Alþýðublaðið - 07.02.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1961, Síða 2
Gl*U J. AstÞoriUBi. \&a., utt BeaeaiEi Grf'naa. truiitruai n» dððniar: Slgvaldl HjálBianison og IndriSl G. Þorsteinason — Fréttastjón BfflsKvtn GuHmundsson Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903 Auglýslngaslm HM. — ABsatur: AlþýSuhúsiB. — PrentsraiBja AlþýðublEÓsins Hverfia gata l—10. — Askriftargjald: kr 45.00 A mánuði. t lausasólu kr 3,00 eizu h*nTf»rft! • AlþýBuflokkurlnn - Vrainkvcamdiistjóri Rv*rr!» klartsaxwv Sparnaður ÍNÁLEGA ALLAR rikisstjórnir heita því, er , þær taka við vöMum, að þær muni spara í ríkis- rekstrinum. Almennt er viðurkennt, að svo lítil þjóð sem íslendingar verði að gæta sín mjög kvað Ikostnaði ríkisbáknsins viðkemur. Samt hefur þessi kostnaður farið vaxandi ár eftir ár, olg hver sparnaðamefnd hef ur rekið aðra án þess að veru- legur árangur sæist af störfum þeirra. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning hvað fögur fyriríheit um spamað snertir. Hitt er óvenjulegra, að hún er þegar byrjuð að spara á nokkrum liðum, svo að ha'gnaður ríkisins nemur nokkrum milljónum króna. Fyrsti stórfeödi sparnáðurinn gerðist í viðskipta ! málum, þegar innflutningsskrifstofan var lögð -nið ur með öllu, sem henni fylgdi. Er það mái manna, ' sem til þekkja, að öll meðferð gjaldeyrismála sé ! ekki aðeins ódýrari. heldur greiðari og betri, síð an þeim málum var breytt. ! Fyrir nokkru hefur utanríkisráðuneytiö látið fram fara athugun á hugsanlegum spamaði í : rekstri Keflavíkurflugvallar, þar sem umferð um völlinn er minni, en búizt hafði verið við. Hefur þessi viðleitni þegar leitt til skipulagsbreytin'ga, er sparað hafa á aðra milljóh króna. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á alþingi írumvarp um sameiningu Áfengisverzílunar og Tó bakseinkasölu ríkisins. Málið hefur fengið skjóta ! afgreiðslu í nefnd og fulltrúar allra flokka styðja 1 það, svo ekki virðist það aetla að verða deilumál. ' Þegar sú sameining kemur til framkvæmda, eiga ! að sparast nokkrar miHjónir króna. Vonandi heldur ríklsstjórnin áfram á þessari ; braut. Þegar hún gerir kröfur til vinnustétta þjóð ; félagsins um herðingu mittisólarinnar, vecður hún I sjálf að ganga á undan. Veðrið VEÐURFAR hefur verið milt og gott hér á landi : síðustu daga, en utan úr heimi berast fregnir um ; miklar vetrarhörkur. Stórborgir hafa lamazt af I fannkomu á austurströnd Bandaríkjanna, ag frost ' eru þar mikil. Þó er New York á svipaðri breildd- ! cirgráðu og Madrid. Fyrir nokkru spáði Jón Eyþórsson því í góðu út ! varpserindi, að við værum að komast inn í hlýrra tímabil, en hér hefur verið síðustu áratugi. Bjóst j hann við, að hlýindin mundu geta staðið a. m. k. I nokkra mannsaldra. Þetta eru góð tíðindi fyrir þjóð, sem býr í óblíðu loftslagi, og er vonandi, að spádómurinn rætist. 2 7- febr. 1961 —• Alþyöublaðið Sjötíu ár VALDIMAR VALDIMAR HANISfESSON Linnetstíg 8, Hafnarfirði er fæddur 7. febrúar 1891. Foreldrar hans voru Hannes Steindórsson og Valgerður Vernharðsdóttir búendur að Stórusandvík í Sandvíkur- hreppi. Ungur að árum missti hanr. föður sinn og þar sem að börn in voru mörg munu ýmsir örð ugleikar hafa valdið því að ekkjan gat ekki haldið búskap áfram, brá hún búi og heim- ilið tvístraðist eins og alsiða var í þá tíð. Þegar Valdimar fór frá móður sinni réðist hann til Guðmundar Þorvarð- arsonar hreppstjóra að Litlu- Sandvík í sama hreppi og var þar vinnumaður til ársins 1920 en það ár fluttist hann niður að Stokkseyri og stofnaði þar sitt eigið heimili. Meðan Valdi mar dvaldi að Litlu-Sandvík stundaði ’ hann alla algenga vinnu til sjós og lands. Snemma mun það hafa kom ið í ljós að hvert það verk, sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem það var vandasamt eða ekki, lék í höndum hans, a í dag: HANNESSON enda fór hann snemma að fást við smíðar og þótt ólærð- ur væri náði hann fljótt ótrú- lega mikilli leikni í þeirri grein. Þegar bifreiðar fóru að flytj ast eitthvað að ráði út um byggðir landsins en það mun hafa verið snemma á öðrum | tug þessarar aldar, var keypt j vörubifreið í Litlu-Sandvík, er \ flytja skyldi mjólk og mjólkur afurðir til Reykjavíkur, dag- lega, þegar fært var, að minnsta kosti að sumrinu. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin að kaupa bifreið- ina, var farið að leitast fyrir um mann, til að stjórna henni og varð Valdimar fyrir val- inu, fór hann suður og lærði á bifreiðina og ók henni svo í ofangreindum ferðum þar til hann fluttist frá Sandvík. í því starfi sem öðru reyndist hann hinn prýðilegasti, gæt- inn og öruggur og lagin við allar viðgerðir, því í þá tíð várð hver bifreiðarstjóri að búa að sínu brjóstviti, þvi lítið var um bifreiðaverkstæði þá. Á þessum frumbýlisárum bifreiðaaldarinnar voru flest skilyrði slæm, bifreiðir ófull- komnar og kraftlitlar, en oft- ast yfirhlaðnar af flutnhigi og var því nauðsynlegt að dug- miklir menn stjórnuðu þess- um farartækjum og sem jafn- framt gætu gert við bifreiðar sínar, hvar sem var á veguna úti. Með kaupum á Sandvíkur- bílnum, en svo var hann venju lega nefndur, mun fyrsta vöru flutningabifreiðin hafa komið í hreppinn og er því Valdimat einn af allra fyrstu bifreiðar- stjórum í Árnessýslu. Framh. á 12. síðu. fH a n n es á h o r n i n u Eru fréttamerm út- varpsins þeihvítir? •fe Nokkrar spurningar frá grömum hlust- anda. ■fe Barátta fyrir að eign- ast þak yfir höfuðið. F. V. S. SKRIFAR þetta til fréttamanna útvarpsins: „Hinar hröðu framfarir í samgöngum og aukin kynni þjóða í milli, dvöl erlends herliðs í landj voru og margt fleira, sem ekki verður umflúið, vekur að vonum vax- andi ótta um framtíð islenzkrar tungu, sem íslendingar unna framar öðru. — Hvað verður þá til bjargar að ógleymdum skól- unum. — Ríkisútvarpið er örugg lega sú stofnun, sem vegna hæfni og getu er sjálfkjörið vígi íslenzkrar tungu um ókomin ár. — Margt fleira er mjög til fyr- irmyndar í útvarpinu, og til stuðnings íslenzkri tungu, en stundum verður vart, að mál- smekkur fréttamanna mætti vera betur vakandi. — Hér fer á eftir dæmi: EFTIR AÐ HAFA hlustað á síðari kvöldfréttir útvarpsins þ. 11. jan. sl., þar sem endurtekið rangnefni nokkurl vakti athygli mína og raunar stundum áður, sem eftir mínum málsmekk ættj að vera jafnóvelkomið í frétlir útvarpsins eins og fjallaskúr í skraufþurran heyflekk, þá hrip- aði ég eftirfarandi niður. TIL HINNA ÞELHVÍTU og fjölfróðu fréttamanna rikisút- varpsins. Ég á þess ekki von, að þér móðgist mikið, þó að ég í línum þessum kalli yður þel- hvíta, jafnörlátir og þér frétta- menn eruð á slikt rangnefni, er t. d. dökkir stúdentar og aðrir dökkir menn eiga í hlut. — En að kalla yður þelhvíta er í raun- innj svo fávíslegt, óþarft og alrangt að engu tali tekur, því að ég ætla, að ekkert livítt þel þekji húð yðar, sem réttlæti að þér séuð kallaðir þelhvítir menn. — Þá er hitt líka jafn fávíslegt, óþarft og alrangt að kalla svarta menn þeldökka, því að þeir eru örugglega ekkert loðnari um kroppinn en þér, og þá heldur ekkert dökkt þel, sem þekur húð þeirra, er réttlætir, að þeir séu kallaðir þeldökkir menn frekar en þér þelhvitir. OG I>Á MÁ það teljast með nokkrum ólíkindum að sjá í blöðum og heyra í útvarpi frétt ir af þeldökkum mönnum, sem hvergi eru til í heiminum eftir merkingu orðsins. — Aftur á móti eru til milljónir af húð- dökkum mönnum, sem ýmis4 blökkumenn og dökkir menn. —■ eru nefndir svertingjar, negrar Af þessu og öðru, sem hér hefur verið minnst á, er augljóst að rangnefnið og orðskrípið þel- dökkur í umræddu sambandi á að vera svo óvelkomið og út- lægt úr blöðum og útvarpi að ekki þyrfti um að ræða. i AÐ LOKUM er það einlæg 30 ára afmælis- og nýársósk mín til íslenzka ríkisútvarpsins, að þvj megi ávallt auðnast meðan ís- lenzk túnga er töluð í lan'di vora að reynast öruggt vígi og verðug- ur hásalur íslenzkrar tungu“. S. S. SKRIFAR: „Ég sendi þér nokkrar línur sem ég vona a3 þú komir á framfæri, ég treystl þér bezt til að taka svari hina vinnandi lýðs. Húsin okkar era of dýr, segir Robert L, Davisou sérfræðingur í byggingamálum, og það er hverju orði sannara. Ég, sem línur þessar rita, er eimi af þeim mörgu sem eru ac5 braska við að koma þaki yfir fjölskyldu mína. VIÐ HJÓNIN höfum lagt mik- ið erfiði á okkur við þessa bvgg- ingu og lagt nótt við dag, og þar sem fé hefir verið af skorn- um skammti, hefir verið gætí ýtrustu sparsemi og hagsýni fl hvívetna. En hvað skeður? Á gamlársdag fáum við nýársgjöf frá ríki og bæ, þar sem okkur er tilkynnt að tekjuskattur og út'svarj skuli hækka um sín 1Q Framh,, á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.