki sig. Hitt skiptið var þegar ,,járnsmiðurinn“ átti að vagga tuskubarni, Átti járnsmiðurinn að segja „elskan, elskan“, en átti bágt með að verjast hlátri. Þótti ljósmyndaranum tilvalið að æfingu lokinni að taka mynd af þessum at- burði. En þá bar svo við, að tuskubarnið fannst ekki. Gall þá í einhverjum: — „Búðu þá bara til barn í hvelli!“ — Þess reyndist þó ekki þörf, þar eð tusku- barnið kom brátt í leit- irnar. Tíu leikendur koma fram í leiknum og sem fyrr segir er kvenfólkið í meiri- hluta. Ætti það því að vera allgóð meðmæli með sýn- ingunni. Karlpersónurnar eru þrjár, Seifur, Herakles og Þesevs og leika þá Tómas Zoega, V. B. (Seif- ur), Markús Örn Antons- son, IV, B (Herakles) og Helgi Haraldsson, IV. B (Þesevs). Eru þetta allt veigamikil hlutverk og Þesevs aðalgrínhlutverk leiksins. — Fyrirferðar- mestar kvenfólksins eru sem fyrr segir járnsmiður- inn, sem Guðrún Hall- grímsdóttir, VI. Y leikur, Allt á öðrum endanum: — Þesevs hefur í hótunum við Hippolyte (Ásdís Skúlad.). — Herakles er sagði hann. Stu: hann hjartahlýr ( en stundum tryl alveg, æðir um sig allan. Guðrún hafði sögu að segja, jái inn væri erfitt h — Er þetta ekl ókvenlegt hlutver] — Jú, hann beinlínis kvenleg er hávaðasamur 1 unn. Það er erfitt þetta, því að þótt gamanleikur er þi eintómt grín. Hjá formanni 1< ar skólans, Ingól syni (VI. B) og Zoege fengum við ar upplýsingar un og fleira. Sögðu þeir, .£ væri nær eingön nemenda sjálfra, skilinni ómetanl stoð Helga Skúla: sem krökkunun prýðisvel við. Kom upp úr k nemendur hefðu segja þýtt leikrit og að Tómas hefði verið að verki. A sagðist hann h fyrri hlutann, ei Benediktsson, sen skólanemandi £ síðari. Við þýdd í frístundum okl Tómas, og byrjuði Sem fyrr segi Tómas, eða Tomn hann er kallaður Spurðum við ha: álit hann hefði á 1 — Þetta er m rit, sagði hann. I sé gamalt er þett inni ádeila á núti ’Við báðum si mann leiknefnda Arnason, að seg frá undirbúningn — Hvenær byr að æfa? — Við byrjuð ast í október, t kraftur komst eL fyrr en £ desembe arnar standa í L einu og hafa al fram eftir skólatí £ jólafríinu. Þá nokkrum sinnum ana en flestum fi miklu verra, end sofin. — Er þetta e tímafrekt? — Jú, krakkaj lagt mjög mikla þessa leikstarfsen brást ekki, að þær mæltu eitthvað af viti. Romsaði Seifur t. d. upp heilmikilli dæmisögu. Kvenfólkið var í alger- og Hippolyte drottning, sem Ásdís Skúladóttir, LV. C leikur. Þá má ekki gleyma Heru (Þóra John- son, VI. A) og Antiope drottningu (Elfa Björk Gunnarsdóttir, (IV. D). Ö- taldar eru þrjár fagrar MARKÚS — æðir um. skjaldmeyjar, — Guðfinna Ragnarsdóttir (IV. C), Val- gerður Tómasdóttir (IV. D). og Kristín Halla Jónsd. (IV. Z). Sjá má af þessari upp- talningu, að fjórðu bekk- ingar eru í algerum meiri- hluta eða sjö talsins. Er ekki örgrannt um að efri- bekkingar líti þetta horn- auga, enda mun bekkjaríg- ur ekki vera minni í Menntaskólanum en öðrum skólum. Þriðju-bekking- um mun meinað þátttaka í leikstarfseminni, þar eð þeir stunda nám eftir há- degi. Okkur þótti rétt að hafa tal af leikendum þeim, sem einna mest sópaði að á svið inu, járnsmiðnum og Her- akles, eða Guðrúnu Hall- grímsdóttur og Markúsi Antonssyni eins og þau heita utan leikhússins. Vékum við okkur fyrst að Markúsi og spurðum hann, hvernig honum litist á Herakles, g 10. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.