Alþýðublaðið - 07.02.1961, Síða 4
Framsókn enn
við sama hey-
garðshornið
FRUMVAKPIÐ um Fisk-
veiðasjóð íslands var til 2. um
ræðu í neðrr deild í gær. Birg-
ir Finnsson iiafði framsögu
fyrir áliti meirihluta sjávar-
litvegsnefndar, sem lagði ti'l að.
frumvarpið yrði samþykkt i
((Lúðvík J«(s. með fyrirvara),!
C'n Gísli Guðmundsson talaði
fyrir séráliti og breytingartil-
Högu við frumvarpið.
a., að með frumvarpinu, ef að
r., að með frumvarpinu, ef að
iögum yrði, væru tvær breyt-
ingar gerðar á lögum uffi Fisk-
veiðasjóð íslands. Hinn fyrri
tír sú, að ábyrgð ríkissjóðs á
.‘ikuidum sjóðsins hækkar úr
50 niillj. kr. í 150 millj. kr. eða
jafngudi þeirra í erlendum
gjaldeyri Þessi breyting er
nauðsynleg vegna þess, að
skuldir Fiskveiðasjóðs í er-
lendri mynt, tryggðar með rik-
isábyrgð, efu nú orðnar um
64 millj. kr., og því þegar
komnar fram úr því, sem lög
heimila, og sjóðurinn er nú í
þann veginn að taka erlend
lán til viðbótar.
Síðari breytingin er sú, að
sjóðnum verður heimilað að
endurlána erlent lánsfé þannig,
að áskilið sé, að ný lán úr
sjóðnum endurgreiðist með
breytilegri fjárhæð, sem nemi
gengisbreytingu ísl. kr. á láns-
tímanum, en um það atriði
varð ágreiningurinn í nefnd-
Birgir gat þess, að Fiskveiða-
sjóður hafi þegar orðið að taka
á sig 28 millj. kr gengistap, en
öll útlán sjóðsins hafa fram til
þessa verið veitt í ísl. króntmi.
Erlend lán, sem sjóðurinn á nú
kost á og nauðsynleg eru, —
verða beinlínis veitt með því
skilyrði, að það verði endur-
lánað með gengistryggingu. —
Ræðumaður rakti síðan, hvern-
ig fyrirhugað væri að fram-
kvæma heimildina til að setja
gengisáhættuákvæði í skulda-
bréf sjóðsins og skýrði frá tekj
um og gjöldum sjóðsins árin
1959 og 1960. Fiskveiðasjóður
hefur verulegar iruilendar
I tekjur til ráðstöfunar, svo að
j viðskiptavinir sjóðsins mundu
! hafa gengishagnað á móti geng-
istapi á erlendum hluta lána.
| Birgir Finnsson kvað það ein
dreginn vilja stjómarflokk-
anna að forða mikilvægustu
■ stofnlánasjóðum atvinnuveg-
j anna, eins og t. d. Fiskveiða-
sjóði, frá því að tekjur þeirra
og eignir hyrfu í gengis- og
vaxtatap. Vék hann síðan að
þeim verkefnum, sem Fisk-
veiðasjó(5ur á framundan að
feysa og mikilvægust eru fyrir
margskonar uppbyggingu sjáv-
i arútvegsins, en fór að lokum
I nokkrum orðum um breytingar
Framh. á 5. síðu.
Hamburg. (UP). — Austur-
Evrópulöndin hafa í seinni
tíð stöðugt aukið og samræmt
efnahagssamstarf sitt, -\’afa-
iítið undir yfirstjórn frá
‘ /ioskvu.
Nú er á döfinni áætlun um
lagningu gríðarmikillar olíu-
leiósiu frá olíusvæðinu milli
Volgu og Úralfjalla þar sem
geysiauðugar olíulindir eru í
jörðu. Leiðslan á að liggja
þaðan í gegnum Ungverja-
land, Tékkóslóvakíu, Pólland
og til Austur-Þýzkalands.
Þetta verður gífurlegt mann
virki, sem mun taka nokkurn
tíma, krefst mikillar tækni og
fjölda verkfræðinga og verka
manna. Það má segja, að
olían sé í nútíma þjóðfélagi
orðin að nokkurs konar
hjartablóði þess og því lífs-
nauðsynlegt. Þessi uýja olíu-
leiðsla mun því gera Austur
Evrópuríkin enn háðari Rúss
landi en áður.
Auk hinnar pólitísku þýð-
ingar olíuleiðslunnar. er því
ekki að neita, að hún hefur
vissa kosti í för með sér fyr-
ir löndin sem aðild eiga að
henni. Olíulestimar sem nú
flytja olíuna frá svæðinu
handan við Volgu til lepp*
ríkja Rússa í Evrópu þurfa
að fara um 1500 til 2000 km.
leið til áfangastaða sinna og
síðan að aka tómar til baka.
Þessir dýru flutningar munu
taka enda, þegar nýja leiðsl-
an kemur, en jafnframt mun
flutningskostnaður minnka
um tvo þriðju. Flutnings-
magn þessarar leiðslu verður
mjög mikið og ekki þarf
nema að snúa einum krana til
að stjórnp þv(í, hve mikið
fer til hvers lands.
LeiðsJan mun verða um
.2000 km. löng. Rússneski
endi hennar verður rétt fyr-
ir austan . bæinn Kasan, þar
sem miklar olíulindir eru. —
Tveir þriðju hlutar leiðsl-
unnar munu svo liggja um
rússneskt land, en þá skiptist
leiðslan, ein grein liggur til
Tékkóslóvakíu í gegn um
Kajpatafjöll og til olíuhreins
anastöðva þar. Þessa grein
hennar á að taka í notkun,
þegar á þessu ári. Frá þess-
ari grein verður öxmur tekin
til Ungverjalands. Hin aðal-j
greinin raun liggja um 700
km. leið í gegn um Pólland og
endar svo í Austur-Þýzka
bænum Schwedt við Oder,
þar s.em þegar hefur verið
bvggður heill skógur af olíu-
geymum.
Hilmar Jónsson:
Opið bréf til
iómsmálaráðh
ÉG LEYFI mér hér með að
senda yður hr. dómsmálaráð-
herra, Bjarni Benediktsson,
opið bréf í sambandi við kær-
uinar á Alfreð Gíslason, bæj
arfógeta í Keflavík. Að sjálf-
sögðu hefur það vakið mikla
undrun manna bæði hér í
bæ og annars staðar, að bæj-
arfógetanum skuli ekki vikið
úr starfi á meðan rannsó-kn
fer fram í máli hans. Sumir
áiíta að með þessari óvenju-
legu málsmeðferð viljið þér
hlífa flokksbróður yðar. Ég
aftur á móti trúi ég ekki að þér
hafið raunverulega ráðið þeim
aðgerðum dómsmálaráðuneyt-
isns, sem viðhafðar hafa verið
í þessu máli hingað til, þar eð
orð hefur farið af yður sem
heiðarlegum og athafnasöm-
um embættismanni. En mál-
ið er nú komið á það stig, að
blettur hlýtur að falla á yðar
skjöld og sá stjói'nmálaflokk-
ur, sem .þér veitið að meira
eða minna leyti forystu hlýt-
ur að fá stór ámæli vegna
hinnar hneykslanlegu máls-
meðferðar.
Ég leiði athygli yðar að
þeirri staðreynd, að blöð Sjálí-
stæðisflokksins tóku á sínam
tíma kröftuglega undir þá
kröfu, að Vilhjálmur Þór, að-
albankastjóri, viki úr starfi j
meðan rannsókn fór fram í
olíumálinu svonefnda. Nú ger
ist það helzt til tíðinda að blöð
Sjálfstæðisflokksins þsgja
þunnu hljóði, þegar minni-
háttar foryztumaður úr yðar
flokki, er sakaður nm víta-
verða vanrækslu í starti.
Eins og yður mun eflaust
kunnugt af fréttum hefur Al-
freð Gíslason nú hafizt handa
og fellt dóma í allmörgum
þeirra mála, sem hjá honum
hafa legið í algerri óreiðu. —
Slíkt er látið afskiptalaust af
yðar hálfu, þótt þér vitið að
bæjarfógetinn liggur undir
mun þyngri ákæru en flesfir
þeir, sem hann er nú að buxn-
S.I.S. AUSTURSTRÆTI
Seljum í dag og næstu daga búta af gólfdregl-
um frá Vefaranum h.f.
Lengd dreglanna allt að 4 metrar.
Afsiáttui- allt að 40%.
ÓDÝRT!
ÓDÝRT!
ast við að sakfella. Af þessurn
bæxlagangi A. G. og starfs-
manna hans draga hins vegar
allir skynsamir menn þá álykt
un að nauðsyn þess, að slíkur
embættisrekstur sé kærður,
hafi verið mjög brýn. í öðru!
lagi virðist almenningi skjcta
æði skökku við í málflutningi
skjólstæðinga bæjarfógetans,
þegar beir tala um að of litið
starfslið hafi verið höfuðor-
sök óreiðunnar í emlbættis-
rekstri hans. Því nú lítur út
fyrir, að fógetinn hafi nægan
tíma til að dæma menn í
hrönnum. Enda er ég sann-
færður um að þér sem yfir-
maður hans bæði fyrr og nú
mynduð hafa veitt honum auk
ið starfslið, ef þér hefðuð tal-
ið þess þörf. Hitt liggur öllum
í augum uppi að embættis-
maður, sem ekki rumskar fyrr
en hann fær kæru í hausinn,
er alls óhæfur að gegna stóðu
sinni.
Þá vil ég benda yður á hið
einstæða hneyksli, sem Altreð
Gíslason og Eggert Jónsson
bæjarstjóri í Keflavík hafa
gert sig bera að í sambandi
við þetta mál. Báðir fullyrða
í samtölum við lögregluþjóna
í Keflavík, að menn seni
kærðu sitt yfirvald, væru
ekki hæfir til að gegna lög-
gæzlustörfum. Af þeim sök-
um yrðu lögregluþjónarnir
hér, ef þeir vildu halda nú-
verandi stöðu sinni, að aftur-
kalla kæ-runa á bæjarfóget-
ann. Ég þykist vita að báðir
þessir menn hafa ekki talað í
yðar nafni. Aftur á móti vek-
ur það ueg, þegar leiðandi
menn í flokki s.iálfs dómsmála
ráðherrans, <ganga fram fyrir
skjöldu að fótumtroða lög
landsmarina. Enginn þarf að
fara í grafgötur með að hér er
um einstæða hótun um at-
vinnumissi að ræða, ef viðkom
endur falla ékki frá réttlætis-
kröfum sínum.
Lögregluþjónarnir í Kefla-
vík hafa sýnt mikið og lofs-
vert hugrekki og ég vil halda
því skýlaust fram, að þetta
mál gegn bæjarfógetanum, ef
tekið væri á því áf réttsýni
og skörungsskap, gæti orðið
upphaf að miklum umbótum
í réttarfarsmálum okkar. En
fréttaritari Morgunblaðsins í
Keflavík telur einmitt að í
þeim efnum sé víða pottur
brotinn,
Að síðustu bendi ég yður á
að kærumálin gegn bæjarfó-
getanum í Keflavík hafa vákið
óskipta athygli landsmanan og
Framh. á 14. síðu
4 7. febr. 1961
Alþýðublaóið