Alþýðublaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 3
Forsætisráð- herrar fyrr og nú. Sir Winston Chur- chill og Harold Mc Millan. Mynd þessr var tekin þegar Churchill kom til að snæða hádegis- verð með Macmill- an í Admiralty House, þar sem hann býr á meðan Dovvningstreet 10 er í viðgerð. Churchill gamli heimsótti Neðri máj|stofuna nýiega, þar sem honum var fagnað innilep(a. Hann dvalst nú í S-Frakklandi. Friöur senn í Alsír? París, 17. febrúar. NTB. Reuíer-fréttastofan skýr- ir frá því, að ríkisstjórnin í Túnis sé sannfærð um, að í mjög náinni framtíð hefjrst samningaviðræður með rlkis- stjóm Frakklands og útlaga- stjórn uppreisnarmanna í Al- sír. , j i Merkjasala Kvennadeild- / ar S.V.F.I. er á góudaginn HINN ÁRLEGI söfnunardag- ur Kvennadeildar Slysavarna- félagsins í Reykjavík er á morg un, góudag. Verða þá merki fé- lagsins til sölu á götum bæjar- ins, og hin vel þekkta kaffisala þeirra fer fram í Sjálfstæðis- húsinu.. Það hefur lengi verið venja deildarinnar að halda þennan árlega söfnunardag, og hafa Reykvíkingar ávallt látið mikið fé af hendi rakna til þessa veiga mikla starfs, sem deildin rekur. Kvennadeildin hefur á hverju ári lagt Slysavarnarfélagi ís- lands til fjárupphæðir, sem ætl- aðar eru til eflingar starfi félags ins. Á síðastliðnu ári afhenti deildin félaginu 145 þúsund kr., og er það há upphæð, þegar til- lit er tekið til, að þarna er ein- göngu um að ræða sjálfboða- liðsstarf. Eins og fyrr segir verður einn ið kaffisala í Sjálfstæðishúsinu, og hefst hún kl. 2. Þessi kaffi- sala hefur ávallt verið vel sótt, enda hafa verið bornar fram kökur af beztu tegund, heima- bakaðar. Hafa konurnar lagt til allar kökur, og unnið sjálfar við kaffisöluna. Nú er heitið á kon- urnar í deildinni að koma með kökurnar fvrir hádegi á sunnu- dag, og mæta til starfa. Á sunnudaginn hefst merkja salan kl. 9 fyrir hádegi, og verða merkin afhent á eftirtöldum stöðum: Slvsavarnarhúsinu við Grandagarð. Langholtsskóla, Laugarnesskóla, Sjómannaskól- anum, Melaskóla, Vogaskóla, Austurbæjarskóla, Háagerðis- skóla, Verkamannaskýlinu, Vesturbæjarbamaskóla við Stýrimannastíg. Kvennadeildin heitir á for- eldra að hvetja börn sín til að selja merki og mæta vel búin. Há sölulaun verða veitt. Hefur upplýsingamálaráð- herra Túnisstjórnar, Mohamed Masvoudi, undanfarið dvalið í París og átt viðræður við de Gaulle Frakklandsforseta til undirbúnings viðræðum for- setans og Bourguiba forseta Túnis. Munu þeir bráðlega ræðast við í París um sam- komulag Frakka og uppreisnar manna í Alsír. Hafa Túnis- menn mál þetta með höndum a. m. k. á fyrstu stigum þess, fyrir uppreisnarmenn. Upp- lýsingamálaráðherrann kom til Ziirich í Sviss í dag til við- ræðna við Bourguiba, sem er þar á sjúkrahúsi. Lét hann svo ummælt við komuna þangað: Ekkert er enn endanlega á- kveðið, en ástæða er til að hafa trú á þeim möguleika, að senn verði saminn friður í Al- sír. Sveitakeppni Bridgefé|ags Hafnarfjarðar SVEITAKEPPNI Bridgefé- lags Hafnarfjarðar stendur nú yfir. Spiluð er tvöföld umferð og að fyrri umferð lokinni er staðan þessi: 1. sveit Ólafs Guðmundsson- ar með 13. vinninga, 2. sveit Einars Halldórssonar 9. v., 3. sveit Alberts Þorsteinssonar 9. v., 4. sveit Jóns Guðmundsson- ar 9 v., 5. sveit Sigmars Björns- sonar 8 v., 6. sveit Rúnars Bryn- jólfssonar 4 v., 7. sveit Ágústs Helgasonar 3 v. og 8. sveit Sóf- usar Bertelsen með 1 vinning. WWMWWWWWMMWWWI Þá verða smá- ir illa settar" Átök í Angola J óhannesarborg, 17. febrúar. Blaðið „Johannes- burg Star“ sagði frá því í dag, samkvæmt skeytr, er fréttaritari þess í Luanda í portúgölsku nýlendunni Angola, hafði smyglað til Brazzaville í áður frönsku Kóngó, að um hundrað Afríkumenn hefðu í fyrra dag ráðist á lögreglustöð eina í Luanda. Ekki er vit að um mannfall, en óttast að það hafi orðið mikið, því að fallhlífarlið og lög regla þeittu skotvopnum til að verjast árásinni. 4WMWMMWMWWWWWMMWÍI New York, 17. febr. NTB-AFP. Öryggisráðið hélt í dag áfram umræðum sínum um Kongómálið. Padmore fulltrúi Liberíu fordæmdr allar er- lendar aðgerðir í Kongó sem gerðar væru utan ramma SÞ. Hann hvatti til þess að Hamm arskjöld aðalritara væru veitt meiri völd til að koma á friði og reglu í Kongó. Padmore derldi á Rússa fyrir árásir þeirra á aðal- ritarann og kvað það skoðun mikils meirihluta Afríku- manna er hann hefði rætt við að ekki bærr að breyta emb- ætti hans og veita bæri honum aukin völd til að koma á friði í Kongó. Hann benti á mikil- vægr Kongó og kvað ekki að eins framtíð þess í veði held- ur líka SÞ. „Missi SÞ áhrif sín og völd, verða smáþjóðirn ar illa settar,“ sagði hann. — Hann kyáð vonir meirihluta mannkyns bundnar SÞ. Padmore kvað Sovétríkm hafa hótað afskiptum af inn- anríkismálum Kongó. Einnig hefðu Bandaríkin komið með svipaðar hótanir. Fordæmdi hann þær harðlega. Væru þær framkvæmdai væri stórum lengra strgið en Afríkumenn óskuðu. Hann endurtók tillög- ur Tubman, forseta Liberíu um að SÞ óski eftir því, að allar pólitískar og hernaðar- legar aðgerðir í Kongó falli niður í a. m. k. tvo mánöði og leiðtogar þjóðarinnar haldi á fund Hammarskjölds og Ör- yggisráðsins til að finna lausn á vandamálum sínum. Omar Loutfi, fulltrúi Ara- biska Sambandslýðveldisins talaði einnig. Lýsti hann til- lögu er hann flytur ásamt full- trúum Liberíu og Ceylon að tilhlutan margra afrískra og asískra þjóða. Mun hún fjalla um stöðvun hernaðaraðgerða af hálfu hers Mobutu í Orien- tale-héraði og hers Katanga- stjórnar í N-Katanga. Tillag- an myndi einnig krefjast brott flutnings allra belgiskra her- manna frá Kongó, kongólska þingið verði kallað saman og her Kongó verði endurskipu- lagður. Allt á þetta að gerast undir stjórn og eftirliti SÞ. Loutfi réðst heiftarlega á Belgi. Kvað hann Katanga- stjóm hafa komið sér upp 5 þúsund manna útlendingaher- sveit. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga sendi Hamm- arskjöld skeyti í dag og hét honum stuðningi sínum. STÓRSLYSI S-AFRÍKU Jóhannesarborg, 17. febr. | (NTB-REUTER). I 14 verkamenn biðu bana og 1 meira en 40 verkamenn slösuð- I ust er sprenging varð í gull- námu einni skammt utan við Jóhannesarborg í dag. Var ver- ið að flytja hálft tonn laf dyna- miti niður í námurnar er sprengingin varð. Ókunugt er um orsök hennar. Óttast er að fleiri en 20 verkamenn hafi far izt. Af þeim er fórust voru a. m. k. 12 Afríkumenn, en hinir hvítir og blandaðir. Mikil eitrun andrúmsloftsins varð við sprenginguna. Hjálpar sveitir er kallaðar voru á vett- vang urðu að grafa sig niður í gegnum 160 metra þykkt lag af grjóti og mulningi áður en þeir komust að þeim, er slös- uðust og fórust. — 18. febr. 1961 3 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.